Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 29 Minning Leifur Blumenstein ystu í bæjarmálum Vestmannaeyja á þessum örlagatímum hefur ekki verið þökkuð sem skyldi. Ef til vill verður sú saga skráð, þó að óðum fækki þeim sem stóðu í þeim hildar- leik. Sigurgeir var einn þessara manna. Hann kom sem forseti bæj- arstjórnar fram af dugnaði og festu. Forseti íslands sæmdi Sigurgeir riddarakrossi hinnar íslensku Fálka- orðu, í virðingarskyni fyrir störf hans á þessum örlagatímum. Við Sigurgeir störfum saman í ritnefnd Framsóknarblaðsins í yfir tuttugu ár. Við skrifuðum mest af því sem kom í blaðinu á þessum árum. Samvinna okkar var mjög náin, sem á svo mörgum öðrum sviðum. Oft sat ég við ritvélina, en Sigurgeir las fyrir. Stundum skaut ég inn í orði og orði, þar sem mér fannst betur mega fara. Greinarnar höfðu yfirbragð Sigurgeirs, með innskotum J.B., og það voru stund- um föst skot. Við létum ekki eiga hjá okkur í orrahríð stjómmálanna, og mig grunar, að Sigurgeiri hafí stundum verið kennt um skammir, sem voru frá mér komnar. Auðvitað skrifuðum við einnig greinar undir nafni. Greinarnar urðu margar. Fyrir síðustu jól skrifaði ég í jóla- blað Framsóknarblaðsins viðtal við Sigurgeir. Þar rifjaði hann upp minningar frá æskuárunum heima í Haukadal. Það var íþrótt þeirra systkina, á vetrarkvöldum, að kveð- ast á og geta gátur. Þegar ég tók þetta viðtal, var Sigurgeir orðinn blindur, en hann þuldi upp úr sér kveðskapinn, og mátti ég hafa mig allan við að skrifa niður. Síðast þegar ég heimsótti hann á sjúkrahúsið var líkamsþrekið orðið lítið, en pólitíski áhuginn var í fullu Ijöri. Ég las fyrir hann blaðafréttir um skuldasöfnun bæjarsjóðs og hafði hann miklar áhyggjur af þeim. Einnig rifjaði hann upp ýmislegt gamalt. Hann ræddi ekki um það sem framundan var, en virtist sáttur við lífíð. Sigurgeir Kristjánsson kvaddi þetta líf þrotinn að kröftum. Það var sárt að horfa upp á þennan sterka og bókhneigða mann sitja í myrkri. Við vinir hans höfðum von- að, að hann ætti mörg ár ólifuð í ró og næði yfír bókum sínum. Hann átti margt eftir óskrifað, bæði af skáldskap og þjóðlegum fróðleik. Eins og áður sagði var hann hafsjór af fróðleik, og gat mælt fram heilu kvæðabálkana. En eitt sinn skal hver deyja, og þegar heilsan er þrotin, þá er lífið ekki eftirsóknarvert. Ég þakka Sig- urgeiri, vini mínum og samheija, að leiðarlokum fyrir samfylgdina og bið honum blessunar Guðs. Við Freyja vottum Björgu, börnunum og öðrum vandamönnum samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt, og allt. (V. Briem) Jóhann Björnsson. Sigurgeir Kristjánsson, fyrrver- andi forstjóri og forseti bæjarstjórn- ar Vestmannaeyja, lést laugardag- inn 5. þ.m. Sigurgeir var fæddur í Haukadal í Biskupstungum. For- eldrar hans, Kristján Loftsson og Guðbjörg Greipsdóttir, bjuggu þar þá, en fluttust árið 1929 að Felli í sömu sveit. Sigurgeir lauk prófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1937 og síðar stundaði hann búnað- arnám í Svíþjóð veturinn 1946-47. Sigurgeir ræðst bústjóri að Laug- ardælum í Árnessýslu árið 1942, þar sem Kaupfélag Ámesinga rak stórbú. I því starfí kom fram dugn- aður hans og árvekni, þar sem unn- ið var af atorku að uppbyggingu og framförum, þó að hann stæði ekki fyrir eigin búi. 0g það segir sína sögu, að skömmu eftir að Sig- urgeir hvarf frá þessu starfi árið 1950, hættir Kaupfélag Árnesinga búrekstrinum og leigir Búnaðar- sambandi Suðurlands jörðina. Við brottförina frá Laugardælum verða þáttaskil á æviferli bóndason- arins frá Haukdal þegar hann flyst til Vestmannaeyja, eins og reyndar svo margir úr sveitum Suðurlands hafa gert á þessari öld. Fyrstu átta árin í Vestmannaeyjum er hann lög- regluþjónn. Við þau störf reynir oft á líkamlegt atgervi og engum duld- ist að Sigurgeir var búinn því í rík- um mæli. Við þau vandasömu verk- efni mun hann þó fyrst og fremst hafa beitt öðrum hæfiieikum sínum, festu, lagni og velvilja, sem voru áberandi í fari hans. Það kom m.a. fram í því, að haft var á orði, að margir þeirra sem á þeim tíma þurftu á afskiptum hans að halda urðu stuðningsmenn hans. Árið 1959 tekur Sigurgeir að sér forstöðu fyrir Olíufélagið hf. í Vest- mannaeyjum og gegnir því starfí um þriggja áratuga skeið. Þar vakti Sigurgeir á löngum vinnudögum yfir rekstri og afkomu fyrirtækisins. Ekki var honum samt síður annt um að geta orðið við óskum og þörf- um viðskiptavinanna, sem þurftu oft á slíku að halda þó að hefð- bundnum afgreiðslutíma væri lokið. En það voru margir sem lögðu leið sína á skrifstofuna til Sigur- geirs á Básaskersbryggju, þó að þeir væru ekki í beinum viðskiptaer- indum. Menn fundu að þangað var gott að leita góðra ráða og úr- iausna, þegar þörf var á slíku. Það var því eðlilegt að leitað væri til Sigurgeirs til starfa að félagsmál- um. Kom hann þar víða við, enda viljinn ríkur til að leggja hveiju góðu máli lið. Á löngum formanns- ferli í stjórn Sparisjóðs Vestmanna- eyja sýndi Sigurgeir að með for- sjálni og fyrirhyggju er hægt að byggja upp sterka stofnun jafnframt því að hlaupa undir bagga með mörgum þegar mikið liggur við. Og í samræmi við skoðun hans á gildi samstarfs og samvinnu tók hann að sér formennsku í stjórn Kaupfé- lags Vestmannaeyja. Þess viðhorfs naut Framsóknar- flokkurinn líka í ríkum mæli, en Sigurgeir var einarður baráttumað- ur hans og burðarás í starfi flokks- ins í Vestmannaeyjum í áratugi. Hann var lengi bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn, þar af forseti bæjarstjómar í níu ár. í því starfí fékk Sigurgeir eldskírn í Heimaeyj- argosinu 1973. Við þær aðstæður þurfti forseti að taka erfíðar ákvarð- anir og bera ábyrgð á þeim umfram aðra, enda kom þá skýrt fram dugn- aður Sigurgeirs og karlmennska. Síðan tók við þrotlaust starf við uppbygginguna, svo að atvinnu- rekstur og mannlíf kæmust sem fyrst í eðlilegt horf. Var ómetanlegt að hafa trausta forystu meðan því Grettistaki var lyft. En Sigurgeir vann fyrir Fram- sóknarflokkinn á mörgum fleiri svið- um. Hann átti stærstan þátt í út- gáfu Framsóknarblaðsins í Vest- mannaeyjum og setti þar fram skoð- anir sínar á málefnum bæjar og þjóðfélags í rituðu máli með skýmm og auðskildum rökum. Hann átti lengi sæti í miðstjóm Framsóknar- flokksins og sótti flokksþing. Þá tók hann þátt í starfi Kjördæmissam- bands Framsóknarmanna á Suður- landi frá stofnun þess og á meðan heilsa leyfði. í þessum störfum sín- um lagði hann áherslu á að þau yrðu til að efla fylgi Framsóknar- flokksins í Vestmannaeyjum og hlífði sér hvergi til að vinna að þeim málstað, sem hann hafði einlæga sannfæringu fyrir að væri Vest- mannaeyingum mikils virði. Fram- sóknarflokkurinn stendur í mikilli þakkarskuld við Sigurgeir Kristj- ánsson fyrir allt hans óeigingjarna starf í þágu þess málefnis, sem hann bar svo mjög fyrir btjósti. Ég vil að leiðarlokum færa þakk- ir mínar fyrir einlæga vináttu frá okkar fyrstu kynnum. Það var ómet- anlegt að eiga það víst að vera jafn- an tekið með opnum örmum, hvort sem var á skrifstofu hans eða heim- ili þeirra hjóna. Það tekur nokkurn tíma að átta sig á því til fulls að Sigurgeir er ekki lengur að finna þegar komið er til Vestmannaéyja. Guð blessi eiginkonu hans, Björgu Ágústsdóttur, og fjölskyldu alla. Jón Helgason. Þegar minnast skal Sigurgeirs Kristjánssonar kemur margt upp í hugann. Hér verður einkum vikið að starfi hans fyrir Sparisjóð Vest- mannaeyja. Sigurgeir var kjörinn úr hópi ábyrgðarmanna í stjórn sjóðsins á aðalfundi 1958. Þá hafði sjóðurinn starfað í rúm 15 ár og hafði lengst á þeim tíma búið við þröngan húsakost. Fljótlega eftir að Sigurgeir tók sæti í stjóminni var tekin ákvörðun um að ráðast í byggingu framtíðarhúsnæðis fyrir sparisjóðinn og var hluti þess tekinn í notkun á 20 ára afmæli hans 1962. Sigurgeir var mikill félagsmálamað- ur og átti meðal annars sæti í bæjar- stjórn Vestmannaeyja 1962-1982, þar af sem forseti bæjarstjórnar 1966-1975. Árið 1974 tók Sigurgeir við for- mennsku í stjórn sparisjóðsins, en þá létu samtímis af stjórnunarstörf- um þeir Þorsteinn Þ. Víglundsson, frumkvöðull að stofnun sjóðsins og sparisjóðsstjóri frá stofnun 1947, og Sveinn Guðmundsson, sem gegnt hafði formennsku í stjóm frá 1965. í formannstíð Sigurgeirs hélt sparisjóðurinn áfram að dafna og þegar hann lét af störfum í stjórn á síðasta ári af heilsufarsástæðum, hillti undir það að sparisjóðurinn tæki í notkun stærra og glæsilegra húsnæði sem svarar nútímakröfum í bankastarfsemi. Með fráfalli Sigurgeirs Kristjáns- sonar er horfinn af sjónarsviðinu merkur samferðamaður sem setti svip sinn á bæjarfélagið. Stjómend- ur og starfsfólk Sparisjóðs Vest- mannaeyja minnast hans með hlý- hug og þakka mikið og óeigingjamt starf í þágu sjóðsins á löngum starfsferli. Að leiðarlokum sendum við eftirlifandi eiginkonu, Björgu Ágústsdóttur, og fjölskyldu innileg- ar samúðarkveðjur. Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja. Sigurgeir Kristjánsson er látinn. Með honum er horfinn af sjónarsvið- inu einn af merkustu samtímamönn- um okkar Vestmanneyinga. Störf hans í þágu byggðarlagsins vom margvísleg og hann átti stóran þátt í að koma fjölmörgum framfaramál- um í höfn byggðarlaginu til heilla. Við kynntumst Sigurgeiri fyrst og fremst vegna starfa hans í bæj- arstjórn Vestmannaeyja. Þar sátum við saman í meirihluta kjörtímabilið 1978-1982. Á því kjörtímabili var unnið að mörgum stórverkefnum í Vestmannaeyjum. Má þar nefna lagningu hitaveitunnar, úrbætur í umhverfísmálum með lagningu skolpleiðslu út fyrir Eiði, byggingu Skipalyftunnar o.fl. Á þeim tíma reyndi mjög á samhentan meirihluta og einstaklinga sem höfðu kjark og vilja til að standa í stórræðum. Inn- an meirihlutans var Sigurgeir mjög sterkur og jafnan var hann tilbúinn með farsælar úrlausnir á hinum margvíslegu málum. Sigurgeir fór ekki með neinum gassagangi þegar hann fylgdi málum sínum eftir, held- ur vann hann þeim brautargengi með yfírvegun og af vandvirkni. Þetta varð til þess að bæði samheij- ar hans og andstæðingar í bæjar- málum hlustuðu vel á allt það sem hann hafði fram að færa. Það var fyrirfram vitað að tillögur hans voru vel ígrundaðar og þeim var óhætt að fylgja. Sigurgeir lék þannig afar mikilvægt hlutverk á miklum framf- arartímum fyrir byggðarlagið. Sigurgeir Kristjánsson var skemmtilegur maður. Frásagnar- gáfa hans var mikil. Hann kunni óteljandi sögur af öllum gerðum og það var oft unun að hlusta á hann segja frá á sinn Iíflega og skemmti- lega hátt. Þá hafði hann afar gaman af kveðskap og kunni ógrynni kvæða. Hann var sjálfur góður kvæðasmiður og orti heilu bálkana um ýmis atvik úr hinu daglega lífi. Jafnan voru kvæði hans blandin kímni, sum gátu verið hvöss, en öll voru þau skemmtileg og vel ort. Við fráfall Sigurgeirs Kristjáns- sonar minnumst við manns sem setti mark sitt á Vestmannaeyjar og lagði sig fram um að stuðla að framförum og bættu samfélagi. Við vottum eftirlifandi eiginkonu Sigurgeirs, Björgu Ágústsdóttur, börnum þeirra og fjölskyldum, okkar dýpstu sam- úð. Sveinn Tómasson, Ragnar Óskarsson. Fæddur 12. ágúst 1930 Dáinn 11. júní 1993 Hún kom eins og högg, fregnin um það að vinur minn Leifur Blum- enstein væri látinn. Að vísu var mér kunnugt um að hann ætti við visst heilsuvandamál að stríða, en mig óraði ekki fyrir að kallið mikla kæmi svona fljótt. Leifur var fæddur 12. ágúst 1930 og var því ekki fullra 63 ára er hann lést 11. júní sl. Aldursins vegna hafði hann því getað tekist á við mörg verkefni um sinn. Æviatriði hans rek ég ekki hér, því að um það eru aðrir færari en ég. Kynni okkar hófust ekki að ráði fyrr en á 8. áratugnum, en frá þeim kynnum á ég margs góðs að minn- ast. Leifur var byggingafræðingur og starfaði lengst hjá Reykjavíkurborg. Hafði hann þá m.a. umsjón , tneð endurnýjun og viðhaldi gamalla bygginga á vegum borgarinnar, en það var einmitt sérgrein hans. Síð- ustu árin starfaði hann sjálfstætt, en þó ávallt við sömu verkefni. Sér- grein sína kenndi hann einnig um langt skeið við Meistaraskólann og Tækniskólann, enda var þekking hans á þessu sviði afar mikil. Það var einmitt í sambandi við gömul hús að leiðir okkar lágu sam- an, og áttum við þar oft mikið og gott samstarf. Þar þróuðust kynni okkar og vinátta sem mér var lær- dómsrík og mikils virði. í öllum störfum sínum var Leifur ákaflega vandvirkur og gerði strangar kröfur um framkvæmd verka og frágang. Samviskusemi hans var einstök og nákvæmnin einnig. Ég tel mér það mikla gæfu að hafa kynnst Leifí Blumenstein og átt við hann margvíslegt og gott samstarf um áhugaefni okkar beggja. Vináttu hans mun ég ávallt minnast og þakka. Úr fjarlægð sendi ég ástvinum hans hlýjar samúðarkveðjur. Bjarni Böðvarsson. Vinur minn Leifur Blumenstein er látinn. Hann gerði við gömul hús af sjaldgæfri natni og ræktarsemi, dustaði af þeim rykið og hóf þau til virðingar á ný. Þetta gerði hann betur en aðrir. Éinu sinni heyrði ég af útlendum herramanni sem hafði nef fyrir gömlum húsum. Besta skemmtun hans var að láta binda fyrir augun á sér og fara síðan hönd- um um gamla strikaða dyrafalda og sannreyna hvort hann gæti ald- ursgreint þá blindandi. Þess háttar maður var Leifur. Hann hlýddi köll- un sinni af eldmóði og trúmennsku. Efnisfræði og deililausnir áttu hug hans allan og í þeim efnum var for- vitni hans óseðjandi. Hann aflaði sér staðgóðrar þekkingar á gamalli bygginga'rhefð, en hann var einnig opinn fyrir nýjungum, sótti reglu- lega námskeið erlendis og skoðaði sýningar. Af eðlislægu næmi vissi hann að í byggingarlist eru hvers- dagsleg smáatriði salt jarðar. Járn- varða timburhúsið frá síðustu alda- mótum þekkti hann út i hörgul og er það mál manna að í þeim fræðum hafi enginn staðið honum á sporði. Þegar hafist var handa um endur- bætur á Viðeyjarstofu á vegum Reykjavíkurborgar var hann þess fýsandi að kynna sér steinhlaðin hús frá átjándu öld. Tókst þá með okkur hið ágætasta samstarf, en hann lagði á ráðin um tæknilegan frá- gang og annaðist eftirlit á bygging- arstað. Þar hélt hann vörð um hönn- un og gæði og samdi aldrei um af- slátt. Að mörgu var að huga en jafnan þótti okkur sem lamir og gluggajárn væru hans ær og kýr. Og úti í eyju undi hann því illa að þurfa að velja slíkt og þvílíkt af vörulista, hélt utan til Hafnar og gróf þar upp járn af dönskum glugga frá 1750 sem við létum smíða eftir og setja á allar grindur. Og mikið prýða nú gluggajárnin hans Leifs litlu höllina í Viðey. Það voru forréttindi Leifs að geta bæði miðlað af reynslu sinni í orði og framkvæmd, en um langan aldur kenndi hann og hannaði jöfnum höndum og lá ekki á liði sínu þegar til hans var leitað. Hann var stoltur af kunnáttu sinni, formfastur leið- beinandi og viðhorf hans til mann- virðinga af þýskum toga. Nú er þessi herramaður allur, en víða í Reykjavík og sums staðar úti á landi standa prúðbúin hús og lofa meistarann. Þorsteinn Gunnarsson. Okkur langar í örfáum orðum að kveðja góðan mann. Kynni okk- ar, sem nú störfum á Árbæjar- safni, af Leifi voru afar ánægjuleg. Á árum áður vann Leifur mikið fyrir Árbæjarsafn sem sérfræðing- ur í byggingarsögu og meðlimur í stjórn safsins. Síðan skildu leiðir um sinn, en árið 1990 var Leifur ráðinn sem faglegur ráðgjafi við hönnun endurbyggingar Lækjar- götu 4. Þekking Leifs á viðfangs- efninu var mikil og var samstarfið við hann því árangursríkt. Var hann óþreytandi við að leysa úr þörfum safnsins á vinnuaðstöðu í húsinu án þess að slaka á kröfum sem fylgja því að endurbyggja sögulegt hús á safni. Fáir gerðu sér betur grein fyrir mikilvægi þess við endurbætur gamalla húsa samkvæmt uppruna- legri mynd, að hvert smáatriði þarf að vera rétt af hendi leyst þannig að heildarútkoman verði sannferð- ug. Þar var Leifur framarlega í sínu fagi og gætu hönnuðir sem hafa með endurgerð hins eldri húsakosts okkar að gera án efa tekið sér Leif þar til fyrirmyndar. Á síðstliðnu ári áttum við sam- starf við hann vegna endurgerðar svokallaðs Hillebrandtshúss á Blönduósi. Honum hafði verið bent á að á Árbæjarsafni væri unnið að athugunum á skjallegum heimildum um hús einokunarverslunar Dana á 18. öld í tengslum við rannsóknir á elstu byggð í Reykjavík. Óskaði Leifur eftir aðstoð Árbæjarsafns við rannsókn á flókinni sögu hússins. Reyndist þessi samvinna okkur fróðleg og skemmtileg. Túlkun og skilningur Leifs á þeim gögnum sem við höfðum fram að færa var góður og var oft gefandi að fylgj- ast með Leifi er hann velti fyrir sér þeirri stefnu sem taka bæri í endur- gerð hússins. Það var því mikið reiðarslag fyrir Leif er klippt var á þessar athuganir og honum tilkynnt að krafta hans væri ekki lengur óskað. Það eru verkin sem tala og eru þær endurbyggingar sem Leifur hefur unnið að, yfírleitt í samstarfi með öðrum, meðal þeirra best heppnuðu. Fyrir Reykjavíkurborg hefur Leifur unnið gott starf við endurbyggingu sögulegra húsa. Nægir í því sambandi að nefna starf hans við Viðeyjarstofu, Höfða, Þingholtsstræti 29 og Iðnaðar- mannahúsið í Lækjargötu. Leifur Blumestein var burtkall- aður fyrir aldur fram. Eftir hann liggur lítið í rituðu máli utan náms- gagna er hann útbjó fyrir nemendur sína í Iðnskólanum og Tækniskóla íslands. Leifur bjó yfir mikilli þekk- ingu og reynslu og er það miður að honum hafi ekki gefist rúm til ritstarfa til að stuðla þannig að aukinni þekkingu á eldri húsum. En slíkt var lítillæti Leifs, að hann áleit þekkingu sína á viðfangsefn- inu ekki nægja til útgáfu. Ljóst má vera að með Leífi hverfur því mikill fróðleikur og þekking. Við viljum votta fjölskyldu Leifs - samúð okkar og þakka fyrir þann stutta tíma sem við fengum að njóta krafta hans og þekkingar. Við munum búa að því í framtíðinni. Fyrir hönd starfsfólks á Árbæj- arsafni, Margrét Hallgrímsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Hrefna Róbertsdóttir. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.