Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 21 Engin hátíð á Kúbu í ár KOMMÚNI- STAFLOKK- URINN á Kúbu hefur gefið út þá til- skipun að sök- um bágs efna- hagsástands verði engin hátíðahöld þann 26. júlí í ár, sem er einn sögulegasti dagurinn í stjórn- málasögu landsins. Daginn þann árið 1953 leiddi Fidel Castro byltingarmenn sína til árásar á hersveitir hægrisinnaða einræð- isherrans Fulgencio Batista. Árásin mistókst að vísu, en var upphafið að sigri kommúnista á Batista. Alla jafna taka tugir þúsunda þátt í hátíðahöldunum, en í ár verður í staðinn haldinn stjórnmálafundur í borginni Santiago de Cuba, þar sem árás- in var gerð fyrir 40 árum. Engisprettu- faraldur í Ungverjalandi IBÚAR í Ungverska bænum Tat- arszentgyorgy fylgdust hjálpar- vana með sverm engisprettna nálgast bæinn í fyrradag. I fyrsta skipti í 60 ár sem þesskonar óværu verður vart í landinu. Bændur eiga nú þegar í fjárhags- vanda og hafa engin efni á skor- dýraeitri. Ungverska útvarpið sagði engisprettumar nú þegar hafa eyðilagt um þúsund hektara ræktaðs lands. Efnahagsbati í Bretlandi HAGVÖXTUR á fyrsta fjórðungi þessa árs var 0,4 prósent í Bret- landi og er hann öllu meiri en ijármálaráðuneytið hafði spáð fyrir þrem mánuðum. Hagfræð- ingar reikna með að hagvöxtur á þessu ári verið um 1,8%, sem er meira en ráðuneytið spáði Flóttamanna- stefnan lögleg HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna dæmdi í gær með átta atkvæðum gegn einu að sú stefna Banda- ríkjanna að stöðva bátafólk frá Haítí á úthafinu og flytja það heim til sín stangaðist ekki á við lög. Hins vegar gæti hún vart talist í anda þjóðréttarsáttmála um flóttamenn. Yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi þessa niður- stöðu harkalega í gær og kvað hana mikið áfall. Lausna leitað í Azerbajdzhan HERMENN úr liði uppreisnar- manna í Azerbajdzhan streymdu inn í Baku, höfuðborgina, í gær og gerðu stjórnarhermenn enga tilraun til að afvopna þá. Svo virðist sem einhveijar tilraunir fari fram til að leysa stjórnmála- kreppuna og er haft eftir heimild- um, að hugsanleg lausn sé, að Abulfaz Elchibey verði áfram forseti, Geidar Aliyev, ráðamaður í Azerbajdzhan í tíð Sovétríkj- anna, verði forseti þingsins, Mut- alibov, fyrrverandi forseti, for- sætisráðherra og Guseinov, leið- togi uppreisnarmanna, varnar- málaráðherra. Pat Nixon látin New York. Reuter. PAT Nixon, fyrrverandi for- setafrú í Bandaríkjunum, lést í gær úr lungnakrabba, 81 árs gömul. Pat Nixon þótti ætíð standa sem klettur við hlið eiginmanns síns, Richards Nixons, ekki síst í andstreymi því sem fylgdi Wat- ergate-hneykslinu svokallaða. Forsetafrúin fyrrverandi var aldrei bersögul opinberlega um einkalíf sitt og sýndi yfírleitt lít- il geðbrigði. Haft er á orði að hún hafi einungis tvisvar tárfellt opinberlega, en það var er eigin- maður hennar tapaði kosningun- um fyrir John F. Kennedy 1960, og þegar hann flutti afsagnar- ræðu sína 9. ágúst 1974. Margar bandarískar konur litu til hennar sem fyrirmyndar húsmóður og dáðust að því hversu vel hún hélt sér. Þegar hún fagnaði sex- tugsafmæli sínu sagði hún við blaðamann er spurði hana hvern- ig hún færi að því að líta svona vel út, að hún væri of upptekin til að eldast. Nixon-hjónin kynntust í leik- - húsi í bænum Whittier í Kalifor- níu en hann var þá ungur lög- fræðingur en hún kennari. Strax á þeirra fyrsta fundi á hann að hafa beðið um hönd hennar. Forsetinn sótti ætíð ráð til konu sinnar sem var sérfræðingur í viðskiptarétti og bókhaldi. Var haft eftir Henry Kissinger fyrr- verandi utanríkisráðherra og vini Nixon-hjónanna að Pat hefði ætíð verið áhugasamur hlustandi án þess að trana sér fram og Pat Nixon mannþekkingu hennar hefði ver- ið viðbrugðið. Forsetahjónin fyrrverandi áttu tvær dætur, Triciu og Julie, en sú síðarnefnda giftist sonarsyni Dwights Eisenhowers Banda- ríkjaforseta. Svíþjóð Eyrarsunds- brúin í bið Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKI umhverfisráðherrann Olof Johansson hefur hafnað hugmyndinni um byggingu brúar yfir Eyrarsund og sagt að hún verði ekki að veruleika fái Mið- flokkurinn einhverju um það ráð- ið. Ummæli ráðherrans hafa valdið nokkru uppnámi innan stjómarinnar því taka átti lokaákvörðun um brú- arsmíðina innan skamms. Brúin yrði rúmlega 16 kílómetrar að lengd og áætlaður kostnaður við smíðina er 1,6 milljarðar Bandaríkjadala. Sænskir stjómmálaskýrendur telja að Johansson sé að reyna að stefna stjórn Carls Bildts í voða. Miðflokk- urinn stendur mjög höllum fæti í skoðanakönnunum og gæti þessi deila orðið til þess að rétta hlut hans í sænskum stjórnmálum. Verk- takafyrirtækið sem sér um fram- kvæmdir í Danmörku hefur þegar kostað til 94 milljónum Bandaríkja- dala. Búið er að rífa nokkrar bygg- ingar og áttu framkvæmdir að hefj- ast innan tveggja vikna. Reuter Lögregluaðgerð JAPANSKIR kvenlögregluþjónar ráðast með varnarskjöldum gegn karlkyns kollegum sínum á æfingu í gær. Það er lögreglan í höfuð- borginni Tókýó sem er þarna að undirbúa öryggisgæslu við Akasaka- höllina fyrir fund Sjöríkjahópsins, sem fer fram þar í borg í næsta mánuði. Undirrita „heitbréf“ umkynlífs- bindindi New York. The Daily Telegraph. ÞÚSUNDIR bandarískra ungl- inga hafa undirritað eins konar „heitbréf" eða kort, sem prestur- inn þeirra hefur látið þá fá, en þar lofa þeir að halda sig frá kynlífi þar til komið er í hjóna- band. Virðist vera mikill áhugi á þessu og kom hann vel í ljós á árlegri samkomu Suðurríkja- baptista í Houston í Texas fyrir skömmu. Tugir snyrtilegra unglinga glöddu þá foreldra sína með því að vitna um staðfestu sína og bind- indissemi í kynferðislegum efnum. Sögðu þeir, að heitbréfín hefðu haft mjög góð og holl áhrif á bekkj- arfélaga sína, sem margir vildu forðast að ganga of langt í kynnum sínum við hitt kynið. „Þegar 100 unglingar geta gert þetta, þá get ég það líka. Þetta er jákvætt aðhald,“ sagði Lara McCal- man, 17 ára gömul stúlka. Suðurríkjabaptistar, sem eru mjög strangir í trúarlegum efnum, eru meðal stærstu safnaða í Banda- ríkjunum en baptistaprestar segja, að áhugi unglinga á kynlífsbindindi sé ekki einskorðaður við þeirra kirkjudeild. Áróðurinn fyrir því hófst í apríl sl. og er stefnt að því, að 100.000 unglingar hafi und- irritað heitið að ári. Ástin hefur biölund Hugmyndin er sú, að unglingum finnist þeir ekki standa einir þótt þeir gefíst ekki upp fyrir þrýstingn- um og fari að stunda kynlíf snemma. Efst á heitbréfinu stendur „Sönn ást bíður“ en síðan segir: „Ég veit, að ástin hefur biðlund og því heiti ég því frammi fyrir guði, sjálfum mér, fjölskyldu minni, vin- um, verðandi maka og börnum að stunda ekki kynlíf fyrr en í hjóna- bandi.“ „Ég hef skemmt mér konung- lega við það eitt að segja nei,“ seg- ir McCalman. 16 5" fyrir 3-5 ára Verð 9.490 stgr. FALKINN Verð 9.685 stgr. Suðurlandsbraut 8 - sími 814670 Mjódd - sími 670100 Á WHEELER BARNAHJÓLUM 23. - 26.JÚNÍ Wheeler fjallahjólin hafa sarmarlega slegið í gegn á íslandi. Fálkinn býður nú Wheeler barnahjólin fyrir stelpur og stráka með 35% KYNNINGARAFSLÆTTI (í kassa) KYNNINGARTILB OÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.