Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 Minning Gunnar Marinó Hansen múrari Fæddur 28. janúar 1935 Dáinn 13. júní 1993 Oft getur þögnin verið óþægileg, en aldrei með vini mínum Gunnari M. Hansen. Hann hafði þann hæfi- leika að geta hlustað á þögnina. Hversu oft höfum við ekki setið sam- an þöglir, jafnvel í langan tíma, en alltaf liðið vel. Þannig var Gunnar Hansen. Enginn málskrafsmaður, traustur, ljúfur, lýsandi af friði og ró. Ekki þar með sagt að ekki hafí verið spjallað saman, þegar það átti við, og þá um heima og geima, því að Gunnar kunni á mörgu skil, ekki síst atvinnumálum þjóðarinnar, svo sem í sjávarútvegi og verklegum framkvæmdum, og þá einkum síð- ustu 30 árin. Byggingar og önnur mannvirki voru hans sérsvið og þar stóðu honum fáir á sporði. Við vorum jafnaldrar og í sama bamaskóla og vissum því snemma hvor af öðrum. Það var þó ekki fyrr en árið 1957 að ég eignaðist vini, sem enst hafa óslitið fram á þennan dag, og það sem sjaldgæft hlýtur að teljast, aldrei hefur skugga á borið. Það var kvöldstund árið 1957 að við konan mín hittumst á heimili Gunn- ars og konu hans Unnar Sólveigar og tekið var á móti okkur með kost- um og kynjum, gleðin ríkti, farið á ball og slett úr klaufunum. Slíkar ógleymanlegar kvöldstundir urðu í gegnum árin fjölmargar bæði heima hjá okkur og þeim. Við urðum ágrannar í Kleppsholtinu, þá enn ung að árum. Þau fluttust á Hólabrekku á Grímsstaðaholti, við á Mánagötu og Hlíðarnar, en ekkert aðskildi okk- ur. Þannig hélt lífið áfram, oftast með ánægju og gleði, þegar þau voru annars vegar. Konur okkar Gunnars eru systk- inabörn og fyrir 15 árum hittumst við með enn einu systkinabarnanna og hennar manni, og var þá haft á orði að við værum farin að sjást sí- fellt sjaldnar. Síðan höfum við, þessi þijú miðaldra pör, hist mánaðarlega hvert heima hjá öðru, átt saman glettnar ánægjustundir og notið lífs- ins. Ekki er hægt að minnast Gunnars Hansens án þess að nefna sólar- geisla lífs þeirra hjóna, dótturina Vilborgu. Við komu hennar í þennan heim 1969 var eins og þau end- urfæddust, allt varð bjart og fagurt. Laugardaginn 12. þ.m. vorum við öll saman í fjölskylduboði. Eftir veisl- una ákváðum við að borða saman daginn eftir, hinn 13. Okkur var ekki ætlað að njóta samvista þeirra hjóna þann daginn, því að Gunnar veiktist hastarlega aðfaranótt sunnu- dagsins og var látinn um hádegisbil- ið. Hugurinn reikar. Reiðarslag, grát- ur, sorg, minningar, eftirsjá. Þótt Gunnar falli í valinn aðeins 58 ára, langt fyrir aldur fram, hversu gott væri ekki að fá að fara svo snögg- lega fyrir alla nema eftirlifendur, og þá einkum þá nánustu, eiginkonu, dóttur og alla hina. Blessuð sé minning þín, vinur! Bjarni Garðar Guðlaugsson. Vinur okkar Guhnar Marinó Han- sen er látinn. Það rifjast upp minn- ingar frá æskuárunum í Vesturbæn- + Eiginmaður minn, VALDEMAR SÖRENSEN, lést í Borgarspítalanum 21. júní. Þuríður Jónsdóttir Sörensen. Elskuleg móðir okkar, INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, lést 19. júní. LillýÁsa Kjartansdóttir, Ásdfs Mountz, Ingibjörg Kjartansdóttir. + Móðir okkar, SIGRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR frá Hofi í Vestmannaeyjum, lést á sjúkraheimilinu Skjóli 21. júní. Sjöfn Bjarnadóttir, Sverrir Bjarnason. + Móðir mín, ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR, Háholti 20, Akranesi, lést 15. júnf. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Silvia Georgsdóttir og fjölskylda. + Elskuleg frænka okkar, SVAVA SIGURÐARDÓTTIR, andaðist 13. júní síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Systkinabörnin. um þegar Bergstaðir og Litlaland voru miðpunktur tilverunnar, þar sem barnsskónum var slitið og full- orðinsárin tóku við. Gunnar var fæddur 28. janúar 1935 að Litlalandi við Kaplaskjólsveg þar sem hann ólst upp hjá afa sínum Guðmundi Jónssyni og Marínu Pét- ursdóttur, ásamt móður sinni Helgu Hansen Guðmundsdóttur. Hann var elstur af átta systkinum. Hann lærði múrverk og vann við það allt til dauðadags. Gunnar var gæfumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntist 28. janúar 1956 Unni Sólveigu Vilbergsdóttur, sem frá þeim degi hefur staðið við hlið hans í blíðu og stríðu. Stærstan sess átti eiginkona hans og dóttir, stóri sólargeislinn í lífi þeirra, Vilborg, einkadóttirin sem hann annaðist af mikilli umhyggju og vináttu til hinstu stundar þó ekki hafi honum tekist að komast á síðasta stefnumótið sem þau áttu, en þau ætluðu að hittast í sumarbústaðarlandinu þeirra í Önd- verðarnesi í Grímsnesi 13. júní sl. Hann lagði þá upp í sína hinstu för. Það er oft stutt milli lífs og dauða, það sannaðist með áþeifanlegum hætti nú þegar allar björgunarað- gerðir voru til einskis. Margs er að minnast eftir ævilöng kynni. Hjartahlýja þeirra hjóna við dætur okkar og umhyggja fyrir þeim alla tíð. Allar gleðistundir okkar hjónanna í gegnum árin og óijúfan- leg vinátta sem aldrei bar skugga á. Við sendum Unni og Viiborgu inni- legar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þær á þessari sorgarstund. Hafðu hjartans þökk mér hoiín stund er kær. í minni mínu klökk er minning hrein og skær. Þú gengur um gleðiiönd, þá glampar sólin heið og við herrans hönd þú heldur fram á leið. (Páll Janus Þórðarson.) Guðrún, Ögmundur og dætur. Gunnar Marinó er dáinn. Þá er fallinn frá öðlings drengur í fjölskyldu minni, langt um aldur fram, aðeins 58 ára gamall. Gunnar kvæntist ungur föðursystur minni, Unni Vilbergsdóttur. Það er erfítt að grufla upp minningar um fjöl- skylduatburði þar sem Gunnar kom ekki við sögu, bæði vegna þess að það er svo langt síðan að hann kom í fjölskylduna og svo hitt að þau voru sem betur fer alltaf með. Á fjórða áratug hafa þau verið óaðskilj- anleg í huga mínum, Unnur föður- systir mín og Gunnar maður hennar. Síðar með dóttur sinni, Vilborgu. Unnur og Gunnar voru alveg ómissandi ef eitthvað var um að vera; jólaboð, páskaboð, Jónsmessuhátíð, afmælisveislur, fermingarveislur, útilegur eða bara að koma saman og hittast í Vonarholti, en þar er aðal samkomustaður fjölskyldunnar hin síðari ár. Ef einhver slíkur at- burður var í undirbúningi voru þau alltaf mætt áður, til þess að taka þátt í undirbúningsvinnunni, stund- um deginum áður. Það þurfti aldrei að biðja þau Unni og Gunnar um hjálp, þau komu alltaf eins og frels- andi englar og gengu í verkin af fullum krafti. Alltaf saman, alveg sérstaklega samrýnd hjón. Reyndar verður að viðurkenna það að þegar svona glaðlynt og hresst fólk kemur saman verður ekki síður gaman að undirbúningi fjölskylduveislnanna en veisluhöldunum sjálfum. Lágvær og kitlandi hlátur hans ómaði um húsið. Gunnar var sérstaklega þægilegur í umgengni, giaðlyndur á mjög hæg- látan hátt. Hann tók þátt í öllum samræðum en var þó hvorki orð- margur né hélt hann langar ræður. Sennilega var það eins gott í þessum félagsskap, en hann kom þó alltaf með skemmtileg innlegg í samræð- umar. Hann hafði einstakt lag á að láta fólki líða vel í návist sinni. Oft gerðist það að þeir sem höfðu sig ekki mikið í frammi í stærri hópum sáust sitja á löngu eintali við Gunn- ar. Gunnar var mjög góður viðmæl- andi og frábær hlustandi. Hann gat dregið hvem sem var út úr skel sinni og leyft honum að blómstra. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þennan góða dreng. Ég votta Unni og Vilborgu dýpstu sam- úð. Kristín Sigurðardóttir. Sunnudaginn 13. júní sl. andaðist ástkær frændi okkar og vinur, Gunn- ar M. Hansen, eða Gunni eins og hann var alltaf kallaður. Við trúðum því ekki þegar mamma kom tii okkar og sagði að hann Gunni væri dáinn, hann sem alltaf var svo hress og kátur og vildi allt fyrir alla gera. Þær eru óteljandi ferðirnar sem hann hefur snúist með okkur þegar við höfum átt ferð í bæinn. Hann gerði allt til þess að gleðja okkur og láta okkur líða eins og við værum heima. Unni í sama orðinu, svo samrýnd voru þau og dóttir þeirra Vilborg. Alltaf var gott að koma á heimili þeirra í Vesturbergi 78 og vomm við alltaf velkomin á hvaða tíma sem var. Við höfum átt margar góðar og skemmtilegar samverustundir með Gunna og skrítið verður að koma í bæinn og hann hvergi nálægur. Allt- af kom tilhlökkun í okkur þegar við vissum að þessi samhenta fjölskylda væri væntanleg í heimsókn hingað út í Eyjar. Elsku Unnur og Vilborg, ykkar missir er mikill og söknuðurinn er sár. Megi guð vera ykkur styrkur á raunastund. Jóhanna Eystems dóttir — Minning Fædd 18. febrúar 1906 Dáin 5. júní 1993 Elskuleg tengdamóðir mín, Jó- hanna, lést 5.júní sl. Þegar okkar kynni hófust, fyrir 19 árum, þá bjuggu þau hjónin í Mávahlíð 19. Eiginmaður Jóhönnu, Jón Á. B. Þorsteinsson frá Bakkafírði, lést fyrir 4 árum, 6. febrúar 1989. Börn þeirra eru: Eysteinn, Birgir og Nanna. Jóhanna var sérstaklega hjarta- hlý kona, góð móðir, amma og lang- amma. Hún var sérstaklega góð barnabörnum sínum. Það eru mörg vettlinga- og sokkapörin sem hún pijónaði stór og siná sem veitti góðan yl og ekki bara fyrir sína nánustu. Það var með ólíkindum hvað hún afkastaði þegar hún sat með prjónana sína. Mér er minnisstætt þegar Jón og Jóhanna voru með kartöflugarð í Smáratúnslandi í Kópavogi. Þau úthlutuðu hverju barni sínu kart- öflubeði. Þá var oft glatt á hjalla, farið var með nesti og kaffi, mjólk fyrir bömin og dvalið þar fram eft- ir degi. Barnabörnin nutu dagsins og hjálpuðu til eins og þau gátu, hvort sem verið var að setja niður eða taka upp. Jóhanna mín, við kveðjum þig með trega og söknuði, en það léttir okkur kveðjustundina að eiga góðar minningar um þig. Þakka þér sam- fylgdina. Að lokum vil ég þakka þér allar þær góðu stundir sem þú Minning um góðan mann mun lifa í hjörtum okkar. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfír storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sig. frá Hlöðum) Sigrún og Sæbjörg Logadætur. Dáinn, horfinn, harmafregn hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir það er huggun harmi gegn. (S.T.) Elskulegur mágur minn og vinur, Gunnar Marinó Hansen, hefur lokið lífsgöngu sinni. Hann dó af völdum hjartabilunar hinn 13. júní sl., 58 ára að aldri. Kynni okkar hafa varað í 38 ár því að hinn 17. júní 1955 settu þau upp hringana Unnur systir mín og hann og ríðan höfum við verið vinir. Ýmislegt höfum við brallað saman, sem gott er nú að minnast. Eins og t.d. þegar við rákum smábúskap í Fjárborg 21 um nokkurra ára skeið. Þar vorum við með hesta og nokkrar kindur. Það var góður tími. Sauð- burður og smalamennska, rúningur og heyskapúrinn á Hofi. Allt verður þetta nú ljóslifandi fyrir sjónum mér. Gunnar með einkadótturina Vilborgu að kemba og klappa Mána, fyrsta hestinum hennar. Sæa og Únnur færandi mat og kaffí. Þetta eru minningar sem gott er að ylja sér við. Gunnar var vel af guði gerður, bæði til líkama og sálar. Þessar guðs- gjafír nýtti hann vel, öðrum til bless- unar og sjálfum sér til sóma. Hann var mikill ijölskyldumaður. Þess nut- um við ég og fjölskylda mín og ekki síst móðir okkar Unnar, Guðmundína Stefánsdóttir, en henni reyndist hann sem besti sonur. Gunnar var hamhleypa til verka og hraustmenni allt þar til fyrir tæp- um fjórum árum að hann fékk þrengsli í kransæðar. Hann fór í svokallaða blásningu sem heppnaðist svo vel að hann taldi sig hafa fengið fullt vinnuþrek, enda samviskusamur við æfingar og gönguferðir. Gunnar Marinó var fæddur í Reykjavík 28. janúar 1935. Móðir hans var Helga Hansen Guðmunds- dóttir. Hann ólst upp hjá afa sínum Guðmundi Jónssyni og Marinu Pét- ursdóttur á Litla-Landi við Kapla- skjólsveg. Ungur að árum gerðist hann afgreiðslumaður hjá KRON á Vegamótum og síðan á Skólavörðu- stíg og vann þar uns hann hóf nám í múraraiðn hjá tengdaföður sínum, Vilberg Hermannssyni múrarameist- ara. Við múrverk vann hann síðan til dauðadags, lengst af á vegum Sigfúsar Jónssonar múrarameistara. Unnur og Gunnar giftu sig 28. janúar 1956 og eignuðust dótturina Vilborgu hinn 1. janúar 1969. Það verður erfítt að fara að slíta sundur nöfnin Unna, Gunni og Vilborg, svo samtvinnuð sem þau eru í hugum okkar. Nú að leiðarlokum vil ég þakka mági mínum og vini öll árin okkar saman. Vinfastari og traustari mann hefí ég ekki þekkt. Aldrei brást Gunnar. Sá, sem átti hann að vini stóð ekki berskjaldaður. Góður guð styrki Unni, Vilborgu og aðra ættingja og blessi minning- una um góðan dreng. Sigurður Sigurðsson. gafst börnunum okkar. Minning þín er ljós í lífi okkar. Guðmunda Hjálmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.