Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JUNI 1993 « „ Hann erað leHa. aé eJnhi/erja handa. konu semd. eJdkzert. " Ást er... ...þegar einhver hefur trú þér TM Rag. U.S Pal Ofl.-all rlghts rasarvad * 1993 Los Angeles Tlmas Syndlcala hzá Eg treysti ekki lengur sjúk- dómsgreiningu stelpnanna í saumaklúbbnum svo ég ákvað að koma til þín. O^iáö ,'',,v" Það væri nú gott að eiga þak yfir höfuðið. HOGNI HREKKVISI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100-Símbréf 691329 Látrabjarg - Rauðisandur Frá Ingibjörgu S. Asgeirsdóttur: Þann 23. júní heldur Útivist í fimm daga sumarleyfisferð í vesturhluta Barðastrandarsýslu. Þar er lands- lag fjölbreytt, gullnar sandstrend- ur og fuglabjörg, vaðlar og þver- hníptir núpar. Ferð á þessar slóðir býður upp á sannkallað ævintýri fyrir fuglaskoðara og einnig ýmis- legt athyglisvert fyrir þá sem vilja kynnast aðstæðum fólks sem þarna bjó og sótti lífsbjörg í báru og bjarg. Á miðvikudegi er ekið vestur í Stykkishólm og siglt þaðan yfir Breiðafjörð til Brjánslækjar. Fjörð- urinn iðar af lífi á þessum tíma, selur er þarna algengur, bæði land- selur og útselur, og í eyjunum eru miklar sjófuglabyggðir. Þarna verpir til dæmis stór hluti af díla- og toppskarfsstofni landsins. Al- gengustu fuglarnir eru þó lundi og æður og það er nokkuð víst að teista sjáist á sundi. Ef heppnin er með okkur fáum við að sjá „kon- ungfuglanna", haförn, hnitaparna háloftin því helsta varpsvæði hans er einmitt við fengsælan Breiða- fjörð. Þegar komið er í land í Brjáns- læk, er rétt að nota nokkurn tíma til að skoða steingervingalögin í Surtarbrandsgili. í þeim eru eink- um trjálauf og viðardrumar sem fergst hafa undir hraunlögum fyrir milljónum ára. Gilið er friðað nátt- uruvætti. Frá gilinu verður ekið rakleiðis í náttstað, vestur Barðaströnd, yfir Kleifarheiði og þaðan um Ósafjörð, sunnanverðan Patreksfjörð og allt vestur í Breiðavík þar sem við gist- um næstu 3 nætur. Næsta degi verður eytt á Rauða- sandi í fylgd staðkunnugs manns. Gengið verður að Sjöundá sem fór í eyði 1921. Bærinn Sjöundá varð þekktur af sögu Gunnars Gunnars- sonar, Svartfugl. Þar segir frá þeim Saka-Steinunni og Bjarna sem myrtu maka sína á einmitt þessum stað um aldamótin 1800. Frá Sjöundá verður svo farið inn í Skor. Þaðan sem Eggert Ólafsson lagði frá landi í sína hinstu för en hann fórst á Breiðafirði ásamt Látrabjarg konu sinni og allri áhöfn árið 1760. Frá Skor liggur leiðin aftur út á Sand. Á höfuðbólinu Saurbæ stendur kirkja sem áður stóð á Reykhólum, fögur íslensk smíð frá miðri síð- ustu öld en endurreist hér og vígð 1982. Rauðsendingar höfðu misst fyrri kirkju í ofsaroki. Föstudeginum er vel varið á Látrabjargi og í Látravík, einkum ef veður er gott. Ekið verður lang- leiðina inn á bjarg en síðan gengið vestur eftir því niður að Bjargtöng- um, vestasta odda landsins. Þarna gefst gott tækifæri til að kynnast fuglalífinu í bjarginu og þeir óhræddu geta ef til vill Iagst fram á bjargbrún og virt fyrir sér að- stæður undir Geldingskorardal þar sem hið frækilega björgunarafrek var unnið í desember 1947 er heimamenn björguðu áhöfn Jtogar- ans Dhoon af strandstað. Á leið- inni til baka til bækistöðvarinnar í Breiðavík verður ekið um Selja- dal þar sem skoðuð verður gömul steinhlaðin refagildra. Þá verður haldið undir Brunnanúp að rústum hinnar fornu verstöðvar að Brunn- um að vestanverðri Látravík. Ör- nefni eins og Kárafit minnir á sögu af viðureign Látramanna við er- lenda ræningja en hún ber nafn foringja þeirra og Kúlureitur nefn- ist dys ræningjanna sem þar féllu. Hér er fátt eitt upp talið af öllu því sem skoða má áður en haldið er yestur í Breiðuvík. Á laugardeginum verður ekið um Patreksfjörð, Tálknafjörð og allt norður í Ketildali við sunnan- verðan Arnarfjörð. í Ketildölum er ægifagurt landslag, mótað af skriðjöklum ísaldar og veðrun í þúsundir ára. Þarna skiptist á þvernhníptir núpar og djúpir dalir, bryddaðir sandfjörum. Svæðið er nú strjálbýlt en sögur og sagnir minna á fyrra mannlíf sem og mörg örnefni á þessum stöðum. I Ketildölum lifði fólk af landbúnaði og sjósókn og víða sjást minjar um fornar veiðistöðvar. Selárdalur er vestastur byggðra dala við fjörðinn sunnanverðan. Samnefndur kirkjustaður þar þótti meðal bestu brauða landsins enda sátu staðinn margir kunnir klerk- ar. Þekktastur er ef til vill sr. Páll Björnsson sem þjónaði í Selárdal á árunum 1645 til 1706. Hann reiknaði m.a. út hnattstöðu Bjarg- tanga, lét smíða skútu að hol- lenskri fyrirmynd og gerði fyrstur manna út þilskip á landinu. Kunn- astur er Páll þó ef til vill fyrir galdraofsóknir sínar en hann mun hafa valdið því að 5 menn voru brenndir á Vestfjörðum fyrir fjöl- kyngi. Á melunum fyrir mynni dalsins er önnur lágreist kirkjubygging sem nokkuð er farin að láta á sjá, svo og höggmyndir og listaverk úr forgengilegum efnum. Allt eru þetta verk listamannsins Samúels Jónssonar (1884-1964) sem reisti þessi verk af vanefnum en mikilli sköpunargleði. Aður en haldið er í náttstað á Patreksfirði, verður gengið út í Verdali en þar var verstöð allt fram til ársins 1920. Á heimfarardaginn verður lagt snemma af stað því löng leið er fyrir höndum. Heimleiðin liggur um strjálbýla fírði Barðastrandar- sýslu, kjarrivaxna og gróðursæla. Til Reykjavíkur verður svo ekið um Dali og Borgarfjörð. Ingibjörg S._ Ásgeirsdóttir fararstjóri Útivistar Víkverji skrifar Lögreglan í Reykjavík áætlaði mannfjölda á þjóðhátíð í Reykjavík og í útvarpi heyrði Vík- verji viðtal við varðstjóra sem sagði að um 40 þúsund manns hefðu ver- ið við hátíðahöldin í miðborg Reykjavíkur, „ef ekki meira", sagði þessi varðstjóri og bætt var við að líklegast hefði aldrei verið meiri fjöldi fólks við slík hátíðahöld, nema ef vera skyldi á 1100 ára afmæli íslands byggðar árið 1974. Þessar gagnmerku upplýsingar minntu Víkverja á að einn af læri- feðrum hans úr menntaskóla og þann er kenndi stærðfræði. Hann fjallaði eitt skipti um takmörkun mannsheilans á að geta skilgreint fjölda. Hann sagði að hæsta tala, sem mannsheilinn gæti náð að greina væri talan 3 (þrír). Víkverji minnist þess að hann og bekkjarfé- lagar hans sýndu þessum upplýs- ingum mikla vantrú, en þá sagði þessi snjalli kennari. „ímyndið ykk- ur að þið sjáið 9 manns standa í hóp. Standi þeir óskipulega, verðið þið að telja þá, en standi þeir þrír og þrír saman, sjáið þið strax að um þrjár þrenndir er að ræða og þið þurfið ekki að telja." Ennfremur sagði þessi lærimeistari að sjái menn fjóra menn standa í hóp, þurfí menn ekki að telja, því að ósjálfrátt, vegna takmörkunarinnar á að skynja fjölda, skiptir maður þeim niður í eina þrennd og þá einn til viðbótar eða viðkomandi sér stax að um tvisvar sinnum tvo menn er að ræða. Þá kemur margföldunar- töflukunnáttan að góðum notum og áhorfandinn þarf ekki að telja. Eftir að hafa fengið þennan vfs- dóm og hugsað mikið um hann, hefur Víkverji komizt að því að það sem þessi gamli lærifaðir sagði er satt. Hæsta tala, sem mannsheilinn skynjar er talan 3. Því getur hver maður séð, hversu mikið er að marka varðstjórann, sem fullyrti að 40 þúsund manns hefðu verið í miðbænum 17. júní. Víkverji er ekki að halda því fram að hann hafi verið að segja ósatt, en hann gat einfaldlega ekki vitað, hve margir voru þar, þar sem hann hafði ekki talið hausana. Þeir voru nefnilega fleiri en þrír og fleiri en 9 sem stóðu reglulega í þremur þrenndum. Annars hefur lögreglan á stund- um haft þá aðferð að þeir telja fólk á ákveðnu svæði og áætla svo hve stór hluti þetta svæði er að heildar- mannhafinu; Þá margfalda þeir ein- faldlega, en þessi aðferð hlýtur að vera afskaplega ónákvæm, því að þéttleiki mannfjöldans getur verið æði misjafn. Það er því vel hægt að trúa því að margt hafi verið um manninn við þjóðhátíð í Reykjavík, en hversu margir eða mörg þúsund, getur líklegast enginn sagt til um .— ekki einu sinni lögreglan í Reykjavík, sem er þó þrátt fyrir allt mannleg eins og við hin. xxx Annars eyddi Víkverji síðdegi og kvöldi á Þingvöllum á sautjándanum. Þar er yndislegt að vera, en heldur var svalt, þótt lygndi með kvöldinu. Talsverður snjór er enn í fjöllunum í kring og var ekki hægt að tala um „Armannsfellið fagurblátt", en hins vegar voru „fannir Skjaldbreiðar" á sínum stað og raunar víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.