Morgunblaðið

Date
  • previous monthJune 1993next month
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 19.06.1993, Page 17

Morgunblaðið - 19.06.1993, Page 17
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 17 Hátíðahöld á Fáskrúðsfirði Iþróttir settu svip á þj óðhátí ðardag Ungir þjóðhátíðargestir YNGRI kynslóðin tók þátt í hátíðahöldunum á 17. júní í Grindavík. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Fáskrúðsfirði. 17. JÚNÍ var haldin hátíðlegur að vanda á Fáskrúðsfirði. Hátíða- höldin hófust með sundmóti í sundlaug Fáskrúðsfjarðar kl. 10. Þar syntu 45 börn og unglingar frá Hornafirði og Fáskrúðsfirði. Margir áhorfendur voru viðstadd- ir en einnig var komið fyrir sjón- varpi i íþróttasal sem er áfastur sundlauginni. Eftir hádegi var haldið í skrúð- göngu úr miðbænum að íþróttavelli þar sem hátíðardagskrá fór fram. Hátíðarræðu flutti sveitarstjóri Búðahrepps, Hörður Þórhallsson. Þá fór fram víðavangshlaup bama í nokkmm aldursflokkum og verðlaun voru veitt í hverjum flokki. Fallhlífa- stökkvarar svifu niður á svæðið við mikinn fögnuð hátíðargesta. Kastað var niður karamellum úr flugvél er flaug yfir svæðið við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinnar. Farið var í ýmsa leiki fullorðinna og bama. Hátíðarhöldin þóttu takast vel enda mikil þátttaka og veður hið besta. Um kvöldið var dansað í fé- lagsheimilinu Skrúði. Hátíðarhöldin voru í umsjón ungmennafélagsins Leiknis. - Albert. Metþátttaka í Grindavík Grindavík. VEÐURGUÐIRNIR- virtust ætla að gera Grindvíkingum grikk á þjóðhátíðardaginn því að morgni dags gerði slíkt úrhelli að menn töldu útihátíð vart framkvæman- iega. Það rættist þó úr veðrinu og um hádegi var kominn skafheiður him- inn og veðrið skartaði sínu fegursta. Þá tók við önnur rigning af himni ofan en öllu þurrari en sú um morg- uninn því karamellum rigndi af himnum ofan, yngstu kynslóðinni til mikillar gleði sem hafði safnast sam- an á íþróttavellinum við Austurveg. Þaðan var gengið í fjölmennri skrúð- göngu að skólanum þar sem hátíða- höld hófust. Hátíðardagskrá með hefðbundnu sniði Hátíðadagskráin við grunnskól- ann var með hefðbundnu sniði þar sem ávarp fjallkonu var flutt, að þessu sinni af Huldu Jóhannesdótt- ur. Dagskrá fyrir yngri börnin tók við. Eiríkur Pjalar og Baldur Bijáns- son sýndu töfrabrögð og leikhópur- inn Smía flutti leikþátt um Búkollu. Þá gafst bömunum kostur á að fara í reiðtúr, bíltúr á slökkvibíl og Brúðubíllinn kom í heimsókn. Um kvöldið var dagskráin sniðin fyrir þá sem eldri voru. Gysbræður skemmtu og Blásarasveit Tónlistar- skóla Grindavíkur undir stjórn Sigu- róla Geirssonar lék. Hljómsveit KK spilaði þjóðhátíð út fyrir Grindvík- inga með góðri aðstoð heimahljóm- sveitarinnar Hált í sleipu og sköpuðu góða stemmningu. FÓ Mikil þátttaka FRÁ hátíðarhöldunum á Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið/Albert Kemp Dúxinn í 100.000 km bilanaprófinu^ með framúrskarandi einkunn'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 135. tölublað (19.06.1993)
https://timarit.is/issue/125625

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

135. tölublað (19.06.1993)

Actions: