Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 33 Hjónaminning RannveigJ. Halldórs- dóttir og Margeir Guðmundsson Rannveig Fædd 5. mars 1914 Dáin 12. júní 1993 Margeir Fæddur 5. október 1915 Dáinn 23. febrúar 1985 Okkur langar í nokkrum orðum að minnast hennar ömmu sem er nýlátin og afa sem lést fyrir átta árum. Amma ólst upp í Bæjum á Snæ- fjallaströnd. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Brynjólfsdóttir og Halldór Halldórsson. Hún átti fimm systkini, Brynfríði, Kjartan, Tryggva, Guð- björgu og Sigríði. Tvö þeirra eru lát- in. Sigríður lést á öðru ári en Kjart- an lést fyrr á þessu ári. Margar minningar koma upp í hugann á stundum sem þessari. Ein af minningunum er hve gott var að koma til ömmu í hálftíu-frí- mínútunum í skólanum þar sem hún tók á móti okkur í sloppnum, með nýbakað franskbrauð með þykku lagi af smjöri á. Amma vann ekki utan heimilis á þessum árum og því vorum við hjá henni flesta morgna á fyrstu skólaárunum. Hjá þeim áttum við öruggan samastað ef foreldrar okkar fóru í frí. Ömmu var ýmislegt til lista lagt. Má þar helst telja saumaskapinn sem hún hafði að ævistarfi. Hún tók að sér að sauma fyrir fólk til margra ára. Og seinni árin vann hún við sauma hjá Vefstofu Guðrúnar Vig- fúsdóttur hf. Ófáar flíkurnar saum- aði hún fyrir okkur, jólafötin, stúd- entsfötin, brúðarkjólinn, útskriftar- dragtina og síðan bamafötin. Afí ólst upp á Dvergasteini og Kambsnesi í Álftafirði. Foreldrar hans voru Rannveig Sigurðardóttir og Guðmundur Guðmundsson. Hann átti níu systkini, Sigurð, Friðgerði, Samúel Jón, Jónu, Helgu, Bjarna, Kristinn, Níels og Guðmund. Jóna er sú eina sem er á lífi. Afi var til sjós og stundaði störf tengdum sjónum lengi vel. Seinni árin vann hann hjá íshúsfélagi ísfírð- inga hf. Helsta áhugamál afa var laxveiði og var hann helsti fmmkvöð- ull að öllum veiðiferðum í Langadal og þá var að sjálfsögðu gist í Selinu og tjaldað í kring. Þar hittist fjöl- skyldan og átti góðar stundir saman. Afi sagði ekki mikið, en var okkur mjög góður og átti yfírleitt eitthvað í vasanum fyrir lítið fólk. Afi og amma gengu í hjónaband 2. nóvember 1941. Þau eignuðust þtjú börn: Halldór, f. 1942, kvæntur Oddnýju Njálsdóttur, þau eiga tvær dætur; Ragnar, f. 1945, hann lést 7 ára gamall; og Rannveigu Þorbjörgu, f. 1950, gift Sæbimi Guðfínnssyni, þau eiga þtjá syni. Barnabörnin em orðin fjögur. Þau bjuggu í Grundargötunni flest öll sín búskaparár þar til þau flutt- ust á Dvalarheimilið Hlíf 1982. Þá var afi orðinn heilsuveill og hætti fljótlega að vinna. Hann lést skyndi- lega að kvöldi 23. febrúar 1985 heima hjá þeim á Hlíf. Það var greinilega erfitt hjá ömmu á eftir þó að ekki vildi hún tala mik- ið um það. Amma ferðaðist þessi síð- ustu ár aðeins og fór m.a. til Fær- eyja sem var hennar fyrsta og eina utanlandsferð. Síðustu árin fór heils- unni að hraka, en þrátt fyrir það gat hún dvalist ásamt systkinum sínum að Tyrðilmýri á Snæíjallaströnd síð- ustu tvö sumur. Hún lést að morgni hins 12. júní sl. Hafðu hjartans þökk mér horfrn stund er kær. í minni mínu, klökk er minning hrein og skær. Þú gengur um gleðilönd, þér glampar sólin heið og við herrans hönd þú heldur fram á leið. (Páll Janus Þórðarson.) Árný og Rannveig. Rannveig Halldórsdóttir var fædd á Hamri við ísafjarðardjúp, en ólst upp á Bæjum á Snæfjallaströnd. Hún var elst sex bama þeirra hjóna Hall- * Asta María Stefáns- dóttir — Minning I dag er til moldar borin Ásta María Stefánsdóttir, eða „Ásta frænka“, eins og hún var alltaf kölluð af okkur og allir vissu hvem átt var við þegar hún var nefnd í minni fjölskyldu, þótt stór væri. Ásta var fædd í Reykjavík 1. júní 1917. Mér er ljúft að minnast þessarar góðu konu með þeirri vissu að hennar bíða nú endurfundir við stóran og myndarlegan systkinahóp og ekki síst Egil, manninn sem alla tíð stóð við hlið hennar í lífsbarátt- unni, en þau eignuðust saman stóra fjölskyldu. Ásta ólst upp í miðbænum. Hún var fjórða elst níu barna Stefáns Guðnasonar skósmiðs og síðar verk- stjóra hjá gatnagerð Reykjavíkur- borgar og Vigdísar Sæmundsdótt- ur, en þau bjuggu lengst af á Berg- staðastræti 17 ( Bestó). Þau eign- ust fimm dætur og fjóra syni. Átta þeirra komust á legg og eignuðust einnig stórar fjölskyldur. Fimm systkini Ástu eru á undan gengin yfir móðuna miklu, það elsta, hún Guðný mamma mín, í janúarmánuði síðastliðnum. Ásta frænka var ung og falleg þegar hún kynntist Agli og allan þeirra búskap var gaman að heim- sækja þau því að þar var alltaf opið hús, enda gestagangur mikill á þeirra heimili. Þótt fjölskylda þeirra væri stór þótti ekkert mál að bæta við fáein- um munnum eða hella oftar upp á könnuna. Ásta og Egill eignuðust fimm börn. Þau eru Kristín Ásta, Margrét, Ástbjöm, Stefán, og yngstur er Gunnar. Barnabörnin eru orðin 18 og barnabarnabörnin 25 svo að afkomendur Ástu frænku eru orðnir margir. Svo stór er hóp- urinn orðinn, að ekki fyrir alls löngu langaði mig til að hóa saman fjöl- skyldunni, bara svona í smá kaffi- sopa, að ég hefði þurft meðalstórt samkomuhús bara fyrir mín nán- ustu frændsystkini. Ásta hafði mikla ánægju af matargerð og naut sín vel, því að þar var hún á heimavelli og eru margir afkomendur hennar mat- reiðslumenn. Þeir hafa fetað í fót- spor hennar, hún var matreiðslu- meistari af guðs náð. Seint fæ ég fullþakkað umhyggju hennar fyrir elstu systur sinni, mömmu minni, síðustu árin sem hún lifði, en eins og áður segir lést hún í janúar síð- astliðnum, svo að stutt var á milli systranna. Nú þegar leiðir skilja um sinn, er mér ljúft að þakka alla hlýjuna sem hún veitti mér og fjöl- skyldu minni alla tíð. Erla Gunnarsdóttir. Minning Haraldur Traustason Fæddur 22. nóvember 1939 Dáinn 13. júní 1993 Hann Halli frændi er dáinn. Þessi orð komu eins og reiðarslag yfir okkur systkinin á þessum blíða og sólríka sumardegi þann 13. júní sl. Minningin um Halla frænda, en það vorum við systkinin alltaf vön að kalla hann, en réttu nafni hét hann Haraldur Traustason, mun ávallt lifa með okkur systkinunum. Minning um góðan, traustan og rétt- látan dreng. Haraldur ver elstur af átta systk- inum, fjórum bræðrum og fjórum systrum, en örlögin höguðu því þannig að hann lifði aðeins yngsta systkinið sem var Trausti litli sem dó aðeins sautján ára að aldri. Haraldur var kvæntur Eddu Teg- eder og eignuðust þau fjögur börn, Þórönnu, Hermann, Jón Trausta og Harald, barnabörn Halla og Eddu eru sjö. Halli og Edda hafa hvergi unað sér betur en í Vestmannaeyjum sem sýnir sig best á því að þegar gosið í Heimaey hrakti fólk í burt frá Eyjum, þá voru Halli og Edda með þeim fyrstu sem fluttu aftur út í Eyjar að goslokum. Æska Halla og uppvöxtur var skemmtileg eins og vill oft vera þar sem mörg börn eru í heimili og hef- ur maður heyrt maragar sögur frá ömmu Gógó og öðrum í fjölskyld- unni um uppátæki og önnur ærsl krakkanna á Hásteinsvegi. En snemma sneri hugur Halla að sjón- um, þar sem hann eyddi fjórum ára- tugum af ævi sinni og kunni þessi mikli sjómaður hvergi betur við sig en j>ar. A árunum 1989 og 1990 varð Halli fyrir miklum áföllum sém reyndu mjög á hann. Árið 1989 missti hann móður sína, Ágústu Haraldsdóttur frá Garðshorni, eftir stutt og átakanleg veikindi og tók það mjög á hann. Og árið 1990 fórst báturinn hans og með honum einn skipveiji. En þessi sterki maður reyndi að bera höfuðið hátt þrátt fyrir þessi miklu áföll, og gerði það býsna vel. Eiginkonu hans Eddu og börnum vottum við einlæga samúð okkar. Geymd er minning um góðan dreng. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Ágústa, Lóa, Tinna, Bryi\ja og Stefán. geir Guðmundsson lést í febrúar 1985. Ég kynntist Veigu haustið 1967 er ég fór að koma á heimili þeirra hjóna í Grundargötu 6. Ég minnist þess enn hve vel hún tók á móti mér í fyrsta sinn sem ég kom í heim- sókn, hún brosti blítt til mín og fann ég um leið að ég var velkominn. Ég var síðan á heimili þeirra hjóna um tíma, þá kynntist ég Veigu betur. Veiga var mjög vinnusöm kona sem hafði gaman af saumaskap og öllu því sem viðkom hannyrðum. Oft sá ég hana sauma langt fram á kvöld, en þá var hún að klára eitthveit verk sem hún hafði tekið að sér og ekki mátti bíða. Þannig var Veiga, allt varð að klára sem fyrst. Undrað- ist ég oft það vinnuþrek sem hún hafði við iðju sína og aldrei varð ég var við að hún kvartaði. í fyrrasum- ar fór hún að finna fyrir veikindum, sem að lokum báru hana ofurliði. Veiga var félagslynd kona og hafði gaman af söng. Hún naut þess að ferðat og síðustu sumur dvaldist hún inni í Djúpi með systkinum sínum og það fannst henni yndislegur tími á sínum æskuslóðum. Veiga verður okkur alltaf minnis- stæð, ákveðin kona, gekk rösklega til verka og lét aldrei bugast. Við feðgarnir gleymum ekki þeim ánæg- justundum sem við áttum með afa og ömmu við laxveiðar í Djúpinu og alltaf biðum við eftir næsta sumri til að geta farið með þeim inn í Djúp. Við bjuggum í Bolungarvík og létu þau sig ekki muna um að heimsækja okkur næstum því um hverja helgi. Alltaf var jafn gaman að hitta þau og alltaf voru þau tilbúin að rétta okkur hjálparhönd ef á þurfti að halda. Við feðgarnir sendum Hadda og Obbu okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau á þessum sorgarstund- um. I hugum okkar mun lifá minn- ingin um góða konu. Sæbjörn, Ragnar, Friðrik og Margeir. t AGNAR STEFÁNSSON, Skriðu, Hörgárdal, lést á dvalarheimilinu Hlíð 12. júní. Útför verður gerð frá Möðruvallarkirkju, Hörgárdal, mánudaginn 21. júní kl. 14.00. Aðstandendur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ASTRID EYÞÓRSSON, Njörvasundi 40, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 18. júní. Útförin auglýst síðar. Björg Jóhanna Benediktsdóttir, Guðmundur Einar Júlíusson, Jan Eyþór Benediktsson, Jóhanna Bjarnadóttir, Frank Normann Benediktsson, Marie Hovdenak, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, Austurbyggð 15, Akureyri, lést á heimili sínu að morgni föstudags- ins 18. júní. Fyrir hönd dætra minna og barnabarna, Jóhann Ingimarsson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNJÓNSSON skipstjóri, Ölduslóð 27, Hafnarfirði, sem lést 15. júní, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 23. júní kl. 13.30. Jóna Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Margrét Stefánsdóttir og barnabörn. dórs Halldórssonar og Þorbjargar Brynjólfsdóttur. Þijú systkinanna eru á lífi, þau Brynfríður, Tryggvi og Guðbjörg, og eru þau búsett í Reykjavík. Kjartan lést í marsmán- uði síðastliðnum og Sigríður lést mjög ung. Veiga, eins og hún var kölluð dags daglega, sleit barnsskónum í Bæjum, en að því kom að hún yfirgæfi sveit sína. Lá þá leið hennar til Reykjavík- ur. Dvaldist hún þar um tíma og vann meðai annars við Heyrnleys- ingjaskólann. Hugur hennar stóð þó alltaf vestur á firði og fluttist hún vestur til ísafjarðar. Þar kynntist hún Margeiri Guðmundssyni, sem varð eiginmaður hennar. Þau bjuggu á Isafírði og undu hag sínum vel. Veiga og Margeir eignuðust þijú böm, tvö þeirra eru á lífi: Halldór er kvæntur Oddnýju Njálsdóttur og eiga þau tvær dætur, Rannveig er gift Sæ- birni Guðfínnssyni og eiga þau þijá syni. Einnig áttu þau Ragnar sem lést 7 ára gamall, en það var mikið áfall fyrir fjölskylduna á Grundargöt- unni og var hans sárt saknað. Mar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.