Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993
5
Nú fer straumur vaxandi og
menn vona hið besta er hann
nálgast hámark 22. júní, en
það er gamalfrægur laxa-
straumur, kenndur við Jóns-
messu.
Ekki ördeyða í Elliðaánum
Veiðin hefur farið rólega af
stað í Elliðaánum eins og víðast
hvar, en því fer þó fjarri að árn-
ar séu dauðar. Þvert á móti er
nokkuð gengið af laxi neðst í
ánum. Og það reytist inn nýr
fiskur dag hvern. Enginn lax
veiddist að vísu í gærmorgun,
en á þjóðhátíðardaginn veiddust
5 laxar og eru þá komnir 11
laxar á land. Laxarnir til þessa
eru allir 3,5 til 5 pund utan eiijn
sem vó 8,5 pund og veiddist á
maðk í Fossinum. Aðeins einn
lax hefur veiðst á flugu og var
það Haukur Pálmason sem veiddi
sinn „árlega“ flugulax á opnun-
ardaginn. Þetta er að minnsta
kosti þriðja árið í röð sem Hauk-
ur dregur flugulax úr ánum á
opnunardaginn og alltaf notar
hann sömu fluguna, Þingeying,
túpu.
Rólegt í Dölunum
Veiði hófst í Haukadalsá síðdeg-
is á miðvikudag og viðmælandi
Morgunblaðsins í veiðihúsinu
vildi ekki segja annað um veiðina
en að „örfáir laxar“ hefðu veiðst.
Morgunblaðið hefur einnig
fregnað að lítið eða ekkert hafi
sést í ánni er hún var skyggnd
upp úr og niður úr dagana síð-
ustu áður en veiði hófst.
Veiði er enn ekki hafin í Laxá
í Dölum og hefst eigi fyrr en um
næstu helgi. Sýnist vera vit í því
að fresta opnun eins og Laxár-
menn hafa gert, en ýmsir hafa
stigið fram nú í vor og viðrað
þá skoðun sína að margar ár séu
opnaðar of snemma árs og rétt-
ast væri að færa veiðitímann
eitthvað aftur.
Fylgni...
Eðlilega velta veiðiáhuga-
menn vöngum yfir hinni rólegu
byrjun á laxveiðinni sem er á
skjön við óvenjulega jákvæðar
spár fiskifræðinga um laxagöng-
ur í árnar í sumar. Þeir sem láta
ekki bugast benda á réttilega að
miðað við árferði hefði verið
óeðlilegt ef allar ár hefðu verið
orðnar fullar af fiski strax í upp-
hafi. Kalt vor hafi ævinlega
seinkað laxagöngum. Sumir hafa
orðið til þess að rifja upp vertíð-
ina 1979. Þá var mjög kalt vor
og veiðin léleg allan júnímánuð.
Loks er skilyrði voru orðin boðleg
laxinum kom hann í torfum og
veiðin var mjög góð sumarið á
enda. Að sönnu hefði veiðin orð-
ið miklu meiri ef árferði hefði
leyft göngur snemma sumars,
því mikið magn var eftir af fiski
í ánum í vertíðarlok. Jón Gunnar
Borgþórsson framkvæmdastjóri
SVFR sagði í samtali við Morg-
unblaðið í þessu sambandi að
ekki mætti reikna með mark-
tækri fylgni frá einu ári til þess
næsta. „Við getum til dæmis
skoðað síðasta sumar sem var
afburðagott þótt skilýrði til veiða
væru ekki upp á marga fiska
hluta veiðitímans. Þá veiddust
395 laxar í júní í Norðurá og
heildarveiðin varð 1.950 laxar.
Sumarið 1988 var einnig af-
burðagott veiðisumar þó Norð-
urá færi að hluta til varhluta af
því. Þá veiddust 413 laxar í júní,
en heildarveiðin varð ekki nema
1.147 laxar. Það er því ljóst, að
það er of snemmt að vera með
spádóma, hvað þá að rétt sé að
afskrifa sumarið þó það byiji
rólega,“ sagði Jón Gunnar.
Nokkrar nýlegar tölur...
Veiðin í Laxá í Aðaldal gengur
ekki sem verst og laxar úr henni
nú komnir á sjöunda tuginn. Þar
veiddist stærsti laxinn sem kom-
inn er á land á þessu sumri í
fýrrakvöld rúm 19 pund. Einn
16 pundari hefur einnig veiðst
þar. Grímsá opnaði nýverið og
veiddust 12 laxar upp í 10 pund
fyrsta daginn, síðan datt veiðin
nokkuð niður, en seinni partinn
í fyrradag kom aftur skot og
nokkrir veiddust. Lætur nærri
að heildartalan sé um 20 laxar.
Aðeins 25 til 30 laxar hafa veiðst
í Laxá í Kjós, en menn hafa séð
örlítið meira líf þar síðustu daga.
. Morgunblaðið/Ingvar
Hjolandi loggur
TÆKJAKOSTUR lögreglunnar í Reykjavík er í sífelldri endurnýjun og fram-
för. Auk fólksbíla, sendibíla, torfærubíla, bifhjóla og þyrlu eru lögreglumenn
nú famir að stunda sitt starf á reiðhjólum. Þjóðhátíðardagurinn markaði
upphaf þessarar nýlundu í starfi lögreglu höfuðborgarinnar, en þá voru tveir
lögreglumenn, Bjöm Gíslason og Júlíus Óli Einarsson, hjólandi við eftirlit.
Þessir tveir lögreglumenn, sem jafnframt hafa séð um eftirlit úr þyrlu Land-
helgisgæslunnar, voru sérstaklega útbúnir til hjólreiðanna og að sjálfsögðu
með öryggishjálma.
Islandsflug fær
nýja Dorniervél
ÍSLANDSFLUG hefur tekið á leigu og samið um forkaupsrétt á Dorni-
er 228/200K flugvél af norskum aðilum. Vélin kemur til landsins í
kvöld og verður henni flogið í leigu- og áætlunarflugi.félagsms. Vélin
er tekin á leigu fram á haust en að leigutímanum loknum tekur félag-
ið ákvörðun um hvort það nýtir sér forkaupsréttinn. Þetta er önnur
Dorniervélin í flota Islandsflugs. Félagið var rekið með verulegum
hagnaði á síðasta ári, að sögn Omars Benediktssonar, sljómarformanns.
)mar vildi ekki upplýsa hvert 200 og eina Piper Chieftain níu
kaupverð vélarinnar yrði ef til þess
kæmi að íslandsflug keypti hana.
Markaðsverð slíkrar vélar er hins
vegar um 100 milljónir kr.
Islandsflug er nú með sex flugvél-
ar í sinni þjónustu, tvær Dornier,
tvær Beechcraft 99, eina Beechcraft
sæta vél. Dorniervélin verður hrein
viðbót við flugvélaflota íslandsflugs
í sumar, en ef til þess kemur að
félagið kaupir hana mun það selja
aðra vél í staðinn, væntanlega aðra
af tveimur 15 sæta Beechcraft 99
vélunum.
DALVIK
.
0 /P
Hafið, Kæra Jelena, Ríta gengur menntaveginn
þrjú af vinsælustu verkum leikársins á eftirtöldum stöðum íjúní:
Lauga
HAFff> h.-\FIÐ
jr*| Ríta 'ydalir
SAUÐARKROKUR
PATREKSFJORÐUR
AKUREYRI
HAFíF)
) HAFIÐ
BLONDUOS
EGILSSTAÐIR
bjud
29
slena: Sunnud. 20. lúní
R'rta: Sunnud. 27. Júní
KfSPfc
HafiO eftir Ólaf Hauk SSmonarson
Kæra Jelena eftir Ljudmilu Razumovskaju
GCYMIÐ
AUGLYSINGUNA
ml&kuT&Íúnl Mánud. 21. Júní
Ríta gengur menntaveginn eftir Willy Russel
Miöapantanir í síma 91-11200
qlþ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ