Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 íbúðirvið Suðurhlíð Til sölu í Suðurhlíð 35, Reykjavík, tvær samliggjandi íbúðir, 133,4 fm tilbúin undir tréverk og 113,4 fm fullbú- in. Stórar svalir. Fallegt útsýni. Nánari upplýsingar í síma 16541 eða 689110, Tómas eða Magnús. Hjallabraut - Hafnarfj. Nýkomin í einkasölu falleg 3ja herb. íbúð á 3. (efstu) hæð. Húsið er nýklætt að utan. Yfirbyggðar suðursvalir. Ný teppi. Sérþvottahús. Góðir skápar. Engar skuldir. V. kr. 6,5-6,7 mi.llj. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími 50764. ♦--- EIGNAMIÐIIMN % Sími ÚT'OO'ÚO - Suhunúla 21 Glæsiíbúð við Efstaleiti Höfum fengið til sölu sérlega glæsilega íbúð á 1. hæð í Breiðablikshúsinu. íbúðin sjálf er um 130 fm 3ja-4ra herb. Á gólfum er sérvalin marmari og eikarendaparket. Innréttingar allar sérsmíðaðar og afar vandaðar. Sameign er einstök m.a. sundlaug, gufubað, húsvarðaríbúð, samkomusalur o.fl. Sérstæði í bílageymslu fylgir með sameiginlegri dekkjageymslu og þvottaaðstöðu. Einstök íbúð í einstöku húsi. 3170. Eskiholt - Garðabæ Til sölu þetta glæsilega einbýlishús sem er á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Húsið er fullbúið og allt hið vandaðasta með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Lóð frágengin með stórri tréverönd, heitum potti o.fl. Glæsilegt útsýni. Skipti möguleg á minni eign. Ás - fasteignasala, Strandgötu 33, sfmi 652790. 011 Rn 01 07fl LÁRUS VALDIMARSSON framkvæmdastjori L I l3U“t 10/V KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meöal annarra eigna: Á vinsælum stað í Vesturborginni Mikið endurnýjuð 4ra herb. íb. á 3. hæð. Sólsvalir. Góð innrétting. Mikið útsýni. 40 ára húsnlán kr. 3,1 millj. Fjórbýli. Tilboð óskast Glæsileg eign á góðu verði Einbýlishús - steinhús. Ein hæð 171,2 fm á úrvalsstað við Selvogs- grunn. Mikið endurnýjað. Góður bílskúr 27 fm. Glæsiiegur trjágarður. Einn vinsælasti staður í borginni. Nokkrar 3ja og 4ra herb. íbúðir M.a. við Kleppsveg, Njálsgötu, Hverfisgötu, Ásgarð og Stóragerði. Nokkrar með miklum og góðum lánum. Ein bestu kaup á markaðinum idag. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Skammt frá Hagaskóla Glæsileg endurnýjuð 4ra herb. kjallaraíb. 108 fm í suðurenda. Sérhiti. Nýtt parket. 3 svherb. Ágæt nýstands. sameign. Langtímal. kr. 4 millj. Skammt frá elliheimilinu Grund Mikið endurnýjuð 3ja herb. íb. á 3. hæð. Gott risherb. fylgir með snyrt- ingu. Rúmgóð geymsla í kjallara. Hagkvæm skipti. Við Stelkshóla eða nágrenni óskast góð 3ja herb. ib. í skiptum fyrir mjög góða 5 herb. endaíbúð í hverfinu með bílskúr. Góð eign - hagkvæm skipti Stein- og stálgrindarhús við Kaplahraun í Hf. Grunnflötur um 300 fm Vegghæð 7 metrar. Glæsilegt ris 145 fm íbúð/skrifstofa. Um er að ræða nýlegt og vandað hús með fjölmarga nýtingarmöguleika. Ýmis- konar eignaskipti möguleg. Tilboð óskast. • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti. Opið á laugardaginn. ALMENNA FASTEIGNASAIAW LAUGAVEG118 SIMAR 21150 - 21370 Úr einum ballettanna fjögurra sem færðir verða upp í Hafnarfirði. Ballett í Kaplakrika Frískir o g sterkir DANSARAR eiga sviðið sem sett hefur verið upp í íþróttahúsinu við Kaplakrika í Hafnarfirði vegna ballettsýninga á Listahátíð í Hafnarfirði. Þar hafa þeir síð- ustu daga verið að fínpússa spor og hreyfingar í fjórum ballettum sem sýndir verða á Listahátíð í Hafnarfirði, fyrst annað kvöld kl. 22 og síðan á laugardag kl. 20.30 og sunnudag kl 17. Verkin eru eftir Nönnu Ólafsdóttur, Ingi- björgpi Björnsdóttur og William Soleau en tiu dansarar úr íslenska dansflokknum taka þátt í þessum sýningum. Dansflokkurinn sýnir í Hafnarfirði þijá balletta sem hann fór með á Reykjavíkurdaga í Bonn um miðjan mánuðinn; Evridís eftir Nönnu Ólafs- dóttur við tónlist Þorkels Sigur- björnssonar og Bach-svítur og Stra- vinski-skissur eftir William Soleau. í KVÖLD kl. 21.-22 í Tjarnarsal: Einar Kristján Ein- arsson flytur nútímatónlist á gítar. Verk: „Hvaðan kemur lognið?" eftir Karólínu Eiríks- dóttur. „Drei tentos“ eftir Hans Werner Henze. „Elegia“ eftir Aian Rawsthorne. „Jakobsstig- inn“ eftir Hafliða Hallgrímsson (Prologue-Stones-Sleep-J ak- obsladder (The dream) - Ang- els and Epilogue). í Faxaskála kl. 20.-1. Tón- leikar. Hljómsveitirnar: Hell Meat, Sexual Mutilations, Funny Bone, Fokk opps, Drop, Stoned, Skrýtnir, Fitus quo og Bum. Tvö fyrmefndu verkin voru frumsýnd í ráðhúsi Reykjavíkur í febrúar en Skissurnar eru nýjar. í Kaplakrika verður að auki frumsýndur ballettinn Minotaurus, sem Ingibjörg Björns- dóttir samdi fyrir listahátíðina við tónlist eftir Tryggva M. Baldvinsson. Ballettunum var vel tekið í Bonn og uppselt á sýninguna í Kammerspi- ele-leikhúsinu 13. júní sl. í blaða- gagnrýni þar sagði meðal annars að Bach-svíturnar hefðu verið léttar og frískar og hugmyndaauðgi í sam- setningu dansanna. Evridís Nönnu hefði verið sterk, búningar og sviðs- mynd hefðu farið verkinu einkar vel. Á sýningunum dansa Lára Stef- ánsdóttir, Birgitte Heide, Þóra Guð- johnsen, Janine Noelle Bryan, Lilia Valieva, Eldar Valiev, Hany Hadaya, David Greenail, Mauro Tambonme og Anthony Wood. í ballett Ingi- bjargar dansar hópur elstu nemenda í Listdansskóla íslands. Helga Rún Pálsdóttir útbjó búninga og leikmynd í Evridís en Elín Edda Árnadóttir er búningahönnuður í verkum Soleaus. Ljósum á sýningunni stýrir Árni Baldvinsson og sýningarstjóri er Kristín Hauksdóttir. í KVÖLD kl. 20.30. í Straumi ARA-leikhúsið. 3. sýning. Klúbbur Listahátíðar: Bar- rokk tónlist í Hafnarborg. Gítar- leikararnir Láms Sigurðsson og Arngeir Hauksson. Söngvararn- ir Laufey Geiriaugsdóttir og Finnur Finnsson. Hvammstangi Norrænijazz- kvintettinn og Sigurður Flosason á Jónsmessu JAZZTÓNLEIKAR verða á Hótel Vertshúsi Hvammstanga í kvöld kl. 21., miðvikudagskvöldið 23. júní, á vegum Tónlistarfélags V-Húnvetninga. Sigurður Flosason saxófónleikari hefur sett saman kvintett sem hann kallar Norræna jazzkvintettinn, en í honum era íslendingarnir Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson, píanó- leikari, trommuleikarinn Pétur Öst- lund sem búsettur er í Svíþjóð, sænski trompetleikarinn Uld Adá- ker, en hann hefur verið mátt- arstólpi í sænsku jazzlífi undanfarna þijá áratugi og síðast en ekki síst danski kontrabassaleikarinn Lenn- art Ginman, en hann er talinn einn fremsti kontrabassaleikari Dana af yngri kynslóðinni. Norræni jazzkvintettinn mun flytja okkur ný og eldri lög eftir saxófónleikarann Sigurð Fiosason, en stefnt er að útkomu geisladisks í nóvember á þessu ári. ----»-■» 4-- Byggða- og lista- safn Arnesinga Sumaropnun SUMAROPNUN Byggða- og listasafns Árnesinga á Selfossi hófst að veiyu 17. júní og er opið daglega klukkan 14-17 til 31. ágúst. Hægt er að skoða safnið á öðrum tímum af haft er samband við safnvörð. Byggða- og listasafn Árnesinga er þrískipt safn. í byggðasafninu má sjá safngripi sem tengjast sögu héraðsins, þar á meðal muni úr Húsinu á Eyrarbakka. í dýrasafni má m.a. sjá uppstoppaðan hvíta- björn sem skotinn var í Fljótavík á Ströndum fyrir 19 árum. í Lista- safni Árnesinga má sjá málverkag- jöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar, Bjarna Markúsar og Lofts Jóhannessona, til Árnesinga. Þar eru sýnd málverk eftir marga þekkta íslenska listmálara. í Bjarn- veigarsal eru einnig tvær bijóst- myndir eftir Siguijón Ólafsson, önn- ur er afsteypa af Ásgrími Jónssyni, gefin safninu af Árnesingafélaginu í Reykjavík, og hin er af Bjarnveigu Bjarnadóttur sem Árnesingar létu gera af henni árið 1978. Gömul tónlist, gömul þögn _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Listahátíðin í Hafnarfirði stefnir í það að verða viðamesta listahátíð, sem haldin hefur verið hér á landi. Það er engu líkara en að hún hafi orðið til úr engu, enda er yfirbygg- ingin aðeins draslkompa suður í Straumi, þar sem Sverrir Ólafsson myndlistarmaður hefur haldið sig. Þarna suður í Straumi voru haldnir tónleikar sl. mánudag og voru þar á ferðinni Musica Antiqua, en þar fluttu Camilla Söderberg á blokkflautur, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir á gömbu og Snorri Örn Snorrason á lútu, ásamt Sverri Guðjónssyni kontratenór, söngva og dansa frá sautjándu öld eftir snillinga eins og Ludwig Senfl, Guilio Caccini, John Dowland, Thomas Morley, Henry Purcell, Pelham Humfrey, auk laga eftir ónefnd og ýmis minna þekkt tón- skáld. Efnisskráin var til skiptis hljóð- færatónlist, þar sem blokkflautan var ráðandi og söngvar, þar sem lútan og gamban voru oftast ein með undirleikinn. Hljóðfæralögin voru flest gömul danslög. Fjórir dansar eftir Erasmus Widmann voru vel leiknir. Tvö sérkennileg þrírödduð lög, það fyrra Ricercare eftir Guilio Tiburtino og síðara eft- ir snillinginn Morley, voru skemmtileg áheyrnar og þarna mátti heyra er tónskáld hófu að gera tilraunir í gerð raddaðrar hljóðfæratónlistar. Einleikur á flautu í lagi eftir van Eyck, var mjög fallega útfærður af Camillu Söderberg og Snorri Örn Snorrason átti ágætan einleik á lútuna í Gall- iard lagi eftir iútusnillinginn John Dowland. Skemmtilegustu dans- lögin voru The Kings Mistresse, sem er „Mask“ lag eftir óþekktan höfund og Dans nornar númer 2 eftir R. Johnson, sem einnig er úr enskum maskleik. Sverrir söng margt mjög vel en virðist oft eiga nokkuð erfitt með efstu tónana, og svo að hann er farinn að nota stundum „brosandi munnstöðu", sem getur orsakað óþarfa vöðvaspennu. Bestu lög Sverris voru Ich arme Brudelein (óþekktur höfundur), Amarilli mia bella eftir Caccini, sem var mjög fallega sungið, svo og lögin eftir Dowland (Can she excuse og Fine knacks for ladies) og Purcell (Since from my dear og I attempt from love sickness), sem voru öll einstak- lega vel flutt. Þetta voru náttúruvænir tónleik- ar, þar sem samhljómandi var fu- glasöngur að utan, auk þess sem heyra mátti í fjarska tímafyrrtan mótorgný ofan frá þjóðveginum. Þessi tónlist er sömu náttúru og þögnin. Það þarf að hlusta á hana og lesa úr henni þá sögu, sem er samstofna litfegurð blóma og ang- an víns, ofin saman við ijúfsára ástarsorg og góðlátlega glettni. Listamennirnir sungu og léku þessa failegu tónlist svo vel, að stundin umskapaðist í hljóðláta mynd er mun í minningunni lifa sem ilm- þrungin gömul náttúruþögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.