Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 Eiginleikar Möllu kristölluðust í baráttu hennar við krabbameinið. Nefndu hlutina sínum réttu nöfn- um, skilgreindu vandann. Reyndu ekki að skjóta þér undan heldur ráðstu gegn vandamálinu með þeim ráðum sem líklegust eru til árang- urs. En síðasta viðfangsefnið var jafnvel henni, sem hafði þennan mikla lífsvilja, ofviða. Festan og rökhyggjan voru ekki einu eiginleikar hennar, andlitið og röddin ljómuðu af væntumþykju þegar hún talaði um Hörð, stelpum- ar sínar og fólkið sitt úr Sörlaskjól- inu, þá sýndi Malla sína viðkvæmu hlið. „Mér fínnst óbærilegt að hugsa til þess að hún mamma sé dáin,“ skrifaði hún mér á sínum tíma. Okkur vinum hennar finnst nú óbærilegt að hugsa til þess að hún sjálf sé dáin. Megi algóður Guð styrkja Hörð og dætumar þrjár í sorg þeirra unz ljúf minning um einstaka konu ryð- ur sorginni og sársaukanum burt. Blessuð sé minning Magdalenu Schram. Valgerður Bjarnadóttir. í dag er til moldar borin elskuleg vinkona okkar þriggja, Magdalena Schram. Malla kom fyrst inn í líf okkar fyrir rétt rúmum fimm árum þegar við börðumst sameiginlega við þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hana að velli. Hún var ætíð svo hress og með hinar skemmtilegustu hugmyndir. Við hittumst alltaf reglulega og um margt var skrafað. Sumt af því var á alvarlegu nótunum, en þó var miklu oftar slegið á létta strengi og þá lét Malla ekki sitt eftir liggja. Minnisstæð er stund með henni á spítalanum fyrir réttum mánuði. Þá var hún langt leidd, en allt ann- að var rætt en veikindi og volæði. Hún bar höfuðið hátt og lét ekki bugast. Kæri Hörður, Halla, Guðrún og Katrín. Megi Guð almáttugur styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Þóra Hrönn, Unnur og Kristín. Það var um 1960 í Vesturbær- Austurbær hraðferð, að ég sá Möllu fyrst. Rauðhærða stelpu, með gler- augu og spangir á tönnunum, geisl- andi af lífi og greinilega aðalmann- eskjan í hópnum sem var aftast í strætó — þar sem fjörið var. Ég þekkti hana ekkert — vissi bara hver hún var og af hvaða fólki — enda tilheyrðum við sitt hvorri kyn- slóðinni, hún u.þ.b. tólf ára og ég fimmtán! Á þessum árum jafngildir það heilum mannsaldri. Eg horfði á hana með dálítilli vanþóknun — eða var það kannski öfund — og aðdáun í bland. Hún var svo falleg, virkaði svo sjálfsörugg og hélt at- hygli krakkanna — og minni — al- veg fyrirhafnarlaust „Sú er örugg með sig“ hugsaði ég, „hvað heldur hún eiginlega að hún sé?“ Það liðu rúmir tveir áratugir þar til ég sá hana næst og þetta atvik úr strætó riíjaðist strax upp fyrir mér. Hún var orðin ennþá fallegri, rauðhærð og geislandi, spangirnar horfnar, en gleraugun á sínum stað og sjálfsöryggið! En ég hugsaði ekki lengur „hvað heldur hún eigin- lega að hún sé“ því ég kynntist því smátt og smátt „hver hún eiginlega var“, að svo miklu leyti sem maður veit það nokkurn tíma um aðra manneskju og aðdáunin var ekki lengur blandin öfund. Þetta var þegar við og fjölda- margar aðrar konur höfðum komist að þeirri niðurstöðu að það mætti ekki bíða stundinni lengur að konur tæku heiminn í sínar hendur, a.m.k. helminginn af honum. Við ætluðum að vísu að láta nægja að byija á Reykjavík og stofnuðum Kvenna- framboðið. Því miður hefur Kvenna- framboðið — seinna Kvennalistinn — ekki enn náð helmingnum af Reykjavík, hvað þá heiminum, í sín- ar hendur, en það er svo sannarlega ekki henni Möllu að kenna! Starf hennar þar og hugmyndir ekki síð- ur, hefðu alveg nægt til að sigra heiminn, ef bara tregðulögmálið væri ekki svona sterkt. Ég kynntist Möllu ekki mikið persónulega fyrstu árin. Hún sinnti aðallega borgarmálunum og auðvit- að „Veru“, þar sem hún var pottur- inn og pannan í mörg ár og allt þar til hún lést átti „Vera“ hauk í homi, þar sem Malla var. Ég var hins vegar í hópi þeirra kvenna sem vildu bjóða fram til Alþingis, Malla ekki — fyrst í stað. En þegar hún hafði gert upp hug sinn, mætti hún heil og óskipt til leiks og þá hófust kynni okkar. Kynni, sem allt í einu urðu að sterkri og tilfínningaríkri vináttu. Ég held við höfum báðar orðið dálítið undrandi. Við ræddum oft um það seinna, hvað hefði eigin- lega gerst. En það gerðist nefnilega ekkert sérstakt. Vináttan var bara allt í einu orðin staðreynd, eðlileg og sjálfsögð eins og hún hefði alltaf verið til staðar, bara verið sofandi og var nú allt í einu vöknuð. Allt hefur sinn tíma. Sá tími sem vináttu okkar var skammtaður var alltof stuttur tal- inn í árum, en reyndist okkur þó svo dijúgur að nú, þegar ég staldra við og geng á vit minninganna, geng ég í svo ríkulegan sjóð að ég trúi því naumast að öll þessi auðæfí hafí safnast á ekki lengri tíma. Við sem stóðum að því að stofna til Kvennaframboðs og Kvennalista líkjum því amstri stundum við ævin- týri. Heillandi ævintýri, sem við hefðum ekki viljað vera án. Sköpun- argleðin bar okkur eins og bylgja, við virtumst hafa ótakmarkaða orku, sem eftir á að hyggja er ekk- ert skrítið, því ekkert er eins orku- og næringarríkt og sköpunin, en það sem var öllu skrítnara var hve við virtumst á stundum hafa ótak- markaðan tíma líka. Hvaðan kom okkur allur þessi tími? í hvað höfð- um við notað hann áður? Þó saga t Föðursystir mín, mágkona og fraenka, GUÐRÚN SVEINBJARNAROÓTTIR, Hvassaleiti 56, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 17. júní. Jaröarförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 21. júní kl. 11.30. Ólöf Vigdis Baldvinsdóttir, Anna Vigdfs Ólafsdóttir, Ragnheiður Finnsdóttir. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls föður míns og bróður, HARALDAR SIGURÐSSONAR, Hólavegi 18, Siglufirði. Þorleifur Haraldsson, Þórey Sigurðardóttir. Kvennalistans spanni ekki nema rétt rúman áratug, virðist hún miklu lengri vegna þess hve við- burða- og innihaldsrík hún er. Það er nefnilega ekki nema hálfur sann- leikur að tíminn sé fljótur að líða þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast. Það gildir einungis um núið, en þegar það verður að fortíð breyt- ist örskotsstund í óratíma í minn- ingunni og þeim mun lengri sem hún var ríkari af innihaldi. Allt þetta ævintýri, sem margar konur spunnu saman, breytti svo lífi okkar og háttum, að við töluðum gjaman um „fyrir .og eftir Kvennalista" og stundum vefst það fyrir manni að muna hvemig lífið var „fyrir Kvennalista", vegna þess hve við- burðaríkt og skemmtilegt þetta ævintýri hefur verið og þar af leið- andi langt. En á sama hátt finnst mér þetta ævintýri skiptast í kafl- ana „fyrir og eftir Möllu“. Hún varð allt í einu aðalpersónan í a.m.k. mínu ævintýri og það sem það er búið að vera skemmtilegt! Og ekki spillti að þegar mennimir okkar, Amar og Hörður, stóðu að því, ásamt fleirum, að stofna Kvenna- listakarlafélagið „Losta“ tókust með þeim kynni, sem urðu að vin- áttu — þó „Losti“ hafí ekki starfað sem skyldi. Margt og mikið höfðum við gert saman. Ferðast, innanlands og ut- an, stundum með bömin okkar, stundum fjögur, stundum bara við Malla tvær, skemmt okkur, farið í leikhús, talað, stundum deilt, borð- að og drukkið, talað, spilað brids, talað meira. Ánægju- og samveru- stundimar eru orðnar óteljandi og þær enduðu oftar en ekki á því að Amar las okkur nokkur ljóð fyrir svefninn, sem ekki síst Malla hafði mikið yndi af. En hæst ber stundim- ar þegar við sátum tvær einar, hvort sem það var á ókunnum hótelher- bergjum í útlöndum, í Sörlaskjólinu, á Grenimelnum eða Óðinsgötunni og töluðum og töluðum og töluðum. Nóttin var okkar tími — báðar óforbetranlegir nátthrafnar. Við undum okkur best þegar allt var orðið hljótt og ekkert sem tmflaði. t>á virðist tíminn standa í stað og vera óendanlegur. En allt í einu var kominn morgunn — nóttin aldrei nógu löng. Og næturnar urðu marg- ar — þó aldrei nógu margar, aldrei talað nóg, ekki skorti umræðuefnin. Á þessum stundum kynntist ég Möllu mest og best. Leiftrandi gáf- um hennar, skarpskyggni, gleði hennar og sorg, næmi hennar og viðkvæmni. Ekkert málefni var henni óviðkomandi. Ekkert svo stórt eða smátt að ekki þyrfti að ræða það vel og lengi. Einhver spek- ingur sagði að það væm tvær hlið- ar á öllum málum, en það væri sú þriðja sem skipti máli. Það var ein- mitt þessi „þriðja hlið“ sem var sérgrein Möllu. Hún hafði einstaka hæfíleika til að skyggnast bak við orð og hugtök, sjá nýjan flöt sem aðrir komu ekki í fljótu bragði auga á og varpa þannig nýju ljósi á flest það sem fyrir bar. Sívakandi og skoðandi, efin og gagnrýnin. Ekki til þess eins að efast og gagnrýna, heldur var það henni sífelld upp- spretta nýrra og fijórra hugmynda, því fátt þoldi hún verr en vanann. Óttaðist sífellt að orð og hugtök breyttust í klisjur sem leiddu til stöðnunar, stöðvuðu flæðið og ferlið og stæðu þannig í vegi fyrir breyt- ingum. Því breytingar vildi hún. Til batnaðar fyrir dæturnar Höllu, Katrínu og Guðrúnu og allar aðrar dætur — og syni — heimsins. Það vom einmitt þessir hæfileik- ar hennar til að sjá í nýju ijósi, gefa orðum og hugtökum nýja merkingu, sem aftur spmttu af nýjar hugmyndir, sem vom kvenna- hreyfíngunni dýrmætar. Hún brýndi okkur sífellt, ýmist með hvatvísum áminningarræðum eða leiftrandi hvatningarræðum. Er þá skemmst að minnast ræðunnar sem hún flutti á afmælishátið Kvenna- listans á Hótel Borg í mars síðast- liðnum og við vissum innst inni að yrði líklega sú sjðasta sem hún flytti í okkar hóp. Ég trúi að hún líði engum úr minni sem á hlýddi. Þarna sat hún keik, þótt fársjúk væri, eins og drottning með rauða hárið, sveipuð marglitu sjali og brýndi okkur enn einu sinni. Hvatti okkur til að dvelja ekki við ósigra eða mistök undanfarinna tíu ára, heldur eflast af áfangasigmm til nýrra átaka næstu tíu árin, sem hún sagð- ist hlakka til. Hún var ekki að reyna að blekkja neinn, allra síst sjálfa sig. Hún hlakkaði einfaldlega til fyrir hönd annarra. En þessir hæfíleikar hennar komu ekki bara kvennahreyfing- unni til góða heldur öllum þeim sem kynntust henni eitthvað að ráði og vora jafnframt það sem gerðu hana að svo heillandi persónu sem raun bar vitni. En hún var einskis manns viðhlæjandi og svo sannarlega ekki alltaf þægileg. Hún gat verið mjög snögg upp á lagið, stundum dálítið snúðug og svo hreinskiptin að manni gat hnykkt við. Það má e.t.v. orða það svo að maður þurfi dálítið að „venjast henni". Það var ekki fyrr en ég hafði kynnst Möllu vel að ég skildi af hveiju þetta sem ég kallaði fyrr sjálfsöryggi stafaði. Það hafði ekki með sjálfumgleði eða blindu á sjálfa sig að gera, heldur hitt hvað hún hvíldi vel í sjálfri sér, vissi hvar styrkur hennar lá og hvert hún vildi beina kröftum sínum. Þess vegna var hún svo örlát og óspör á sjálfa sig. En þó Malla væri mikil félags- vera og hefði yndi af góðum sam- ræðum og ögrandi skoðanaskiptum, sem hún efldist öll af, undi hún sér líka vel ein. Þá tóku bækumar og skriftirnar yfirhöndina. Hvort tveggja varð henni dijúgt vega- nesti, ekki síst þegar svo var komið að hún varð að dvelja langdvölum á spítala, meira og minna bundin við rúmið. Fyrr en varði hafði hún breytt sjúkrastofunni í nokkurs + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur og afi, ÞÓRIR SIGURÐUR ODDSSON, trésmiður, Hjallavegi 56, Reykjavfk, er andaðist í Landspítalanum að morgni 9. júní sl., verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 21. júní kl. 15.00. Guðrún Ósk Sigurðardóttir, Sigurður Þórisson, Hólmfríður S. Jónsdóttir, Stefanía Ósk Þórisdóttir, Friðleifur Kristjánsson, Vilhjálmur Þór Þórisson, Lilja Ósk Þórisdóttir, Jónatan Ásgeirsson, Guðbjörg Einarsdóttir og barnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við aridlát og útför bróður okkar, SIGMUNDAR HALLDÓRSSONAR frá Hraungerði, Álftaveri, Stigahlið 8. Rannveig Halldórsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Guðbjörg Stella Halldórsdóttir, Hallgrímur Halldórsson. konar lestrar- og vinnustofu, fulla af bókum, blöðum og pappíram af ýmsu tagi, í bland við blóm, snyrti- vörar, tölvu, prentara, tebolla, föt og myndir. Hún skapaði sér „nýtt líf“, þó hún hefði hiklaust kosið að það gæti verið öðmvísi, innihalds- ríkt, skemmtilegt og skapandi. Þama skrifaði hún pistlana sína og útvarpið kom bara til hennar, fyrst hún gat ekki farið til þess. Alltaf var jafn gaman að heimsækja hana og enn vom kvöldin löng og skemmtileg og allar konumar sem þarna unnu, og Malla þreyttist aldr- ei á að dásama og þakka, bám í okkur kaffí, te og aðrar veitingar eftir þörfum og gerðu aldrei at- hugasemd við það þó samræðurnar teygðu sig stundum óhóflega inn í nóttina. En það var ekki bara Malla sem þurfti að laga sig að breyttum að- stæðum. Það átti ekki síður við um Hörð. Saman tóku þau þessu „nýja lífi“ af slíku æðraleysi, að engu var líkara en að ekkert hefði í skorist. Hann axlaði nú einn þá ábyrgð sem fylgir stóm heimili á þann veg að Malla sagðist vita að hún þyrfti engu að kvíða um þá hlið mála. Hans missir og dætranna er mest- ur, en auk þess að eiga sér ríkuleg- an og gjöfulan minningasjóð að ganga í, kann það að verða þeim nokkur huggun harmi gegn að vita að þau deila sorginni og söknuðin- um með mörgum öðmm og að það er mikil gæfa að eiga mikils að sakna. Nú verður ekki oftar bankað uppá og kallað niður í gangi „áttu kaffí“ eða símtólið tekið upp og heyra snaggaralega rödd segja „halló, þetta er Malla“ og síðan snúið sér beint að efninu, en Malla mun samt halda áfram að hringja og banka, með einum eða öðmm hætti, minna á sig, taka upp þráð- inn, ögra, hvetja, gefa og gleðja, svo ógleymanleg sem hún var — og er. Þegar við Amar nú kveðjum Möllu, leitar hugurinn til Harðar og dætranna. Nú ríður á að treysta vináttuböndin enn frekar og horfa fram á við. Eins og oft áður leitum við á vit ljóðsins og segjum við Höllu, Katrínu og Guðrúnu í minn- ingu móður þeirra: Að lifa er að skynja nýjan tíma. (Þorgeir Sveinbjamarson) Þórhildur Þorleifsdóttir. Kveðja frá Útvarpsráði Magdalena Schram er látin að- eins 44 ára að aldri. Sú fregn kem- ur ekki á óvart. Undanfarin ár hef- ur hún háð hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm en orðið að lúta í lægra haldi. Útvarpsráðsmenn þakka henni samstarfíð í ráðinu. Magdalena hafði mikinn áhuga á málefnum Ríkisútvarpsins og sinnti hlutverki sínu sem fulltrúi í Útvarpsráði af alvöra og eldmóði. Rík réttlætiskennd, rökfesta og næmt skopskyn einkenndi allan hennar málflutning. Hún hafði gaman af snörpum orðaskiptum, en gætti jafnan hófs. Hún var mik- ill málafylgjumaður og lét ógjarnan sinn hlut, var fljót að semja fyrir- spurnir og bókanir ef við átti. Það vár engin lognmolla í kringum Magdalenu en hún var hreinskiptin og gott að eiga við hana samstarf. Fyrir það þökkum við í dag og vott- um eftirlifandi maka hennar, Herði Erlingssyni og dætrum þeirra þrem- ur okkar dýpstu samúð. Minningin um góða konu lifir. Halldóra J. Rafnar, formaður Útvarpsráðs. Fleiri greinar um Magdalenu Schram bíða birtingar og munu birtast næstu daga. ERFIDRYKKJUR »©»€ Sími 11440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.