Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 3 Hafnarstjórn í Vestmannaeyjum lækkar gjöld á sjávarútvegsfyrirtæki Afla- og vörugjöld lækka MEIRIHLUTI hafnarstjórnar Vestmannaeyja ákvað á fundi hafnarstjórnar sl. mánudag að Iækka aflagjöld og vörugjöld af sjávarafurð- um um 10% frá 23. júlí næstkomandi. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, segir þetta framlag hafnarinnar stuðla að eflingu atvinnulífsins í Eyjum og Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segist fagna þess- ari ákvörðun hafnarsljórnar sem dragi úr kostnaði útgerðar og fiskvinnslu. í tillögunni, sem meirihluti hafnarstjórnar bar fram, kemur fram að hún sé borin fram í fram- haldi af nýgerðum kjarasamningum og bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar frá 28. maí síðast- liðnum. í bráðabirgðalögunum komi fram að styrkir til nýframkvæmda á vegum hafnanna verði ekki skertir þó hafnirnar lækki gjaldskrár sínar til að draga úr þeim gífurlegu erfiðleikum sem útgerð og fiskvinnsla búi við um þessar mundir. I tillögunni kemur fram að þessi lækkun hafi í för með sér 6 milljóna króna tekjulækkun hjá hafnarsjóði á ári en mikil hagræðing í rekstri undanfarin ár hafi gert kleift að lækka gjöid hafnarinnar á útgerð og fiskvinnslu. Þrír hafnar- stjórnarmenn greiddu tillögunni atkvæði en tveir sátu hjá við afgreiðslu hennar. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, sagði að grunnurinn að þessari lækkun fælist í bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar, þar sem fram kæmi að styrkir til nýframkvæmda hjá höfnunum yrðu ekki skertir þó þær lækkuðu gjaldskrána. „Þetta er framlag hafnarsjóðs til eflingar atvinnu- lífsins í Eyjum. Við höfum haft þá gæ'fu til að bera að útgerð og fiskvinnsla hér eru ekki rekin með bæjarábyrgð heldur af einstaklingum og við getum því stuðlað að eflingu þessara atvinnu- greina á erfiðum tímum á þennan hátt. Það hef- ur verið unnið að endurskipulagninu á rekstri hafnarinnar undanfarin ár. Höfnin er mjög vel rekin nú og þolir því þessa lækkun," sagði Guðjón. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, sagðist fagna samþykkt hafnar- stjórnar Vestmannaeyja, sem væri skref í átt til að draga úr kostnaði hjá útgerð og fiskvinnslu. Þá sagðist hann telja að þetta gæti leitt til sam- keppni milli hafnanna í gjaldskrám sem væri af hinu góða. „Samtök fiskvinnslustöðva og Land- samband íslenskra útvegsmanna sendu öllum hafnarstjórnum landsins bréf fyrir skömmu þar sem farið var fram á lækkun á afla- og vörugjöld- um. Þessi samþykkt hafnarstjórnar Vestmanna- eyja eru fyrstu viðbrögðin sem við fáum og ég fagna því að hafnarstjórn Vestmannaeyja skuli fyrst hafnarstjórna á landinu hafa ákveðið lækk- un og gengið þannig á undan með góðu fordæmi til þátttöku í efiingu atvinnulífsins með kostnaðar- lækkun á útgerð og vinnslu.“ Smyglmál sent ríkis- saksóknara RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur nú lokið rann- sókn á meintum lögbrotum sýslumannsins og yfirlög- regluþjónsins á Siglufirði. Embætti ríkissaksóknara hef- ur fengið málið til athugunar. Sem kunnugt er af fréttum snérist rannsókn málsins m.a. að meintum ólöglegum innflutn- ingi á reiðtygjum til landsins frá Þýskalandi. Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari segir að málið muni fá eins fljóta afgreiðslu og hægt er hjá embættinu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður rannsóknarinnar. wmMBmmamaammmmammmmMtmmmammmamBmnmmmmBmmmmmmmmammmmm Það besta í Suðaustur-Asíu: Töírar Malaysiu og Thailands Kuala Lumpur - Penang - Singapore - Bangkok - Jomtien- 7. okt. 23 dagar *. :ÍSSBmmBSr. -:08 | HVÍLÍKIR GISTISTAÐIR AÐ HÆTTI HÖFÐINGJA: KUALA LUMPUR ISTANA MANDARIN, - NÝTT 5 STJÖRNU HÓTEL - FEGURÐ ALLT í GEGN. PENANG MUTLARA - PERLAN - HEIMSFRÆGUR STAÐUR - EITT BESTA HÓTEL HEIMSINS. SINGAPORE ANA í HJARTA BORGARINNAR - NÝTT LÚXUSHÓTEL. BANGKOK - Á BÖKKUM FUÓTSINS - ROYAL GARDEN RTVERSIDE - NÝJASTA LÚXUSHÓTELIÐ - ALGJÖR DRAUMUR OG BORGIN SEM NÝ. JOMTIEN THAILAND AMBASSADOR CITY - 5 STJÖRNU HVÍLDARSTAÐUR í FERÐALOK TIL VIÐBÓTAR CHIANG MAI - „RÓS NORÐURSINS" DRAUMILÍKUST. FYRIR ADEINf RÓML 10 ÞUSUND A DAG að meðaltali að meðtöldu flugi, ferðum, lúxusgistingu, fullum morgunverði og fararstjórn. Msundir Islendlnga eyða meiru í ferðum sínum innan Evrópu árlega. Hvers vegna ekki að breyta til og fara í hið fullkomna sumarleyfi? KUALA LUMPUB HVAÐ HEFUR FERÐIN AÐ BJOÐA? Hótel og þjónustu í hæsta gæðaflokki. Lágt verðlag, vandaðan, fallegan iðnvarning, silki, batik, skrautmuni á lægra verði en annars staðar. Fagran, litríkan hitabeltisgróður, gnótt ávaxta, gómsætan mat á lágu verði. BANGKOK SINGAPORE AÐRAR FERÐIR HEIMSKLUBBSINS: TÖFRAR ÍTALÍU - 13. ÁGÚST- 2 forfallasæti. KÍNA - HONG KONG OG THAILAND - 9. SEPT. - UPPPÖNTUÐ. HNATTREISAN MIKLA - 2. NÓV. - UPPPÖNTUÐ ÁLIT FARÞEGA: „Við tókum þátt í heimsreisu Ingólfs til Malaysiu í fyrra okkur til óblandinnar ánægju. Allt skipulag ferðarinnar var tíl fyrirmyndar og hver dagur öðrum ánægjulegri, enda komum við endurnærð til baka. Þrátt fyrir ferðir víða um heiminn kom okkur á óvart, hve þessi heimshlutí hefur margt að bjóða. Við þökkum fyrir frábæra ferð og þá lífsnautn sem henni fylgdi." FERÐASKRIFSTOFAN PR|MA" HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTRÆTI17,4. hæð 101 REYKJAVIK-SIMI 620400«FAX 626564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.