Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, SigtryggQr Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Velferðarútgjöld o g vinstristi ómarleiðir Utgjöld skattgreiðenda til al- mannatrygginga og velferð- armála jukust úr 58 þúsund krón- um á mann í 100 þúsund krónur á tímabilinu 1980 - 1992, eða um 72%, miðað við verðlag ársins 1991. Velferðarútgjöldin hafa aukizt úr 15% af útgjöldum ríkis- ins í 18% og eru nú rúmlega 7% af landsframleiðslu í stað 4,8% árið 1980. Þetta kemur fram í riti Þjóðhagsstofnunar um búskap hins opinbera, sem Morgunblaðið vitnaði til í frétt síðastliðinn mið- vikudag. Um þrír fjórðu hlutar útgjalda til þessa málaflokks eru alls konar tekjutilfærslur til ein- staklinga og samtaka, til dæmis elli-, örorku- og sjúkralífeyrir, fæðingarorlof og atvinnuleysis- bætur. í riti Þjóðhagsstofnunar kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála jukust á árunum 1980-1992 úr 17,6% af útgjöldum hins opinbera í 18,5%, og sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu hafa þau aukizt úr 5,63% í 7,28%. Heilbrigðisútgjöld skattgreiðenda hafa aukizt úr 67 þúsund krónum á mann í um 103 þúsund krónur, eða um 54%. Þessar töiur tala sínu máli um vöxt velferðarkerfisins síðastliðin tólf ár. Séu þær settar í samhengi við vöxt landsframleiðslu á sama tímabili, er samanburðurinn slá- andi. Landsframleiðsla á mann árin 1980-1992 hefur aukizt um 11,2%, á sama tíma og velferðar- útgjöld hvers skattgreiðanda hafa hækkað um 72% og heilbrigðisút- gjöldin um 54%! Landsframleiðsl- an á mann er nú um 8% lægri en þegar hún varð mest árið 1987, en hlutfall velferðar- og heilbrigð- isútgjalda hefur hækkað talsvert frá þeim tíma. Það blasir við að tekjur þjóðarinnar standa ekki lengur undir hinu viðamikla vel- ferðarkerfi. Sjálfvirk útgjaldaaukning ríkis- sjóðs er að miklu leyti til komin vegna þessara málaflokka. Aður hefur verið vikið að því hér á þess- um vettvangi hvernig sífellt fleiri lagafrumvörp um velferðarþjón- ustu hafa hlotið samþykki Alþing- is án þess að fjármögnun sé tryggð eða reynt að sjá fyrir, hvaða útgjaldaaukningu þau muni hafa í för með sér í framtíðinni. Þjóðin eldist og sífellt fleiri eiga rétt á þeim bótum, sem velferðar- kerfið úthlutar. Verði ekkert að gert, má gera ráð fyrir að útgjöld ríkisins hækki um milljarð króna á næsta ári, eingöngu vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Verði ekki tekið á málunum strax, verður hin sjálf- virka útgjaldaaukning ríkissjóðs óviðráðanleg. Halli ríkissjóðs verður ekki minni en 13 milljarðar króna á þessu ári og að óbreyttu stefnir í að hann verði 18 milljarðar á næsta ári. Ríkisstjórnin hefur nú sett sér það markmið að ná halla næsta árs niður um tíu milljarða, niður í um átta milljarða króna. Velferðar- og heilbrigðisút- gjöld, sem falla undir heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, eru ná- lega tveir fimmtu hlutar ríkisút- gjaldanna. Eigi ríkisstjórnin að geta náð markmiði sínu um út- gjaldalækkun, verður að taka á þessum málaflokkum og lækka útgjöld til þeirra um að minnsta kosti fjóra milljarða króna á næsta ári. Auk þess verður að grípa til ráðstafana til þess að takmarka vöxt hinna sístækkandi hópa, sem rétt eiga á velferðarbótum. Morgunblaðið hefur áður vikið að nauðsyn tekjutengingar ýmissa almannatrygginga, svo sem ellilíf- eyris, sjúkralífeyris, barnabóta og vaxtagreiðslna. Það er ekki fær leið að lækka aðeins upphæð þess- ara trygginga, sama hver í hlut á. Það verður til þess að þeir, sem í raun og sann þurfa á þeim að halda, bera skarðan hlut frá borði. Aðstoðin á að takmarkast við þá verst settu, ekki þá sem betur mega sín. Aukin þátttaka þeirra betur settu í kostnaði við velferð- arþjónustu verður einnig að koma til. Hvað mælir til dæmis á móti því að þeir, sem leggjast inn á sjúkrahús, greiði fastagjald sem gengur að minnsta kosti upp í fæðiskostnað? Eins og nú háttar til, greiða menn komugjald á slysadeild, en ekkert fyrir sjúkra- húsinnlögn. Kostnaðarþátttaka af þessu tagi þarf þó einnig að taka mið af tekjum viðkomandi til þess að hún nái markmiði sínu, eins og Morgunblaðið hefur áður fært rök fyrir. Nýskipaður heilbrigðisráð- herra, Guðmundur Ámi Stefáns- son, hefur sagt að hann eygi ýmsa möguleika til að lækka út- gjöld í ráðuneyti sínu, en ekki greint nánar frá hugmyndum sín- um. Því miður benda nýleg um- mæli ráðherrans til að hann hygg- ist ekki takast á við útgjaldavand- ann með því hugarfari, sem til þarf. Á fundi Félags fijálslyndra jafnaðarmanna síðastliðið mið- vikudagskvöld sagði ráðherrann að fyrirsjáanlegt væri að fara yrði „allar hinar hefðbundnu leiðir" í ríkisfjármálunum á næsta ári. í fyrsta lagi þyrfti að lækka út- gjöld, en í öðru lagi yrði að hækka skatta, og í þriðja lagi ætti ekki að útiloka erlendar lántökur. Þetta þjóðfélag ber ekki hærri skatta. Erlendar lántökur eru líka komnar að hættumörkum. Erlend lán nema nærri 60% af þjóðar- framleiðslunni. Að fara leiðir skattahækkana og erlendra lána eru úrelt vinstristjómarúrræði. Núverandi ríkisstjórn var ekki sett á laggirnar til þess að fara „hefðbundnu" leiðimar í ríkisfjár- málum, heldur til þess að takast á við útgjaldavandann. Guðmund- ur Árni Stefánsson má ekki leggja á flótta frá verkefni sínu áður en það er hafið. Menn hljóta að horfa til hins nýja heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra um raunvemlegar lausnir á vandanum. Ástin á íslandi er innst í hjarta okkar Þjóðhátíðarræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra Hér fer á eftir hátíðarræða Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra flutt á þjóðhátíð í Reykja- vík 17. júní síðastliðinn: Við hittutnst hér á hátíðisdegi og fögnum 49 ára afmæli íslenska Iýð- veldisins. Þessi dagur er umfram aðra dag helgaður þjóðinni allri, hugsjónum hennar, tilfinningum og sögu. Vart finnst betri staður en þessi fyrir hátíðardagskrá þjóðhátíð- ardags. Austurvöllur í hjarta höfuð- staðar landsins, með alþingishúsið á aðra hönd og styttu þjóðskörungsins á hina. Standmynd Jóns forseta minnir á foiystu hans, festu og þrautseigju. Obilandi trú Jóns Sig- urðssonar á málstað þjóðarinnar, trú sem byggði á traustri þekkingu á sögu hennar, var vopnið sem dugði honum og þeim sem í fótspor hans fylgdu til fullnaðarsigurs. Þess vegna er flaggið sem svo víða er við hún á þessari stundu, sigurfáni og 17. júní sigurdagur íslenskrar þjóðar. En þótt baráttu þjóðfrelsismanna, sem var barátta unnin í umboði sér- hvers Íslendings, lyki með fullum sigri, blandaðist þeim ekki hugur um að sigurgangan sú var ekki end- ir, heldur miklu fremur úpphaf. Fá- menn þjóð í harðbýlu landi er örugg uppskrift að erfiðri glímu, sem eng- an enda tekur. í þeirri glímu verða íslendingar að vinna hveija lotu, því þeir hafa ekki efni á að tapa neinni þeirra. Þetta eru leikreglurnar, sem lífsbaráttan á íslandi lýtur, þetta eru leikreglur sem við þekkjum og hræð- umst ekki, þó að við hljótum að sýna þeim hæfilega virðingu. Eirmynd Jóns Sigurðssonar beinir steindum sjónum að alþingishúsinu, húsinu, sem var reist aðeins tveimur árum eftir lát hans, til þess að vera vettvangur undirbúnings lokasnerr- unnar um heimastjórn, fullveldi og lýðveldi. En um leið átti þetta hús úr höggnum steini að vera vinnustaður lýðræðisins eða fremur verkstæði þess. Þar skyldi endahnútur hinnar innlendu dægurbaráttu vera bund- inn hvetju sinni, hvort sem smíða- stykkið væri ný löggjöf eða ný ríkis- stjórn í samræmi við þann þjóðar- vilja, sem almennum kosningum var ætlað að mæla. Þeir sem valdir hafa verið til starfa á Alþingi hafa löngum búið við þunga gagnrýni, sjálfsagt misréttláta eins og gengur, en undan slíkri gagnrýni getur þjóðþingið ekki beðist og raunar naumast án verið. Stundum er haft á orði að ekki sé undarlegt þótt álit Alþingis hljóti að vera misjafnt alla tíð. Að minnsta kosti sé ekki nokkurn annan vinnu- stað að finna í landinu þar sem helft- in af þeim sem þar starfa í þjóðarum- boði reynir að sýna fram á að hinn hlutinn sé oftast á villigötum, ef ekki illa meinandi, þá fram úr hófi illa verki famir. Þeim sem þannig finna að er síð- an svarað í svipuðum stíl og gjarnan rifjað upp að síst hafi þeir verið betri þegar þeir fóru með stjórn mála. Þess háttar tog eru áratuga gömul og enn árviss. Víst er að stjórnmálaumræðan er persónulegri hér á landi en víðast annars staðar pg kannski er rétt sem sagt er, að ísland sé pólitískt veðravíti. En sem betur fer er sú mynd sem þannig er upp dregin af hinu ís- lenska þjóðþingi og þjóðfélagsum- ræðunni aðeins lítill hluti af veruleik- anum og sanngjörn skoðun mun sýna, að innan þykkra veggja al- þingishússins hafa í áranna rás fengist niðurstöður, sem þjóðinni hafa reynst heilladtjúgar. íslending- ar geta um flest borið sjg stoltir saman við aðrar þjóðir. í sumum greinum stöndum við ekki verr en þær þjóðir sem ágætlega standa og í allmörgum efnum sitjum við fremst á þeim bekk, sem best þykir skipað- ur. Þessum árangri hefðum við ekki náð nema sáttarviljinn væri iðulega sundrungarþörfinni yfirsterkari. Nýlega urðum við vitni að því, að sundrungarfjandanum var stjakað myndarlega til hliðar og öflugar þjóðlífsfylkingar tóku höndum sam- an um að marka völl, þar sem vinna Davíð Oddsson megi varnarsigur fremur en að efna til ófriðar, þar sem eyðileggingin hlaut að verða eini sigurvegarinn. Hér er ég að sjálfsögðu að ræða um þá kjarasamninga, sem gerðir voru fyrir skemmstu. Það er ekki vafi í mínum huga, að þeir kjarasamning- ar sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði nú í vor munu teljast tímamótagjörð, vendipunktur og upphaf að nýrri sókn til betri kjara þjóðarinnar. Þessum samningum var ekki síst ætlað að stemma stigu við vaxandi atvinnuleysi, þeim bölvaldi, sem við megum ekki og munum ekki una í þessu landi. Það er líka vissulega fallið til þess að auka okkur bjartsýni að dregið hefur verulega úr atvinnu- leysi að undanförnu. Þeir tónar sátta, sem slegnir voru í kjarasamn- ingunum og þær aðgerðir sem gerð- ar voru í tengslum við þá og í nóvem- ber síðastliðnum hafa því þegar skil- að mikilvægum árangri. Við vitum Talsverð eftirspurn eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu Mun fleiri lóðum úthlut- að í Reykjavík en í fyrra MUN FLEIRI lóðum undir íbúðarhúsnæði var úthlutað í Reykjavík fimm fyrstu mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þannig var til dæmis á þeim tíma úthlutað 51 einbýlishúsalóð í borginni, að frádregn- um þeim sem skilað var inn, samanborið við 13 lóðir á síðasta ári. Að sögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings, má ætla að skýringin á þessari auknu eftirspurn sé sú, að á seinni hluta síðasta árs hafi regl- ur um greiðslu gatnagerðargjalda verið rýmkaðar þannig að fyrsta greiðsla hafi verið lækkuð og afborgunum fjölgað. Bæjarsljórinn í Kópavogi segir að bæjarfélagið virðist hafa sloppið við samdrátt í byggingariðnaðinum og þar megi frekar tala um þenslu eins og ástand- ið sé nú. í Garðabæ og Mosfellsbæ segjast menn vissulega vita af sam- drættinum en þó geti þeir ekki kvartað yfir sínum hlut. í Hafnarfirði hefur verið úthlutað færri lóðum í ár en í fyrra, en bæjarritari telur að auk samdráttarins geti það stafað af því að ekki hafi verið boðið upp á lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð í ár, en eftir þeim hafi verið mikil eftirspurn í fyrra. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri borgarverkfræðingsins í Reykjavík, segir að mun fleiri lóðum hafi verið úthlutað í borginni frá áramótum en á sama tíma í fyrra. Þannig hafi á fimm fyrstu mánuðum ársins verið úthlutað 51 lóð fyrir einbýlishús, ef frá sé dreginn fjöldi þeirra sem skil- að hafi verið inn, 20 lóðum fyrir rað- og parhús og lóðum fyrir 117 íbúðir í fjölbýli. Á fyrstu fimm mán- uðum ársins 1992 hafi aðeins verið úthlutað 13 lóðum fyrir einbýlishús, tveimur fyrir parhús og skilað hafi verið inn lóðum fyrir fleiri íbúðir í fjölbýli en úthlutað hafi verið. Ágúst tekur fram að þessi saman- burður segi auðvitað ekki alla sög- una, því óvenju mörgum lóðum hafí verið úthlutað á seinni hluta síðasta árs. Reglum um gatnagerðargjöld hafi verið breytt 18. ágúst í fyrra þannig að hlutfall fyrstu greiðslu hafi lækkað og afborgunum dreift á lengri tíma. Ljóst sé að þessi breyt- ing hafi skipt miklu máli. Svo sé málum þannig háttað, að miklar sveiflur geti komið í eftirspurn eftir lóðum og ýmsir þættir haft þar áhrif. Að sögn Ágústs eru lóðirnar, sem borgin hefur úthlutað að undan- förnu, að langmestu leyti í Rima- hverfi og næstu lóðaúthlutanir verða einnig þar. Færri úthlutanir í Hafnarfirði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, bæj- arritari í Hafnarfirði, segir að frá áramótum og fram til 1. júní hafi verið úthlutað 20 lóðum undir íbúð- arhús í Hafnarfirði. Þar af hafí verið 11 lóðir fyrir tveggja hæða einbýlis- hús, 8 undir raðhús og ein undir 24 íbúða fjölbýlishús. Á sama tíma í fyrra hafi verið úthlutað 53 lóðum undir íbúðarhúsnæði, þar af 34 und- ir einbýlishús, 13 raðhúsalóðum og 6 fyrir fjölbýlishús. Gunnar Rafn segir, að í þessu komi auðvitað fram áhrif ástandsins í efnahagsmálum. Hins vegar segi þessar tölur ekki alla söguna, því það hafi mikil áhrif á eftirspurnina hvernig lóðir séu í boði. Þannig hafi verið mikil eftirspurn eftir lóðum undir einbýlishús á einni hæð í bæn- um og hægt hafi verið að mæta því í fyrra, en í ár hafi slíkar lóðir hins vegar ekki verið í boði. Að sögn Gunnars Rafns hefur Hafnaríjarðarbær nú á boðstólum lóðir í Mosahlíð í Setbergslandi og einnig nokkrar á Hvaleyrarholti. Þá geti verið, að á síðari hluta þessa árs eða á því næsta verði hægt að bytja úthlutun á lóðum fyrir 65 íbúð- ir á svokölluðum Einarsreit í miðjum gamla bænum, en búast megi við að þær verði auðseljanlegar vegna góðrar staðsetningar. Garðbæingar kvarta ekki Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, segir að það sé greinilega einhver samdráttur í eftir- spurn eftir lóðum á höfuðborgar- svæðinu, en Garðbæingar þurfi hins vegar ekki að kvarta yfír sínum hlut. í bænum hafi framboði lóða verið stillt í hóf og við það miðað að út- hluta ekki lóðum fyrir nema milli 60 og 70 íbúðir á ári. Ingimundur segir, að það sem af er þessu ári hafi verið úthlutað 20 lóðum í bænum; 18 til byggingar einbýlis- og parhúsa og tveimur til byggingar fjölbýlishúsa með alls 34 íbúðum. Alls geti bærinn boðið upp á milli 50 og 60 lóðir um þessar mundir, aðallega í Mýrum en einnig í Hæðahverfi. Minni og ódýrari hús Róbert Agnarsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir að nú séu nær uppurnar þær lóðir, sem bærinn hafi úthlutað í ár og í fýrra. Þar hafi verið um að ræða lóðir fyrir um 90 íbúðir í blandaðri byggð; einbýlishús, raðhús og lítil fjölbýlishús. Næst verði boðið upp á lóðir fyrir um 80 íbúðir á Skeljatanga, vestan við nú- verandi byggð. Því svæði hafi þegar verið úthlutað til verktaka og megi vænta þess að framkvæmdir hefjist innari skamms. Róbert segir að enn sé gríðarleg ásókn í lóðir í Mosfellsbæ, en sam- dráttur í efnahagslífinu lýsi sér kannski frekar í því, að fólk byggi minni og ódýrari hús en áður. Hins vegar séu engin merki sjáanleg um að áhugi manna á að byggja sér sitt eigið húsnæði hafi minnkað. Frekar þensla en samdráttur í Kópavogi Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að á þessu kjörtíma- bili hafi bærinn úthlutað lóðum fyrir 534 íbúðir í Digraneshlíðum, Kópa- vogsdal og á Nónhæð. Þær hafi nú allar gengið út að sex undanskildum. Sigurður segir að auðvitað hljóti al- menn efnahagslægð í þjóðfélaginu að hafa áhrif á húsbyggingar, en sá samdráttur hafi hins vegar ekki komið niður á uppbyggingu þessa nýbyggingarsvæðis. Frekar megi segja, að um þenslu hafi verið að ræða í byggingariðnaðinum í Kópa- vogi. Nú virðist staðan vera sú, að frekar verði skortur á lóðum fyrir nýbyggingar á næstunni, til dæmis fyrir atvinnuhúsnæði. 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JUNI 1993 Snör handtök ELDSNEYTI sett á frönsku flugvélina á Reykjavíkur- flugvelli en við- dvölin í hnatt- fluginu var styttri hér en á liinum 15 stöð- unum sem elds- neyti var tekið á. Samskip hætta eigin siglingum til Bandaríkjanna Eimskip líklega með 75% almennra flutn- inga á Ameríkuleiðinni EIMSKIP mun líklega annast um 75% almennra stykkjavöruflutninga á sjólciðinni milli íslands og Bandaríkjanna frá og með næstu mánaðamót- um þegar Samskip hættir Ameríkuflutningum á eigin skipum, en Eim- skip mun framvegis annast þá flutnmga fyrir Samskip. Ekki eru fyrir- liggjandi nákvæmar tölur um hvernig flutningsmagnið á þessari leið hefur skipst milli íslensku skipafélaganna, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þykir sennilegt að Eimskip hafi undanfarið verið með nálægt 65% flutninganna, Jöklar hf. um 25% og Samskip 10%. Hollenska félagið Van Ommeren, sem annast hefur 35% flutninganna fyrir Varnar- Iiðið, hefur verið með óverulegan hluta almennu flutninganna. I þessum tölum eru ekki teknir með í reikninginn flutningarnir fyrir Varnarliðið sem Samskip hafa haft með höndum undanfarið ár og Eimskip kemur til með að annast frá 1. júlí næstkomandi. Samningarnir sem gerðir hafa ver- ið við Eimskip um íslenska hluta flutninganna fyrir Varnarliðið, sem er 65% heildarflutninganna, hljóða upp á 230 milljónir króna fyrir um 2.500 gámaeiningar, en Samskip fengu flutningana fyrir ríflega 150 milljónir króna þegar þeir voru boðn- ir út í fyrra. Sú breyting var hins vegar gerð á útboðunum milli ára að á síðasta ári var um að ræða flutn- inga frá höfn í Bandaríkjunum til hafnar á íslandi, en nú er að auki um að ræða flutninga á landi innan Bandaríkjanna og frá höfn hér á landi sem Eimskip tekur einnig að sér. Eimskip og Jöklar með jafnan útflutning Eftir að Samskip hætta beinum flutningum á eigin skipum til Banda- ríkjanna verða Eimskip og Jöklar hf., sem er í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, einu íslensku skipafélögin sem annast flutninga á þessari leið. Áætlað er að hlutur Eim- skips og Jökla verði nokkuð jafn í útflutningi eftir að Eimskip tekur að sér flulningana fyrir Samskip, en hins vegar 'verði Eimskip með um 75% heildarflutninganna til og frá Islandi. Samningur er í gildi milli Samskipa og íslenskra sjávarafurða hf. um flutning á freðfiski til Bandaríkjanna, og kemur Eimskip til með að annast þá flutninga samkvæmt samkomulaginu sem gert hefur verið við Samskip. Að sögn Benedikts Sveinssonar, framkvæmdastjóra íslenskra sjávar- afurða, hafa flutningar á vegum fyr- irtækisins fram að þessu verið að langmestu leyti með Samskipum, en einnig að hluta til með Eimskip. Að- spurður um hvort til greina kæmi að bjóða flutningana út sagðist han.n ekki geta svarað því, en þar væri um stefnumörkun að ræða sem yrði að koma frá stjórn fyrirtækisins. Tapið hátt í 100 milljónir Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins nam tap Samskipa á Am- eríkusiglingum nálægt 100 milljónum króna á síðasta ári, en sú tala fékkst hins vegar ekki staðfest hjá Árna Geir Pálssyni markaðsstjóra félagsins. Hann sagði tap á siglingaleiðinni fyrst og fremst hafa verið á síðasta ári eftir að flutningarnir fyrir Varnarliðið hófust, en hann sagði að einhver hagnaður væri áætlaður á leiðinni á þessu ári eftir að félagið hættir sjálft siglingunum. í byijun þessa árs gerðu Samskip Jöklum hf. tilboð um samstarf á sigl- ingaleiðinni milli íslands og Banda- ríkjanna, og fólst það meðal annars í því að Jöklar keyptu Jökulfellið af Samskipum til þess að annast freð- fiskflutninga til Bandaríkjanna. Að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Jökla, var tilboð- inu hafnað fyrst og fremst vegna þess að söluverð skipsins þótti of hátt. Reuter Ánægðir fluggarpar FRÖNSKU flugmennirnir brosmildir á Le Bourget flugvellinum í París 17. júní að loknu metflugi umhverfis jörðina. Franskir fluggarpar settu hnattflugsmet Afgreiddir á methraða á Reykj avíkurílugvelli ÞRÍR franskir flugmenn luku hnaltflugi á lítilli einshreyfils skrúfuþotu á methraða á 17. júní; flugu 36.789 kílómetra á innan við 80 klukkustundum. Síðasti viðkomustaður þeirra var í Reykjavík og þar var viðdvöldin styttri en annars staðar. Hagfræðingur VSI telur ríkar forsendur fyrir vaxtalækkun Litlar vaxtabreyt- ingar hjá bönkum SAMKVÆMT drögum að vaxtabreytingum bankanna þann 21. júlí næst- komandi munu litlar sem engar vaxtabreytingar eiga sér stað. Helstu vaxtabreytingarnar eru hjá íslandsbanka þar sem vextir óverðtryggðra skuldabréfa lækka um 0,25% en vextir verðtryggðra skuldabréfa hækka að sama skapi. Þessi ákvörðun hefur ekki áhrif á heildarvaxtamun bank- ans. Aðilar vinnumarkaðarins hafa að undanförnu gert kröfu um frek- ari vaxtalækkanir bankanna og Guðni Níels Aðalsteinsson hagfræðingur VSÍ segir forsendur vaxtalækkunar enn vera til staðar. „Forsendurnar eru jafnvel enn ríkari nú eftir að samningar til 19 mánaða hafa verið undirritaðir og menn geta spáð lengra fram í tímann." hins vegar öll að fyrirsjáanlegur nið- urskurður í þorskafla mun kalla á erfiðar ákvarðanir á næstu vikum. En þær ákvarðanir munu aðeins undirstrika þá staðreynd að botni er náð og ef við hvikum hvergi mun hagur okkar batna hægt en örugg- lega á næstu misserum og árum. Verðbólgan er nú með því lægsta sem þekkist, vöruskiptajöfnuður okkar við útlönd er hagstæður, gjaldeyrisvarasjóður okkar stendur vel og fyrirtæki og einstaklingar hafa unnið markvisst að því að gera rekstur sinn hagkvæmari. Ríkisvald- ið hefur dregið úr eyðslu sinni og aukið skiivirkni án þess að draga úr þjónustu. Állt eru þetta jákvæð tákn, sem full ástæða er til að gefa gaum, því þau eru ótvíræð merki þess, að við séum á réttri leið. Stundum er gefið til kynna að við þurfum ekki að lúta þeim leikreglum sem íslensk lífsbar- átta setur. Stærsti hluti þjóðarinnar veit betur. „Vér þykjumst gullknött grípa, en grípum sápubólu," sagði fyrsti íslenski ráðherrann, sem fór svo nærri um að ómerkileg yfirboð geta engum orðið til góðs. Ur orðum Jóns Sigurðssonar forseta og úr ljóð- um Hannesar Hafstein ráðherra má lesa takmarkalitla trú á möguleikum Islands þótt fátæktin hafi í þeirra tíð verið landsins fasta fylgikona. Okkur nútímamönnum er ekki eins tamt að fara á slíkt flug, sem þess- um nafntoguðu foringjum og vel- gjörðarmönnum okkar. En það má ekki skilja svo að ást íslendinga á landi sínu hafi kólnað. Ég heid að ekki sé margan íslending að finna, sem ekki vill vera landi sínu og ættjörð trúr og einmitt á þessum degi höfðum við til þeirrar stað- festu, til þess trúnaðar og þeirrar ástar á íslandi, sem innst í harta okkar allra býr. Góðir íslendingar, gleðilegan 17. júní, gleðilega íslenska afmælishá- tíð. Frakkarnir lentu TBM-700 flugvél sinni á Reykjavíkurflug- velli klukkan 6 mínútur yfir mið- nætti og hóf flugvélin sig síðan á loft klukkan 00:18. Viðdvölin varð því aðeins 12 mínútur og á þeim tíma var flugvélin tollaf- greidd og eldsneytistankar henn- ar fylltir fyrir flugið til Parísar. í gær barst Sveini Björnssyni hjá Flugþjónustunni á Reykja- víkurflugvelli þakkarskeyti þar sem honum var tjáð að franska smáflugvélin hefði slegið metið sem að var stefnt og þjónustán í Reykjavík slegið öll met. Hefði viðvölin hér verið sú stysta í öllu fluginu, aðeins 12 mínútur. í skeytinu var sagt að frönsku flugmennirnir hefðu rómað þjón- ustuna og líkt henni við byssu- skot, svo fljótt og greiðlega hefði ailt gengið fyrir sig. í fréttatilkynningu sem barst frá íslandsbanka í gær segir að mjög lág verðbólguspá opinberra aðila gefi til- efni til lækkunar á vöxtum óverð- tryggðra skuldabréfa. Teikn um hækkun raunvaxta Um ástæður fyrir hækkun vaxta verðtryggðra skuldabréfa segir m.a. að ávöxtunarkrafa spariskírteina rík- issjóðs hafi farið hækkandi á Verð- bréfaþingi Islands. „Þá eru önnur teikn um hækkun raunvaxta á mark- aði og má þar m.a. nefna hækkun vaxta í útboði Lánasýslu ríkisins fyr- ir skemmstu. Þessi þróun hefur Ieitt til þess að mismunur kjörvaxta bank- ans og ávöxtunar spariskírteina á eftirmarkaði nálgast 0,5%, en bank- inn hefur miðað við að þessi mismun- ur sé jafnan a.m.k. 0,75%. Af þessum sökum hefur bankinn nú ákveðið 0,25% hækkun vaxta verðtryggðra skuldabréfa." I frétt í Morgunblaðinu í sl. mán- uði sagði hagfræðingur VSÍ að til að bankarnir næðu jafnvægi í ávöxtun óverðtryggðra og verðtryggðra út- lána yrðu þeir að lækka vexti á óverð- tryggðum skuldabréfum um 2-3%. Aðspurður um hvers vegna Islands- banki hefði ekki lækkað vexti óverð- tryggðra skuldabréfa nema um 0,25% sagði Björn Björnsson framkvæmda- stjóri hjá bankanum að mat aðila vinnumarkaðarins hefði ugglaust byggt á því að það yrði almennari lækkun raunvaxta en verið hefur og þá fyrst og fremst á spariskírteinum. Hættumerki í efnahagslífi „Með vaxtabreyti ngu m Islands- banka minnkar mismunur á ávöxtun óverðtryggðra og verðtryggðra skuldabréfa um ‘/2% og er óðum að nálgast það sem við teljum eðlilegan mismun. Við höfum hins vegar miðað við að ávöxtun sé að jafnaði nokkuð hærri á óverðtryggðum skuldabréfum þar sem það eru áhættusamari pappírar en hinir verðtryggðu,“ sagði Björn. „Með mismunandi ávöxtun óverð- tryggðra og verðtryggðra skulda- bréfa má líka segja að bankarnir séu að hvetja til að menn fari frekar í verðtryggða formið þar sem það hef- ur verið mikill verðtryggingarhalli í bönkunum, þ.e.a.s. verðtryggðar skuldbindingar bankanna hafa verið miklu hærri en verðtryggðar eignir.“ Um hvort mismunur á ávöxtup óverðtryggðra og verðtryggðra skuidabréfa gæti lækkað frekar á næstunni sagðist Björn ekki vilja full- yrða. „Það er m.a. háð því mati sem er á verðlagsbreytingum á næstu mánuðum. Þar erum við annars vegar með mjög lágar verðbólguspár opin- berra aðila en ýmis hættumerki eru í efnahagslífinu sem á skömmum tíma geta gert þessar spár mjög lítils virði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.