Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1993 15 Hvað virðist yður um Krist? eftir Sigurð A. Magnússon Þessi spuming hefur vafist fyrir einstaklingum, hópum og jafnvel heilum þjóðum undanfarin 2000 ár, og hefur að vonum sitt sýnst hveij- um. Sé litið yfír það sem aðhafst hefur verið í nafni Krists á liðnum 20 öldum blasir við næsta skrautleg- ur vefnaður, ofinn úr lítillæti, bróður- þeli og fómarlund jafnt sem hræsni, hatri, ofsóknum, valdníðslu og mann- drápum. Fyrir kaldhæðna rökvísi mennskrar breytni hefur Kristur orð- ið tákn jafnt þess versta sem þess besta í sögu vestrænnar menningar og hefur í þeim efnum orðið að gjalda fyrir valdafíkn og aðrar glæpsamleg- ar hneigðir þeirra sem höfðu nafn hans fremur á vörunum en í hjartanu. En þegar sú niðurstaða er fengin, að allt sem aflaga hefur farið í sögu kristninnar á liðnum 2000 árum megi rekja til mannlegra bresta, er okkur einkennilega gjamt að varpa öndinni léttar, hvítþvo samtímann og segja sem svo: Jú, kristinni trú og kristnum kenningum var beitt fyrir margan vondan málstað fyrr á tíð, en nú er öldin önnur. Sundurleit hjörð Krists nú á tímum hefur skilið kjarnann frá hisminu og sameinast um það sem máli skiptir, hjálpræðis- verk Krists og boðun fagnaðarerind- isins. Mammon í öndvegi Má ég í þessu sambandi varpa fram lítilli athugasemd sem óbeint snertir efnið? Mér hefur alla tíð ver- ið það hvimleitt undrunarefni, að þjónar íslensku kirkjunnar, vígðir umboðsmenn Krists, skuli stunda það ókristilega athæfi að innheimta gjöld af jafnt fjáðum sem snauðum fyrir viðvik sem ættu að vera þeim ljúf skyldukvöð, svosem skírnir, ferming- arundirbúning, hjónavígslur og greftranir, þó þessir sömu erindrekar Krists séu fastlaunaðir embættis- menn ríkisins og oftsinnis miklum mun fjáðari en þær frómu sálir seni telja sig hafa þörf fyrir umrædda þjónustu. Ég fæ ekki betur séð en hér sé Mammon settur í öndvegi. Þegar farið er að verðleggja náð- armeðul Krists og aðra kirkjulega þjónustu, þá gleyma menn óviljandi eða af ráðnum liug því minnisverða atviki úr lífí Krists þegar hann greip til kaðlasvipunnar og rak víxlarana með harðri hendi útúr helgidóminum um leið og hann hratt um borðum þeirra með þeim orðum, að hús Föð- urins ætti ekki að gera að ræningja- bæli. Peningahyggjan í þessu ger- spillta þjóðfélagi er að mínu mati svo frek til fjörsins á öllum sviðum mann- lífsins, að síst af öllu situr á kirkjunn- ar þjónum að veita henni brautar- gengi. Steinrunnin stofnun En hér var ætlunin að ræða stutt- lega viðhorfíð til Krists, en ekki þeirr- ar stofnunar og stéttar sem kennir sig við Krist og er einkennilega gleymin á afdráttarlausa kröfu hans um afneitun allra veraldargæða. Með þeim orðum er ég ekki að gera lítið úr kirkjunni sem lifandi líkama Krists, því hún er til meira og minna ósýnileg um alla heimskringluna, heldur hef ég ýmislegt að athuga við þá opinberu kirkju sem orðin er stað- bundin og steinrunnin stofnun, ríg- bundin mannasetningum um gott og illt, rétt og rangt, fínt og ófínt. Sú opinbera og volduga kirkja sem breiðir anga sína um heimsbyggðina í meira og minna sundurleitum og sundurþykkum deildum er vissulega afl sem reiknað er með og hefur ómæld áhrif á hugsunarhátt og breytni milljóna manna af öllum kyn- stofnum og litarháttum, en mér er þráfaldlega til efs að prelátar og pótintátar þessa heimsbákns mundu kannast við Krist, hvað þá veita hon- um viðtöku, ef hann öllum að óvörum birtist meðal okkar einhvern þessara tvísýnu daga yfírstandandi skálmald- ar. Hversvegna læt ég mér þvílíka goðgá til hugar koma? Einsog útval- in hjörð Frelsarans mundi ekki þekkja hann og fagnandi veita hon- um viðtöku, ef hann birtist á ný! Já, hér er nú verkurinn og hreint ekkert spaugsefni. Við skulum leiða hjá okkur guðssoninn og það hjálp- ræðisverk sem hann vann á Golgata til endurlausnar mannkyni. Sá þáttur er að vísu afdrifaríkari en orðum verði að komið og raunar sá leyndar- dómur sem öllum lifandi mönnum verður hulinn tii eilífðarnóns, því hann er liður í ráðsályktun Almættis- ins sem er og verður órannsakanleg. Holdtekja Guðs almáttugs í Jesú Kristi getur aldrei orðið skiljanlegt umræðuefni, því hún er handanvið skynsamlega hugsun og öll lögmál náttúru og mennskra örlaga. Hvað um mannssoninn? En Kristur var ekki einungis guðs- sonurinn, heldur var hann í fyllsta skilningi þess orðs líka mannssonur- inn, sannur og fullkominn maður. Og þó okkur sé ógerningur að skoða eða skilja guðssoninn í ljósi mann- legrar reynslu, þá getum við hvert með sínum hætti skoðað og skilið mannssoninn einsog hann lifði og starfaði samkvæmt þeim frásögnum sem við eigum um hann í guðspjöll- unum. Og hvemig var þá daglegu lífí þessa einstæða mannssonar háttað? Samkvæmt tiltækum heimildum lifði hann mjög óbrotnu lífi, átti ekki einu- sinni þak yfír höfuðið, gekk um byggðir lands síns og boðaði fagnað- arerindið, safnaði til sín hópi ein- faldra og ómenntaðra erfíðismanna og lagði einkum lag sitt við úrhrök mannfélagsins, bersyndugar mann- eskjur og fyrirlitnar af samborgurum sínum. Hann var yfírleitt öndverður öllu sem við setjum í samband við valdhöfn, opinberar stofnanir, arð- vænleg fyrirtæki, ráðsetta borgara, lífsgæði og góða siði — með öðrum orðum öndverður flestu því sem við lifum og deyjum fyrir. Hann dróst mjög að syndurum; það var ákaflega áberandi dráttur í mynd hans, ekki vegna þess að hann hefði mætur á syndinni, heldur vegna þess að syndarinn stendur nær hjálpræðinu en sá réttláti og virti góðborgari sem jafnan hefur verið máttarstólpi mannfélagsins. Einsog jafnan eru líf og dauði, fyrirheit og lífsháski hér saman slungin. lllskan getur frelsað það sem er heilagt í okkur, en hún getur vitaskuld líka kæft það. Margir láta bugast á þeirri torfæru leið án þess að ná markinu, já án þess að hafa minnsta grun um það. En leiðin til himnaríkis hlýtur jafnan að liggja um helvíti. Sá sem fallið hefur og iðrast er nær markinu en sá sem aldrei þykist hafa fallið. Það er í undirdjúpunum sem heilagir menn og dýrlingar hljóta sína eldvígslu. Þessvegna hikaði ekki heilagur Frans frá Assisi við að veita morðingjum viðtöku í reglu sína — og það gerði Búdda reyndar líka. Páll postuli var morðingi, tók virkan þátt í drápi Stefáns postula, áðuren hann tók sjálfur sinnaskiptum. Og hvað um Sigurður A. Magnússon „Hér erum við komin að sjálfri þungamiðj- unni í boðskap og lífs- verki Krists.“ lesti heilags Ágústínusar og heims- kupör heilags Frans áðuren þeir snerust? Ræninginn á krossinum hlaut fyrirheit um fyrirvaralausa paradísarvist, en ungi maðurinn sem ekki treysti sér til að segja skilið við eigur sínar fór erindisleysu á fund Krists. Nefna mætti hérlend dæmi, svosem Hallgrím Pétursson á 17du öld, séra Friðrik Friðriksson og Sig- urbjörn biskup á okkar tímum; þeim var báðum forðað frá sjálfsmorði á örlagastund. Bylting Krists Ýtrasta andstæða heilagleikans er ekki syndin eða illskan, heldur sjálfsréttlætingin og stærilætið. Iðr- un getur umhverft illskunni í heilag- leika. En þeir sem réttlátir eru gagn- vart lögmálinu — farísearnir á máli Biblíunnar — þeir sem allt hafa gert rétt og hafa ekkert að álasa sjálfum sér fyrir, þeir munu aldrei komast í tæri við heilagleikann og þann allt- umlykjandi kærleik sem sprettur af iðrun og er hinsti leyndardómurinn, hin mikla guðsgjöf. „Án hans verður leyndardómur Guðs lokuð bók,“ seg- ir rússneski skáldjöfurinn Dostójevskí og bætir við: „Jafnvel helvíti er einungis kvöl yfir því að geta ekki framar elskað.“ Hér erum við komin að sjálfri þungamiðjunni í boðskap og lífsverki Krists, þeirri gerbyltingu sem hann olli í mannkynssögunni með því að leiða kærleikann til öndvegis sem æðsta takmark og inntak mannlegr- ar tilveru og frumforsendu farsælla mannlegra samskipta. Fyrir þeim sem lifað hefur kærleikann — kær- leikann sem náðargjöf, sem endursk- in af kærleika Guðs, ekki bara kær- leika sem skyldu til að uppfylla boð- orð lögmálsins — fyrir honum þurrk- ast út andstæður góðs og ills, en eftir standa einungis manneskjur sem hafa þörf fyrir hjálpræðið. Og þá verður hver einstök mannssál, hversu lítilfjörleg sem hún kann að vera á mælikvarða máttarstólpa samfélagsins, miklu mikilvægari og verðmætari en jafnvel háleitasta hugsjón. Höfundur er rithöfundur. Benidorm á ótrúlegu verði í juli og agust með Heimsferðum 29.900 - ein vika 36.900 - tvær vikur m.v. 4 fullorðna í íbúð.Trinisol m.v. 4 fullorðna í íbúð.Trinisol Nú er að verða uppselt í flestar brottfarir okkar í leiguflugi Heimsferða og Turavia til Benidorm í sumar. Við höfum fengið nokkur viðbótarsæti hjá Turavia og getum boðið þau á frábæru verði, á glæsilegu, nýju íbúðarhóteli, Trinisol. Flugvallarskattar: Fyrir fullorðna kr. 3.570 Fyrir börn kr. 2.315 ÍTURAUIA air europa 14. júlí - uppselt 21. júlí - 18 viðbótarsæti 28. júlí - 15 viðbótarsæti 4. ágúst - 8 viðbótarsæti 18. ágúst - uppselt HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð ■ Sími 624600 / vmmmgm 0 rr. ííi 4/ i/ ... þú verður að smakka það! mt i s. 5 Gontinents er ný kaffiblanda frá EL MARINO í MEXICO. heildsala & dreifing; S: 686 700 100% ARABICA KAFFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.