Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBIAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 Minning Jón Jónsson -*■ Fæddur 7. júní 1915 Dáinn 15. júní 1993 Kveðja til afa Eg leit alltaf svo mikið upp til hans afa míns. Hann vissi svo mik- ið og hafði upplifað svo margt. Hann sat stundum og sagði mér frá því hvemig karlarnir á sjónum hefðu verið og fleira því um líkt og ég skemmti mér konunglega við þessar sögur. Hann spurði líka alltaf hveij- um ég væri skotin í og hló. Ég virti afa minn mikið og þótti -®- óskaplega vænt um hann og hann var bæði væntumþykjunnar og virð- ingarinnar virði. Það var erfítt þeg- ar amma fór frá okkur. Þá var afí svo einmana. Það er mjög sárt að sjá á eftir honum afa mínum, en ég hugsa að nú séu hann og amma saman. Við það get ég huggað mig. Ég vil biðja Guð að blessa hann afa og ég veit að hann gerir það, af því að afi var svo góður maður. Eva María. „Dáinn, horfinn" - harmafrep hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Svo kvað Jónas forðum í upphafs- ljóði sínu um horfínn vin og vil ég gera þau að okkar, þegar við kveðj- um nú einn af okkar traustustu samferðamönnum, Jón Jónsson skipstjóra, Ölduslóð 27, Hafnarfirði, sem lést 15. júní sl. Það vill oft vera svo, þegar að skilnaðarstundu kemur, að spurt sé af hveiju hann eða hún, því að dauð- inn kemur oftar en ekki að óvörum og án nokkurrar ástæðu að okkur finnst, sem eftir lifum, þó svo að við öll vitum við að öll förum við til sama lands að lokum. Og nú er Jón vinur okkar farinn sína hinstu för og sigldi hana eins og honum var einum lagið með full- um seglum án hiks eða undanslátt- ar, enda vissi hann að hann fengi móttökur góðar hjá henni, sem beð- ið hafði í fjögur ár að hann kæmi siglandi um himingeim. Jón var fæddur hinn 7. júní 1915. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Hannesdóttir og Jón Sturlaugsson sjósóknari, Vinaminni á Stokkseyri. Var hann yngstur tíu systkina og nú er ein systir eftirlifandi. Snemma mun krókur hafa beygst HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Erfidrykkjur Glæsíleg kaffi- hlaðborð Mlegir saJirogmjög góð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HÖTEl LOFTLEIBIR að því er verða vildi og mun hann fljótt hafa tekið þá stefnu að gerast sjómaður, því að þar var verk að vinna er hæfði honum, því kapps- maður var hann meiri en almennt gerist, en því fylgdi líka forsjálni og gifta. Við sjáum Jón fyrir okkur er hann yfírgaf æskuslóðirnar 17 ára gamall ti! að gerast togarasjó- maður, sem þá var æðsti draumur ungra manna, er vildu eitthvað láta að sér kveða til hugar og handa. Fór hann þá ferð gangandi um miðj- an vetur með allt sitt á sleða og víst mun honum hafa legið mikið á, ef að líkum lætur. Hann vandi sig ekki á að mæta síðastur til skips eða annars er gera þurfti. Nú var framtíðin ráðin næstu 40 árin, sem hann stundaði sjóinn nær óslitið. Að vísu gerði hann hlé með- an hann lærði til skipstjómar og útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum 1940. Þá var víst flest fengið fyrir ungan mann er vissi-hvert halda skyldi og kunni að gera kröfur til sjálfs sín fyrst og fremst, en gat verið harður í horn að taka, ef hon- um þótti illa að verki staðið sem var sjaldgæft undir hans stjórn að menn létu undan síga. Hann var afar lag^ inn að hrífa sína samstarfsmenn með sér til verks, þannig að hann náði því mesta og besta út úr hveij- um og einum. Og sama má segja, er hann gerðist verkstjóri í fyrsti- húsi er í land kom, en hann settist á skólabekk til að afla sér menntun- ar til verkstjórnar kominn fast að sextugu og stundaði þá vinnu á meðan aldur leyfði af sömu eljusemi og allt annað er hann tók sér fyrir hendur. Er hann þurfti að hætta störfum aldurs vegna, undi hann því illa eins og margur að vera dæmdur úr leik að ástæðulausu, maður við bestu heilsu. Festi hann því kaup á lítilli trillu, sem hann ætlaði sér til ánægju og kannski að skreppa á sjó, er best og blíðast væri. En það fór á annan veg, sótt var af kappi á dýpstu mið eins og á togara væri, hann hafði engu gleymt, fyrir Jóni var sjómennska alvörumál. Þó fór svo að hann varð að selja trilluna vegna veikinda Sigríðar, eiginkonu sinnar, því að hún þurfti á honum að halda og í því eins og öðru var það gert af slíkri alúð og nærgætni, að það verður okkur að- standendum þeirra ógleymanlegt. Undir hijúfri skel var gull af manni, sem mátti ekkert aumt sjá og vildi öllum rétta hjálparhönd. Hinn 20. júlí 1946 gekk Jón að eiga föðursystur okkar, Sigríði Sig- urðardóttur. Með þeim hjónum var mikið jafnræði. Sýndu þau hvort öðru mikla ást og virðingu og byggðu sér myndarheimili, þar sem smekkvísi og snyrtimennska fóru saman. Þau eignuðust einn son, Sig- urð, en fyrir átti Jón dótturina Jónu Vilborgu og eru bamabömin fímm. Sigríði missti Jón fyrir fjórum ámm, en hún lést hinn 25. júní 1989 og var honum mikill missir eins og að líkum lætur. En hann lét ekki undan síga, frek- ar en fyrr, þó að hægar væri siglt en áður og sá um sig og sitt í einu og öllu til hinsta dags. Og vitum við að engar óskir átti hann fremri en að fá að kveðja þennan heim með þeim hætti, sem hann fékk er kallið kom. 128 Kjötfat * Verð: 3.200,-/4.450,- VARIST EFTIRLÍKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633 Fyrir hönd tengdafjölskyldu Jóns sendi ég börnum hans, barnabörn- um og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur. H.G. Mig langar til að minnast vinar okkar hjónanna, Jóns Jónssonar, sem lést hinn 15. þ.m. Fyrstu kynni okkar Jóns hófust í Stýrimannaskól- anum þar sem við lukum báðir hinu meira fiskimannaprófi vorið 1940. Þau kynni hafa haldist síðan án þess að skugga bæri á. Þegar við brautskráðumst var síðari heims- styijöldin skollin á í Evrópu og strax um sumarið urðu tveir af félögunum fómarlömb stríðsins. Það var því ekkert sældarlíf sem beið þeirra sjó- manna sem sigldu með afla til Bret- lands á þeim tímum sem fóru í hönd, því að Þjóðveijar eirðu engu og kafbátar þeirra voru um allan sjó. Stoðaði lítið þó að ísland væri hlut- laust ríki og skip okkar merkt þann- ig að þau áttu að vera auðþekkjan- leg sem skip hlutlausrar þjóðar. Jón sigldi öll stríðsárin og engir nema þeir sem þá reynslu höfðu, gátu gert sér í hugarlund hver þolraun það var að sigla á ófriðarsvæði á skipi sem var algerlega berskjaldað, en gat búist við árás frá vígdrekum án þess að geta nokkra björg sér veitt. Ekki var látið nægja að sökkva skipunum, heldur voru skipveijar skotnir miskunnarlaust. Þetta kom í ljós við árásina á Fróða og Reykja- borgina t.d. Jón var fæddur 7. júní 1915 á Stokkseyri. Foreldrar hans voru Jón Sturlaugsson og Vilborg Hannes- dóttir. Jón Sturlaugsson var formað- ur á árabátum og vélbátum, en fékkst einnig við útgerð og fiskverk- un. Jón hóf sjómennsku ungur að árum, fyrst með föður sínum, en þegar hann var 17 ára komst hann í skiprúm á togaranum Venusi frá Hafnarfírði. Venus var mikið afla- skip undir stjóm Vilhjálms Árnason- ar skipstjóra, og gat hann valið úr mönnum. Á slíku skipi varð að sýna dugnað til þess að halda plássi. Jón var harðduglegur og mikið karl- menni, togaraveran átti því vel við hann. Eftir námið í Stýrimannaskólan- um var hann fyrst stýrimaður á togurum, en síðan skipstjóri á bát- um. Sjómennsku stundaði Jón nær óslitið í 40 ár. Þegar Jón hætti sjómennsku sótti hann nám í Fiskvinnsluskólanum og lauk þaðan prófí með miklum ágætum, þá nær sextugur. Að loknu námi starfaði hann sem verkstjóri í frystihúsum víða um landið uns hann varð að láta af störfum fyrir aldurs sakir. I því starfí fór hann á undan með slíkum dugnaði og elju- semi að annálað var, enda átti hann auðvelt með að hrífa fólk með sér til að auka afköstin. Vandvirknin var þó ávallt látin sitja í fyrirrúmi. Jón var tvígiftur. Fyrri kona hans var Sigurrós Guðmundsdóttir og áttu þau eitt barn, Jónu Vilborgu. Þau skildu. Síðari kona Jóns var Sigríður Ingveldur Sigurðardóttir. Þau giftust 20. júlí 1946. Þau áttu eitt bam, Sigurð, sem er kvæntur Margréti Stefánsdóttur. Bamabörn- in em orðin 5. Sigríður lést 25. júní 1989. Sigríður hafði mikið yndi af söng og síðast í söngkór aldraðra. Hún og konan mín vom miklar vin- konur. Við hjónin og fjölskylda vottum aðstandendum Jóns innilega samúð okkar. Jónas Sigurðsson. Kveðja til afa Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Brim) Jón Stefán. Góður vinur okkar, Jón Jónsson, Ölduslóð 27, Hafnarfírði, er látinn og nú þegar kemur að kveðjustund rifjast upp minningar liðinna ára. Við kynntumst fyrst á ferðalagi á Mallorca fyrir fjórtán ámm og nú seinni árin eftir að þau hjón Sigríð- ur og Jón fluttust til Hafnarfjarðar urðu samskiptin meiri, en hún lést árið 1989. Jón mundi tímana tvenna eins og flestir á hans aldri og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum hvort sem það vom stjómmál eða atvik úr daglega lífínu. Við ræddum ævinlega um hin ýmsu mál er hann kom til mín í verbúðina og hjálpaði mér að skera af netum. Margar skemmtilegar stundir áttum við saman þar, enda Jón vel gefinn og skemmtilegur maður og gat alltaf séð spaugilegu hliðar málanna og hló þá svo hjartanlega að ekki var annað hægt en að hlæja með. Það var augljóst hvað hann gladdist innilega í hvert sinn er ég fískaði vel og þá sá ég hvað ég átti í hon- um góðan vin. Hann hafði gaman af að koma niður að smábátahöfn. Þar var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast, altént einhveijir að tala við. Og ef ekki, þá sagðist hann ætla að fara heim að hugsa. / Við þökkum Jóni og Sigríði fyrir mjög góð kynni. Þau voru eina fólk- ið, sem við höfum kynnst á ferðum okkar og alla tíð síðan haft sam- band við. Blessuð sé minning þeirra beggja. Ungur gáði ég út á Svið, unpr dáði hafsins nið, ungur þáði Ægi við afl og dáð og sjómanns snið. (Örn Amarson) Hvílið í friði, vinir. Marel og Lilja. i dag er til grafar borinn vinur minn og tengdafaðir, Jón Jónsson. Andlát hans kom okkur mjög á óvart, hann fékk hjartaáfall og varð bráðkvaddur. Kallið kom þegar rétt fjögur ár eru liðin frá andláti eigin- konu hans, Sigríðar Sigurðardóttur, eða ömmu Siddý. Nú þegar þau hafa sameinast á ný biðjum við Drottin vorn og frelsara að opna faðm sinn og veita sálum þeirra hinn eilífa frið. Ég vil minnast hans með nokkr- um orðum. Jón, eða afi eins og við kölluðum hann, var mikill mannkosta- og merkismaður. Fjölskyldu sinni og vinum reyndist hann einstaklega traustur og heiðarlegur. Hann var vinur í raun og ávallt reiðubúinn að rétta vinum sínum og okkur hjálparhönd. Hann bar hag okkar (krakkanna sinna eins og hann sagði) svo mjög fyrir bijósti að stundum fannst okkur nóg um. Hann átti mikinn kærleika í hjarta sínu sem hann sýndi óspart á sinn sérstaka hátt. Hann var léttur í skapi og ég á eftir að sakna ákaf- lega stundanna þegar við sátum við eldhúsborðið og göntuðumst út af einu eða öðru. Þegar hann hló þá ljómaði andlit hans og smitaði frá sér kátínu. Ég geymi þá mynd í hjarta mínu. Bamabörnin hans, Eva María og Jón Stefán, kveðja hann með sárum söknuði. Hann fylgdist mjög náið með þeim og vildi vita allt um þeirra hagi. Mest sakna þau stundanna með honum þegar þau komu til hans eftir skóla til að spjalla yfír mjólkurglasi og þykkum brauð- sneiðum með þykku smjöri, en það var sérgrein afa. Það hryggir mig mjög að við fáum ekki að hlúa að honum og njóta elliáranna með honum. Hann var afburða sterkur og stæðilegur maður, enda kominn af þeirri kynslóð sem lærði snemma að starfa og færa björg í bú. Hann var sjómaður af lífí og sál. Hann var mjög ungur þegar hann reri til fískjar með föður sínum, Jóni Stur- laugssyni. Hann var ósérhlífínn og hamhleypa til vinnu og voru afköst- in hjá honum stórkostleg. Hann sigldi á togurum á stríðsárunum og eigum við í minningu okkar margar stórbrotnar sögur sem hann sagði okkur frá þeim tíma. Hann var skipstjóri á öðrum fískibátum allt fram að sextugu þegar hann fór að vinna í landi, þá sem verk- stjóri í frystihúsum. Þegar hann komst á eftirlaunaaldur, keypti hann sér trillu og fór á skak. Þar sló hann ekki slöku við og fór af stað um miðjar nætur til að geta stímað sem lengst og aflað meira, enda fengsæll. Amma Siddý átti margar and- vökunætur þegar hún beið eftir honum. Hún var þá orðin veik og ákváðu þau sameiginlega að best væri að selja trilluna og njóta meiri samvista. Hann annaðist hana af slíkri nærgætni og fórnfýsi að af bar, enda ekki við öðru að búast af svo hjartahlýjum manni. Eftir andlát hennar fór hann nær daglega niður á höfn og það veitti honum mikla ánægju að spjalla við aðra trillukalla og skiptast á sögum af sjónum. Elsku hjartans Jón, ég kveð þig hinsta sinni með sárum söknuði og þakka þér samfylgdina. Ég þakka þér þá hjartagæsku, þá óendanlegu hjálpsemi og þær gleðistundir sem þú skilur eftir í hjarta mínu. Ég bið góðan Guð að blessa þig og leiða þig farsælllega leiðina til hins eilífa friðar. Eftirfarandi sálmur er vel við hæfi, enda þótti þér hann fallegur: Ég lifi’ og ég veit hve löng er mín bið ég lifí', unz mig faðirinn kallar ég lifi’ og ég bið, unz ég leysist í frið ég lifí sem farþegi sjóinn við, unz heyri’ ég að Herrann mig kallar. Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber, ég dey, þegar komin er stundin, ég dey, þegar ábati dauðinn er mér, ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lífs uppspretta’ er fundin. Ég ferðast og veit, hvar mín fór stefnir á ég fer til Guðs himnesku landa, ég fer, unz ég verð mínum frelsara hjá og framar ei skilnaðarsorgin má né annað neitt ástvinum granda. (Stef. Thor.) Margrét Stefánsdóttir. í dag, 23. júní, verður gerð útför Jóns Jónssonar, móðurbróður míns, sem lést snögglega 15. júní. Var hann í fullu fjöru allt þar til hinsta kallið kom. Jón fæddist í Vinaminni á Stokkseyri 7. júní 1915, og voru foreldrar hans Jón Sturlaugsson (1868—1938) hafnsögumaður og útvegsbóndi á Stokkseyri og Vil- borg Hannesdóttir (1873—1949) frá Skipum í Stokkseyrarhverfí. Jón og Vilborg eignuðust tíu böm: Stur- laug stórkaupmann í Reykjavlk (f.1895), Sigurbjörgu matreiðslu- konu (f. 1899), Snjáfríði mat- reiðslukonu (f. 1901), Guðlaugu hjúkrunarkonu (f. 1903), Guðmund vélfræðing (f. 1905), Önnu húsmóð- ur í Reykjavík (f. 1907), Hannes járnsmið (f. 1909), Hannesínu Sig- urbjörgu (f. 1910), Sigrúnu (f. 1912) og Jón (f. 1915), en hann var yngstur sinna systkina. Af þessum stóra systkinahópi komust öll upp nema Sigrún, sem lést kornabam. Þegar þau systkinin höfðu aldur til rifu þau sig upp úr fámenninu og reyndu hvert um sig að afla sér menntunar eftir fremstu getu, og komu sér þá vel dugnaður- inn og atorkan, sem þau systkinin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.