Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 Ríkisstjórnin tveggja ára — árangiir og verkefni eftir Jónas Fr. Jónsson Nýlega varð ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tveggja ára. Þegar hún tók við þurfti að taka á óráðsíunni sem fyrri ríkisstjóm skildi eftir sig og láta frelsisvinda blása um ís- lenskt þjóðlíf. Varnarsigur í erfiðu árferði Ytri aðstæður hafa verið ríkis- stjórninni erfiðar. Á valdatíma hennar hefur þurft að minnka þorskveiðar um meira en þriðjung og verð á sjávarafurðum og áli hefur lækkað. Þrátt fyrir þetta erfíða ástand hefur ríkisstjóminni tekist að halda sjó. Verðbólga á íslandi er með því iægsta sem þekkst hefur og reyndar sú lægsta í Evrópu. Tekist hefur að draga úr viðskiptahalla, vömskiptajöfn- uður í upphafí árs var jákvæður og þrátt fyrir nokkurt atvinnuleysi er það töluvert minna en í ná- grannalöndunum. Einkavæðing Nokkuð hefur orðið ágengt í einkavæðingu, þó hægar hafi gengið en væntingar stóðu til. Á síðasta ári losaði ríkið sig við hlut sinn í Prentsmiðjunni Gutenberg, Ferðaskrifstofu Islands og Þróun- arfélagi íslands. Hlutabréf ríkisins í Jarðborunum hafa verið sett í sölu og um þriðjungur þeirra selst. Þessu til viðbótar hefur ríkið selt Framleiðsludeild ÁTVR til einka- aðila, lagt niður Skipaútgerð ríkis- ins og hætt starfrækslu Menning- arsjóðs. EES Með EES tókst að tryggja ís- lenskum fyrirtækjum betri og ör- uggari aðgang að Evrópumarkaði. Á þetta einkum við um sjávarút- veg sem fær felld niður um 96% af þeim tollum sem lögðust á ís- lenskar sjávarafurðir. íslensk yfír- völd munu gefa út heilbrigðisvott- orð og því verða íslenskir útflytj- endur ekki háðir leyfum eða duttl- ungum framkvæmdastjórnar EB. Með EES var viðskiptalöggjöfín samræmd því sem tíðkast í Evrópu og samkeppnisaðstaðan gerð lík því sem tíðkast erlendis. Með EES fæst frelsi í gjaldeyrismálum og einnig verður flestum hömlum af- létt af erlendum íjárfestingum. Vonandi opnast þar möguleiki á erlendri fjárfestingu í íslensku at- vinnulífí, enda vantar atvinnulífíð aukið eigið fé. Fjárlagahalli — Þjónustugjöld Eitt erfíðasta verkefni ríkis- stjómarinnar hefur verið glíman við fjárlagahallann og fortíðar- vanda fyrrverandi ríkisstjórnar. Nokkur árangur hefur náðst við að lækka hin eiginlegu útgjöld rík- issjóðs með því að draga úr sjálf- virkum útgjöldum ríkissjóðs. Tekj- ur hafa hins vegar dregist saman vegna efnahagssamdráttarins og gert fjárlagahallann erfiðari viður- eignar en ella. Útgjaldalækkunin er fagnaðarefni og hefur náðst að töluverðu leyti með lækkun niður- greiðslna og greiðslu þjónustu- gjalda, þar sem notendur opinberr- ar þjónustu greiða fyrir not sín að ákveðnu marki. Samkeppnishæfni atvinnu- lífsins aukin Síðasta haust steig ríkisstjórnin stórt skref í því að efla atvinnulíf- ið og bæta samkeppnisskilyrði þess. Fellt var niður aðstöðugjald af atvinnufyrirtækjum, en það var séríslenskt fyrirbæri sem lagðist á kostnað fyrirtækjanna óháð því hvort þau töpuðu eða græddu. Þetta gjald lagðist mun þyngra á vörur framleiddar á íslandi en inn- fluttar vörur, vegna þess að skatt- lagningin var flöt á öll fram- leiðslu- og þjónustustig. Skattur- inn hlóðst upp í verði vörunnar og hækkaði vöruverð á íslenskum Jónas Fr. Jónsson „Eins og hér hefur ver- ið rakið hefur margt áunnist á þeim 2 árum sem liðin eru af núver- andi kjörtímabili. Hitt er engu að síður ljóst að mörg verkefni bíða.“ vörum um 2%. Tekjuskattshlutfall fyrirtækja var lækkað úr 45% í 33%, þó svo að breytingin komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en árið 1994. Slíkt var nauðsynleg ef Iitið er til samkeppnisaðstöð- unnar við önnur lönd, þar sem það er talið geta haft úrslitaáhrif á það hvort ráðist er í nýjar fjárfest- ingar í atvinnulífinu. Stefnumótun o g frelsi í sjávarútvegsmálum Með tvíhöfðaskýrslunni hefur verið unnin mikil undirbúnings- vinna og upplýsingasöfnun fyrir heildstæða stefnumótun í sjáv- arútvegsmálum. Verkefnið á næstunni verður að móta sjávarút- vegsstefnu, sem nær bæði til veiða og vinnslu, og sátt getur tekist um. Tvö stór skref hafa verið stig- in í frjálsræðisátt í sjávarútvegs- málum frá því að ríkisstjómin tók við. Nú er verðlagning sjávaraf- urða frjáls og afnumin voru lög frá fyrri hluta þessarar aldar sem bönnuðu íslendingum að eiga við- skipti við erlend fískiskip. Síðan - lögin voru afnumin hafa þessi við- skipti numið hundruðum milljóna, sem allt eru beinar útflutnings- tekjur í íslenskt þjóðarbú. Ýmis mikilvæg lög Ýmis mikilvæg lög hafa náð fram að ganga á síðustu tveimur árum. Þannig hafa verið lögfest stjórnsýslulög á íslandi sem taka á rétti einstaklinganna gagnvart hinu opiribera (kerfinu). Ný sam- keppnislög eiga að tryggja sam- keppni í viðskiptum og spyrna verði við hvers kyns samkeppnis- hömlum. Á sviði sifjaréttar hafa verið sett ný lög um stofnun og slit hjúskapar og réttindi og skyld- ur hjóna. Einnig hafa verið sett ný barnalög og einnig má nefna lög á sviði umhverfisvemdar um að fram skuli fara umhverfísrann- sóknir og umhverfísmat áður en ráðist er í framkvæmdir. Jöfnuður í ríkisrekstri Á næstu 2 árum hlýtur það að verða forgangsverkefni að ná jöfn- uði í rekstri ríkissjóðs. Halla- rekstri ríkisins fylgir veðsetning framtíðarinnar í útlöndum og einn- ig það að vextir haldast háir. Hátt vaxtastig rýrir afkomumöguleika atvinnulífsins og dregur úr mögu- leikum þess til að takast á við ný verkefni. Leggja verður áherslu á hallalaus fjárlög eigi síðar en árið 1995. Til þess að svo megi verða þarf að stöðva sjálfvirk útgjöld ríkissjóðs, draga úr ríkisútgjöld- um, auka kostnaðarhlutdeild not- enda og færa frá ríkinu starfsemi sem betur á heima hjá öðrum. Er með hinu síðast talda átt við sölu ríkisfyrirtækja og útboð og einnig eru nauðsynlegar breytingar á rekstrarformi ríkisfyrirtækja, sem skilar sér í hagkvæmari rekstri. Umbætur í skattamálum Ýmsar umbætur í skattamálum eru nauðsynlegar á síðari hluta kjörtímabilsins til að gera sam- keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja hina sömu og erlendra keppinauta. Meðal þess er samræming trygg- ingagjalds þannig að atvinnu- greinum verði ekki mismunað. Afnema þarf skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, sem átti að vera tímabundinn til eins árs, en hefur nú verið framlengdur 14 sinnum. Einnig þarf að lækka eignaskatta fyrirtækja en víða er- lendis greiða fyrirtæki enga slíka skatta. Má benda á að hér er í raun um tvísköttun að ræða á tekj- ur fyrirtækja og er slíkt fyrir- komulag ekki hvetjandi fyrir upp- byggingu eiginfjár. í stað eigna- skatta má minna á samræmda skattlagningu eignatekna, en þar er þó um vandasamt mál að ræða vegna þeirrar kröfu sem uppi er um lægri vexti. Með skattabreyt- ingunum sl. haust var undanþág- um í virðisaukaskattskerfinu fækkað. Hins vegar var það galli að ekki skyldi takast að lækka skatthlufallið sem er hærra en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Hátt skatthlufall dregur úr skatt- skilum, eykur þrýsting á undan- þágur og veikir samkeppnisstöðu íslenskra atvinnufyrirtækja. Árangursrík ríkisstjórn Eins og hér hefur verið rakið hefur margt áunnist á þeim 2 árum sem liðin eru af núverandi kjörtímabili. Hitt er engu að síður ljóst að mörg verkefni bíða. Ríkis- stjórnin getur verið bærilega ánægð að afloknum 2 erfiðum árum og takist að jafna fjárlaga- hallann, gera umbætur í skatta- málum, efla sveitarfélög og breyta grunn- og framhaldsskólalögum hefur hún skilið eftir sig varan- legri framfaraspor en margar aðr- ar ríkisstjórnir. Höfundur er formaður viðskiptanefndar Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hið nýja lénsskipulag eftir Sigríði Sigurjónsdóttur og Ólöfu Jónasdóttur í þessari grein langar okkur að segja í örstuttu máli frá því hvern- ig framkvæmdastjórn Sólheima í Grímsnesi starfar, séð með augum starfsmanna á staðnum. Rotið stjórnskipulag Áður fyrr voru Sólheimar undir sjö manna stjóm þar sem ýmsir aðilar sem tengdust Sólheimum áttu fulltrúa. 1986 var gerð sú breyting að undirlagi stjórnar að prestastefna skipar 21 manns full- trúaráð, sem síðan velur úr sínum röðum fimm manna framkvæmda- stjórn. Afleiðingin af þessari breytingu er sú að stjórn Sólheima er nú nánast ósnertanleg. Þeir sem þar standa innst, stjórnarformaður Pétur Sveinbjamarson og varafor- maður Tómas Grétar Ólafsson, þurfa nú ekki að hafa áhyggjur af því að nýir menn verði tilnefnd- ir í stjórn og þeir sjálfír geti lent í minnihluta. Fulltrúaráðið hittist einu sinni á ári, stjórnin gefur því skýrslu um framkvæmdir og fram- tíðarskipulag og allir klappa stjórninni á bakið. Fulltrúaráðið tekur ekki á sig neina ábyrgð á því sem gerist á Sólheimum og er algerlega óvirkt nema það stendur eins og virki utan úm stjórnina. Ef fulltrúaráðsmenn andast eða hætta skipar presta- stefna nýja menn í þeirra stað samkvæmt tillögu fulltrúaráðs. Skrímslið bítur í halann á sér. Stjórnarmenn í greifaleik Svona lokað stjórnkerfí býður upp á spillingu. Þetta jafngildir því að ríkisstjórn fái æviráðningu. Við efum að þetta stjórnskipulag eigi sér nokkra hliðstæðu síðan á miðöldum. Raunin er sú að ákveðnir stjórn- armenn haga sér eins og lénsherr- ar. Þeir birtast hér á staðnum, ráðskast með allt og alla og vaða inn á heimili fólks á skítugum skónum, oft með halarófu af gest- um, án þess að svo mikið sem yrða á íbúa. Við höfum líka dæmi um það sem virðast vægast sagt vafasöm viðskiptatengsl stjórnarmeðlims við Sólheimaheimilið. Fyrirtæki stjómarmanns tekur að sér mjög stórar framkvæmdir á Sólheimum án þess að útboð fari fram, á sama tíma og atvinnuleysi er í grein- inni. Hvar er siðferðisvitundin? Sigríður Sigurjónsdóttir Ólöf Jónasdóttir „Svona lokað sijórnkerfi býður upp á spillingu. Þetta jafngildir því að ríkisstjórn fái æviráðn- ingu. Við efum að þetta sljórnskipulag eigi sér nokkra hliðstæðu síðan á miðöldum.“ Gjafir til Sólheima, seldar heimilisfólki! Hér á Sólheimum heyrist oft minnst á fyrirbrigði sem kallast styrktarsjóður Sólheima. Þessi sjóður er skráður eigandi að þeim íbúðum sem heimilisfólk leigir og hann stendur fyrir uppbyggingu heilsuheimilis sem stjórnin áætlar að koma á fót og reka til hliðar við starfsemi vistheimilisins. Til stendur að flytja heimilisfólk úr nánast skuldlausum húsum og taka þau undir heilsuheimili en heimilisfólkið verður flutt í íbúðir á vegum sjóðsins og látið borga þar leigu sem á að standa undir greiðslum af húsnæðislánum. Styrktarsjóðurinn er líka á bak við listaverkagarð sem fyrirhugað- ur og mun kosta milljónir. En það sem vekur mesta at- hygli í sambandi við styrktarsjóð- inn er að allar gjafir til Sólheima renna beint í hann. Spurningin er hvort gefendur viti að peningar eða annað sem þeir gefa til heim- ilismanna á Sólheimum, rennur beint í heilsuheimili eða listaverka- garð. Einnig viðgengst það að gjafa- vara eins og fiskur og kex er í raun gert upptæk af styrktar- sjóðnum og síðan seld heimilis- fólki. Aftur getur hver dæmt fyrir sig um það siðgæði sem þarna rík- ir. Mörgum fínnst kannski fast að orði kveðið í þessari grein. En þeim sem til þekkja er Ijóst, að til þess að vetja hagsmuni heimilis- fólks og hugsjónir stofnanda heim- ilisins, Sesselju Guðmundsdóttur, verður seint of fast að orði kveðið. Sigríður er starfsmaður á Sólheimum og Ólöf er þar meðfcrðarstjóri. i s 8 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.