Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNI 1993
25
„Járnmadonnan“ Kim Campbell tekur við af Brian Mulroney sem forsætisráðherra Kanada
Atvinnuleysi og skuld-
ir bíða nýrrar stjómar
Ottawa. Reuter.
ATVINNULEYSI, fjárlagahalli
og kosningabarátta eru meðal
helstu verkefna sem bíða væntan-
legrar ríkisstjórnar Kim Camp-
bell, sem verður fyrsta konan til
að gegna embætti forsætisráð-
herra í Kanada. Hún bar signr
úr býtum í formannskjöri kana-
Alþjóðleg mannréttindaráðstefna i Vín
V er ðlaunahafar
hunsa setninguna
Vín. Rcutcr, The Daily Telegraph.
FJÓRTÁN handhafar friðarverðlauna Nóbels sniðgengu í gær setn-
ingu alþjóðlegrar mannréttindaráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóð-
annna í Vín vegna þess að Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta, var
ekki boðið á setningarathöfnina.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna ákváðu að bjóða ekki Dalai
Lama, sem er einnig handhafi frið-
arverðlaunanna, að kröfu kínverskra
stjómvalda.
Pierre Sane, framkvæmdastjóri
mannréttindasamtakanna Amnesty
International, sagði að allir friðar-
verðlaunahafarnir, sem sitja ráð-
stefnuna, hefðu sniðgengið setning-
arathöfnina í mótmælaskyni. Þeirra
á meðal voru Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóðanna, Amnesty Int-
ernational, Arias Sanchez, fyrrver-
andi forseti Costa Rica, og írski frið-
arsinninn Betty Williams. Búist er
við að Dalai Lama verði boðið að
sitja ráðstefnuna sjálfa þrátt.fyrir
mótmæli Kínverja.
Tekist á um lýðræði
Fulltrúar frá 100 ríkjum sitja ráð-
stefnuna, sem er sú stærsta sinnar
tegundar í aldaríjðrðung og stendur
í tvær vikur. Boutros Boutros-Ghali,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, hélt ræðu við setningarathöfn-
ina og sagði að alþjóðasamtök hefðu
rétt til að skerast í leikinn ef einstök
ríki brytu gegn mannréttindum
þegnanna. Hann hvatti ennfremur
stjórnvöld í ríkjum sem búa við eins-
flokkskerfí að koma á lýðræði því
það stjómkerfi væri besta trygging-
in fyrir því að mannréttindi yrðu virt.
Búist er við að fulltrúar nokkurra
ríkja, aðallega í Asíu, andmæli því
að hugmyndir Vesturlandabúa um
mannréttindi eigi við í öllum ríkjum
heims. Þeir halda því fram að slík
réttindi séu háð menningarlegum
hefðum og efnahagslegri stöðu ríkj-
anna og að mótmæli Vesturlandabúa
við mannréttindabrotum í þróunar-
ríkjum séu íhlutun í innanríkismál
þeirra. Á meðal þessarra ríkja eru
Burma, Kína, Kúba, Indónesía, írak,
íran, Líbýa, Malasía og Sýrland.
Belgíska stjórnin sagði að leiðtog-
ar EB kynnu að ræða deiluna á fundi
þeirra í Kaupmannahöfn á mánudag
og þriðjudag í næstu viku. Embætt-
ismenn EB sögðu að Sir Leon Britt-
an, sem fer með fjarskiptamál innan
framkvæmdastjórnarinnar, myndi
ræða málið við Mickey Kantor, við-
skiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar, á
fyrirhuguðum fundi þeirra á fimmtu-
dag.
Heimildarmenn í Brussel segja að
Kantor eigi mesta sök á deilunni
vegna þeirrar ákvörðunar hans að
skýra frá samningnum. Samkvæmt
honum munu bandarísk og þýsk fyr-
irtæki standa jafnt að vígi við verk-
útboð og hvorugt ríkið beiti hitt refs-
iaðgerðum, þvert gegn ákvörðunum
EB sem þýska stjómin hafði sam-
þykkt.
„Hvers vegna gerði Kantor þetta
opinbert með slíkum hamagangi?"
spurði stjórnarerindreki í Brussel.
„Ef til vill - og þetta er það sem
framkvæmdastjómin grunar - sá
hann þarna frábært tækifæri til að
stuðla að sundrungu meðal EB-ríkj-
díska íhaldsflokksins, sem fór
fram á sunnudag; hlaut stuðning
52,7% þingfulltrúa, en helsti
keppnautur hennar, Jean Char-
est, fékk stuðning 47 prósenta.
Campbell tekur við embætti af
Brian Mulroney undir lok mánuð-
arins.
„Stærsta verkefnið sem við stönd-
um frammi fyrir, er að vinna trúnað
Kanadamanna; vekja með þeim á
ný þá hugsun að það sé von í land-
inu,“ sagði Campbell í ræðu eftir
að úrslitin voru kunn. Hún er 46 ára
lögfræðingur frá Vancouver, og er
þetta í fyrsta skipti í tæpan aldar-
fjórðung að við völdum tekur forsæt-
isráðherra sem er ekki frá Quebec.
Flestir núverandi ráðherrar í stjórn
Mulroneys hafa tilkynnt að þeir
muni láta af embætti, og því fær
Campbell nokkuð frjálsar hendur
með að skipa í ráðuneyti sitt. Hún
hefur sagt að þar muni helstu keppi-
nautar hennar um formannsembætt-
ið, Charest og Jim Edwards, gegna
lykilhlutverki.
Helstu verkefnin sem bíða nýrrar
stjórnar er rúmlega 11 prósenta at-
vinnuleysi og gífurlegur fjárlaga-
halli, sem Campbell hefur sagt að
verði réttur af á fímm árum. Hún
hefur þó nauman tíma, því boða
verður til kosninga í haust. Skoðana-
kannanir benda til þess að þótt fylgi
íhaldsflokksins hafi aukist lítillega
að undanfömu, þá njóti Frjáislyndi
flokkurinn, undir formennsku Jean
Chretien, afgerandi meira fylgis.
Sigur í höfn
Reuter
KIM Campbell veifar til stuðningsmanna sinna eftir að úrslit voru
kunn í formannskjöri kanadíska íhaldsflokksins. Hún bar sigurorð
af helsta keppinaut sínum, Jean Charest, í annarri umferð kjörsins,
en frekar hafði verið búist við að Charest stæði betur að vígi ef
kæmi til annarrar umferðar.
AMBRA OG llBíiyi! TÖLVUR
Á FRÁBÆRU VERÐl
Frakkar gagnrýna samning um viðskipti
Saka Þjóðverja
um að rjúfa ein-
ingu EB-ríkjanna
Brussel. Rcutcr.
SÚ ákvörðun Bandaríkjastjórnar að skýra frá leynilegum sérsamningi
hennar við Þjóðverja um fjarskiptamál hefur valdið mikilli spennu
milli Þjóðverja og Frakka, sem hafa lengi verið samstiga innan Evrópu-
bandalagsins (EB). Franska sljórnin gaf út harðorða yfirlýsingu í "
gær, þar sem hún sakaði Þjóðveija um að rjúfa samtöðu EB-ríkjanna
og framkvæmdastjórnin í Brussel sendi þýsku stjórninni bréf þar sem
krafist var skýringa á samningnum.
anna, sem hefur tekist fullkomlega,
eins og nú má sjá.“
Aðrir töldu ástæðuna þá að komið
hefðu upp samskiptaerfiðleikar milli
þýska efnahagsmálaráðherrans,
Giinters Rexrodts, sem varði enn
samninginn í gær, og Klaus Kinkels
utanríkisráðherra, sem virtist jafn
hissa á samningnum og fram-
kvæmdastjórn EB.
Stjórnarerindrekar í Brussel
sögðu yfirlýsingu Frakka harla
óvenjulega þar sem stjórnvöld í
Frakklandi og Þýskalandi hefðu
lengi lagt mikla áherslu á að sýna
einhug í málefnum EB. Yfiriýsingin
þótti óvenju harðorð í garð Þjóðveija
og þeir voru sakaðir um að hafa
rofið samstöðu EB-ríkjanna.
Talsmaður þýska efnahagsmála-
ráðuneytisins staðfesti í gær að Þjóð-
veijar myndu sniðganga reglugerð
EB um að taka beri EB-fyrirtæki
fram yfir önnur. Framkvæmda-
stjórnin hefur hótað að lögsækja
Þjóðveija vegna þessa máls og sendi
í gær bréf til þýsku stjómarinnar
þar sem hún er krafin skýringa á
samningnum.
AÐEINS l»AÐ BESTA
ER NÓGU GOTT FYRIR l»IG
Nýherji leggur metnað sinn ( að bjóða
viðskiptavinum sínum aðeins það besta
sem völ er á í tölvubúnaði hverju sinni.
Okkur hefur tekist að verða við krefjandi
óskum viðskiptavina okkar með því að
bjóða gæðavörur á verði sem allir ráða
við.
Kröfuhörðum viðskiptavinum okkar
bjóðum hinar tæknilega fullkomnu tölvur
frá IBM en IBM hefur frá upphafi veriö
brautryðjandi á sviði tölvubúnaðar. Við
bjóðum einnig hinar geysivinsælu
AMBRA tölvur frá dótturfyrirtæki IBM
sem hafa fengið frábærar móttökur hér
á landi sem annars staðar. AMBRA
tölvurnar fást í miklu úrvali, allt frá
smærri tölvum sem henta skólafólki og
upp ( stórar og hraðvirkar tölvur til
notkunar í fyrirtækjarekstri.
Ef þú ert í þeim hugleiðingum að
fjárfesta í tölvu skaltu líta viö í verslun
okkar í Skaftahlíð 24 eða hjá umboðs-
mönnum okkar því hjá okkur fara
saman bestu gæði og gott verð. Við
vitum að aðeins það besta er nógu gott
fyrir þig!
NÝHERJI
SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00
Alltaf skrefi á undan