Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 Stærsta sýning- á handverksmunum hér á landi í Hrafnagili Handverkskonur UM 90 konur taka þátt í félagsskapnum Handverkskonur niilli heiða, sem er félag kvenna í nokkrum hreppum í S-Þingeyjarsýslu og var stofnað til að skapa atvinnu á heimaslóðum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sker út í lambshorn UNNUR Sveinsdóttir starfsmað- ur Vöiunnar á Stöðvarfirði sker út muni úr lambshornum. Yfir eitt hundrað manns sýna framleiðslu sína STÆRSTA sýning á handverksmunum sem haldin hefur verið hér á landi verður opin í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla í dag, laugardag frá kl. 13. til 17. Sýningin var opnuð i gær, en á morgun, sunnudag ætlar handverksfólk að efna til fundar þar sem m.a. verður rætt um hvort stofna eigi landssamtök. Á annað hundrað aðila sýnir að segja að þeir munir sem þar eru handverksmuni á þessari sölusýn- ingu, sem átaksverkefnið Vaki og samstarfshópur þess, Hagar hend- ur í Eyjafjarðarsveit, standa að. I gærmorgun voru sýnendur í óðaönn að koma sér fyrir í íþrótta- húsi Hrafnagilsskóla og er óhætt sýndir eru af margvíslegum toga. Atvinna í heimabyggð Mikil vakning hefur verið meðal fólks víða um land í gömlu og nýju handverki og sðgðu konur í hópn- um Handverkskonur milli heiða að það sem m.a. hefði orðið til þess að félagsskapurinn var stofnaður væri samdráttur í landbúnaði, fólk yrði að skapa sér eigin störf í sveit- unum eða flytja burtu ella. Hand- verkskonur milli heiða leggja áherslu á að framleiða úr íslensku hríjefni, ull, leðri, birki og grjóti og hafa þær nú stofnað hlutafélag- ið Goðafossmarkað sem starfrækir markað yfir sumartímann á Foss- hóli við Goðafoss. 36 millj. til kaupa á mengunarvarna- búnaði fyrir hafhir SKRIFAÐ var undir samn- inga um kaup á mengunar- varnabúnaði fyrir hafnir á veitingastaðnum Við pollinn á Akureyri í gær. Alls verð- ur keyptur mengunarvarna- búnaður fyrir um 35,8 millj- ónir króna og verður honum dreift á 13 hafnir víðs vegar um land. Seljandi búnaðar- ins er Móberg hf. Það er Innkaupastofnun ríkisins sem kaupir búnaðinn fyrir hönd Hafnasambands sveitarfélaga og umhverfisráðuneytisins. Fyrri sending hans kemur í ágústmán- uði og hin síðari í október. Bætt úr brýnni þörf Fram til þessa hefur nokkuð skort á að til væri mengunarvarna- búnaður við hafnir landsins, en þess er vænst að með kaupum á búnaði fyrir tæplega 35,8 milljónir króna verði bætt úr brýnni þröf. Búnaðurinn er margvíslegur, en hann dreifist á 13 hafhir, á Akur- eyri, Reyðarfirði, Vestmannaeyj- um, Reykjavík, Isafirði, Ólafsvík, Patreksfirði, Hólmavík, Sauðár- króki, Siglufirði, Þórshöfn, Seyðis- firði og Höfn í Hornafirði. Sjálfstæður Islendingur ÞJÓÐHÁTÍÐIN fór vel fram á Akureyri og þátttaka var býsna góð, en fremur svalt var í veðri. Þessi ungi íslendingur lét napra norðangolu sem vind um eyru þjóta og hámaði í sig ís. Félagasamtök - fyrirtæki - einstaklingar SUMARLEIGA akureyri Höfum til leigu nokkur herbergi og örfáar paríbúðir í stúdentagarðinum Útsteini, Skarðshlíð 46, Akureyri. • Leigutímabil er til 20. ágúst. • fbúðirnar er hægt að leigja með innanstokksmunum og eldhúsáhöldum. D Herbergin eru mjög rúmgóð eða 22 m2 og eru með rúmi, stól og borði. D Hver tvö herbergi eru með sameiginlegri snyrtingu (íbúðarígildi). D Sameiginlegt eldhús og setustofa er fyrir hver 7 herbergi. • Hægt er að leigja aukarúm, aukadýnu og sængurföt. • Nánari upplýsingar gefur Jóhanna í síma 96-11780 fyrir hádegi. FESTA Félagsstofnun stúdenta á Akureyri Menntaskólanum á Akureyri slitið í 113. sinn Meðaleinkunn á stúdents- prófi sú hæsta í áratugi MEÐALEINKUNN á stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri hef- ur hægt og_ sígandi farið hækkandi, var 7,27 og hefur ekki verið hærri í áratugi. Arangur nemenda skólans var góður í vetur og fall minna en áður. Menntaskólanum á Akureyri var slitíð i 113. sinn á þjóðhátíðar- daginn, 17. júní, og voru 125 stúdentar brautskráðir frá skóianum, en þá hafa 4.894 stúdentar lokið stúdentsprófi frá MA frá árinu 1927. í skólaslitaræðu Tryggva Gísla- var góður, af þeim 172 nemendum GETRAUNADEILDIN Akureyrarvöllur sunnudag kl. 20.00 ÞOR - FYLKIR © ...aðsjálfsögðu Komið og sjáið spennandi leik. sonar, skólameistara, kom fram að síðasta vetur stundaði 641 nemandi nám við skólann og er það helmingi fleiri en hús skólans geta borið með góðu móti, því að í stað 6.000 fer- metra sem skólinn ætti að ráða yfir hefur hann aðeins tæplega 3.000 fermetra húsnæði. Næsta vor standa vonir til að hafist verði handa um smíði nýs húss sem rísa mun á gamla Olgeirstúninu, um 2.400 fermetra skólahús með 10 kennslustofum, bókasafni og samkomurými fyrir nemendur. „Nýtt hús gerbreytir skólahaldi og lífi í Menntaskólanum á Akureyri og skólinn verður enn betur fær um að gegna hlutverki sínu en áður," sagði Tryggvi, en inn- an tíðar verður undirritaður samn- ingur'um smíði þessa húss. Góður árangur Árangur nemenda skólans í vetur sem gengust undir próf á fyrsta ári luku 160 fullgildu prófi og er fall því um 11%, sem er minna en verið hefur um langt árabil. Fyrir hálfum öðrum áratug var þetta fall á fyrsta ári nær 30% og mörg undanfarin ár hefur það verið um 20%. Á öðru ári var fall um 8% sem einnig er lægra en á síðustu árum. Tryggvi sagði einkum þrjár ástæð- ur fyrir góðum árangri, skólinn tæki aðeins inn nemendur sem náð hefðu góðum árangri í bóklegum greinum á grunnskólaprófi, starf umsjónar- kennara hefði verið eflt og að lokum leystu kenna'rar skólans störf sín vel af hendi. Landsmenntaskóli Um 85% nemenda skólans eru af Norðurlandi, rumlega 70 af Norður- landi eystra og um helmingur nem- enda er frá Akureyri. Tryggvi sagði Jörd til sölu Til sölu er jöróin Merkigil í Eyjaf jarðarsveit. A jörðinni er 115 fm nýuppgert íbúóarhús, 58 bósa fjós með mjaltabás. Lausagöngurými fyrir allt að 90 gripi og áföst 2.700 rúmmetra hlaða. Ræktað land er um 57 ha auk beiti- og upprekstrarlands. Jörðin er ón kvóta. Upplýsingar gefur Eignakjör, sími 96-26441. það umhugsunarefni hvort ekki ætti að heimila Menntaskólanum á Akur- eyri að taka við nemendum alls stað- ar að af landinu og gera skólann að landsmenntaskóla - eins og hann var áður - og hugsanlega sem sjálfs- eignarstofnun. Slíkt gæti haft mikið uppeldislegt og menningarlegt gildi og væri í samræmi við vilja stjórrí- valda að auka faglegt og fjárhags- legt sjálfstæði skóla. Umferðarátak Nokkrir enn á negldum hjólbörðum LÖGREGLA á Norðurlandi hefur kannað ástand ökutækja og öku- manna undanfarna daga í svoköll- uðu norðlensku umferðarátaki sem stendur yfir til mánaðamóta. -Alls hafa 265 ökumenn verið stöðvaðir og eru langfléstir þeirra með alla hluti í lagi, að því er fram kemur í frétt frá lögreglunni á Akur- eyri. Nokkrir hafa þó ekið um á óskoðuðum bflum og negldum hjól- börðum. í nokkrum tilfella voru skrá- setningarnúmer tekin af vegna van- búnaðar ökutækja, en 43 ökumönn- um var veitt áminning vegna smá- vægilegra yfirsjóna. Norðlenskir lögreglumenn verða á vegum úti um helgina og halda áfram að kanna ástand ökumanna og tækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.