Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 Mesta tap í 306 árasöguLloyd’s Sum „nöfnin“ segja gjaldþrot eina úrræðið London. Reuter. LLOYD’S tryggingafélagið breska tilkynnti í gær að tapið á rekstri félagsins árið 1990 hefði numið sem svarar 292 milljörð- um íslenskra króna. Það mesta í 306 ára sögu félagsins, og öllu verra en búist hafði verið við. Þetta gífurlega tap ógnar tilveru félagsins, sem og afkomu margra þeirra rúmlega 30 þúsund „nafna“ sem gengist hafa 1 ábyrgðir á vegum þess. Sum þeirra telja koma til greina að gera félagið gjaldþrota, sjái þau hag sínum best borgið á þann hátt. Ástæður tapsins árið 1990, sem kemur í kjölfar 200 milljarða halla árið 1989 og 50 milljarða árið 1988, eru sagðar vera meðal ann- arra tjón af völdum fellibyls sem fór yfir Bandaríkin; Exxon Valdez olíuslysið; og auk þess aftakaveður sem ollu tjóni í Evrópu. Stjórnar- formaður félagsins, David Row- land, hefur tilkynnt um björgunar- aðgerðir sem standa fyrir dyrum, og felast í því að bjóða fyrirtækjum að ganga í ábyrgðir fyrir félagið. En sum „nöfnin“ í félaginu, það er, þeir aðilar sem gangast í ótak- markaðar ábyrgðir fyrir félagið, segja Lloyd’s hafa snúið við sér baki. Eitt nafnið, John Rew, sagði: „Lloyd’s hefur tekist að gera stór- slys að listformi. Það er verið að henda okkur út, til þess að verði pláss fyrir fjármagn frá fyrirtækj- um.“ Meðal nafna í félaginu eru rúmlega 40 þingmenn íhalds- flokksins, þar á meðal nokkrir ráðherrar. Enn önnur nöfn hafa hótað að sjái þau hag sínum best borgið með því að gera félagið gjald- þrota, þá geti þau og muni hlutast til um að svo verði gert. Reuter Hálfbróðir Clintons? HENRY Leon Ritzenthaler, maðurinn sem segist vera hálfbróðir Bill Clintons, Bandaríkjaforseta, er hér ásamt Judy konu sinni í morgunþætti ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku í gær. Ritzenthaler, sem er fyrrverandi húsvörður, hefur haft nóg að gera í viðtölum við fjölmiðla eftir að fregnir bárust um að hann segði sig og forsetann eiga sama föður. Ritzenthaler sagðist endilega vilja hitta Clinton. „Ég veit ekki hvað ég myndi segja við hann,“ sagði Ritzenthaler við CBS-sjónvarpið. „En ég yrði ákaflega stoltur." Var hafnað vegna sam- kynhneigðar Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Bæjarráðsframbjóðanda Jafnaðarflokksins danska hefur verið hafnað af upp- stillingarnefnd flokksins, daginn eftir að hann skrifaði grein um afstöðu sína í kyn- ferðismálum. Frambjóðand- inn er ung stúlka, Rikke Holst, sem hefur verið for- maður kvennahóps í lands- samtökum homma og lesbía. Formleg skýring kjördæmis- ráðsins er að hún hafi ekki verið nógu iengi í flokknum til að geta verið á lista, en ýmsir framámenn flokksins í kjör- dæminu draga ekki fjöður yfir að greinin sé hin raunverulega ástæða. Enginn frambjóðandi jafnaðarmanna hefur hingað til lýst því yfir að hann sé samkyn- hneigður, þó vitað sé um þá í flokksforystunni. Uffízi-safnið opnað aftur Upplausnarástand innan Frjálslynda lýðræðisflokksins í Japan Klofningsflokkur nýtur fylgis meðal kjósenda Tókýó. Reuter. KLOFNINGSFLOKKUR úr Fijálslynda lýð- ræðisflokknum, stjórnarflokknum í Japan, fengi fleiri atkvæði en helsti stjórnarand- stöðuflokkurinn í kosningunum í næsta mán- uði, ef marka má niðurstöður úr skoðana- könnun sem japanskt dagblað gerði um síð- ustu helgi. Um er að ræða flokk sem rúm- lega 40 þingmenn, sem sögðu sig í gær úr stjórnarflokknum, hyggjast stofna í dag undir forystu Tsutomu Hata, fyrrum fjár- málaráðherra. Fyrsti klofningsflokkurinn var stofnaður á mánudag, aðeins þremur dögum eftir að vantrauststillaga á stjórn Kiichis Miyazawa forsætisráðherra var sam- þykkt með stuðningi margra stjórnarþing- manna. Af þeim 49% sem sögðust hafa gert upp hug sinn studdu 13 prósent stjórnarflokkinn, átta pró- sent kváðust styðja Sósíalista, sem eru helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, en níu prósent sögð- ust myndu styðja klofningshreyfingu undir for- ystu Hata, sem var helsti foringi uppreisnarmann- anna gegn Miyazawa á föstudag. Um 40 þing- menn eru í hreyfingunni, og hyggjast þeir stofna nýjan miðjuflokk. Þeir hafa rætt við aðra miðju- menn og hreyfingar utan stjórnarflokksins um myndun kosningabandalags og samsteypustjóm- Annar klofningsflokkur Tíu þingmenn undir forystu Masayoshi Take- mura, sem hefur barist fyrir stjómmálaumbótum, gengu úr Fijálslynda lýðræðisflokknum og stofn- uðu Brautryðjendaflokkinn sl. mánudag. Sam- starfsmenn Takemura sögðu að flokkurinn hefði þegar hafið óformlegar viðræður við aðrar hreyf- ingar miðjumanna með það að markmiði að mynda kosningabandalag sem gæti bundið enda á 38 ára valdatíma Frjálslynda lýðræðisflokksins. Umrótið í stjómmálunum hefur valdið miklum óróa á fjármálamörkuðunum. Verð hlutabréfa hefur lækkað um 3% í kauphöllinni í Tókýó og gengi jensins( gagnvart Bandaríkjadollar lækkað úr 104 jenum í 97. Miyzawa opnaði kosningaskrifstofu í Tókýó og hét því að leiða stjómarflokkinn til sigurs í kosn- ingunum. Fréttaskýrendur sögðu hins vegar lík- legt að Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn myndi tapa þingmeirihluta sínum. Flórens. Frá Bergljótu Leifsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞANN 20. júní var Uffizi opnað aftur 24 dögum eftir sprenging- una sem varð fimm manns að bana þann 27. maí síðastliðinn. Þakka má sjálfboðaliðum og starfsmönnum safnsins að það var opnað aftur á mettíma. Skemmdirnar voru metnar um 100 milljarða líra en daginn eft- ir sprenginguna fékk safnið út- hlutað 30 milljörðum frá ríkis- sljórninni. Safnið var opið frá klukkan 12 til 18 og var fólk farið að stilla sér upp í biðröð klukkan 1 aðfaranótt 20. júní. 6.034 manns skoðuðu safnið og komu þeir alls staðar að frá Ítalíu en einnig voru margir útlendingar. 74 ára gömul kona kom frá Suður-Ítalíu, en hún hafði síðast heimsótt Uffízi safnið þegar hún var 18 ára. Af öryggisástæðum getur safnið einungis tekið á móti 560 manns í einu. Uffizi-höllin var byggð á árunum 1560 til 1580 til að hýsa Dómara- höll Medici-ríkisins, en fljótlega var efri hæðin gerð að einkalistasafni Francesco I. af Medici og er þetta elsta listasafn í heiminum. Árið 1992 heimsótti yflr ein milljón manna safnið. 25 salir eru núna opnir en 20 Reuter Minning í Moskvu EFTIR að hafa lagt blóm að grafhýsi óþekkta hermannsins í Moskvu felur konan andlitið í höndum sér. Rússar minntust þess í gær, þann 22. júní, að 52 ár voru liðin frá upphafi heimsstyijaldarinnar síðari. í þeim hildarleik létu rúmlega 22 milljónir Sovétmanna lífið. Gersemum Uffízi var komið á öruggari stað eftir sprenginguna. eru lokaðir og eru þeir salir sá hluti safnsins sem hafði verið endur- bættur á síðastliðnum árum. 350 málverk eru í þessum 20 sölum, en starfsfólk safnsins valdi úr þeim sex meistaraverk og var þeim kom- ið fyrir í S. Pietro Scheraggio kap- ellunni, sem er inni í safninu. Þessi verk eru: Sjálfsmynd af Rembrandt, „Gjafímar", frægt kringlótt málverk eftir Michelang- elo, „Bakkus" eftir Caravaggio og verk eftir Veronese, Tiziano og Raffaello. Þijú verk gjöreyðilögð- ust í sprengingunni og 30 þarfnast viðgerðar. Á næstu þremur árum er stefnt að því að opna 30 sali, sem hýstu áður Þjóðskjalasafnið og verður þar komið fyrir hundruðum verka sem nú eru í geymslum. Þrátt fyrir að Ufflzi-safnið hafí verið opnað aftur má ekki gleyma því að 70 fjölskyldur misstu heim- ili sín og margar af þeim aleiguna og hafði ríkisstjómin ákveðið að þær fái samtals 50 milljarða en enn hafa þessir peningar ekki sést. Þann 27. júní verður haldin minn- ingarathöfn til að minnast þess að mánuður er liðinn frá sprenging- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.