Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JUNÍ 1993 fclk í fréttum Ása Lind dansar dans hinna kúg- uðu. DANS Afró-brasilísk danssýning Brasilíubúinn Mauricio Marcues hélt afró-brasilíska danssýn- ingu í Kramhúsinu sl. föstudagskvöld ásamt nokkrum nemenda sinna, en hann hefur verið gestakennari í Kramhúsinu undanfarna tvo mánuði. Afró-brasilískir dansar eru byggð- ir á arfi forfeðranna og snúast að hluta til um bardagalist (capoeira) en að hluta eru þeir byggðir á goða- fræði. Tíu dansarar á ýmsum aldri komu fram á sýningunni, en fjórir nemendur slógu trumbur. Mauricio Marcues hannaði og saumaði flesta búningana sem eru mjög litríkir. Morgunblaðið/Þorkell Frá sýningunni sem nefnist Racha. í þessu atríði fjáir Mauricio Marcues eldguð eða guð þruma og eldinga. Morgunblaðið/Ejrjðlfur M. Guðmundsson Erlendsína Helgadóttir sem nú er 103 ára. Myndin er tekin á aldarafmæli hennar. GJAFIR Eitt þúsund krónur fyrir hvert ár Erlendsína Helgadóttir heið- ursborgari og elsti íbúi Vatnsleysustrandarhrepps gaf Kálfatjarnarkirkju 103 þúsund krónur þegar kirkjan varð eitt hundrað ára fyrir nokkru. Sesselja Sigurðardóttir formaður sóknar- nefndar las upp gjafabréf við messu, þar sem segir að Erlends- ína hafi gefið kirkjunni eitt þús- und krónur fyrir hvert ár sem hún hafi lifað, en hún er 103 ára. Erlendsína hefur áður gefíð fé til kirkjunnar, þar á meðal stofnfé til byggingar safnaðarheimilis á Kirkjuholti í Vogum. STJÖRNUR Hvort á sinni ströndinni Leikarahjónin Lisa Niemi og Patrick Swayze nutu þess að eyða tímanum saman þegar þau voru á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir skömmu, því í sumar verða þau stödd hvort á sinni strönd Bandaríkjanna. Hann verður á vesturströndinni, nánar tiltekið í Los Angeles, til að kynna nýjustu kvikmynd sína „Father Hood", en hún verður væntanlega frumsýnd í ágúst. Ni- emi verður hins vegar á Manhatt- an, þar sem hún fer með hlutverk í leikritinu „The Will Rogers Foll- ies" á Broadway. Heimildir herma að hún fái greiddar 180 þúsund krónur á viku fyrir leikinn eða sömu laun og Marla Maple sem hún tekur við hlutverki af. Patrick var við- staddur frumsýningu Lisu sem var 27. maí síðastliðinn, en hann segist munu verða reglulega á ferðinni í New York til að heimsækja eigin- konuna. Patrick átti við áfengisvandamál að stríða, en fór.í meðferð fyrr í vetur. Nú er bara spurníngin hvern- ig honum gengur að halda sér þurr- um þegar eiginkonan er langt und- an. Stundum blöskraði meira að segja forsetanum sjálfum og þá tók hann bara fyrir eyrun. í hita leiksins geta oft fokið und- arlegar setningar. Patrick Swayze og Lisa Niemi áttu góða daga í Cannes. Kripalujóga Orka sem emfíst Byrjendanámskeið hefst 28. júní. Kenntmánud.ogmiðvikud. frákl. 20.00-21.30. Kennari: Jenný Guðmundsdóttir. Jógastöðin Heimsliós Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). COSPER BTÍ3MSÍ: T Ég sagði konunni minni að ég væri að fara æf- ingu hjá sinfóníuhljómsveitinni. TILVITNANIR Hver segir hvaða vitleysu? Með setningunni „Spurningin er hvort við erum að fara fram á við til framtíðarinnar eða afturá- bak til fortíðarinnar" komst Dan Quayle fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í hóp þeirra manna sem hvað heimskulegast hafa kom- ist að orði. Hjónin Ross og Kat- hryn Petras hafa safnað saman ýmsum aulalegum setningum og gefið út í bók sem þau nefna „776 heimskulegustu setningar sem sagðar hafa verið". Dan Quayle á 17 tilvitnanir í bókinni, George Bush 19, en Ron- ald Reagan 24. Þeir sem slá þeim öllum við eru kvikmyndaframleið- andinn Samuel Goldwyn, en hann á 38 tilvitnanir í bókinni og Yogi nokkur Berra 37. „Margar setningar Goldwyns eru ekki svo heimskulegar ef áð er gáð," segir Eric Levin í einu banda- rísku tímaritanna og nefnir dæmi eins og: „Munnlegur samningur er ekki pappírsins virði sem hann er skrifaður á" og: „Ég var alltaf óháð- ur jafnvel þegar ég var í samstarfi við einhvern". Þá hefurboxarinn Marlon Starl- ing sagt: „Ég skal berjast við hann fyrir ekki neitt, ef rétta verðið er sett upp." John Bowman, borgar- fulltrúi Washington, sagði eitt sinn: „Ef lögbrotum fækkaði um 100 prósent væru þau samt sem áður fimmtíu sinnum fleiri en þau ættu að vera." Þá klykkti Dale Berra, sonur Yogi Berra, út með setning- unni: „Sameiginleg einkenni mín og föður míns eru mismunandi." Já, ekki er öll vitleysan eins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.