Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 Hvert er hlutverk Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva? eftir Jóhann Þórðarson Undanfama sunnudaga hefur áhrifamesta menningarstofnun ís- lands, sem er sjónvarpið, fært okk- ur notendum sjónvarpsins þætti sem bera nafnið „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins". Textahöfundur þátt- anna er Baldur Hermannsson. Upp- lýst hefur verið að Menningarsjóður útvarpsstöðva hafi styrkt þessa framleiðslu og í þetta hafi verið varið af opinberu fé á annan tug miljóna króna. Ljóst er að þeir sem tóku ákvörðun um að styrkja þátta- gerðina og velja hana til flutnings í sjónvarpinu hafa litið svo á að efni þáttanna væri ómetanlegt inn- legg til viðhalds og uppbyggingar á íslenskri menningu og þá að sjálf- sögðu til hagsbóta fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ábyrgðin á því að koma þessu efni á framfæri fyr- ir almenning er þessara menningar- postula. Sem betur fer er stærsti hlutinn af þeim sem gaf sér tíma til að horfa og hlusta á efni þetta á ann- arri skoðun og telur að hér sé verið að misbjóða Islendingum herfílega. Hér er verið að draga fram allan þann óþverra sem gerst hefur og ekki hefur gerst á undanförnum öldum og fyllilega að því látið liggja að þannig hafí íslendingar verið. Þeir hafí verið heimsk illmenni, sat- istar, sem höfðu ánægju og þörf á að pína fólk og það hafí í raun verið þeirra aðal skemmtan. íslend- ingar hafí verið afbrigðilegir fantar á meðan að aðrar þjóðir hafi verið hreinir englar og friðflytjendur. Hér er skákað í því skjólinu að þekking „Mér sýnist að á því sé enginn vafi að hér er verið að reyna að drepa niður alla íslenska þjóð- erniskennd og fá menn til að skammast sín fyr- ir að vera íslendingar.“ okkar á sögu liðinna alda og þá einkanlega í Evrópu sé engin og að við höfum ekki heyrt um þær mjög svo tíðu styrjaldir sem geisuðu þar með tilheyrandi hörmungum og hungursneyðum. Eftir að hafa fylgst með þáttun- um hlýtur maður að hugleiða hver sé tilgangurinn með þessu hjá að- standendum þáttanna. Mér sýnist að á því sé enginn vafi að hér er verið að reyna að drepa niður alla íslenska þjóðerniskennd og fá menn til að skammast sín fyrir að vera íslendingar. Þetta kom og ljóslega fram í lokaorðum textahöfundarins i síðasta þættinum sl. sunnudag, 23. maí 1993. Að sjálfsögðu á hann rétt á að hafa sína skoðun og hvaða aðferðum hann beitir til að koma henni á framfæri. Það alvárlega í þessu er að stjómendur sjónvarps- ins skuli flytja þetta undir því yf- irskini að hér sé verið að sinna menningarhlutverki sjónvarpsins. Fram hefur komið við kynningu á þáttunum að hér komi höfundur með nýja söguskoðun. Þetta er rangt, saga sem kemur eingöngu með það versta sem til er í mannin- um og öllu því sem er jákvætt er sleppt og fyllilega látið í það skína að sé saga allra, er ósannindi og því óveijandi að stuðla að því að koma slíku á framfæri. Hér hefði átt að hlekkja höfundinn við fram- angreinda framleiðslu sína og það vel að hann kæmist ekki út úr húsi með hana. Ef við hugsuðum okkur að eftir einhveijar aldir kæmi fram ein- staklingur með sama hugarfar og nefndur textahöfundur og fengi aðstöðu eins og hann hjá einhveiju sjónvarpi framtíðarinnar þá mundi þátturinn t.d. byija á því að sýna mynd af Reykjavík og síðan mundi þulurinn með þrunginni röddu lesa textann. Efni textans yrði þá að megin hluta til allar þær neikvæðu fréttir, sem koma nú í blöðum og öðrum fjölmiðlum, t.d. frásagnir af ránum, morðum, misþyrmingum á fólki, nauðgunum o.fl. Eftir þennan lestur kæmi svo: Það voru ekki bara Reykvíkingar sem höguðu sér svona, það var þjóðin öll. Áhorfend- ur þama í framtíðinni mundu líta svo á að svona hefðu íslendingar verið 1993. Eðlilegt væri hjá þeim að líta svo á, þar sem meðmæli fylgdu með frá einhverri menning- arstofnun framtíðarinnar. - 0 - Því er haldið fram í þessum þátt- um Baldurs Hermannssonar að allt það sem miður fór í íslensku þjóðfé- lagi hafí verið íslenskri bændastétt að kenna, sem hafí staðið gegn öll- um framförum og hirt. allan þann arð sem landið gaf. Þarna koma fram ósannindi. Eftir því sem lengra leið frá því að við misstum sjálf- stæði okkar 1262 þá eignuðust er- lendir konungar miklar eignir á Is- landi og arðurinn af þeim var flutt- Jóhann Þórðarson ur úr landi, sem þýddi það að mjög dró úr því sem var til skiptanna fyrir íslendinga. Ég vil nefna nokk- ur dæmi þar um. Konungurinn átti t.d. Vestmannaeyjar og átti svo til alla útgerð þar og hirti allan arð hehnar. Hann varð einráður yfir versluninni bæði þar og annarstað- ar á landinu þannig að fjöldi fólks hafði hvorki í sig né á. Konungur eignaðist allar útvegsjarðir við Faxaflóa, sem áður höfðu verið eign Skálholtsstóls. í annálum 1563 seg- ir að með þessu hafí skipaútgerð við sunnanverðan Faxaflóa verið komin undir konung. Það er kald- hæðnislegt að forsetasetur okkar, Bessastaðir, var fyrst þeirra jarða sem lentu undir konung, þ.e. um miðja þrettándu öld. Þannig var þetta víðsvegar um landið að kon- ungur eignaðist jarðir þær sem mest hlunnindin höfðu. Ekki má gleyma brennisteinsnámunum í Mývatnssveit, sem einnig lentu í höndum útlendinga og hinn mikli arður sem þær gáfu. Nauðsynlegt var að fá brennistein til þess að geta framleitt púður til þess að þjóð- ir gætu staðið í styijöldum. Þá þurfti einnig að fá lýsi, sem Ísland hafði nægjanlegt af, til að ná púðr- inu úr brennisteininum. Konungur- inn leigði út jarðarafnot og greiddu leiguliðar hans oft mikla leigu, oft- ast í afurðum, vaðmáli, ull, skinna- vöru, smjöri o.fl. Allt þetta fór úr landi. Ekki má gleyma sakeyrinum, sem rann til konungs auk eigna sem gerðar voru upptækar. Ég vil benda á nokkur jákvæð atriði sem ríktu meðal íslendinga. Refsivert var að úthýsa mönnum. Allir sem voru það efnaðir að þeir greiddu þingfararkaup greiddu tí- und. Tíundin var notuð til að láta þurfamenn fá hana sér til framfær- is, þ.e. hluti hennar. Tíundinni var skipt eftir þörfum, hana mátti gefa út úr viðkomandi hrepp, ef sam- komulag var um það að utanhrepps- mönnum væri meira þörf á henni. Þannig að þarna voru þeir sem efn- aðri voru skattlagðir til þess að styðja þá sem ver voru settir í þjóð- félaginu, þannig mætti lengi telja. Áskell goði bjó í Hvammi í Laxár- dal, hann fékk það samþykkt 975 að lagt væri fram fé til styrktar börnum og gamalmennum, en þá gengu harðindi yfir landið. Árið 1877 voru mikil vandræði hjá sjó- mönnum og sjávarsveitum í kring- um Faxaflóa sökum aflabrests und- anfarin tvö ár. Verst var ástandið hér á höfuðborgarsvæðinu, þ.m.t. Hafnarfjörður svo og á Akranesi, en á þessum stöðum hafði myndast þéttbýli. Þá komu Vestfirðingar, Norðlendingar svo og Árnesingar og Rangæingar með gjafír til að koma í veg fyrir hungursneyð. Að- stoðin var fólgin í gjöfum á land- búnaðarafurðum og peningum. Þannig voru íslenskir bændur, þeir voru ekki fantar og fúlmenni upp til hópa, þeir sýndu að þeir vildu hjálpa samlöndum sínum sem voru í neyð. Höfundur er hæsta■ réttarlögmaður. Friðarhlaup ’93 eftir Tinnu Björk Arnardóttur Helgina 26. og 27. júní nk. verður hlaupið í þágu friðar á íslandi í Frið- arhlaupi ’93. Þetta er alþjóðlegt hlaup í ólympískum anda þar sem hlaupið er með logandi kyndil en inntak þess er vinátta og friður í gegnum íþróttir. Þetta er í fjórða sinn sem hlaupið fer fram en það hefur verið haldið annað hvert ár síðan 1987. Samtals tók um milljón manna þátt í þremur síðustu hlaup- um í um 70 þjóðlöndum en í ár er áætlað að þátttakendur verði um hálf milljón. í þetta sinn verða 83 þjóðir aðilar að hlaupinu og hlaupið verður í öllum heimsálfunum sjö, m.a.s. á Suðurskautslandinu þar sem nokkrir vaskir Nýsjálendingar og vísindamenn á staðnum ætla að hlaupa með friðarkyndil. Friðarhlaupið hófst 13. apríl fyrir utan aðalstöðvar Sameinuðu þjóð- anna í New York með því að fulltrú- ar frá um 80 þjóðum tendruðu kyndla sína af einum kyndli sem tákn um heimseiningu og lýkur á sama stað hinn 14. ágúst. í Evrópu fór fyrsta hlaupið af stað í Ósló 7. maí. Svo skemmtilega vildi til að þegar Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs var í opinberri heimsókn á íslandi í maí sl. þá gáfu hún og forsætisráðherra Islands, Davíð Oddsson, sér tíma frá áætl- aðri dagskrá til að sameinast um að halda á kyndli Friðarhlaupsins, sem er táknrænn fyrir hlaupið. Sama var uppi á teningnum í opinberri heimsókn Mários Sorares, forseta Portúgals í júníbyijun en þá héldu hann, eiginkona hans og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sam- an á kyndlinum fyrir utan Bessa- staði og lýstu þannig yfir stuðningi sínum við Friðarhlaupið. Þess má einnig geta að frú Vigdís er vernd- ari hlaupsins á íslandi. Aðrir vernd- arar hlaupsins eru Sylvia Svíadrottn- ing, Lech Walesa, forseti Póllands og Paul Keating, forsætisráðherra Ástralíu. Margir fleiri heimskunnir menn og konur eru velunnarar hlaupsins og má þar nefna m.a. Jó- hannes Pál páfa II., Carl Lewis, margfaldan heims- og ólympíumeist- ara, Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ og Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fíðluleik- ara. Upphafsmaður hlaupsins er frið- arfrömuðurinn Sri Chinmoy, en hann hefur með skrifum sínum og fjölda fyrirlestra um frið, sem og hundruð- um friðartónleika, reynt að sýna fram á að friður sé ein af djúpstæð- ustu þrám mannkyns. Friðarhlaupið er táknræn athöfn þar sem markmiðið er að sameina íþróttaáhuga og friðarhugsjón. Hveijum og einum einstaklingi kann að fínnast hann vanmáttugur og ekki mikið geta gert til að koma á friði heiminum. En hvernig verður friði komið á? Er það með endalaus- um ráðstefnum, fundahöldum og yfirlýsingum eða er til önnur leið? Svo vitnað sé í orð U-Thants, fýrrum aðalritara Sameinuðu þjóðanna, þá ríkir ekki friður í heiminum í dag vegna þess að frið er ekki að fínna í hugum manna. Með því að taka þátt í Friðar- hlaupinu tökum við höndum saman með þeim samlöndum okkar og íbú- um annarra landa sem vilja sýna friðarvilja sinn í verki. Þegar Lech Walesa var beðinn að segja nokkur orð um Friðarhlaupið lét hann þessi orð frá sér fara: „Leið Friðarhlaups- ins er eina leiðin, eini möguleiki mannkyns. ... það er kærkomið tækifæri fyrir okkur öll til að sýna samheldni, óháð kynþætti, þjóðemi, trúar- og stjórnmálaskoðun." Eins og fyrr sagði verður hlaupið á Islandi 26. og 27. þessa mánaðar. Laugardaginn 26. verður hlaupið frá Hafnarfirði og Mosfellsbæ að Hljóm- skálagarðinum í Reykjavík. Frá Thorsplani f Hafnarfirði verður lagt af stað kl. 11.30, komið að Flata- skóla í Garðabæ kl. 12.00 og til Kópavogs (Rútstúns) kl. 12.45. Verður lagt af stað frá íþróttamið- stöðinni við Varmá í Mosfellsbæ kl. 12.00 og hlaupið rakleitt niður í Hljómskálagarð. Rúta verður með í för bæði frá Mosfellsbæ og Hafnar- fírði niður í Hljómskálagarð þannig að þeir sem treysta sér ekki til að hlaupa nema stuttan spöl geta sest upp í hana og hvílt sig. Klukkan 14.00 hefst í Hljómskála- garðinum opnunarathöfn að 24 tíma samfelldu kyndilhlaupi umhverfis Reykjavíkurtjörn sem lýkur með at: höfn kl. 15.00 á sunnudeginum. í þessu sólarhringshlaupi getur hlaup- arinn ráðið hraða sínum, vegalengd og hvenær hann hleypur. Allir ættu því að geta tekið þátt í hlaupinu enda er þátttökugjald ekkert og þú getur mætt þegar þér hentar og hlaupið fyrir friði. „Látum frið verða veruleika — þú átt fyrsta skrefið." Höfundur er í undirbúningsnefnd Friðarhlaups '93. Portúgölsku forsetahjónin og forseti íslands með friðarkyndilinn við Bessastaði. Markaðshorfur fyrir fiskafurðir í Evrópu ekki góðar Verð á ufsa lækkar áfram MARKAÐSHORFUR fyrir fiskafurðir á Evrópumörkuðum íslendinga eru slæmar áfram vegna framboðs á þorski úr Barentshafi annars- vegar og alaskaufsa hinsvegar. Þannig mun verð á ufsa í Þýska- landi lækka áfram á næstunni um eitthvað innan við 5%. Sú lækkun kemur til viðbótar rúmlega 10% verðlækkun frá því á sama tíma í fyrra. Hinsvegar heldur karfi á Þýskalandsmarkaði sínu metverði frá í fyrra og segir Óskar Sigmundsson á söluskrifstofu SH í Ham- borg að karfinn sé Ijós í myrkrinu en verð á karfaflökum er nú í kringum 230 kr. kílóið. Gylfí Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri markaðsmála hjá SH segir að staðan á Evrópumörkuðum hafí í raun ekkert breyst frá því snemma í vor er framboð á físki úr Barentshafí olli verðlækkunum og menn geri ekki ráð fyrir miklum breytingum á þeirri stöðu fram á haustið. Auk þess hafí mikið fram- boð á alaskaufsa sett strik í reikn- inginn og valdið því að fiskiðnaðar- fyrirtæki hafi keypt hann í miklum mæli í stað annarra tegunda. Ákveðin teikn séu hinsvegar á lofti um að draga muni úr framboði á alaskaufsa á næstu mánuðum. „Þessir tveir þættir, Barentshaf og alaskaufsinn, hafa haldið verð- inu á okkar afurðum niðri en samt skortir okkur nú físk, einkum þorsk- flök, á þessa markaði,“ segir Gylfi Þór. „Segja má að þorskurinn úr Barentshafí hafí fyllt í það skarð sem samdrátturinn á þorsksölunni frá íslandi skapaði síðasta árið og hann heldur verðinu áfram niðri.“ Ástandið fer ekki batnandi Óskar Sigmundsson í Hamborg segir að markaðshorfur í Þýska- landi fari ekki batnandi ef karfinn er undanskilinn. „Það má segja að karfínn sé ljós í myrkrinu hjá okkur því metverðið sem fékkst fyrir karfaflök í fyrra hefur haldið sér áfram,“ segir Óskar. „Verð á ufsan- um heldur hinsvegar áfram að lækka, einkum vegna mikillar sam- keppni frá alaskaufsanum." Að sögn Óskars er lækkunin á ufsanum nú innan við 5% og að reiknað sé með að um skammtíma- lækkun sé að ræða. Að öðru leyti sé erfitt að spá fyrir um þróunina á markaðinum fram á haustið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.