Morgunblaðið - 19.06.1993, Side 18

Morgunblaðið - 19.06.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 Stærsta sýning á handverksmunum hér á landi í Hrafnagili Handverkskonur UM 90 konur taka þátt í félagsskapnum Handverkskonur milli heiða, sem er félag kvenna í nokkrum hreppum i S-Þingeyjarsýslu og var stofnað til að skapa atvinnu á heimaslóðum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sker út í lambshorn UNNUR Sveinsdóttir starfsmað- ur Völunnar á Stöðvarfirði sker út muni úr lambshornum. Yfír eitt hundrað manns sýna framleiðslu sína STÆRSTA sýning á handverksmunum sem haldin hefur venð hér á landi verður opin í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla í dag, laugardag frá kl. 13. til 17. Sýningin var opnuð í gær, en á morgun, sunnudag ætlar handverksfólk að efna til fundar þar sem m.a. verður rætt um hvort stofna eigi Á annað hundrað aðila sýnir handverksmuni á þessari sölusýn- ingu, sem átaksverkefnið Vaki og samstarfshópur þess, Hagar hend- ur í Eyjafjarðarsveit, standa að. í gærmorgun voru sýnendur í óðaönn að koma sér fyrir í íþrótta- húsi Hrafnagilsskóla og er óhætt að segja að þeir munir sem þar eru sýndir eru af margvíslegum toga. Atvinna í heimabyggð Mikil vakning hefur verið meðal fólks víða um land í gömlu og nýju handverki og sögðu konur í hópn- um Handverkskonur milli heiða að það sem m.a. hefði orðið til þess að félagsskapurinn var stofnaður væri samdráttur í landbúnaði, fólk yrði að skapa sér eigin störf í sveit- unum eða flytja burtu ella. Hand- verkskonur milli heiða leggja áherslu á að framleiða úr íslensku hrgefni, ull, leðri, birki og gijóti og hafa þær nú stofnað hlutafélag- ið Goðafossmarkað sem starfrækir markað yfír sumartímann á Foss- hóli við Goðafoss. 36 millj. til kaupa á mengunarvama- búnaði fyrir hafnir SKRIFAÐ var undir samn- inga um kaup á mengunar- varnabúnaði fyrir hafnir á veitingastaðnum Við pollinn á Akureyri í gær. Alls verð- ur keyptur mengunarvarna- búnaður fyrir um 35,8 millj- ónir króna og verður honum dreift á 13 hafnir víðs vegar um land. Seljandi búnaðar- ins er Móberg hf. Það er Innkaupastofnun ríkisins sem kaupir búnaðinn fyrir hönd Hafnasambands sveitarfélaga og umhverfisráðuneytisins. Fyrri sending hans kemur í ágústmán- uði og hin síðari í október. Bætt úr brýnni þörf Fram til þessa hefur nokkuð skort á að til væri mengunarvarna- búnaður við hafnir landsins, en þess er vænst að með kaupum á búnaði fyrir tæplega 35,8 milljónir króna verði bætt úr brýnni þröf. Búnaðurinn er margvíslegur, en hann dreifist á 13 hafnir, á Akur- eyri, Reyðarfirði, Vestmannaeyj- um, Reykjavík, Isafírði, Ólafsvík, Patreksfirði, Hólmavík, Sauðár- króki, Siglufírði, Þórshöfn, Seyðis- firði og Höfn í Hornafirði. Sjálfstæður Islendingur ÞJÓÐHÁTÍÐIN fór vel fram á Akureyri og þátttaka var býsna góð, en fremur svalt var í veðri. Þessi ungi íslendingur lét napra norðangolu sem vind um eyru þjóta og hámaði í sig ís. Félagasamtök - fyrirtæki - einstaklingar SUMARLEIGA akureyri Höfum til leigu nokkur herbergi og örfáar paríbúðir í stúdentagarðinum Útsteini, Skarðshlíð 46, Akureyri. • Leigutímabil er til 20. ágúst. • íbúðirnar er hægt að leigja með innanstokksmunum og eldhúsáhöldum. □ Herbergin eru mjög rúmgóð eða 22 m2 og eru með rúmi, stól og borði. □ Hver tvö herbergi eru með sameiginlegri snyrtingu (íbúðarígildi). □ Sameiginlegt eldhús og setustofa er fyrir hver 7 herbergi. • Hægt er að leigja aukarúm, aukadýnu og sængurföt. • Nánari upplýsingar gefur Jóhanna í síma 96-11780 fyrir hádegi. FESTA Félagsstofnun stúdenta á Akureyri Akureyrarvöilur sunnudag kl. 20.00 FYLKIR © %íl* ...að sjálfsögðu Komið og sjóið spennondi leik. Menntaskólanum á Akureyri slitið í 113. sinn Meðaleinkunn á stúdents- prófi sú hæsta í áratugi MEÐALEINKUNN á stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri hef- ur hægt og sígandi farið hækkandi, var 7,27 og hefur ekki verið hærri í áratugi. Árangur nemenda skólans var góður í vetur og fall minna en áður. Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 113. sinn á þjóðhátíðar- daginn, 17. júní, og voru 125 stúdentar brautskráðir frá skólanum, en þá hafa 4.894 stúdentar lokið stúdentsprófi frá MA frá árinu 1927. í skólaslitaræðu Tryggva Gísla- sonar, skólameistara, kom fram að síðasta vetur stundaði 641 nemandi nám við skólann og er það helmingi fleiri en hús skólans geta borið með góðu móti, því að í stað 6.000 fer- metra sem skólinn ætti að ráða yfir hefur hann aðeins tæplega 3.000 fermetra húsnæði. Næsta vor standa vonir til að hafist verði handa um smíði nýs húss sem rísa mun á gamla Olgeirstúninu, um 2.400 fermetra skólahús með 10 kennslustofum, bókasafni og samkomurými fyrir nemendur. „Nýtt hús gerbreytir skólahaldi og lífi í Menntaskólanum á Akureyri og skólinn verður enn betur fær um að gegna hlutverki sínu en áður,“ sagði Tryggvi, en inn- an tíðar verður undirritaður samn- ingur úm smíði þessa húss. Góður árangur Árangur nemenda skólans í vetur var góður, af þeim 172 nemendum sem gengust undir próf á fyrsta ári luku 160 fullgildu prófí og er fall því um 11%, sem er minna en verið hefur um langt árabil. Fyrir hálfum öðrum áratug var þetta fall á fyrsta ári nær 30% og mörg undanfarin ár hefur það verið um 20%. Á öðru ári var fall um 8% sem einnig er lægra en á síðustu árum. Tryggvi sagði einkum þijár ástæð- ur fyrir góðum árangri, skólinn tæki aðeins inn nemendur sem náð hefðu góðum árangri í bóklegum greinum á grunnskólaprófí, starf umsjónar- kennara hefði verið eflt og að lokum leystu kennárar skólans störf sín vel af hendi. Landsmenntaskóli Um 85% nemenda skólans eru af Norðurlandi, rúmlega 70 af Norður- landi eystra og um helmingur nem- enda er frá Akureyri. Tryggvi sagði það umhugsunarefni hvort ekki ætti að heimila Menntaskólanum á Akur- eyri að taka við nemendum alls stað- ar að af landinu og gera skólann að landsmenntaskóla - eins og hann var áður - og hugsanlega sem sjálfs- eignarstofnun. Slíkt gæti haft mikið uppeldislegt og menningarlegt gildi og væri í samræmi við vilja stjóm- valda að auka faglegt og fjárhags- legt sjálfstæði skóla. Umferðarátak Nokkrir enn á negldum hjólbörðum LÖGREGLA á Norðurlandi hefur kannað ástand ökutækja og öku- manna undanfarna daga í svoköll- uðu norðlensku umferðarátaki sem stendur yfir til mánaðamóta. Alls hafa 265 ökumenn verið stöðvaðir og eru langflestir þeirra með alla hluti í lagi, að því er fram kemur í frétt frá lögreglunni á Akur- eyri. Nokkrir hafa þó ekið um á óskoðuðum bílum og negldum hjól- börðum. í nokkrum tilfella voru skrá- setningarnúmer tekin af vegna van- búnaðar ökutækja, en 43 ökumönn- um var veitt áminning vegna smá- vægilegra yfírsjóna. Norðlenskir lögreglumenn verða á vegum úti um helgina og halda áfram að kanna ástand ökumanna og tækja. Jörö til sölu Til sölu er jörðin Merkigil í Eyjafjarðarsveit. A jörðinni er 1 1 5 fm nýuppgert íbúðarhús, 58 bása fjós með mjaltabás. Lausagöngurými fyrir allt að 90 gripi og áföst 2.700 rúmmetra hlaða. Ræktað land er um 57 ha auk beiti- og upprekstrarlands. Jörðin er án kvóta. Upplýsingar gefur Eignakjör, sími 96-26441. V______________________________________________________/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.