Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 AKUREYRI Merkjanlegnr samdráttur hjá Bílaleigu Akureyrar Að sögn Júlíusar Snorrasonar, eins af hluthöfum í nýja félaginu, er um að ræða tilraun til að auka fjölbreytni í ferðamannaþjónustu en hingað til hefur öll uppbygging á því sviði átt sér stað í gisti- og veitingaþjónustu. Kvartað hefði verið undan skorti á tækifærum til afþreyingar fyrir ferðamenn og væri hér um að ræða viðleitni til að koma til móts við það. Einkum væru það erlendir ferðamenn sem leituðu eftir því að komast á sjó og oft stæði þannig á að enginn möguleiki væri að fá báta til að svala áhuga þeirra. Ljóst væri þó að nokkurn tíma tæki að auglýsa þjónustu sem þessa upp og þar sem, hluthafar renndu nokkuð blint í sjó- inn hvað fyrirkomulag starfseminn- ar varðaði yrði það að fá að þróast smám saman. Blaða- og fréttamönnum var boð- ið að skoða bátinn nýlega og reyna sig við sjóstangaveiði. Aflinn var mjög rýr en þátttakendur virtust njóta útivistarinnar og ferðarinnar hið besta enda þótt ókyrrt væri í sjó og erfitt væri að standa að veið- um sökum tölverðrar vindbáru. Fréttai'itari Fjölbreyttari ferðaþjónusta NYTT hlutafélag, Sjóferðir hf., hefur verið stofnað á Dalvík, en til- gangur félagsins er rekstur skemmtibáts á Eyjafirði. Hefur félagið keypt 10,5 tonna bát frá Akranesi I þeim tilgangi. Ætlunin er að bjóða ferðamönnum upp á stuttar útsýnis- og skemmtiferðir auk þess sem báturinn mun vera einkar hentugur til sjóstangaveiði. Að sögn forsvarsmanna Sjóferða hf. er bátur þeirra sérhannaður til sjóstangaveiði við íslenskar aðstæð- ur og var m.a. gerður út til þeirra hluta á Faxaflóa. Báturinn er 10,5 m á lengd, 3,30 m breiður og knú- in tveimur nýjum 130 hesta Volvo Penta vélum og getur því áð miklum hraða og er því aðeins örskotsstund að sigla á milli staða í góðu sjóla- gi. Báturinn tekur liðlega 20 manns og er aðstaða um borð, hvort held- ur innan dyra eða til veiða á dekki, hin besta. Spennandi möguleikar Með tilkomu þessa báts skapast ýmsir nýir og spennandi möguleikar fyrir ferðamenn að njóta hollrar útivistar í fallegu umhverfi og fersku sjávarlofti. Hugmyndin er að bjóða upp á ævintýraferðir til eyjanna, Hríseyjar, Grímseyjar og Flateyjar á Sjálfanda, ásamt skemmtiferðum í eyðifirðina austan og vestan Eyjafjarðar allt staðir sem mikið aðdráttarafl hafa fyrir ferðamenn. Um borð í bátnum er allur útbúnaður til sjóstangaveiði og þarf viðskiptavinurinn því ekkert að hugsa um þá hluti ef hann kýs að renna fyrir físk en mörgum þyk- ir sjóstangaveiði hið mesta sport og jafnvel jafnast á við laxveiði. Aætlað er að farið verið í sjóstanga- veiðiferðir alla daga vikunnar í júlí og ágúst ef þátttaka fæst. Þeir sem kjósa að stunda annað sjósport geta tekið bátinn á leigu til lengri eða skemmri tíma, allt eftir aðstæðum á hveijum tíma. Áhugamenn um líf í miðbæ Ólafsfjarðar rækta endur o g gæsir á tjörninni kannski ekki að setja í bakkgír, en það er alveg ljóst að alls staðar er samdráttur. Það er mikið minna að gera nú en var í fyrra og þá varð mikill samdráttur frá árinu þar á undan.“ Vilhelm sagði að á árum áður hefði oft verið mikið að gera bæði í maí og júní, fuglaskoðunarmenn hefðu á þeim tíma mikið verið á ferðinni, en þeir sæjust ekki leng- ur. „Þeir hafa að minnsta kosti ekki sést hjá okkur, þeir eru kannski farnir að skipta við einhveija aðra.“ ---------------- Ljósmynda- maraþon haldið í annað sinn ' ■ • ac Morgunblaðið/Rúnar Þór A uppleið MENNTAVEGURINN kallast leiðin frá Samkomuhúsinu og upp á brekkubrúnina við Menntaskólann á Akureyri, en Glötunarstígur ef gengið er niður. Hefð er fyrir því að busar skólans gangi upp Mennta- veginn í fylgd eldri nemenda og trúa menn að þeim muni vegna vel í skólanum sem ekki líta um öxl á meðan gengið er upp. Það lá vel á Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu sem ásamt Amari Jónssyni er á ferð um landið með leikritið Ríta gengur menntaveginn þegar hún brá sér í gönguferð upp Menntaveginn í gær. Verkið hefur verið sýnt víða um land síðustu daga, í kvöld verður sýning í Skjólbrekku í Mývatns- sveit og síðan á Húsavík á fimmtudagskvöld, en þá halda þau austur á bóginn og sýna á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Höfn í Hornafírði. UÓSMYNDAMARAÞON Kodak og Áhugaljósmyndaraklúbbs Ak- ureyrar, ÁLKA, verður haldið á Akureyri næstkomandi laugar- dag, 26. júní. Keppnin er öllum opin og þurfa keppendur einung- is að hafa meðferðis myndavél fynr 35 mm filmu. Á síðasta ári tóku 75 manns á öllum aldri þátt í ljósmyndamara- þoninu, en keppnin felst í því að taka ljósmyndir af fyrirfram ákveðnum verkefnum eftir tiltek- inni röð á ákveðnum tíma. Við rás- mark fá keppendur í hendur 12 mynda litfilmu og þijú fyrstu úr- lausnarverkefnin, en þeir mæta síð- an á þriggja tíma fresti á ákveðnum áfangastöðum og fá næstu verk- efni. Keppendur hafa einungis eina mynd fyrir hvert verkefni, túlkun og útfærsla verkefnanna er fijáls og reynir á vandvirkni, hugmynda- flug og kunnáttu keppenda. Verðlaunaafhending og sýning á öllum myndum keppninnar verður daginn eftir, sunnudaginn 27. júní kl. 15, en einnig verða verðlauna- myndirnar birtar í Morgunblaðinu. Skráning í keppnina fer fram hjá ' Hans Pedersen í Reykjavík og Pedrómyndum á Akureyri, en einn- ig verður hægt að skrá sig samdæg- urs, að morgni 26. júní í Pedró- myndum, Skipagötu 16 á Akureyri, en þar verður ræst í ljósmynda- maraþonið kl. 10. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Á sjó SJÓFERÐIR hf. á Dalvík bjóða í sumar upp á ævintýraferðir til á bát sem er sérhannaður til sjó- stangaveiði. I kynnisferð sem farin var nýlega aflaðist bæriega og á minni myndinni sést hvar fengsælir veiðimenn landa afla sinum. Ævintýrasjóferöir í boði frá Dalvík Fegrunarátak gert í miðbæ Ólafsfjarðar BÆJARYFIRVÖLD í Ólafsfirði hafa unnið markvisst að því síð- ustu árin að fegra og snyrta bæinn. Verulegum fjármunum verð- ur varið í ár til þess að fegra umhverfi Ijamarinnar sem er í miðjum bænum. Umhverfi tjarnarinnar hefur verið skipulagt og gert ráð fyrir að vinna í sumar við göngustíga og gróðursetningu. Áhugamenn um að glæða miðbæinn lífi hafa undanfarin ár verið með anda- og gæsarækt á tjörninni. Á tjöminni hafa þeir ýmsar tegundir af fugli, m.a. ali- gæsir, grágæsir og heiðargæsir. Þeir höfðu lítinn frið fyrstu árin fyrir vargfugli og köttum sem sóttu í unga og egg. I vor hafa þeir Iært af reynslunni og nota ýmsar brellur til að halda óboðn- um gestum frá varpinu í tjarnar- hólmanum. Nú er bæjartjörnin orðin slíkur griðastaður fyrir fugl að villt andapar hefur að undan- förnu verið að skoða aðstæður og virðist hafa hug á að setjast þar að. Göngulax í tjöminni er lax. Karl Haraldur Gunnlaugsson skrifstofustjóri hjá Magnúsi Gamalíelssyni sleppti litlum göngulaxi í tjömina fyrir fjórum árum. Þremur eldislöxum var sleppt í tjörnina ári síðar. Karl Haraldur fóðrar laxana dag- lega. Hann giskar á að göngulax- inn sé nú orðinn 10 til 12 pund en hinir nokkru minni. Svo virðist MUN minni umsvif hafa verið hjá Bílaleigu Akureyrar í vor og sumar en verið hefur undanfarin ár. Þá nokkuð er um bókanir í ágúst og því ekki öll von úti um að úr rætist. Vilhelm Ágústsson hjá Höldi sagði að það sem af væri sumri hefði lítið verið um ferðamenn og kæmi það beint niður á rekstri fyrir- tækisins, en auk bílaleigu rekur það m.a. veitingastaði og verslanir og era starfsmenn fyrirtækisins rúm- lega 160 taisins. „Við merkjum samdrátt i okkar starfsemi eins og sjálfsagt aðrir, en það er greinilegt að mun minna er um að vera nú en verið hefur undanfarin ár á sama tíma,“ sagði Vilhelm, en hann bætti við að útlitið síðar í sumar væri ekki slæmt. „Það era þokkalegar bókanir í ágúst, þannig að þetta breytist vonandi." Kreppa Vilhelm sagði að það ríkti kreppa víðar en á Akureyri. „Það er kreppa um allan heim og fólk því minna á ferðalögum en ella. Það koma að vísu fleiri skemmtiferðaskip hingað en áður, en farþegar þeirra skilja lítið eftir sig hér í bænum,“ sagði Vilhelm. Hvað varðar útlitið í haust og vetur sagði hann það allt annað en gott. „Það kvíða margir vetrinum og þessi samdráttur í sumar leiðir eflaust til þess að fækka verður starfsfólki. Við eram vön uppgangi hér í þessu, fyrirtæki og kunnum Morgunblaðið/Sigurður Bjömsson Við tjörnina BÖRNIN í Ólafsfirði fara gjarnan að tjöminni í miðbænum og kunna eflaust vel að meta framtak áhugamanna um líf í miðbæn- um, sem m.a. miðar að því að koma upp vísi að húsdýragarði þar. sem laxamir séu farnir að þekkja til Karls Haraldar, þeir birtast á ákveðnum stað um leið og hann gefur þeim merki. Áhugamennirnir um líf í mið- bænum hafa fullan hug á að fjölga dýrum við tjömina og koma þar upp eins konar vísi að húsdýra- garði. í sumar verða þar kanínur í girðingu og þeir hafa hug á að verða sér úti um geitur og kindur. SB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.