Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 11 Draugar eru lang- þreyttir drykkjumenn Békmenntir Jón Stefánsson_ Geirlaugur Magnússon: Safn- borg. Ljóð. Mál og menning. 1992. Fyrir rúmu ári var ég í stuttri heimsókn á Sauðárkróki. Þetta var að vetri til, snjóþungt og andaði bitrum kulda að norðan. Ég var svo heppinn að fyrsta kvöldið mitt í bænum stóð Fjölbrautaskóli Sauðárkróks fyrir ljóðaupplestri. Eitt skáldanna var Geirlaugur Magnússon, kennari í skólanum. „Næst les Geirlaugur nokkur ljóð,“ sagði brosleitur kynnirinn. Salur- inn þéttsetinn ungu fólki sem lært hafði að beygja franskar sagnir hjá skáldinu. Geirlaugur var í stuttermabol. Hann hallaði sér upp að púltinu, strauk snöggt yfir ógreitt hárið, fangaði umhverfið með augnaráðinu og byrjaði að lesa:. félagsvera Daginn eftir að pabbi dó var ég miðpunktur frímínútnanna líkt og ég hefði fengið nýtt leikfang frá ameríku eða farið með flugvél til akureyrar mér fannst athyglin ljúf þó ég skammaðist mín innst inni þar sem einsemdin býr þvi fann ég til snöggrar gleði þegar pabbi vinar míns fyrir vestan fórst í bílslysi Geirlaugur er persónulegt skáld. Yrkisefnin eru, eða virðast vera, sótt í hans eigið líf, tilfinningar og reynslu. Ljóðin hafa því mjög sterkan og persónulegan tón og maður finnur fyrir skáldinu við lesturinn. Svo samvaxinn er Geir- laugur ljóðum sínum að þegar ég opnaði Safnborg, rúmi ári eftir upplesturinn, reis hann á fætur í minningunni, gekk að púltinu í stuttennabolnum og byijaði að lesa. Safnborg er tíunda bók Geir- laugs, en nítján ár eru liðin frá útkomu fyrstu bókarinnar, Annað- hvort — eða. Ljóð hans hafa auðvit- að tekið miklum breytingum á þeim tíma. Hann kom fram sem frekar mælskt skáld sem orti stundum pólitísk kvæði. Safnborg er hins vegar eðlilegt framhald af síðustu bókum, þar sem Geirlaugur er sparari á orðin, hnitmiðaðri. En kaldhæðnin hefur fylgt honum allt frá fyrstu bók, nema í dag er hún beittari og sett fram á snjallari hátt. í Safnborg eru 57 kvæði og öll frekar stutt. Yrkisefnin; þau eru skáldið sjálft, síðan veröldin og mannskepnan — þessa heims eða annars. Þannig er til dæmis ort um drauga sem „ráfa milli tveggja heima/ einsog langþreyttir drykkjumenn/ milli bara“. Geir- laugur muldrar „máttvana bölbæn- ir/ í holtaþokunni“ þegar honum verður hugsað til mannlífsins, og verður seint talinn til bjartsýnustu skálda þessa lands. ísmeygileg fyndni, kaldhæðni, alvöruþungi, gáski, einlægni og svolítil bölsýni. 011 þessi orð lýsa á sinn hátt skáld- skap Geirlaugs. Og yfirleitt eru hæfilegir skammtar af þeim í hveiju ljóði; alvaran verður aldrei FLÍSAR fTT i i i i I i I I l .l i i i I I I I □ qn 11L □ wznnmnw 1 \u fetf ÍJLLU ■■■■: i ; ŒE Stórhöi'ða 17, við GuIUnbrú, sími 67 48 44 hátíðleg, kaldhæðnin ekki yfir- borðsleg og fyndnin aldrei ódýr. Þess vegna verður bölsýni hans eða hnýfilyrði út í lífið sjaldan eða aldr- ei þreytandi svartsýnistuð. Þrátt fyrir óteljandi vonbrigði, svik og myrkar stundir, þá skín væntum- þykjan gagnvart lífinu í gegn hjá Geirlaugi. Hranaleg væntumþykja. Trú á lífið, trú sem hann játar á sinn sérstaka hátt, eins og í ljóðinu máttleysi þar sem hann talar um að „löðrunga þessa síbrosandi/ til- veru sem aldrei hættir að vora“. Orðfæri Geirlaugs sveiflast milli þess að vera skáldlegt og hryss- ingslega hversdagslegt. Oft hefst ljóð eða erindi á línu sem gæti þess vegna verið ort af umbúðam- iklu og dramatísku skáldi, en áður en lesandinn veit af er hversdags- leikanum í sinni óskáldlegustu mynd skvett framan í hann: þó rísi hver dagur af öðrum að klæðast gatslitnum sokkum úða sig falsilmi nýrri tíma fegurri sýn Myndmálið er tilþrifamikið en um leið óhátíðlegt. I erindi er þeim „sem náttlangt glíma við orðið“, líkt við vinda er „þjóta sem ískrandi/ ökuníðingar". í öðru kvæði bylta svefndrukknar stjörn- ur sér „meðan vindarnir ólmast/ á néðri hæðinni". Geirlaugur á það til að fara full sparlega með smáorð og tengiorð þannig að ljóðin geta orðið svolítið höst: „inn ryðst/ brynvarin þögnin/ krefst þjónkunar/ orða tóna/ blíðu blúsraulandi nætur“. Og svo eru alltaf eitt og eitt ljóð í bókum hans sem ég næ ekki sambandi við. Ekki veit ég hvorum má kenna um; skáldinu eða mér: skíma söngvana smáfygli gamna sér við sakleysi skor kvikendanna í djúpi aupa þinna.glitra raf hákarlstennur Af bókum Geirlaugs hef ég mest haldið upp á ítrekað, frá ár- inu 1988. í Sannstæðum, sem kom út tveimur árum síðar, var einhver spenningur sem fékk ekki útrás; eins og skáldið hafi haldið aftur af einhveiju en ekki vitað hvað það var. í Safnborg losnar um spenn- una og bókin er eins og beint fram- hald af ítrekað. Hér er þó ekki um neina framhaldseríu að ræða þar sem ekkert kemur á óvart; Geir- laugur hefur vaxið sem skáld. Það hefur nýr tónn bæst við hjá hon- um. Tónn eins og í ljóðinu félags- vera, þar sem æskan og undur Geirlaugur Magnússon hennar er yrkisefnið. Safnborg er besta og einlægasta bók Geirlaugs til þessa og þar sem hann er í hópi okkar bestu skálda, þá erum við að tala um mjög sterka ljóða- bók. Þetta eru stór orð, en ljóð á borð við félagsvera, nýtt líf, draug- ar, morgunverkin, nöfn, íminningu teiknara, sweet chariot og stund- vísi réttlæta þau. Já, ljóð eins og stundvísi: stundum er þögnin aðeins fyrir lengra komna og við nýliðarnir tyggjum blýanta köstum strokleðrum flissum stundarhátt stundum er þöpin allt sem segja skal um þessi vísindi að horfa í augu þér hallast að bijósti þér snerta varir þínar stundum Myndlistar- sýning í Hólminum Stykkishólmi. FRU Lára Gunnarsdóttir, myndlistarkona í Stykkis- hólmi, hefir í júnímánuði hald- ið sýningar á myndum sínum sem hún hefir unnið tvö síð- ustu árin. Sýningin hefir verið í Norska húsinu hér, en þar er einnig byggðasafnið tii húsa. A þessari sýningu voru milli 20 og 30 myndir og segir Lára að sýningin hafí verið sér mjög upp- örvandi og gefið sér efni og örvun til að halda áfram að mála. Lára stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands um fímm ára skeið og lauk prófi í grafík- deild. Hún hefir áður haldið tvær einkasýningar í Gallery Slunkaríki á ísafirði og einnig tekið þátt í samsýningum í Reykjavík, á Egils- stöðum, í Neskaupstað og Finn- landi. Öll verkin á sýningunni hér voru unnin með olíukrít. Fjöldi manns hefir sótt sýningu þessa, bæði inn- lendir og erlendir. Margar mynd- anna hafa selst á sýningunni. Lára kvaðst í alla staði vera ánægð með sýninguna, bæði góð ummæli og þá ekki síst fyrir þann fjölda sem sýninguna sótti. Árni. 20-60% 20-60% 20-60% Lœklcun d döntuvörum úr vor- og ^unuirlidtanuni. Allar Ljerravörur á bálfvirdi. ÚUöluvörur úr eldri l'utum jeldar nieð 50% auka aftilælti á meðan útvalan vtendur yfir. Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 10-18 Pöntunarsími 91-673718 A Blússa 3314-30 rósótt ^ áður 4.020,- nú 2.100,- Stuttbuxur 3316-30 rósóttar áður 2.970,- nú 1.300,- £% Bolurl 566-30 drappl. ^ áður 3,720,- nú 1.900,- Leggjur 1568-50 grábláar áður 2.970,- nú 1.700,- Jakki 7043-33 drappl. Jakkapeysa 4235-08 drappl. áður 11.520,- nú 7.900,- áður 5.520,- nú 3.300,- Blússa 3314-13 svört/drappl. áður 4.020,- nú 2.100,- Hnébuxur 7046-33 drappl. áður 6.070,- nú 3.500,- Bolur 4233-08 drappl. áður 2.520,- nú 1.500,- Pils 4241 -08 drappl. áður 4.470,- nú 2.500,- SVANNI Stangarhyl 5 Pósthólf 10210 ■ 130 Reykjavík Simi 91-67 37 18 ■ Telefax 67 37 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.