Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 13 Weetabix $ Vandaðar v 'órur á betra veröi Nýborg Skútuvogi 4, sími 812470 Framkvæmdir við hana eru að vísu hafnar, en þeim er þó ekki lengra komið en svo að enn eru verkamenn að berjast við sjávarföllin í grunnin- um. Þess vegna er ennþá fullt svig- rúm til að lækka þann hluta húss- ins sem ráðgert er að gnæfi 10-15 metra yfir öll önnur hús í nágrenn- inu og verði eins og skjöldur fyrir framan bæinn þegar komið er til _ hans af sjó. Ég býst við að breyting- Kristján Bersi Olafsson ar á húsinu núna kunni að kosta bæinn einhveija peninga, en ég held að bæjarbúar muni axla þær byrðar með glöðu geði ef þeir sjá að hægt verði með því að bjarga bænum og bæjarstæðinu á síðustu stundu. Ef bæjarstjórnarmeirihlutinn gerir þetta hins vegar ekki þá er eins víst og að dagur fylgir nótt að eftir næstu kosningar verður hann ekki lengur meirihluti, heldur fyrrverandi meirihluti. Og það væri í rauninni skaði, því að hann hefur gert svo margt ágæta vel á öðrum sviðum. Höfundur er skólameistari í Hafnarfirði og talsmaður félagsins Byggðarverndar. Sódóma, Reykjavík til- nefnd til sex verðlauna Þessa helgi: Tilboö - loölcvistur - 0 afsláttur Alla daga: Skógarplöntur, tré, runnar, kraftmold, kurl og sumarblóm. JtM^ SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVIKUR Fossvogsbletti 1, fyrir neðan Borgarspitalann, simi 641770. Beinn simi söludeildar 641777 Gulliö tækifæri meiri- hlutans í Hafnarfirði eftir Krislján Bersa Olafsson Nú er bæjarstjórinn í Hafnarfriði hlaupinn frá borði af skútunni sem hann hefur stýrt undanfarin ár og tekinn við hásetastarfi á stærra fleyi. Hann skilur eftir sig höfuð- lausan her, flokk bæjarfulltrúa sem hafa haft það hlutskipti að vera atkvæðavélar en litlu getað ráðið um stefnu og ákvarðanir. Einhver úr þeirra hópi tekur sjálfsagt fljót- lega við starfí bæjarstjóra og eftir tæpt ár mun hópurinn ganga til kosninga með þá ábyrgð á baki að þurfa'að veija ákvarðanir sem hann hefur ekki átt nema málamynda- þátt í að taka. Það er ekki að öllu leyti vont hlutskipti, því að margar þessara ákvarðana hafa verið góðar og hveijum manni til sóma að hafa léð þeim atkvæði sitt. En aðrar hafa verið vondar, svo vondar að útilokað er fyrir Hafnfirðinga að endurkjósa tii forystu það fólk sem á þeim ber ábyrgð — nema það sjái að sér í tíma og leiðrétti verstu vill- umar. En núna eiga bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins gullið tækifæri. Þeir hafa hingað til fýrst og fremst ver- ið atkvæðavélar, verkfæri til að samþykkja ákvarðanir leiðtogans. En núna eru þeir orðnir fijálst fólk og geta farið að taka ákvarðanir í samræmi við raunverulegan vilja sinn, sem oftar en ekki endurspegl- ar vilja bæjarbúa. Og það eiga þeir að gera og þurfa að gera, ef þeir ætla að gera sér einhveijar vonir um að halda hlut sínum við næstu kosningar. Þar ætti fyrsta verkið að vera að koma til móts við þann eindregna vilja bæjarbúa að svip og yfirbragði bæjarins verði ekki „Ef bæjarstjórnar- meirihlutinn gerir þetta hins vegar ekki þá er eins víst og að dagur fylgir nótt að eftir næstu kosningar verður hann ekki leng- ur meirihluti, heldur fyrrverandi meirihluti. Og það væri í rauninni skaði, því að hann hefur gert svo margt ágæta vel á öðrum sviðum.“ gjörbreytt og ásýnd hans í rauninni eyðilögð. Á liðnum vetri voru afhentar undirskriftir frá öðrum hveijum kjósanda í bænum þar sem lagst var gegn áformum um að byggja yfírgengilegt húsbákn í hjarta bæj- arins, við Fjarðargötu. Það hefur ekkert farið á milli mála að megin- þorri bæjarbúa er andsnúinn þess- um áformum, og vill að bærinn fái að vera í friði, þ.e. segir sveiattan við öllum mikilmennskuhugmynd- um um Manhattan. En bæjarstjór- inn brotthlaupni hefur tekið þessum andmælum bæjarbúa með valds- mannshroka og nú í vor lét hann atkvæðavélar sínar samþykkja í bæjarstjóm að það jafngilti lækkun á húsinu að draga efstu hæðina örlítið inn og miða hæðarmæling- una á húsinu við axlir þess en ekki hvirfil. Enn er ekki of seint að gera umrædda byggingu skaplegri. Alpen morgunmatur er hollur og orkuríkur matur fyrir þá sem skila löngu dagsverki. Trefjarnar fyrir meltinguna og vítamínin bæta heilsuna. ALPEN ER KRÖFTUGT OG GOTT MORGUNKORN. KVIKMYNDIN Sódóma Reykja- vík hefur verið tilnefnd til sex verðlauna í keppni um Norrænu Vitna að hjól- reiðaslysi leitað Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að slysi sem varð á Bústaða- vegi um klukkan 21.30 að kvöldi þriðjudagsins 15. júní. Hjólreiða- maður á leið vestur Bústaðaveg féll i götuna og slasaðist við að forðast að rekast á bíl sem ekið var í veg fyrir hann. Ökumaður á aðvífandi bíl aðstoð- aði hjólreiðamanninn en hann þurfti síðan að leita til slysadeildar og var lagður inn á sjúkrahús vegna meiðsla á öxl og höfði. Lögreglan óskar eftir að ná tali af ökumannin- um, svo og öðrum hugsanlegum vitnum að því sem þarna gerðist. kvikmyndaverðlaunin „Amanda 93“ á kvikmyndahátiðinni í Haugesund í Noregi dagana 23.-28. ágúst 1993. Eftirfarandi listamenn hafa verið tilnefndir: Óskar Jónasson fyrir bestu mynd og leikstjórn, Björn Jörundur Friðbjörnsson sem besti karlleikari í aðalhlutverki, Eggert Þorleifsson sem besti leikari í auka- hlutverki, Óskar Jónasson fyrir besta handrit, Sigurður Sverrir Pálsson fyrir kvikmyndatöku og Siguijón Kjartansson fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Listamennirnir verða gestir há- tíðarinnar við verðlaunaafhending- una sem fram fer 26.-28. ágúst 1993. (Fréttatilkynning) iFéLAG stoínab 15,48

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.