Morgunblaðið - 13.07.1993, Page 10

Morgunblaðið - 13.07.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 Ottusöngvar að vori _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Seinni stórviðburður Sumar- tónleikanna í Skálholti um síð- ustu helgi, var frumflutningur söngverksins Óttusöngvar að vori, eftir Jón Nordal. Verkið er samið við texta úr fornkvæðinu Sólarljóðum, latneskum messu- texta og við kvæðið Sólhjartar- ljóð, eftir Matthias Johannessen. Flytjendur voru félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju, Inga Rós Ingólfsdóttir á selló, Eggert Pálsson á slagverk og Hilmar Örn Agnarsson á orgel. Einsöngvarar voru Þóra Einars- dóttir sópransöngkona og Sverrir Guðjónsson kontratenor en stjórnandi Hörður Áskelsson. Óttusöngvar er þrískipt að efni og er um margt ólíkt því sem Jón er þekktur fyrir í eldri söngverkum sínum. Mottó verks- ins er vísa úr Sólarljóðum, „Sólar hjört leit ek sunnan fara“, sem er eins konar rammi um tvo meginþætti verksins, þann fyrri, þrjú atriði úr kaþólskri messu, Kyrie, Sanctus og Agnus dei og seinni, við Sólhjartarljóð eftir Matthías Johannessen. Óttusöngvar að vori er fallegt verk og í messuköflunum, sem sungnir voru að mestu af kórn- um, gat að heyra mjög innilega tilbeiðslu, sérstaklega þó í Agnus Dei, sem er afar fallegt, Ljóð Matthíasar var borið uppi af mikilli reisn í glæsilegri ein- söngslínu. Hljóðfærin voru mjög sparlega notuð en á áhrifamikinn máta. Flutningur verksins í heild var mjög góður, bæði hjá kórnum (16 manns), einsöngvurum og hljóð- færaleikurum. Mottóið var glæsilega sungið af Sverri Guð- jónssyni en hann opnaði verkið með undirleikslausri tónun og Þóra Einarsdóttir söng frábær- lega vel glæsilega sönglínuna í ljóði Matthíasar. Þar er sannar- lega á ferðinni mjög efnileg söngkona. Inga Rós Ingólfsdóttir átti og fallegan sellóeinleik í eins konar „intermezzo“ en sá sem hélt öllum þráðum versins ein- staklega vel saman og þakka Jón Nordal ber, auk annarra flytjenda, fyrir frábæran flutning, er stjórnand- inn Hörður Áskelsson, en hann átti sinn þátt í að móta þetta fallega, tilfinningalega við- kvæma og íhugandi verk og gefa því þá sterku stemmningu, sem hver og einn sem á hlýddi, mun geyma með sér og muna. Goldbergtilbrigðin Sumartónleikarnir að Skálholti hófust með glæsibrag um þar síðustu helgi. Inngangur að sjálf- um tónleikunum var fróðlegt er- indi, sem Jón Þórarinsson, tón- skáld, flutti um tónlistariðkun í Skálholti til forna. Jón leitaði fanga í tónlistarsögu Evrópu og íslenskum heimildum og brá upp myndum úr íslenskum handritum og gömlum prentunum, m.a. teikningu af svo nefndri „Guido- hendi“, sem hér á landi gæti hafa verið notuð með öðrum hætti en í Evrópu. Eftir þetta fróðlega erindi hófust Sumartónleikarnir á því að Helga Ingólfsdóttir flutti Goldberg tilbrigðin, eftir Johann Sebastian Bach. Þetta meistara- verk er ekki aðeins krefjandi á köflum, hvað varðar tækni, held- ur og einnig um músikalska mótun og andlegt þol, til að halda þessu margslungna verki saman sem tónrænni heild. Að leika Goldberg tilbrigðin, er í raun hólmgönguáskorun við sjálfa tónlistina og þar til leiks veljast aðeins þeir, sem eldskírð- ir hafa verið af listagyðjunum. Helga lék tilbrigðin af miklu listfengi, þó heyra mætti í örfáum köflum undir það síðasta, örstutt þungtekin þreytuspor, er aðeins undirstrikuðu, skapkraft hennar, vilja og vald yfir tónmáli verks- ins, að ljúka því með þeim glæsi- brag, sem raun varð á. Síðasta tilbrigðið (nr. 30) er sem frelsun, að þrautin sé unnin og til marks um það, er Iítil vögguvísa frá Thúringen, þrædd saman við tón- vefin. Þessi vögguvísa er einnig þekkt við textann Bí, bí og blaka og sem íslenskt þjóðlag, með ör- litlum frávikum í seinni tónhend- ingunni. Vögguvísan og þjóðsag- an um tilorðningu þessa meist- araverks, haldast í hendur. Tón- skipan vögguvísunnar er jafn al- þjóðleg og í A, b, c, d og til í ýmsum útgáfum barnalaga um allan heim. Arían, sem að hljómskipan er undirstaða verksins, er sara- banda í tvenndarformi og það sama má segja um tilbrigðin^ jafnvel fúghettuna (nr. 10). I raun er hér um að ræða stór- brotna Chaconne, þar sem aðeins er stuðst við hljómskipanina en ekki sjálft lagferlið. Innan þessa forms smíðar Bach kanóna af ýmsum gerðum, sem heijast í þriðja tilbrigði í einundum og síð- an í stækkandi tónbilum (þriðja hvert tilbrigði) upp í níund, í til- brigði nr. 27. Á milli kanónanna er leikjð með alls konar tónmynd- ir og tónrænar stemmningar, eins og t.d. í „svörtu perlunni" (nr. 25), þar sem meistarinn leikur sér að því að spá fyrir um róman- tíkina. Leikur Helgu Ingólfsdóttur, mótun einstakra kafla og sam- skipan þeirra sem heild, vitnar um listfengi hennar, því það er fátítt, fyrir undirritaðan, að hitta fyrir gamlan vin, Goldberg til- brigðin og vera jafn sáttur við endurfundina og raun varð á í Skálholti um síðustu helgi. Flutn- ingur þessa meistaraverks var mikill listaviðburður og má segja að Helga Ingólfsdóttir standi á hátindi ferils síns sem afburða semballeikari og listamaður. Píanóeinleikur Sænski píanóleikarinn Mona Sandström hélt tónleika í Lista- safni íslands sl. fimmtudag. Á efnisskránni voru verk eftir Brahms, Beethoven, Prokofjev og Rakhmanínov. Tónleikarnir hófust á tveimur rapsódíum, op. 79, eftir Brahms. Mona ræður yfir mikilli tækni en lék rapsód- íurnar nokkuð hörkulega. Brahms má leika með þungum og voðfelldum en ekki hvellsterk- um hljómblæ, sem var áberandi í fyrri rapsódíunni (h-moll). Sú seinni, í g-moll, var skýrlega leik- in en án dulúðar, sem finna má sérstaklega í miðhluta verksins. Es-dúr sónatan (op. 7) eftir Beethoven var að mörgu leyti vel leikin. Að sleppa endurtekningu framsögunnar (í 1. þætti) raskar formjafnvægi kaflans og hvað snertir hraðaval, vantaði að gera meira. úr andstæðunum. Fyrsti kaflinn er glæsilegur og leik- andi, annar þungbúinn og litaður sterkum andstæðum í styrk og leikmáta, þriðji er í menúettformi og millikaflinn (minore) er bæld- ur en rís þó upp um miðbikið og hjaðnar síðan aftur til fyrra forms, flórði er glæsilegt rondó, þar sem skiptist á falleg sönglína og teknískur leikur með ýmsar einfaldar tónhugmyndir. Þrátt fyrir tæknilega vel útfærðan leik vantaði skáldskapinn í skýrlega mótað tónmálið. Sjöunda píanósónatan, sem Prokofjev fullgerði 1942, en hafði gert fyrstu drög að 1939, er glæsilegt verk og lék Mona Sandström það sérlega vel. Þar naut sín kraftmikill, hvellskýr og hrynsterkur leikur hennar. Tón- leikunum lauk með þremur verk- um eftir Rakhmanínov. Það fyrsta var píanóraddsetning, sem Rakhmariínov gerði 1921 á Li- ebesieid, eftir fiðlusnillinginn Frítz Kreisler. Þessi raddsetning er meistaralega vel gerð og var frábærlega vel leikin. Sama má segja um tvæ prelúdíur, op. 23, nr. 7, og op. 32, nr. 12, en þar kom einkar vel fram glæsileg tækni hennar í þeirri fyrri og sterk tilfinning fyrir rómantísku Mona Sandström tónmáli Rakhmanínovs í þeirri síðari. Mona Sandström er afburða góður píanóleikari og sýndi það svo sannarlega í sónötunni eftir Prokofjev og verkunum eftir Rakhmanínov. Það sem vantaði á Brahms og Beethoven, var að hún dveldi meira við túlkunaratr- iði, skáldskap tónlistarinnar, því tæknilega og músíklega er hún vel búin til ferðar um vandrataða refilstigu listarinnar. Menningarstofnun Bandaríkjanna Landslags- myndir af lífi ELÍN Jakobsdóttir heitir ung listakona sem sýnir nú málverk í Menningarstofnun Bandaríkj- anna við Laugaveg. Hún er bú- sett og uppalin í Skotlandi en af íslenskum ættum eins og nafnið ber með sér. Myndirnar hennar eru fígúratívar og fyrir þær hefur hún fengið margvís- leg verðlaun og styrki. Elín er fædd á Selfossi 1968 og tveggja ára fluttist hún með foreldrum sínum til Skotlands. Móðir hennar er þaðan en faðirinn íslenskur. Síðan hefur Elín oft komið til íslands og er mælt á íslensku. Hún útskrifaðist á síðasta ári úr téikningu og málaradeild Mynd- listarskólans í Glasgow og tók með sér verðlaun sem kennd eru við W.O. Hutchison. í apríl 1992 fékk Elín verðlaun þekktra uppboðs- haldara, Christies, í Glasgow og brá sér til Bandaríkjanna fyrir vik- ið. Áður hafði hún komið til Amer- íku miklu sunnar, til Perú og Bóliv- íu, með styrk bæjarráðs í Strat- hclyde. Tilefnið var að hún komst í kynni við listfenga flóttamenn frá Chile í Glasgow og stofnaði með þeim vinnuhóp. Eftir ferðalagið hélt Elín sýningu á eigin myndum og ljósmyndum auk viðtala sem hún átti við handverksmenn í Suð- ur-Ameríku. Hún segir að eftir þetta hafí myndirnar hennar breyst, hún hafi heillast af litadýrð og dirfsku í handverki og list þarna, og leyft sér meira sjálf. „Skosk myndlist virðist grá og brún og þunglamaleg þegar komið er til þessara heitu landa.“ Sýningu Elínar í Reykjavík lýk- ur 30. júlí og hún hefur tvennt niðurneglt fyrir veturinn. Annars vegar á hún inni boð um að sýna í Tom Allen Arts Center í Strat- ford í London og hins vegar um að dveljast sem -gestalistamaður við Felsted-menntaskólann í Essex. Þar fær hún íbúð og vinnu- Morgunblaðið/Júlíus Elín Jakobsdóttir stofu þar sem nemendur geta fylgst með henni mála og býst við að kenna einhverja teiknitíma líka. Þótt Elín sé ekki eldri hefur hún sýnt málverk og teikningar í átta ár, sex sinnum með öðrum og tvisvar ein, að sýningunni í Menn- ingarstofnun meðtalinni. Hún býr í lítilli íbúð í Glasgow og vinnur heima hjá sér. Hún segir að það krefjist vissulega sjálfsaga, en þetta sé nú samt það sem hún vilji. Ákvörðunin um að verða málari hafi verið erfið en henni lítist ágætlega á framtíðina. Hvernig lýsir þá listakonan myndunum sínum? „Þær eru fíg- úratívar,“ segir hún, „stórar og unnar í olíu. Ég nota liti talsvert og reyni að skilja og skýra líf í ólíkum myndum. Hvernig dýr og fólk og plöntur geta lifað hvert innan um annað. Myndirnar spretta úr ímyndun og verða sum- ar eins og landslag. Eiginlega hugarlandslag." Þ.Þ. Bandalag íslenskra leikfélaga Hundrað verkefni áleikárinu ÍSLENSK áhugaleikfélög hafa nú lokið leikárinu og hefur Bandalag íslenskra leikfélaga unnið upplýsingar úr ársskýrsl- um aðildarfélaganna sem sýna að 58 Ieikfélög settu upp 100 verkefni á leikárinu. Lætur nærri að 2.500 manns hafi lagt hönd á plóg við upspetningar þessar og heildarfjöldi áhorf- enda er ekki undir 45 þúsund. Af þessum 100 verkefnum eru um 20 barna- og unglingaverk, 40 hefðbundnar leiksýningar, 25 ein- þáttungar og fjöldinn allur af sam- settum dagskrám, höfundakynn- ingum, ljóðakvöldum, revíum, kaba- rettum og götuleiksýningum. Aðildarfélög Bandalagsins eru nú 80 talsins. Á síðasta aðal- fundi BÍL í Vestmannaeyjum kaus áhugaleikhúsfólk sér nýjan for- mann, Kristján Eldjárn Hjartarson, bónda að Tjörn í Svarfaðardal. Þá lét af störfum Guðbjörg Árnadóttir, sem gegnt hafði formennsku í bandalaginu sl. 6 ár. Stjórn banda- lagsins er núna þannig skipuð: Kristján Eldjárn Hjartarson, Leik- félagi Dalvíkur, formaður; Einar Rafn Haraldsson, Leikfélagi Fljóts- dalshéraðs, varaformaður; Katrín Ragnarsdóttir, Freyvangsleikhús- inu, ritari; Guðrún Halla Jónsdóttir, Kristján Eldjárn Hjartarson, ný- kjörinn formaður Bandalags ís- lenskra leikfélaga. Leikfélagi Selfoss og Suðurlands- leikhúsinu, meðstjórnandi, Bjarni Guðmarsson hjá Leikfélagi Kópa- vogs og ritstjóri Leiklistarblaðsins, meðstjórnandi. Bandalag íslenskra leikfélaga rekur þjónustumiðstöð fyrir áhuga- leikfélög í Hafnarstræti 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.