Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993
Blautt og kalt veður hefur verið á hálendinu það sem af er sumri
Ottast
áhrif á
bókanir
næsta ár
ÓVENJU leiðinlegt veður á
hálendinu i sumar hefur ekki
einungis valdið því að hálendis-
vegir hafa opnast seint heldur
hafa ferðamenn lent í vandræð-
um. Dæmi er um hóp í tjaldferð
á hálendinu sem lenti í rigningu
og roki ellefu daga af tólf daga
ferðalagi. Nú er farið að bera
á áhyggjum yfir því að þetta
veður hafi áhrif á sölu hálendis-
ferða næsta sumar en ekki hef-
ur borið á afpöntunum í sumar.
Um helgina snjóaði við Detti-
foss og á Hveravöllum og í sam-
tölum Morgunblaðsins við leið-
sögumenn með hópa víðs vegar
á hálendinu kom fram að ferða-
mennirnir væru þreyttir á veðr-
inu þótt þeir væru yfirleitt já-
kvæðir.
Andrea Burgherr var leiðsögu-
maður 30 manna hóps sem fór
fyrstur yfir Sprengisand í sumar
sl. miðvikudag á leið suður. Sá
hópur þurfti að gista í Nýjadal í
stað þess að haida áfram og hóp-
urinn eyddi næstum öllum fimmtu-
deginum þar að sögn Andreu. Á
þennan hóp rigndi líka ellefu af
tólf dögum ferðarinnar. „Það er
erfitt að vera í tjaldferð í svona
veðri því tjöldin verða blaut og
hitinn fór oft undir frostmark,"
sagði Andrea.
Áhyggjur af næsta sumri
Signý Guðmundsdóttir hjá
Ferðaskrifstofu Guðmundar Jón-
Ljósmynd/Andrea Burgherr
assonar hf. sagði að ekki hefðu
orðið nein sérstök vandræði vegna
veðursins og almennt væru farþeg-
ar mjög jákvæðir. „Það háfa ekki
komið afpantanir út af þessu en
um hvort það hefur aftur áhrif á
næsta sumar þori ég ekki að segja.
Við erum nú svolítið hrædd um
að það spyijist út hvað þetta er
búið að vera einstaklega leiðin-
legt,“ sagði Signý.
Ari Halldórsson leiðsögumaður
sagði að borið hefði á tvennskonar
viðbrögðum í breskum hóp, sem
hann var með við Dettifoss þegar
byrjaði að snjóa og jörð varð al-
hvít. „Annars vegar er fólk sem
vill helst hafa sól og finnst þetta
hryllingur og svo er fólk sem veit
að það er allra veðra von og finnst
þetta bara viðeigandi," sagði Ari.
Ari sagði að hann hefði verið með
þennan hóp í viku og sólin hefði
skinið einn dag en annars hefði
verið skýjað og stundum rigning
og mjög lítið skyggni.
Rigning og rok og kalt
„Við vorum á Hvammstanga,
þar váí- rok og kalt. Svo vorum
við á Húsabrekku við Eyjafjörð,
þar var rigning og rok, og svo
vorum við í Ásbyrgi og þar var
rigning og rok og kalt,“ sagði
Martina Putzsch leiðsögumaður og
bætti við að þýskir farþegar með
henni væru ótrúlega hressir miðað
við hvemig þetta hefði verið. Hóp-
urinn hennar kom að Herðubreið-
arlindum í gærkvöldi og sagði
Martina að rútan hefði ekki kom-
ist upp á bílastæðið þar og ekki
yrði hægt að ganga upp að Óskju-
vatni í dag eins og skipulagt hefði
verið.
Fyrst yfir Sprengisand
HÓPUR frá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónas-
sonar hf. varð fyrstur til að fara yfir Sprengi-
sand í sumar en ferðin yfir Sprengisand tók sólar--
hring lengur en áætlað var. Siyór féll á ferða-
menn víðs vegar um landið um helgina. Meðal
annars varð jörð alhvít við Dettifoss meðan bresk-
ir ferðamenn voru að dást að honum. Minni mynd-
in var tekin á Hveravöllum um helgina.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Samið við Ommeren um
flutninga fyrir varnarliðið
Skipafélagið ætlar í auknum mæli að sækja inn á markað fyrir almenna vöruflutninga
FLUTNINGADEILD bandaríska sjóhersins hefur samið við
hoilenska skipafélagið Van Ommeren um 35% flutninga fyrir
varnarliðið, sem eru 1.300 gámaeiningar. Áður hafði verið
samið við Eimskip um 65% flutninganna. Samningurínn felur
í sér að fyrsta árið fær Van Ommeren greiddar um 270 millj-
ónir íslenskra króna en rúmlega 280 milljónir fyrir flutninga
seinna áríð. Tvö önnur bandarísk skipafélög buðu í flutning-
ana.
Samningur Eimskips við vam-
arliðið hljóðar upp á 230 milljónir
króna og flutningsmagnið er áætl-
að 2.500 gámaeiningar. Áður hef-
ur komið fram sú skýring frá Van
Ommeren að bandarísku tilboðin
væru hærri samanborið við hin
íslensku þar sem útgerðarkostnað-
ur í Bandaríkjunum væri hærri en
hér á landi.
í auknum mæli í almenna
flutninga
Skip Van Ommeren, „Stong Ice-
lander“, kemur til landsins í næstu
viku. Van Ommeren hóf almenna
vöruflutninga samhliða vamarliðs-
flutningunum á síðastliðnu ári og
sagði Guðmundur Kjæmested hjá
Van Ommeren flutningana hafa
gengið mjög vel. „Nú era einungis
þijú skipafélög á Islandi sem sigla
til Bandaríkjanna þannig að sam-
keppnin virðist vera að minnka.
Við viljum gjaman koma í auknum
mæli inn í almenna flutninga á
milli íslands og Bandaríkjanna. í
fyrra kom í ljós að skipið sem
Samskip notuðu í flutningana fyr-
ir varnarliðið var of lítið og félag-
ið gat ekki annað öllum flutning-
unum. Því var okkar skip nánast
alltaf fullt. Nú hefur þetta breyst
þar sem Eimskip er með tvö skip
á þessari leið og ætti félagið að
geta annað öllu flutningsmagninu.
Auk þess hafa flutningar fyrir
vamarliðið dregist saman um
10%,“ sagði Guðmundur Kjær-
nested.
Maður lést
í eldsvoða
ALDRAÐUR maður lést er
kviknaði í húsi í Mosfellsbæ sl.
sunnudagskvöld. Mikill reykur
var í húsinu en eldur hafði lít-
ið náð að breiðast út. Talið er
að kviknað hafi í út frá frysti-
kistu.
Um kl. 19.20 barst Slökkviliðinu
í Reykjavík tilkynning um að reyk
legði frá húsi í Mosfellsbæ og fóra
þrír slökkvibílar ásamt sjúkrabíl á
staðinn.
Mikill reykur
Húsið var læst en nágranni hafði
lykil að því og opnaði hann fyrir
reykköfuram. Mikill reykur var í
húsinu en siökkviliðsmenn fundu
strax mann liggjandi við stofudyr.
Var hann borinn út úr húsinu en
læknir úrskurðaði manninn látinn
er út var komið. Álitið er að kvikn-
í dag
Verkefni fyrir 30 millj.
Slippstöðin Oddi smíðar fyrir
Nýsjálendinga 18
Alnæmisveira___________________
Merkilegur árangur hefur náðst í
tilraunum með bóluefni 21
Ólafsvíkurvakq_________________
Margt gesta og góð þátttaka 32
Leiöari
Kvikmyndagerð og meðferð al-
mannafjár 32
Mmm
Jfí •rgtttiÞÍab tb '
SrnmrnímK g ,,'ír
Sigutjón ætiar út
Fasteignir
► Bflastæðahús - Rafmagns-
reikningurinn lækkaður - Lagna-
fréttir - Permafonníbúðirnar
seljast vel
íþróttir
► Sögulegt heimsmet í 10 km
hlaupi - Stigamót í golfi -1. deild
kvenna í knattspymu - Heims-
meistarakeppnin í kappakstri
Tveir fjár-
hundar
hlupu fyr-
ir björg
SÁ ATBURÐUR átti sér stað í
byijun mánaðarins að tveir
hreinræktaðir íslenskir fjár-
hundar hlupu fram af Látra-
bjargi og hröpuðu um 40 metra.
Að sögn Stefaníu Sigurðardótt-
ur, annars tveggja eigenda hund-
anna, gerðist þetta þegar hún
og eiginmaður hennar Torbjöm
Andersen vom í skoðunarferð
ásamt fleirum á Látrabjargi.
Stefanía og Torbjöm dvelja á
Patreksfirði í sumar þar sem Tor-
björn starfar á heilsugæslustöðinni.
„Við voram að skoða héraðið ásamt
foreldrum mínum og bróður, sem
komu að sunnan til að halda með
okkur upp á eins árs afmæli sonar
okkar. Við fórum út á Látrabjarg
og hundarnir fóra út úr bílnum eins
og aðrir í fjölskyldunni," segir Stef-
anía. „Við töldum okkur þekkja
hundana okkar mjög vel enda höf-
um við ferðast með þá víða í ís-
lenskri náttúru, meðal annars verið
með þá á fjöllum," segir hún. Eng-
in þörf var því talin vera á að binda
hundana.
Hurfu fyrír bjargið
„Ég athugaði sérstaklega hvort
hundamir væra nokkuð í bandi því
okkur datt ekki í hug annað en að
hafa þá lausa. Þegar þeir komu út
úr bílnum voru þeir hins vegar mjög
ólíkir sjálfum sér, byijuðu ekki að
þefa til að átta sig á staðnum held-
ur hlupu um,“ segir Stefanía.
„Pabbi kallaði á Kol og hann svar-
aði strax, kom til hans og horfði í
augun á honum. Héla kom þá hlaup-
andi og skyndilega hlupu þau af
stað hlið við hlið og beint fram af
bjarginu. Eitt augnablik áttuðum
við okkur ekki á því sem gerst hafði.
Við sáum þá aldrei detta heldur
hlupu þeir og hurfu skyndilega.
Maðurinn minn leit svo fram fyrir
bjargið og sá þá liggja báða um
40 metrum neðar,“ segir Stefanía.
„Þetta var allt mjög dularfullt
og það er erfítt að lýsa þessu. Að
vísu var eitthvað af lunda sem sat
spakur á brúninni en það er ólíklegt
að þeir hafí hlaupið fram af þess
vegna. Þetta var I raun eins og
athöfn. Það var eins og við ættum
öll að vera þama. Eldri hundurinn
tilheyrði líka foreldram mínum og
öllum í þessum hópi þótti afar vænt
um hundana," segir hún.
Hræin hafa verið sótt og hugð-
ust Stefanía og Torbjöm fara með
þau að Reykhólum í gærkvöldi. Þar
verða þau grafín í sumarbústaða-
landi foreldra Stefaníu.
r innbogi Helgason
að hafi í út frá frystikistu í kjallara
en lítill eldur var í húsinu.
Hinn látni var nýkominn heim
af sjúkrahúsi og var í göngugrind.
Rannsoknarlögreglan vinnur að
nánari rannsókn málsins.
Maðurinn sem Iést hét Finnbogi
Helgason, fæddur 7. maí 1901.
Hann lætur eftir sig þijár uppkomn-
ar dætur og stjúpson.