Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JLINÍ 1993 Danskur eldsmiður kennir Islendingum fagið EINN þekktasti eldsmiður á Norðurlöndum, Thomas Norgaard, leiðbeinir nú íslendingum á námskeiðum í eldsmíði. Námskeiðin byggjast að sögn Norgaards á smíðum með sögulegar hefðir í bakgrunni. Hann sagði að það væri mikill áhugi á íslandi fyrir hand- verki af þessu tagi, sem og í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum. Norgaard hefur verið fenginn til námskeiðahalds víða um heim og gert upp hluti frá víkingatímanum, svo og hluta af Vasa-skipinu í Sví- þjóð. Ingólfur Gísli Ingólfsson lektor í smíðadeild Kennaraháskóla íslands hafði forgöngu um hingað- komu Norgaards, en hann hefur sótt námskeið hjá honum í Danmörku. Ingólfur segir að eldsmíði hafi verið stunduð allt frá járnöld og miklar hefðir mynd- ast í kringum handverkið. Eldsmíði byggist á efnis- þekkingu, handverki og fagurfræði. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 19. JUNI YFIRLIT: Yfir Grænlandi er heldur vaxandi 1.000 mb lægð sem hreyfist lítið. Um 700 km vestur af Hvarfi er 998 mb lægð sem hreyfist aust- norðaustur. Við Skotland er 1.000 mb lægð sem hreyfist austur. Heldur hlýnar um austanvert landið en kólnar aðeins vestanlands. SPÁ: Hæg vestlæg átt og skýjað um vestanvert landið en víða léttskýj- að eystra. Lítilsháttar súld við vesturströndina. Hiti 4-15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan- og suðvestanátt, víðast fremur hæg. Rigning sunnanlands og vestan, en þurrt og nokkuð bjart norðanlands og austan. Hiti 8-15 stig, hlýjast norðaustanlands. HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg sunnan- eða breytileg átt og Iftið eitt kólnandi í bili. Sums staðar dálítil væta um landið vestanvert, en að mestu þurrt eystra. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Lítur út fyrir nokkuð hvassa sunnanátt með bjartviðri og hlýindum fyrir norðan og austan, en rigningu á Suður- og Vesturlandi. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Vefturfregnir: 990600. o Heiðskírt r r / f f f f f Rigning Léttskýjað * f * * f f * f Slydda •A Á Hálfskýjað Skýjað Alskýjaö V Ý Skúrir Slydduél * * * * * * * * Snjókoma V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig Súld = Þoka stig.. FÆRÐ Á VEGUM: <ki. 17.301 gær) Það er yfírleitt góð færð á þjóðvegum landsins. Á Vestfjörðum eru Þorskafjarðar-, Tröllatungu- og Steinadalsheiðar ófærar, fært er um Steingrímsfjarðar-, Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. A Norðausturlandi er fært orðið um Hólssand og Öxarfjarðarheiði. Hálendisvegir eru lokað- ir vegna snjóa og aurbleytu, nema jeppafært er inn í Veiðivötn, Jökul- heima og Herðubreiðarlindir. Uxahryggir hafa verið opnaðir. Viðgerðir á klæðingum eru víða hafnar og eru vegfarendur beðnir eindregiö um að virða hraðatakmarkanir vegna grjótkasts. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni Ifnu, 99-6315. Vegagerftin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl vedur Akureyri 8 1 f Reykjavfk 10 skýjað Bergen 12 léttskýjað Helsinki 17 skýjað Kaupmannahöfn 14 þrumuveður Narssaresuaq 11 skýjað Nuuk 6 léttskýjað Ósló 17 skýjað Stokkhólmur 13 úrkoma Þórahöfn 6 rigning og súld Algarve 28 heiðskfrt Amsterdam 18 rigning og súid Barcelona 23 hálfskýjað Berlín 16 skúrir Chicago 21 þokumóða Feneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 23 skýjað Glasgow 14 skúrir Hamborg 15 rigning London 18 skýjað LosAngeles 18 mistur Lúxemborg 21 skýjað Madríd 30 akýjað Malaga 27 skýjað Mallorca 27 skýjað Montreal 18 skýjað NewYork 24 mlstur Orlando 23 skýjað Parls 23 léttskýjað Madeira 22 léttskýjað Róm 26 heiðskírt Vfn 22 léttskýjað Washlngton 24 mlstur Winnlpeg 10 léttskýjað ÍDAGkl. 12.00 HeimiW: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) Mývetningar vilja nýta heiðagæsavarp Telja gæs skaðvald á gróðri hálendis BÆNDUR í Mývatnssveit tefja brýnt að heimilað verði að nytja varp heiðagæsar með eggjatöku, m.a. á friðlandinu við Herðubreiðarlindir, en slíkt er nú óheimilt samkvæmt fuglafriðunarlögum. Að sögn Æv- ars Petersens fuglafræðings liggur fyrir að undanfarin ár hefur stofn heiðagæsarinnar margfaldast en eggjataka hefur lengi verið bönnuð með lögum. I vor skrifuðu bændur Náttúru- verndarráði bréf vegna fyrirætlana um eggjatöku í þeim hluta lands Reykjahlíðar í Grafarlöndum og Herðubreiðarlindum sem telst frið- land en í svari Náttúruverndarráðs var vísað til þess að landeigendum sem og öðrum væri bannað að taka egg heiðagæsa auk þess sem friðlýs- ingin heimilaði ekki slíka nýtingu. Að sögn Héðins Sverrissonar á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit, eins fyrrgreindra bréfritara, vakti það fyrir landeigendum þegar þeir rituðu Náttúruverndarráði, að hreyfa mál- inu í því skyni að ýta á að frumvarp sem dagaði uppi á Alþingi í vor, feng- ist afgreitt. Héðinn sagðist ekki vita til þess að í ferð Mývetninga til að hyggja að ástandi á þessum slóðum hafi egg verið tekin úr gæsahreiðrum á friðlandinu eða annars staðar, a.m.k. ekki í neinum mæli. Héðinn segir að Mývetningar telji að gæsir séu sannkallaður vargur í viðkvæmu gróðurlendi á norðanverðu hálendinu og valdi þar margfaldri landeyðingu á við sauðfé Mývetninga sem mjög hafi verið amast við. Brýnt sé að íeyfa nytjar varpsins, af þeim sökum, auk þess sem nytjar varpsins styðjist við aldagamla hefð. Nýtt frumvarp leyfir eggjatöku í samtali við Morgunblaðið sagði Þóroddur F. Þóroddsson fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs að samkvæmt óafgreiddu lagafrum- varpi lægi fyrir sá vilji stjórnvalda að leyfa nýtingu heðagæsa með eggjatöku. Slíkt frumvarp hefði hins vegar ekki fengið afgreiðslu og því væri eggjatakan enn óheimil. Þór- oddur sagðist ekkert geta fullyrt um sannleiksgildi kenninga um að ásókn gæsa í ræktað land ætti þátt í gróð- ureyðingu. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hafa íslenskum stjómvöld- um m.a. borist fyrirspurnir frá Skot- um vegna fjölgunar í stofni heiða- gæsa og hvort unnt sé að grípa til sameiginlegra aðgerða á vegum þjóð- anna til að stöðva þá fjölgun. Heyskapur verður víða í seinna lagi HEYSKAPUR hefst væntanlega ekki fyrr en undir mánaðamótin víð- ast hvar á landinu, og er það í flestum tilfellum nokkuð seinna en gengur og gerist í meðalári. Aðeins er vitað um að sláttur sé hafinn á einum bæ, en það er á Grænumýri í Skagafirði þar sem sláttur hófst um síðustu helgi. Heyskaparhorfur á Suðurlandi þykja ekki lakari nú en í meðalári og er búist við því að einhveijir bændur byiji að slá tún sín upp úr helginni. Á Vesturlandi komu tún almennt nokkuð vel undan vetri, og er búist við að sláttur hefjist víða í lok næstu viku. í Borgarfirðinum hefur spretta verið heldur hæg vegna kulda í maí- mánuði, og þá tafðist áburðardreifing einnig nokkuð vegna hvassviðris. Einnig er búist við að heyskapur verði síðar á ferðinni í Húnavatnssýslum, Tekinn með amfetamín 26 ára maður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í fyrradag við komu frá Amsterdam. Hann var með 60 grömm af amfetam- íni í fórum sínum. Maðurinn viðurkenndi við yfir- heyrslur að hafa flutt efnið inn í því skyni að selja það. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. og almennt heijist sláttur þar um slóð- ir ekki fyrr en eftir næstu mánaða- mót. Spretta hefur verið hæg vegna þurrka og kulda og nokkuð er um kalskemmdir, en það fer þó frekar eftir bæjum en svæðum. Búist er við að heyskapur hefjist almennt í Skagafirði eftir helgina, og er það er um viku á eftir meðal- ári. Þurrkar hafa háð sprettu í Skagafirði, en þar hefur ekkert rignt að heitið geti síðan í apríl. Heyskap- ur í Eyjafirði verður miklu seinna á ferðinni en í fyrra, en þá hófst slátt- ur um 10. júní. Ekki er búist við að heyskapur hefjist þar alveg á næstu dögum nema verulega hlýni í veðri. Kalskemmdir eru víða í Eyjafirði. Á Austurlandi er búist við að slátt- ur hefjist á Fljótsdal eftir viku til hálfan mánuð, en þar hafa bændur víða verið enn að bera á tún sín síð- ustu daga. í úthéruðum á Austur- landi er nokkuð um kal í túnum og þar er einnig víða mikil bleyta um þessar mundir. Hins vegar vantar vætu í upphéruðum og þar hefur spretta víða verið léleg vegna kulda. Fjórtán sæmdir riddarakrossi FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, sæmdi 14Islendinga stórriddarakrossi og riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Þeir sem voru sæmdir stórridd- arakrossi voru Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík fyrir störf í opinbera þágu og Indriði Pálsson forstjóri í Reykjavík fyrir störf að atvinnumálum. Þeir sem voru sæmdir riddara- krossi eru: Gestur Fanndal kaup- maður Siglufírði, fyrir störf að fé- lags- og atvinnumálum, Guðjón Ár- mann Eyjólfsson skólastjóri Stýri- mannaskólans fyrir störf að fræðslu- málum sjómanna, Hanna Johann- essen, Reykjavík, fyrir störf að líkn- armálum, Jón I. Guðmundsson yfir- lögregluþjónn Selfossi, fyrir störf að félagsmálum, Jón Óíafsson bóndi Eystra-Geldingaholti, Gnúpverja- hreppi, fyrir störf að félagsmálum, Jónas Bjarnason yfirlæknir Hafnar- firði, fyrir læknisstörf, Jósafat Hin- riksson forstjóri Rcykjavík, fyrir störf að atvinnumálum, Markús Runólfsson bóndi Langagerði, fyrir uppgræðslu og skógrækt, Ólöf Kol- brún Harðardóttir óperusöngvari Reykjavík, fyrir störf að tónlist- armálum, Rannveig Böðvarsson, Akranesi, fyrir störf að útgerðar- málum, Stefanía María Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasambands ís- lands, Reykjavík, fyrir störf að fé- lagsmálum og Þorkell Sigurbjörns- son tónskáld fyrir tónsmíðar. \ i k i > i \ i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.