Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993
11
Tvöföldun Reykja-
nesbrautarinnar
kvæmdina án atbeina ríkisins. Er-
lendir fjárfestar hafa lýst yfir áhuga
á því að fjármagna gerð brautarinn-
ar.
6. Ríkissjóður fær miklar tekjur
af framkvæmdinni í formi tekju- og
eignarskatts.
7. Ríkissjóður mun eignast braut-
ina er fjármögnun lýkur og veghaldi
sleppir.
8. Aukin atvinna myndi skapast í
Reykjaneskjördæmi, bæði á meðan á
framkvæmdum stendur og í framtíð-
inni. Bættum samgöngum fylgja
auknar samgöngur. Talið er að það
geti myndast 150-250 ársverk yfir
verktímann, en gera má ráð fyrir að
enn fleiri störf skapist er fram-
kvæmdir standa sem hæst eða u.þ.b.
250-450 ársverk. Þar að auki má
gera ráð fýrir 100-200 ársverkum
í þjónustugreinum.
Þetta er ekki amaleg búbót fyrir
landshluta þar sem • atvinnuleysi er
mest. Fyrirsjáanlegt er að það muni
enn aukast í framtíðinni með minnk-
andi umsvifum bandaríska hersins á
Miðnesheiði. Skv. tölum félagsmála-
ráðuneytisins þá var atvinnuleysið á
Reykjanesi 6,8% í mars sl., á meðan
það var 5,4% yfir landið í heild.
9. Nýja brautin mun tengja Suð-
urnesin enn betur við höfuðborgar-
svæðið en nú er og gera Suðvestur-
horn landsins að einu atvinnusvæði.
10. Einkavæðing í samgangna-
gerð er í samræmi við stefnu ríkis-
stjórnarinnar.
11. Hér er um að ræða nýsköpun
í atvinnulífinu, þá í þeirri merkingu
að verið er að útvega áhættufjár-
magn sem annars myndi ekki berast
inn í landið. Sú einkavæðing sem hér
um ræðir er um margt frábrugðin
þeirri sem opinberir aðilar standa nú
fyrir. Er það ýmist að fyrirtækjum
í opinberri eigu er breytt í hlutafélög
FAXAFLÓI
eftir Þórð Þórðarson
I. Inngangur
Á nýafstöðnu Alþingi var lögð
fram tillaga til þingsályktunar um
tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og
var gert ráð fyrir að samgönguráð-
herra sæi um undirbúning. Þetta var
í sjötta skiptið sem tillaga þessa efn-
is er flutt á Alþingi og enn hafa þing-
menn ekki séð ástæðu til þess að
veita tillögunni brautargengi.
Á síðasta ári lagði vinnuhópur sem
skipaður var fulltrúum frá Lands-
bréfum hf., Atvinnuþróunarfélagi
Suðumesja og Verktakasambandi
íslands fram tillögu um tvöföldun
Reykjanesbrautarinnar. Það sem
gerði þessa tillögu frábrugðna öðrum
er fram höfðu komið á þeim tíma
voru hugmyndir um fjármögnun
brautarinnar með gjaldtöku.
Með tillögunni vildi hópurinn
freista þess að flýta framkvæmdum
við brautina þar sem Vegagerðin
gerir ekki ráð fyrir því að ráðist verði
í tvöföldunina í nánustu framtíð. Til-
lagan hlaut ekki hljómgrunn á þeim
tíma, vegna andstöðu ráðamanna við
gj aldtökuhugmyndina.
Nú hefur samstarf ofannefndra
aðila verið endurvakið með sama
markmiði og áður, en lagt er upp
með nokkuð breyttar forsendur.
II. Hvað felst í tillögn
vinnuhópsins?
Tillagan gerir ráð fyrir því að
Reykjanesbrautin verði tvöfölduð á
26 km vegarkafla frá Straumi að
Njarðvíkurfítjum. Verktakar sæju
algerlega um framkvæmdina og yrði
hún fjármögnuð með erlendu og/eða
innlendu áhættufé. Hlutverk ríkis-
valdsins yrði að veita fyrrnefndum
aðilum veghald meðan endurgreiðsla
lána ætti sér stað. Kostnaður við
framkvæmdina er áætlaður vera um
1.570 milljónir króna miðað við vega-
gerðarvísitölu í apríl 1993.
Þórður Þórðarson
„Helsti ásteytingarsteinn
framkvæmdarinnar hef-
ur verið andstaðan við
gjaldtökuna. Vinnuhóp-
urinn hefur reynt að
koma fram með hug-
myndir sem milda áhrif
gjaldtökunnar fyrir íbóa
Suðurnesja."
myndi minnka um 50% og viðhald
og kostnaður að sama skapi.
4. Komist verður hjá kostnaðar-
sömum endurbótum á eldri braut-
inni, sem ella þyrfti að ráðast í til
að auka öryggi hennar.
5. Hægt er að notast við fram-
kvæmdafjármögnun (project fin-
ance) við gerð brautarinnar, sem
gerir kleift að fjármagna fram-
III. Rökin fyrir tvöföldun
Reykjanesbrautarinnar og
gjaldtökunni
Samgöngumannvirki eru almennt
séð meðal arðbærustu fjárfestinga
sem ráðist verður í. Helstu rökin
fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinn-
ar með gjaldtöku eru eftirfarandi:
1. Tvöföldun brautarinnar gæti
orðið fyrr en áætlað er. Hún er hvorki
á íjögurra ára vegaáætlun Vega-
gerðarinnar, né er gert ráð fyrir
henni í nánustu framtíð. Hér er um
að ræða tiltölulega einfalda fram-
kvæmd tæknilega séð, sem væri
hægt að heljast handa við með
skömmum fyrirvara. Áætlaður fram-
kvæmdatími er u.þ.b. eitt ár.
2. Aukið umferðaröryggi leiðir af
tvöföldun brautarinnar. Gert er ráð
fyrir tveimur akbrautum í hvora átt.
Nýja brautin verður beinni og styttri
en sú eldri og laus við blindhæðir.
Tíðni umferðaróhappa á Reykjanes-
brautinni er ekki meiri en t.d. á Suð-
urlandsveginum. Hins vegar eru slys-
in alvarlegri. Á árunum 1968 til árs-
loka 1991 hafa orðið 33 umferðar-
slys á Reykjanesbrautinni sem leitt
hafa til dauða eins eða fleiri vegfar-
enda. Alls hafa 40 manns látist í
þessum slysum, þ.e. 25 karlmenn,
12 konur og 3 böm. í árekstmm
hafa látist 21, í bílveltum 4, í útaf-
keyrslum 7, fyrir bíl hafa orðið 5.
Tvö urðu fyrir bíl sem gangandi veg-
farendur og komabam, sem var far-
þegi í bíl, lést. Þetta er eingöngu
yfirlit yfir þau banaslys er orðið hafa
á Reykjanesbrautinni. Þar við bætist
mikill fjöldi annarra siysa og hafa
sum þeirra verið mjög alvarleg.
Það er ekki eingöngu hinn gríðar-
legi umferðarþungi sem kallar á tvö-
földunina, heldur fyrst og fremst
eðli umferðarinnar. Umferðin er
mest á milli kl. 6 og 8 á morgnana,
og 18 og 20 á kvöldin. Flestir em
ýmist að flýta sér í og úr vinnu eða
flug. Væri umferðin jöfn allan sólar-
hringinn þá myndi núverandi akbraut
anna Umferðinni.
3. Slit á eldri vegarhelmingnum
án þess að eignarhaldi á þeim sé
breytt eða að ráðist er í fyrrnefndar
breytingar og hlutabréfin seld á al-
mennum markaði. Ég tel að fátt eitt
fáist unnið með því að breyta ein-
göngu skipulagi fýrirtækja, en sala
hlutabréfa fýrrum ríkisfyrirtækja á
almennum markaði geti beinlínis leitt
til skaða fyrir íslenskt atvinnulíf. Séu
vel rekin opinber fyrirtæki einka-
vædd og hlutabréf þeirra seld á al-
mennum markaði, þá lenda þau í
samkeppni við nýjabmmið í atvinnu-
lífinu um það litla áhættufjármagn
sem er í umferð. Við þörfnumst fram-
fara en ekki stöðnunar, en ég tel
einmitt að það að einkavæða vel rek-
in opinber fyrirtæki eins og ástatt er
í þjóðfélaginu í dag geti leitt til stöðn-
unar. Það verður að fara með löndum
í þessu máli sem svo mörgum öðmm.
IV. Um hvað er deilt?
Helsti ásteytingarsteinn fram-
kvæmdarinnar hefur verið andstaðan
við gjaldtökuna. Vinnuhópurinn hef-
ur reynt að koma fram með hug-
myndir sem milda áhrif gjaldtökunn-
ar fyrir íbúa Suðumesja. Það hefur
til dæmis verið gert ráð fyrir leið um
Vatnsleysuströnd fyrir þá sem ekki
vilja greiða vegtollinn og afslætti
fyrir þá er nota leiðina oft. Lögð
hefur verið_ áhersla á að gjaldið verði
hæfílegt. Ég tel að þeir sem lagst
hafa gegn gjaldtöku hafi málað
skrattann á vegginn.
Hvers vegna að leggja fram þess-
ar tillögur núna? Hvað hefur gerst
er gerir það að verkum að gjaldtaka
er frekar réttlætanleg í dag en fyrir
ári? Nú stefnir allt í að fyrirhuguð
jarðgangagerð undir Hvalfjörð verði
að veraleika innan skamms. Höfum
við þar með væntanlega fengið for-
dæmi fyrir þvi að samgöngumann-
virki á íslandi séu fjármögnuð með
gjaldtöku. Einnig hefur verið sam-
þykkt frá Alþingi þingsályktunartil-
laga sem gerir ráð fyrir að sam-
gönguráðherra verði falið að skipa
nefnd er skuli kanna nýjar leiðir við
fjarmögnun samgöngumannvirkja.
Hér er því að verða hugarfarsbreyt-
ing.
V. Niðurlag
í ljósi breyttra aðstæðna þótti mér
rétt að kynna hugmyndir vinnuhóps-
ins aftur. Ég tel að við íslendingar
verðum að leggja áherslu á það á
næstu ámm að fá erlent áhættufjár-
magn inn í landið. Gjaldtaka af sam-
göngumannvirkjum er ein þeirra
leiða sem fær er í því sambandi. Hún
hefur þann kost umfram margar
aðrar að með henni er ekki verið að
framselja eða takmarka grandvallar-
auðlindir okkar. Hana verður því að
nýta þar sem hún er á annað borð
fær.
Höfundur er lögfræðingur og
starfar sem framkvæmdnstjóri
Verktakasambands íslands.
Umferöaróhöpp 1980 - 1989
vegagerðin Reykjanesbraut
Hafnarfjarbarvcgur - Njarfivikurvegur
Paradiso
Verð stgr. irá kr.
TRAUSTUSTU
FELLIHÝSIN,
TJALDVAGNARNIR
OG HJÓLHÝSIN
SEM VÖL ER Á
Skoðaðu eitt mesta úrval landsins af
vögnum og ferðavöru hjá traustu og gamal-
grónu fyrirtæki.
Opið lau. 10-16 og sun. 13-16.
hjólhýsi
Vnð stgr. fró kr.
GlSU PONSSON HF
Paradiso
Hobby
Bildshöfða 14, Sími 686644
Umboðsmenn: BSA á Akureyri, Bílasalan Fell
á Egilstöðum og BG Bílakringlan, Keflavík.
Camp-let
Traustasti tjaldvagninn hér í tvo
áratugi! Svefntjöldum og for-
tjaldi ásamt áföstum eldhús-
kassa er tjaldað á svipstundu.
Höbby-hjólhýsin hafa
notið mikilla vinsælda
hér enda eru þau sann-
kallaðar svítur á hjólum!
Fellihýsi sem bera af
enda eru þau ríkulega
útbúin og afar þægileg
í notkun.
Velkomin í góðan hóp!