Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 17
• cs- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JUNl 1993 17 Hátíðahöld á Fáskrúðsfirði Iþróttir settu svip á þjóðhátíðardag Ungir þjóðhátíðargestir YNGRI kynslóðin tók þátt í hátíðahöldunum á 17. júní í Grindavik. Morgunblaðið/Frfmann Ólafsson Fáskrúðsfirði. 17. JÚNI var haldin hátíðlegur að vanda á Fáskrúðsfirði. Hátiða- höldin hófust með sundmóti í sundiaug Fáskrúðsfjarðar kl. 10. Þar syntu 45 börn og unglingar frá Hornafirði og Fáskrúðsfirði. Margir áhorfendur voru viðstadd- ir en einnig var komið fyrir sjón- varpi i íþróttasal sem er áfastur sundlauginni. Eftir hádegi var haldið í skrúð- göngu úr miðbænum að íþróttavelli þar sem hátíðardagskrá fór fram. Hátíðarræðu flutti sveitarstjóri Búðahrepps, Hörður Þórhallsson. Þá fór fram víðavangshlaup barna í nokkrum aldursflokkum og verðlaun voru veitt í hverjum flokki. Fallhlífa- stökkvarar svifu niður á svæðið við mikinn fögnuð hátíðargesta. Kastað var niður karamellum úr flugvél er flaug yfír svæðið við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinnar. Farið var í ýmsa leiki fullorðinna og barna. Hátíðarhöldin þóttu takast vel enda mikil þátttaka og veður hið besta. Um kvðldið var dansað í fé- lagsheimilinu Skrúði. Hátíðarhöldin voru í umsjón ungmennafélagsins Leiknis. - Albert. Metþátttaka í Grindavík Grindavík. VEÐURGUÐIRNIR-virtust ætla að gera Grindvíkingum grikk á þjóðhátíðardaginn þvi að morgni dags gerði slikt úrhelli að menn töldu útihátíð vart framkvæman- lega. Það rættist þó úr veðrinu og um hádegi var kominn skafheiður him- inn og veðrið skartaði sínu fegursta. Þá tók við önnur rigning af himni ofan en öllu þurrari en sú um morg- uninn því karamellum rigndi af himnum ofan, yngstu kynslóðinni til mikillar gleði sem hafði safnast sam- an á íþróttavellinum við Austurveg. Þaðan var gengið í fjölmennri skrúð- göngu að skólanum þar sem hátíða- höld hófust. Hátíðardagskrá með hefðbundnu sniði Hátíðadagskráin við grunnskól- ann var með hefðbundnu sniði þar sem ávarp fjallkonu var flutt, að þessu sinni af Huldu Jóhannesdótt- ur. Dagskrá fyrir yngri bórnin tók við. Eiríkur Fjalar og Baldur Brjáns- son sýndu töfrabrögð og Ieikhópur- inn Smía flutti leikþátt um Búkollu. Þá gafst börnunum kostur á að fara í reiðtúr, bíltúr á slökkvibíl og Brúðubíllinn kom í heimsókn. Um kvöldið var dagskráin sniðin fyrir þá sem eldri voru. Gysbræður skemmtu og Blásarasveit Tónlistar- skóla Grindavíkur undir stjórn Sigu- róla Geirssonar lék. Hljómsveit KK spilaði þjóðhátíð út fyrir Grindvík- inga með góðri aðstoð heimahljóm- sveitarinnar Hált í sleipu og sköpuðu góða stemmningu. FÓ Mikil þátttaka FRÁ hátíðarhðldunum á Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið/Albert Kemp Dúxinn í 100.000 km bilanaprófinu^ með framúrskarandi einkunnf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.