Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993
Sigurgeir Krist-
jánsson, Vestmanna-
eyjum - Minning
Fæddur 30. júlí 1916
Dáinn 5. júní 1993
Laugardaginn 19. júní verður til
moldar borinn Sigurgeir Kristjáns-
son, bróðir minn og mágur, og vilj-
um við hér minnast hans örfáum
orðum. Vissulega hefði sæmt að
minnast hans í ljóðum, þvi að hann
var mikill ljóðaunnandi og sjálfur
vel hagmæltur og fagurkeri.
Sigurgeir var fæddur á hinu forna
frægðarsetri Haukadal í Biskups-
tungum og var hann næstelstur
barna þeirra Guðbjargar Greipsdótt-
ur og Kristjáns Loftssonar, en þau
voru síðustu ábúendur þar. Hann
ólst upp með foreldrum sínum í
Haukadal til þrettán ára aldurs, en
þá fluttist hann með þeim að Felli
í Biskupstungum.
Þrátt fyrir að Sigurgeir flyttist
til Vestmannaeyja og skipaði sér
þar í fremstu röð athafnamanna og
starfaði af alhug að velferðarmálum
eyjanna, þá áttu bernskustöðvamar
ávallt mjög ríkan þátt í huga hans.
Sérstaklega leituðu land og saga
^Haukadals sterkt á huga hans. Sig-
urgeir var mjög minnugur á allar
gamlar frásagnir og þjóðlegan fróð-
leik, jafnframt því sem hann gjör-
þekkti þar landið og landslagið.
Þetta gat hann fléttað saman á lif-
andi hátt, þar sem létt og glaðvær
frásagnarlist var honum ríkulega í
blóð borin. Við kynntumst sérstak-
lega vel þessum eiginleikum hans,
þegar við unnum með honum að
undirbúningi niðjamóts vorið 1983.
í rauninni höfum við notið þessarar
frásagnarlistar hans á hverri sam-
—'terustund með honum og nú síðast
þegar við heimsóttum hann á Land-
spítalann í miðri banalegunni.
Okkur er kunnugt um að hugur
Sigurgeirs stóð mjög til þess að
nota eftirlaunaárin til að skrásetja
sögur og sagnir frá Haukadal ásamt
land- og örnefnalýsingum þáðan.
Kæddum við oft um þau mál og
ekki þarf að efast um það að honum
hefði farist það vel úr hendi. Því
miður fór sjón hans fljótlega að láta
sig eftir að hann lét af störfum, svo
að lítið varð úr skriftum. Þetta
hörmum við mikið því að við erum
í engum vafa um að með Sigurgeiri
fór mikill fróðleikur um Haukadal,
sem hvergi er að finna lengur.
Nú þegar við kveðjum.Sigurgeir
að leiðarlokum minnumst við hins
vörpulega manns með allri sinni
glaðværð og glettnu frásagnarlist.
Við látum öðrum eftir að rekja hans
margþættu ævistörf. Við flytjum
Björgu, eftirlifandi eiginkonu hans,
bömum og bamabömum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Áslaug og Guttormur.
Ég vil með fáeinum orðum minn-
ast tengdafóður míns Sigurgeirs
Kristjánsonar fyrrverandi forstjóra
og bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum,
"evi jiann lést 5. júní sl.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Sigurgeiri náið og tel ég að með
honum sé genginn mikill mann-
kosta- og merkismaður.
Sigurgeir var fæddur 30. júlí
1916 í Haukadal í Biskupstungum.
Foreldrar hans voru Kristján Lofts-
son og Guðbjörg Greipsdóttir, bú-
endur í Haukadal, en fluttust síðan
að Felli í sömu sveit. Sigurgeir var
af þeirri kynslóð sem ólst upp við
erflð og takmörkuð kjör og var því
mjög ungur er hann fór að vinna
*."ið hlið foreldra sinna. Enda þótt
hann hafí ekki liðið skort á uppvaxt-
arárunum var lífbaráttan hörð. Tel
ég víst að aðstæður fólksins í kring-
um hann hafl markað hann mjög,
en Sigurgeir hafði ríka réttlætis-
kennd. Varð honum jafnan að orði
þegar talað var um breytta tíma „að
þeir hefðu mátt batna" því að hann
fagnaði mjög jafnari lífkörum.
Sigurgeir fór í íþróttaskólann í
Haukadal til frænda síns Sigurðar
Greipssonar og lauk þaðan prófí
árið 1933. Hann fór síðan í Búnað-
arskólann á Hvanneyri og lauk prófí
þaðan 1937. í framhaldi af því fór
hann til náms í búfræðum til Sví-
þjóðar og er heim kom tók hann
við bústjóm í Laugardælum og
gegndi hann því starfi til ársins
1950.
Mesta hamingjan í lífí
tengdapabba var þegar hann kynnt-
ist tengdamömmu, henni Björgu.
Vom þau samhent í lífínu og sýndu
hvort öðm ætíð mikla ástúð og virð-
ingu. Þau giftu sig 2. desember
árið 1947. Fluttust þau til Vest-
mannaeyja 20. maí 1950 og bjuggu
þau mestallan sinn búskap á Boða-
slóð 24, en það hús bygði Sigur-
geir. Það var alltaf gott að koma í
heimsókn á Boðaslóðina í dálítið
spjall, því að alltaf var tekið á móti
gestum með mikilli hlýju. Sigurgeir
og Björg eignuðust fjögur böm. Þau
em: Elín verslunarmaður í Reykja-
vík, í sambúð með Gunnari Briem.
Á Elín tvö börn, Björgu og Ólaf
Inga. Kristján kerfísfræðingur í
Reykjavík, giftur Kristínu Guð-
mundsdóttur, eiga þau tvo drengi,
Sigurgeir og Guðmund. Yngvi skip-
stjóri og útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum, giftur, Oddnýju Garð-
arsdóttur og eiga þau þijú böm,
Garðar, Sigurbjörgu og Kára. Guð-
björg tannsmiður í Vestmannaeyj-
um, gift undirrituðum, og eigum við
einn son, Arnar. Sigurgeiri þótti
ákaflega vænt um sína fjölskyldu
og fylgdist hann grannt með böm-
unum sínum og bamabömum og
gladdist innilega þegar vel gekk.
Sigurgeir hóf störf í lögreglunni
sama ár og hann kom til Eyja og
starfaði hann við Iöggæslustörf til
ársins 1968. Var hann einn af stofn-
endum Lögreglufélags Vestmanna-
eyja. Sigurgeir var vel liðinn lög-
reglumaður. Hafa samstarfsmenn
hans frá þessum tíma sagt mér að
hann hafí verið mikið góðmenni,
ekkert aumt mátt sjá, en samt ver-
ið fastur fyrir þegar á þurfti að
halda. Athugaði hvert mál af kost-
gæfni og var sanngjam og hógvær
í sínum störfum. Þegar undirritaður
hóf störf í lögreglunni árið 1985
fékk ég gott vegnaesti með mér frá
tengdapabba, enda hafði hann mikla
reynslu að baki. Eftir að hann hætti
í lögreglunni tók hann við starfí
forstjóra Olíufélagsins í Vestmanna-
ejum. Var hann forstjóri félagsins
í 22 ár og má með sanni segja að
rekstur félagsins hafí gengið vel.
Oft komu menn í spjall á Esso og
veit ég til að hann greiddi götu
margra.
Sigurgeir var framsóknarmaður
af hugsjón og mikill félagsmálamað-
ur. Mannkostir, góð greind og ger-
hygli hrintu honum til margs konar
ábyrgðar og trúnaðarstarfa fyrir
Framsóknarflokkinn. Eftir því sem
ég kynntist honum betur varð ég
sannfærðari um að það var ekki
metnaðargimd sem rak hann til
starfa fyrir flokkinn. Það var hug-
sjón og sú trú að stefna flokksins
myndi leiða til framfara fyrir land
og lýð. Hann fylgdist vel með lands-
og bæjarmálum alla tíð og var í
rauninni rammpólitískur til dauða-
dags. Sat hann á Alþingi sem vara-
þingmaður Suðurlandskjördæmis
1968 og 1971. Var Sigurgeir fyrsti
starfandi lögreglumaðurinn sem
settist á Alþingi.
Sigurgeir sat í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja frá 1962-1982. Hann
var forseti bæjarstjórnar frá 1966-
1975 og var hann forseti þegar
náttúruhamfarirnar miklu byijuðu á
Heimaey. Mæddi þá mikið á honum,
en Sigurgeir var fulltrúi Eyjamanna
á Reykjavíkursvæðinu. Á meðan
hann sat í bæjarstjórn tók hann
þátt í því að hrinda af stað hinum
ýmsu framfaramálum fyrir bæjarfé-
lagið, s.s. vatnsveitunni frá fasta-
landinu, uppbyggingu skipalyftu,
hraunhitaveitu og hafnarfram-
kvæmdum svo að eitthvað sé nefnt.
Í mörg ár var hann í ritstjórn Fram-
sóknarblaðsins, en það er málgagn
framsóknarmanna í Eyjum.
Sigurgeir sat í stjóm Sparisjóðs
Vestmannaeyja frá 1958-1992 og
formaður sjóðsins frá 1974. Sigur-
geir vildi hag Sparisjóðsins alltaf
sem mesta.
Sigurgeir var ákaflega fróðleiksf-
ús maður, alla tíð. Hann var bók-
hneigður og las nánast allt sem
hann komst yfír, enda vissi hann
og mundi ótrúlega margt. Það var
eins og ef hann hefði einhvern tím-
ann heyrt eða lestið eitthvað þá
gleymdist það ekki. Enda nutu
bamabömin þess að vera með afa
sínum því að hann þekkti t.d. öll
blóm og fugla og gat miðlað þeim
af þekkingu sinni. Þekking hans var
mjög víðtæk, hvar sem borið var
niður. Sonur minn hringdi stundum
í afa til að spyija, ef hann vantaði
einhveijar staðreyndir í sambandi
við námið. T.d. rifjaði tengdapabbi
upp í haust sem leið efnafræðiform-
úlu sem hann lærði á Bændaskólan-
um á Hvanneyri árið 1937.
Sigurgeir var mjög skáldmæltur
og fékkst talsvert við ljóðagerð.
Hafði hann mikla ánægju af að
flytja ljóð af munni fram. Mörg ljóð
og vísur liggja eftir Sigurgeir og
vonandi eiga þau eftir að verða öðr-
um til ánægju eins og þau vom fjöl-
skyldu hans og vinum, því að öll
em þau til á blöðum, skrifuð með
hans hendi.
Það var gott að eiga Sigurgeir
sem tengdaföður. Hann var ekki
bara tengdapabbi, hann var ákaf-
lega góður vinur í raun. Alltaf var
hægt að leita til hans ef eitthvað
bjátaði á og alltaf fór maður uppörv-
aður frá honum.
Elsku Björg mín, sorg þín og
bamanna þinna er mikil, ég veit að
góður Guð stendur þér við hlið og
gefur þér styrk á þessari sorgar-
stundu. Við sem eftir stöndum og
vom þeirrar gæfu aðnjótandi að fá
að kynnast Sigugeiri og eiga hann
sem vin munum sakna hans sárt.
Hafí hann þökk fyrir allt og allt.
Pétur Steingrímsson.
Ég vil í fáum orðum minnast
heiðursmannsins Sigurgeirs Krist-
jánssonar, Boðaslóð 24 í Vest-
mannaeyjum. Þegar ég fluttist til
Vestmannaeyja árið 1980 var Sig-
urgeir einn af þeim fyrstu til að
bjóða mig velkominn til starfa. Ég
hafði þá ráðist til Kaupfélags Vest-
mannaeyja sem kaupfélagsstjóri og
gegndi því starfí síðan í átta ár.
Sigurgeir var stjórnarformaður í
stjóm kaupfélagsins og hafði verið
það allt frá goslokum. Sigurgeir var
mikill samvinnu- og félagshyggju-
maður og lét sig því málefni kaupfé-
lagsins miklu varða. Því var það
þegar uppbygging hófst í Vest-
mannaeyjum eftir eldgosið að Sig-
urgeir hafði forgöngu um að endur-
reisa kaupfélagið. Starfsemi þess
var á þeim tíma eðlilega öll lömuð
og eignirnar mjög illa famar og
hefðu án minnsta vafa allar eyði-
lagst hefði ekki komið til fram-
kvæði Sigurgeirs við endurreisn
þeirra. Undir forystu Sigurgeirs réð-
ust samvinnumenn í Eyjum í það
að endurreisa starfíð og komu þar
að sjálfsögðu margir við sögu, en
fullvíst er þó að þar réð framkvæði
Sigurgeirs mestu um framgang
mála. Sigurgeir var síðan stjórnar-
formaður félagsins allt til þess er
félögin þijú, Kaupfélag Vestmanna-
eyja, Kaupfélag Ámesinga og
Kaupfélag V-Skaftfellinga, hófu
samstarf árið 1988, sem síðan leiddi
til sameiningar þeirra í eitt félag,
Kaupfélag Árnesinga.
Sem kaupfélagsstjóri hafði ég að
sjálfsögðu mikið samstarf við Sig-
urgeir og leitaði oft til hans með
úrlausn mála. Það var ætíð gott að
leita til hans og áhugi hans á vel-
gengni kaupfélagsins var svo sann-
arlega ósvikinn. Hann var maður
uppbyggingar og framfara alla tíð.
Þegar umræðan um aukið samstarf
eða sameiningu kaupfélaganna á
Suðurlandi kom fyrst til tals tók
Sigurgeir því fálega og taldi engar
líkur á að slíkt samstarf gengi.
Hann þekkti vel vilja Eyjamanna til
sjálfstæðis í sínum eigin málum.
Hann gerði hins vegar fulla grein
fyrir vaxandi erfíðleikum kaupfélag-
anna og reyndar fjölmargra annarra
fyrirtækja og taldi lífsmöguleika
þeirra helst felast í stóraukinni sam-
vinu. Þegar hann þannig hafði gert
upp hug sinn um það að framhald
samvinnustarf í Eyjum byggðist á
samvinnu við félögin á fastalandinu
þá varð hann ötull talsmaður þess
að slík samvinna kæmist á. Þannig
fylgdi hann jafnan fast eftir sann-
færingu sinni. Sigurgeir gegndi fjöl-
mörgum öðram trúnaðarstörfum
fyrir samvinnuhreyfínguna, var
m.a. fulltrúi kaupfélagsins aðalfundi
Sambandsins í fjölmörg ár. Ég starf-
aði einnig með Sigurgeiri á vett-
vangi Framsóknarflokksins þann
tíma sem ég var í Eyjum og þar
var áhugi hans óg elja ekki minni
en á vettvangi samvinnustarfsins.
Það var bæði lærdómsríkt og eftir-
minnilegt að vinna með honum. Ég
veit að aðrir munu minnast starfa
Sigurgeirs á vettvangi bæjarmál-
anna og stjómmálanna og mun því
ekki hafa fleiri orð um það, en þar
er vissulega af miklu að taka.
Ég vil að leiðarlokum færa Sigur-
geiri Krisljánssyni þakkir fyrir
ánægjulegt samstarf þann tíma sem
ég starfaði í Vestmannaeyjum. Ég
og kona mín vottum eiginkonu hans,
bömum og fjölskyldum þeirra sam-
úð okkar og biðjum þeim Guðs bless-
unar.
Guðmundur Búason.
Sigurgeir Kristjánsson andaðist á
sjúkrahúsi Vestmannaeyja 5. júní
sl., á 77. aldursári. Sigurgeir var
fæddur 30. júlí 1916 í Haukadal í
Biskupstungum. Foreldrar hans
vora Kristján Loftsson, bóndi þar
og síðar á Felli í sömu sveit, og
kona hans Guðbjörg Greipsdóttir.
Sigurgeir varð búfræðingur frá
Hvanneyri 1937. Hann stundaði
búnaðamám í Svíþjóð veturinn
1946-1947 og var bústjóri í Laug-
ardælum 1942-1950. Hann fluttist
til Vestmannaeyja 1950 og hóf störf
hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum
í ársbyijun 1951, og starfaði sem
lögregluþjónn til 1968. Settur yfir-
lögregluþjónn um skeið.
Sigurgeir var ráðinn forstjóri úti-
bús Olíufélagsins hf. 1968, og starf-
aði hann þar, þar til hann lét af
störfum vegna aldurs 1990. Bæjar-
fulltrúi var hann 1962-1982, vara-
bæjarfulltrúi 1956, 1958-1962,
1983, forseti bæjarstjórnar 1966-
1975. í bæjarráði var hann 1966-
1982 og sat hann 786 bæjarráðs-
fundi. Sigurgeir sat tvívegis á Al-
þingi sem varaþingmaður Fram-
sóknarflokksíns í Suðurlandskjör-
dæmi, árin 1968 og 1971. Hann
átti sæti í miðstjóm Framsóknar-
flokksins 1956-1980, í stjórn Spari-
sjóðs Vestmannaeyja 1958-1991,
og stjórnarformaður 1974-1991.
Hann sat í stjórn Heijólfs hf. í nokk-
ur ár og í stjórn Kaupfélags Vest-
mannaeyja og formaður þess um
skeið. Hann sat í ritnefnd Fram-
sóknarblaðsins um langt árabil.
Hann var félagi í Rótarýklúbbi Vest-
mannaeyja frá 1970 og forseti
klúbbsins 1986-1987.
Sigurgeir kvæntist 1947 Björgu
Ágústsdóttur Sigfússonar bónda í
Stóra-Breiðuvík, og síðar verslun-
armanns í Vestmannaeyjum og
konu hans Elínar Halldórsdóttur frá
Búðarhóli í Landeyjum. Börn Sigur-
geirs og Bjargar era: Elín, kaupkona
í Reykjavík. Sambúðarmaður henn-
ar er Gunnar Briem. Elín á tvö böm
frá fyrra hjónabandi, Björgu og
Ólaf Inga Skúlaböm. Kristján kerf-
isfræðingur, Reykjavík, kvæntur
Kristínu Guðmundsdóttur. Þau eiga
tvo syni, Sigurgeir og Guðmund.
Yngvi skipstjóri í Vestmannaeyjum,
kvæntur Oddnýju Garðarsdóttur,
þau eiga tvö böm, Sigurbjörgu og
Kára. Áður átti Oddný soninn Garð-
ar Þorsteinsson. Guðbjörg, tann-
smiður í Vestmannaeyjum. Hún er
gift Pétri Steingrímssyni, og eiga
þau einn son, Amar.
Kynni okkar Sigurgeirs hófust
upp úr miðjum sjötta áratugnum,
en afskipti mín af stjórnmálum hóf-
ust í alvöra upp úr 1962, þegar ég
tók upp hanskann fyrir Sigurgeir,
þegar gengið var fram hjá honum
við veitingu í stöðu yfirlögreglu-
þjóns. Ég taldi þetta pólitíska valdn-
íðslu. Eins og áður sagði vora þetta
fyrstu afskipti mín af pólitík, og
jafnframt upphaf að áratuga sam-
starfí okkar Sigurgeirs, samstarfí
sem aldrei bar skugga á. Eitt kjör-
tímabil sat ég með Sigurgeir sem
aðalmaður í bæjarstjórn, en mun
hafa setið um 13 ár sem varabæjar-
fulltrúi. Nokkur verkaskipting var
með okkur varðandi bæjarmálin, en
aðal áhugamál Sigurgeirs vora fjár-
málin, og taldi hann góða fiármála-
stjóm aðalsmerki hverrar bæjar-
stjórnar.
Við Sigurgeir störfuðum víða
saman á félagslegum vettvangi. Við
voram saman í stjóm Sparisjóðs
Vestmannaeyja. Einnig þar var
hann leiðandi. Einnig störfuðum við
saman í stjóm Kaupfélags Vest-
mannaeyja. En lengst störfuðum við
saman í Framsóknarfélagi Vest-
mannaeyja. Einnig þar var Sigur-
geir lengst af óumdeildur foringi.
Pólitísk barátta er fyrst og fremst
vinna, þrotlaust starf, og enginn
árangur næst, ef slegið er slöku
við. Það er tíska nú á dögum að
gera lítið úr pólitísku starfí. Oft er
sagt að pólitík sé skítkast, sem'eng-
inn ætti að koma nálægt. Heyrt
hefí ég að orðið pólitík sé komið úr
grísku og þýði lífsbarátta, og víst
er um það, að í lífsbaráttunni þurfa
menn á vopnum að halda. Ekki kom-
ast allir ósárir úr þeim bardögum,
en ég held ég megi fullyrða, að Sig-
urgeir hafí komið óskemmdur úr
þeirri orrahríð, sem kölluð er pólitík.
Fyrir nokkram áram lenti ég í
pólitískri rimmu á vinnustað. Þar
ræddi ég um menn sem notað hefðu
aðstöðu sína sér og sínum til fram-
dráttar. Ég fékk það þá framan í
mig, að ég og mínir flokksmenn
væra ekki betri. Ég bað þá viðmæl-
endur mína að nefna dæmi, ef ein-
hver væra, að Sigurgeir hefði notað
aðstöðu sína sér eða börnum sínum
til framdráttar. Það varð fátt um
svör. Sigurgeir barðist hart, en
drengilega. Eg tel að Sigurgeir hafí
notið virðingar bæði flokksmanna
og andstæðinga. Það var gott að
vinna með Sigurgeiri. Hann var at-
hugull og ráðhollur. Minni hans var
ótrúlegt. Það var sama hvort það
var kveðskapur eða atburðir frá
Sturlungaöld. Þeir atburðir stóðu
honum ljóslifandi fyrir sjónum. Sig-
urgeir var vel hagmæltur og hafði
gaman af að kasta fram stöku um
atburði líðandi stundar. Ekki veit
ég hvort hann hefur haldið kveðskap
sínum til haga, en ég vona að svo
sé. Margir leituðu til Sigurgeirs með
úrlausn ýmissa mála, og greiddi
hann úr vanda margra, bæði með
fyrirgreiðslu hjá stofnunum og með
persónulegri ráðgjöf. Og svo segir
mér hugur um, að margt hafi hann
greitt úr eigin vasa.
Á þeim áram sem Sigurgeir var
forseti bæjarstjórnar komust ýmis
stórmál í höfn. Þar má nefna vatns-
leiðslumar frá landi, sem var raunar
undirstaða nútíma búsetu. Fyrri
vatnsleiðslan var lögð 1968, og sú
seinni 1971. Margt fleira má telja,
og vona ég að einhver annar skrifí
um þau mál. Eldgosið kom í veg
fyrir áframhaldandi framfarasókn,
þó að ýmislegt jákvætt hafi fylgt.
Eins og fyrr segir var Sigurgeir
forseti bæjarstjómar þegar eldgosið
hófst. Saga þeirra sem vora í for-