Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 25 Birkiplöntur í veganesti Á undanförnum árum hefur áhugi landsmanna á landgræðslu og skóg- rækt margfaldast. Fyrir helgina bauð Skógrækt ríkisins að Mógilsá öllum þeim sem voru á leið út úr bænum að heimsækja rannsóknastöð- ina og þiggja faglegar ráðleggingar starfsmanna um skógrækt. I vega- nesti fékk hver fjölskylda eina birkiplöntu af Bæjarstaðakvæmi til gróðursetningar. Skógræktin og Skeljungur hf. hafa tekið upp form- legt samstarf á sviði skógræktar og er framlag fyrirtækisins tengt sölu á bensínstöðvum þess undir slagorðinu „Skógrækt með Skeljungi". Myndin er tekin við þetta tækifæri. Kristinn H. Gunnarsson um ágreining í Alþýðubandalaginu Forniannstíð Ólafs er liðin eftir hefð Ferðafélagsferðir um sumarsólstöður FERÐAFÉLAG íslands efnir til fjölda ferða í kringum sumarsólstöð- urnar. Arleg sólstöðuganga á Kerhólakamb Esjn er farin í kvöld, laugardaginn 19. júní, með brottför kl. 20. Þátttakendur geta einnig komið á eigin farartækjum að Esjubergi. Á sunnudeginum er fjölskylduferð á Selatanga en Ferðafélagið leggur einmitt áherslu á ferðir fyrir alla fjöi- skylduna. Farið verður kl. 13 í þá ferð og litast um í þessari fornu ver- stöð sem hefur að geyma merkar minjar 'um útræði fyrri tíma. Á sunnudagsmorgninum kl. 10.30 er gönguferð í Reykjanesfólkvangi frá Grænavatni að Vatnshlíðarhorni. Mánudagskvöldið 21. júní er svo sól- stöðuganga á Keili og miðvikudags- kvöldið 23. júní verður Jónsmessu- næturganga sem að þessu sinni er um Sandfell í Heiðmörk. Þær ferðir eru kl. 20 en brottför í allar ferðirn- ar er frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Alla sunnudaga frá sunnudeginum 20. júní verða svo einsdagsferðir kl. 8 í Þórsmörk en helgarferðir þangað eru þegar hafnar um hverja helgi. KRISTINN H. Gunnarsson þingmaður Alþýðubandalags á Vestfjörðum sagði í samtali við Morgunblaðið að „mjög harður máiefnalegur ágrein- ingur" um sjávarútvegsmál hefði komið fram á miðstjórnarfundi Al- þýðubandalagsins á Sauðárkróki dagana 12.-13. júní. Kristinn sagði að miðað við venjur og óskrifaða reglu Alþýðubandalagsins sé tími Ólafs ilagnars Grímssonar liðinn í embætti flokksformanns. Alþýðubandalagið hélt miðstjórn- arfund á Sauðárkróki 12.-13. júní. Átök og deilur voru á þessum fundi og hefur Morgunblaðið fregnað að þingmaður Vestfirðinga, Kristinn H. Gunnarsson, hafi m.a. deilt á Ólaf Ragnar Grímsson formann Alþýðu- bandalagsins og hugmyndir hans um þjóðstjórn. Kristinn gagnrýndi ríkis- stjórnina fyrir að fylgja markvisst „gjaldþrotastefnu" til að „úrelda byggðarlög á íslandi". Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sagði Kristinn H. Gunnarsson síðan: „Það eru blindir menn sem halda að hægt sé að mynda þjóðstjórn eða skapa samstöðu með þessum flokkum um langtímaaðgerðir í sjávarútvegi." Það hefur komið fram í fjölmiðlum að miðstjórnarmenn Alþýðubanda- lagsins áttu í nokkrum erfiðleikum að ná samstöðu um ályktun um sjáv- arútvegsmál. Kristinn H. Gunnars- son flutti tillögu þar sem kveðið var á um að réttur byggðarlaganna til auðlindarinnar væri virtur og að afla- kvótar eða veiðileyfi væru aðeins til eigin afnota. Ef útgerð hætti þá yrði afnotarétti ráðstafað til útgerðar í sama sveitarfélagi. Þessi breytingar- tillaga hlaut ekki afgreiðslu en var vísað til þingflokks og framkvæmda- stjórnar. Kristinn H. Gunnarsson. Fornbíladagur við Sögutorg í Hafnarfírði Fornbíladagur verður við Sögutorg Bjarna riddara við Vesturgötu í Hafnarfirði á morgun, sunnudag. Þar gengur Bjarni riddari um í búningi símun, segir sögur frá gamalli tíð og leikur á harmonikku. Fornbílamenn koma með glæsi- bfla sína á Sögutorg á morgun og gamli líkbíllinn verður á staðnum, Ford 1937, sem notaður var í 30 ár til að keyra Hafnfirðinga síðasta spölinn. Söfnin við torgið, Sjóminja- safn íslands og Byggðasafn Hafn- arfjarðar, verða opin alla daga í sumar frá kl. 13-17. Gríðarleg að- sókn hefur verið að nýrri sýningu í Sjóminjasafninu, „Fiski og fólki". (PréttatUkynning) Til fyrra horfs Kristinn H. Gunnarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að breyt- ingartillaga sín hefði verið flutt vegna óvæntra breytinga sem gerðar hefðu verið á þeirri tillögu sem upp- haflega hefði legið fyrir miðstjórnar- fundinum. Steingrímur J. Sigfússon varaformaður flokksins og Jóhann Ársælsson nefndarmaður í sjávarút- vegsnefnd Alþingis hefðu áður unnið tillögu í samráði við sjávarútvegshóp flokksins. í upphaflegu tillögunni hefði verið sagt: „Framsal kvóta verði afnumið og á næstu þrem til fjórum árum verði byggt á veiðiheim- ildum án framsalsmöguleika eða út- gerðaraðilum með jafngildum hætti tryggður eðlilegur og sanngjarn að- lögunartími að breyttri fiskveiði- stjórn. Leyfð verði skipti á jafngild- um veiðiheimildum og sveigjanleiki hafður fyrir hendi til að mæta mis- munandi stöðu fyrirtækja." Kristinn sagði að fyrrgreind tillaga hefði verið kynnt á þingflokksfundi og engar athugasemdir verið gerðar þar. En hins vegar hefði brugðið svo við á Sauðárkróki að formaður flokksins, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði beitt sér mjög hart gegn því að framsal kvóta yrði afnumið. Ólaf- ur Ragnar hefði meira að segja haft um það orð að flokkurinn gæti ekki myndað trúverðuga sjávarútvegs- stefnu nema einhverjir tilteknir flokksmenn skrifuðu upp á þessa stefnu, þ.e.a.s. flokksmenn sem stjórnuðu sjávarútvegsfyrirtækjum. Aðspurður sagðist Kristinn hafa skilið tilvísun Olafs Ragnars þannig að þessir „tilteknu" væru búsettir í Neskaupstað, Húsavík og Siglufirði. Kristinn sagði endanlega ályktun miðstjórnár Alþýðubandalagsins „bræðing" með orðalagi sem væri haldlítið: „ Að á meðan á endurskoðun fiskveiðistefnunnar stendur verði tekið á þeim vandamálum sem frjálst framsal kvóta hefur skapað með reglum sem takmarka það, m.af þannig að forkaupsréttur sveitarfé- laga verði látinn ná til aflaheimilda en ekki einungis skipa og athugað verði hvort aflaheimildir skuli renna til ríkisins við gjaldþrot eða til nýrrar ráðstöfunar með tilliti til atvinnu- sjónarmiða." Kristinn sagði að hon- um hefði skilist á Ólafi Ragnari og miðstjórnarmönnunum Merði Árna- syni og Má Guðmundssyni, að ekki væri fastbundið að þessum gjald- þrotakvóta yrði ráðstafað til þess byggðarlags þar sem þrotabúið væri. Þeir hefðu verið ófáanlegir til að samþykkja að byggðin ætti einhvern rétt umfram aðra. Kristinn H. Gunnarsson sagði að hér væri um „mjög harðan málefna- legan ágreining um framsal afW heimilda og um rétt byggðarlaga að ræða, þar sem ég vil halda mér við markaða stefnu flokksins". Það væri mjög merkilegt að formaður Alþýðu- bandalagsins stillti sér upp sem tals- manni frjáls framsals og sem and- stæðingi þess að byggðarlögin hefðu einhvern rétt umfram aðra. Hér áður fyrr hefði Ólafur Ragnar talað á allt öðrum nótum. Liðin tið Morgunblaðið spurði Kristin H^ Gunnarsson hvort hann væri að lýsa stuðningi við hugsanlegt mótfram- boð gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í embætti formanns Alþýðubandalags- ins. Kristinn sagði að miðað við hefð og venjur í Alþýðubandalaginu væri tími Ólafs Ragnars Grímssonar sem flokksformanns liðinn. Enginn for- maður Alþýðubandalagsins hefði set- ið lengur en þrjú kjörtímabil, þetta væri regla í Alþýðubandalaginu, þótt óskrifuð væri. Kristinn sagðist sam- mála þeirri afstöðu sem Ólafur Ragn- ar Grímsson hefði tekið árið 1987 að ekki væri rétt að formaður sæti lengur en þrjú kjörtímabil í röð._ Það bæri frekar að líta á framboð Ólafs Ragnars nú sem mótframboð gegn öðrum frambjóðendum. i I I € Jfóles&ur r a morgun Guðspjail dagsins: (Lúk. 14). Hin mikla kvöldmáltfð. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jchannsson messar. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Kammerkór Dómkirkj- unnar syngur. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Mánudagur kl. 10.30. Messa við setningu prestastefnu fslands. Sr. Geir Waage formaður prestafélagsins predikar. Altaris- þjónustu annast sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og sr. Agnes Sigurðardóttir ásamt Dómkirkju- prestunum. Altarisganga. Dóm- kórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Stefán Lárus- son messar. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arin- bjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jón Bjarman. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á mið- vikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigrún Oskarsdótt- ir. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langhoitskirkju (hópur I) syngur. Molasopi að lokinni guðsþjón- ustu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Jón D. Hróbjartsson. Organisti Ronald Turner. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11. Barnastund á sama tíma. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðviku- dag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Hákon Leifsson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Miðvikudag: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altar- isganga, fyrirbænir. Léttur hádeg- isverður f safnaðarheimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Daníel Jón- asson. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónas- son. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Sönghópurinn Án skilyrða sér um tónlist. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson, héraðsprestur. Kór Hjallakirkju syngur. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Kristján Ein- ar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Þorbergur Kristjánsson. SEUAKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Sönghópurinn Smá- vinir syngur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Þór Hauksson. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 11. Fermdur verður Vilberg Þráinsson, Kletti, Reykhóla- hreppi. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. KFUM og KFUK/SÍK: Samkoma kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ragnar Gunnarsson talar. Yfir- skrift: Þér munuð öðlast kraft — og verða vottar mínir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelf- ía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Al- menn samkoma kl. 20. Mikil og fjölbreytt dagskrá. Allir hjartan- lega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bæn. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Kveðjusamkoma fyrir flokkstjór- ana Elbjörg og Thor Kvist og Jan Henning. Brikador Óskar Jóns- son, hermannaleiðtogi, stjórnar. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudaginn kl. 17. Allir velkomnir. Kaffiveitingar. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta f Garðakirkju kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason messar. Ingibjörg Guð- jónsdóttir, sópran, syngur. Hildi- gunnur Halldórsdóttir leikur á fiðlu. Kór kirkjunnar syngur. Org- anisti Ferenc Utassy. Sr. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Bragi Friðriks- son. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Ulrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýska messa kl. 10. KAPELLAN St. Jósefsspitala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavfk: Messa kl. 16. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- daginn 20. júní kl. 10.30. Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Þór Hauksson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.