Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JUNI 1993 Tæplega tvö hundruð nemendur sitja á skólabekk í Iðnskólanum í sumar Við tölvuna MARÍANNA Olsen er ein fjölmargra nemenda sem leggja munu stund á tölvufræði í sumar hjá Iðnskólanum. Hvíldinni fegnir Árni Þráinsson og Svanberg Sigurðsson „vinna" hjá Iðn- skólanum og stunda þar nám í málm- og tréiðnaðardeild. Fatahönnun JENNY Arnadóttir hyggur á listnám í framtíðinni, en nemur fatahönnun í sumar. Nám í stað atvinnuleysis MARGA í nágrenni Iðnskólans f Reykjavík kann að undra að sjá ungt fólk ganga í skólann á Skólavörðuholtinu þó að nokkuð sé lið- ið frá lokum venjulegs skólaárs. Skýringar eru þó einfaldar því á mánudaginn var hófst starfræksla sumarskóla fyrir ungt fólk á veg- um Iðnskólans og Reykjavíkurborgar. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti fyrir nokkra sumarnemendanna og flest ef ekki öll þeirra kváð- ust vera ánægð með veru sína í sumarskólanum enda skapar hún þeim atvinnu um leið. Tæplega tvö hundruð manns settust á skólabekk síðastliðinn mánudag og fá allir laun fyrir skólasetuna. Þessi launaði sumar- skóli stendur yfír í rúmar átta vik- ur og segir Erla ívarsdóttir, einn skipuleggjenda námsins, að þetta sé tilraun til að sporna við atvinnu- leysi. Hún segir fyrstu reynslu af skólastarfinu góða og telur að nem- endur séu almennt ánægðir með þessa nýbreytni og að þetta fyrir- komulag sé komið til að vera. Að sögn hennar er mest sótt í fata- hönnunardeild og tölvugreinar en málmsmíðanám er einnig eftirsótt. Fær námið metið í'haust „Tölvunám mitt hér er nauðsyn- legt þar sem ég stunda nám á við- skiptasviði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og að öllum líkindum fæ ég námið metið þar næsta haust," sagði hin tvítuga Maríanna Olsen í samtali við Morgunblaðið. Hún bætti því og við að þetta nám yrði mjög mikilvægt fyrir atvinnumögu- leika sína í framtíðinni. Maríanna var þó ekki alveg sátt við að í sum- arskólanum væru einungis kenndir grunnáfangar í tölvufræðum og upplýsti að í sumum tilvikum kunni hún þegar til verka. En fór hún í skólann vegna-atvinnuleysis? „Nei, ég átti kost á vinnu í sumar en valdi heldur að koma hingað og öðlast bæði mikilvæga menntun og laun fyrir erfiðið," sagði Maríanna ennfremur. Úr fatahönnun í listnám „Ég hafði verið atvinnulaus um nokkum tíma þegar ég las auglýs- ingu um sumarnámið. Það var því alveg tilvalið að skella sér í þetta," sagði hin sextán ára gamla Jenný Árnadóttir. „Það hlýtur að vera „toppurinn á tilverunni" að fá borg- að fyrir að mennta sig," sagði hún ennfremur. Framhaldið hjá Jennýju er ákveðið: „Ég hygg á einhvers konar listnám í haust og þá líklega hér í Iðnskólanum." Hún segir námið í sumarskólanum hafa höfð- að til sín og að þar hafi hún þegar eignast marga vini. Halda áfram námi í haust Félagarnir Arni Þráinsson og Svanberg Þór Sigurðsson veittu viðtal fúslega þó þeir hafi verið truflaðir í matarhléi sínu. „Nám mitt í málmiðnaðardeild mun alveg örugglega nýtast vel," útskýrir Árni, „því ég mun líklega fara í bifreiðasmíði í haust." Báðir kváð- ust þeir vera afskaplega fegnir þessu atvinnu- og menntunartæki- færi en hvorugur þeirra hafði vinnu þegar þeir sóttu um skólavist. „Ég er aftur á móti tilbúinn að halda áfram mínu námi hér í tréiðnaðar- deild ef ég fæ enga vinnu í haust," sagði Svanberg að endingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.