Morgunblaðið - 13.07.1993, Side 16

Morgunblaðið - 13.07.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 AF INNLENDUM VETTVANGI EFTIR BIRGI ÁRMANNSSON Peningaleg staða borgarsjóðs Reykjavíkur hefur versnað til muna Erfitt efnahagsástand dreg- ur úi’ tekjum en útgjöld aukast Borgarstjóri segir skyldu borgarinnar að draga ekki úr framkvæmdum FJÁRHAGUR Reykjavíkurborgar hefur versnað á undan- förnum árum. Erfiðar aðstæður í efnahagslífinu hafa leitt til þess að tekjur hafa dregist saman en á sama tíma hafa útgjöld í einstökum málaflokkum ýmist staðið í stað eða aukist. Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, segir að fjár- hagsstaða borgarinnar sé þrátt fyrir þetta traust og í ljósi þess hafi meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn talið það skyldu borgarinnar, að halda uppi óbreyttu fram- kvæmdastigi og leggja þannig sitt af mörkum í baráttunni við atvinnuleysið. Þá hafi sjálfstæðismenn hafnað því að bregðast við auknum útgjöldum með skattahækkunum, en litið svo á að nokkur skuldasöfnun væri réttlætanleg með- an á mestu erfiðleikunum stæði. Talsmenn minnihlutaflokk- anna eru hins vegar þeirrar skoðunar að ástandið í fjármál- um borgarinnar stafi ekki síður af lélegri fjármálastjórn sjálfstæðismanna en almennum þrengingum í þjóðfélaginu. Þeir segja, að áætlanir hafi hvað eftir annað brugðist, og ástandið nú sé erfiðara en ella vegna þess að góðærið á síðasta áratug hafi ekki verið nýtt nægilega vel til að treysta stöðuna, heldur hafi verið farið út í afar dýrar framkvæmdir svo sem byggingu Ráðhússins. Samstæðureikningur Reykjavíkurborgar 1990-1992 Miðað er við stöðu borgarsjóðs og borgarfyrirtækja 1990 1991 1992 Veltufjárhlutfall .1,79 1,72 1,76 Peningaleg staða 2.689 m.kr 2.262 m.kr 652 m.kr Á hvern íbúa 28,0 þús. 22,7 þús. 6,5 þús. 3.174 m.kr. Borgarsjóður Reykjavíkur -1992 Byggt er á upplýsingum úr ársreikningum borgar- sjóðs framreiknuðum ti! verðlags ársins1992 1.252,9 Peningaleg staða 1991 1992 Skuldir sem hlutfall af 1988 1989 1990 skatttekjum 32,0% 41,0% 45,0% 49,8% 68,3% Veltufjárhlutfall 1,85 1,39 1,16 0,90 0,86 -2.627,1 Auknar skuldir Ýmsar leiðir eru til að átta sig á stöðu borgarsjóðs og bera hana saman milli ára. Þannig má til dæmis skoða skuldir, bæði skammtíma- og langtímaskuldir, sem hlutfall af skatttekjum. Það hlutfall var um 32% árið 1988 og hefur hækkað verulega síðan. Þannig var það til dæmis 41% 1989, 45% 1990, 49,8% 1991 og í fyrra var það orðið, samkvæmt ársreikningi, 68,3%. Einnig er hægt að líta á pen- ingalega stöðu borgarsjóðs, en hún er fundin með því að draga heildarskuldir frá samanlögðum veltufjármunum og langtímakr- öfum. Árið 1988 var þessi staða um 3.174 milljónir króna (á verð- lagi ársins 1992 skv. breytingum á framfærsluvísitölu), en var árið 1990 orðin um 1.253 milljónir. í fyrra var staðan hins vegar orð- in neikvæð um 2.627 milljónir króna. Þess má geta að sam- kvæmt upplýsingum frá borgar- hagfræðingi var peningaleg staða borgarsjóðs um síðustu mánaðamót áætluð neikvæð um 3.100 milljónir króna. Þriðja leiðin er að skoða veltu- fjárhlutfall, en það er hlutfall milli veltufjármuna og skamm- tímalána. Það var 1,85 árið 1988, varð 1,39 1989,1,16 1990, 0,90 1991 og 0,86 árið 1992. Mesta breytingin varð milli ár- anna 1988 og 1989 og skýrist hún að miklum hluta af því, að þá var breytt uppfærslu eftir- stöðva opinberra gjalda. Tölurn- ar eftir það eru hins vegar sam- bærilegar og sýna þær, svo ekki verður um villst, erfíðari stöðu. Hagstæðari samanburður ef fyrirtækin eru tekin með Myndin breytist dálítið, ef at- hugaður er svokallaður sam- stæðureikningur Reykjavíkur- borgar, en þar eru dregnar sam- an tölur úr reikningum borgar- sjóðs og borgarfyrirtækja, sem skila reikningum sjálfstætt. Samkvæmt þessum reikningi var veltufjárhlutfallið árið 1990 1,79, 1,72 árið 1991 og 1,76 árið 1992. Peningaleg staða var 2.689 milljónir króna 1990 (ekki er tekið tillit til verðlagsbreyt- inga), 2.262 milljónir 1991 og 652 milljónir árið 1992. Peninga- leg staða á hvern íbúa var sam- kvæmt samstæðureikningi 28 þúsund krónur 1990, 22,7 þús- und 1991 og 6,5 þúsund árið 1992. Mismunurinn á samstæðu- reikningnum og reikningum borgarsjóðs stafar af útkomunni hjá einstökum borgarfyrirtækj- um. Tekjur dragast saman Ef leitað er skýringa á því hvers vegna staðan hjá borgar- sjóði hefur versnað með þessum hætti, blasir það við að tekjur hafa dregist saman vegna efna- hagsörðugleika í þjóðfélaginu. Þannig reyndust tekjur ársins 1992 vera rúmlega 700 milljón- um króna lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. 400 millj- ónir voru afskrifaðar vegna gjaldþrota fyrirtækja og ein- staklinga og 300 milljónir skil- uðu sér ekki vegna lægri tekna skattborgaranna. Á sama tíma og þetta gerist hafa útgjöld til hinna einstöku málaflokka ýmist staðið í stað eða aukist. Einkum er um að ræða aukin útgjöld til ýmiss konar framkvæmda og má sem dæmi nefna, að sam- kvæmt fjárhagsáætlun fyrir 1993 aukast framlög til gatna- og holræsamála um 9% frá síð- asta ári. Þá má nefna til dæmis, að milli áranna 1991 og 1992 hækkaði gjaldaliðurinn á rekstr- ar- og framkvæmdayfirliti borg- arinnar um u.þ.b. 11,5% en skatttekjurnar jukust á sama tíma aðeins um 7,5%. Mismuninum milli tekna og gjalda hefur borgin mætt með lántöku. Þar ber hæst lán hjá Westdeutsche Landesbank að upphæð um 2,5 milljarðar króna. Fyrri hluti lánsins var tekinn síð- asta haust en síðari hlutinn í febrúar á þessu ári. Þá má nefna lán að upphæð um 450 milljónir króna, sem tekið var hjá Nor- ræna fjárfestingabankanum vegna framkvæmda í frárennsl- ismálum. Minnihlutinn telur slaka fjármálastjórn hluta skýringarinnar í umræðum um ársreikning borgarsjóðs 1992 í borgarráði og borgarstjórn kom fram, að borgarfulltrúar minnihlutans telja að stór hluti skýringarinnar á hinni versn^indi stöðu borgar- sjóðs sé slök fjármálastjórn meirihluta sjálfstæðismanna. Þannig eigi borgin í meiri erfið- leikum með að mæta erfiðleikum nú, vegna þess að góðærið á síð- asta áratug hafi ekki verið nýtt nægilega vel til að treysta stöð- una. Þess í stað hafi verið ráðist út.í fjárfrekar framkvæmdir eins og byggingu Ráðhússins og Perl- unnar, en kostnaður við þær hafi farið úr böndunum. Fulltrúar minnihlutans hafa verið ómyrkir í máli varðandi stöðuna, þeir hafa talað um koll- steypu á fjárhag bsorgarsjóðs, uggvænlega stöðu og að skulda- söfnun nálgist hættumörk. Sig- uijón Pétursson, Alþýðubanda- lagi, sagði til dæmis á borgar- stjómarfundi fýrir skömmu, að fjármálalegt aðhald væri í algjör- um molum og augljóst-væri að mikilla umskipta væri þörf í fjár- málastjórn Reykjavíkurborgar. Núverandi meirihluti væri greini- lega ekki þeim vanda vaxinn að stjórna fjármálum hennar. Borg- arfulltrúar Nýs vettvangs tóku í sama streng í bókun á fundinum og sögðu meðal annars að það væri hart til þess að vita að óábyrg fjármálastjórn sjálfstæð- ismanna á síðasta áratug hefði sett borgarsjóð í þá þröngu stöðu, sem blasi nú við á sam- dráttartímum. Skylda okkar að draga ekki úr framkvæmdum Markús Örn Antonsson, borg- arstjóri, segir 'að skýringin á auknum skuldum borgarinnar séu fýrst og fremst þeir erfiðleik- ar, sem við sé að glíma í efna- hags- og atvinnulífi þjóðarinnar um þessar mundir. Bæði hafi skatttekjur ekki skilað sér eins og vænst hafi verið og atvinnu- leysi hafi valdið auknum útgjöld- um. Meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn hafi hins vegar talið, að þrátt fyrir minni tekjur ætti borgin að halda uppi óbreyttu framkvæmdastigi, ein- mitt til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við at- vinnuleysið. Til dæmis megi nefna, að í sumar veiti borgin samtals um 5.000 ungmennum sumarstörf, bæði í Vinnuskólan- um og öðrum verkefnum, svo sem garðyrkju, malbikun og skógrækt. Markús segir að sjálfstæðis- menn hafi ekki viljað hækka skatta til að mæta hinni erfiðu stöðu. Hins vegar teldu þeir rétt- lætanlegt að taka lán í því skyni, enda væri fjárhagsstaða borgar- innar það traust, að hún þyldi að skuldir væru auknar um hríð. Einnig yrði að athuga, að þau lán, sem borgin hefði tekið að undanförnu, hefðu ekki runnið í einhveija rekstrarhít, heldur ver- ið varið til framkvæmda. Hann bendir á í því sambandi, að í skýrslu á vegum félagsmála- ráðuneytisins um fjárhag sveit- arfélaga frá árinu 1990 sé talað um, að æskileg sé að sveitarfélög veiji til framkvæmda ekki minna en 25% af skatttekjum og hjá Reykjavíkurborg hafi sú fram- legð verið 43,8% á síðasta ári. Borgarstjóri segir stöðu borgarsjóðs í raun mjög sterka Borgarstjóri segir að það séu grófar ýkjur að halda því fram, að skuldastaða borgarinnar nálgist hættumörk. í fyrrnefndri skýrslu félagsmálaráðuneytisins sé rætt um, að nettóskuldir sveit- arfélaga eigi helst ekki að vera hærri en 50% af nettótekjum og hættumörkin séu á bilinu 80 til 90%. Hjá Reykjavíkurborg hafi þetta hlutfall um síðustu áramót verið 24,9%. Hann segir rétt í þessu sam- bandi að bera saman stöðu borg- arinnar og annarra stórra sveit- arfélaga í landinu. Þannig séu nettóskuldir bæjarsjóðs Garða- bæjar í hlutfalli af skatttekjum lítið eitt minni en borgarinnar, eða 24%. í Mosfellsbæ sé hlut- fallið 35%, 42% á Akureyri, 49% í Hafnarfirði, 70% á Seltjarnar- nesi og 104% í Kópavogi. Einnig megi bera saman eignir þessara sveitarfélaga umfram skuldir. Þá komi í ljós, að eignir Reykja- víkurborgar á hvern íbúa séu 596 þúsund krónur umfram skuldir, 201 milljón á Seltjarnarnesi, 160 milljónir í Hafnarfirði, 117 millj- ónir á Akureyri, 103 milljónir í Mosfellsbæ, 95 milljónir í Garðabæ og 25 milljónir í Kópa- vogi. Borgarstjóri segir að það sé fráleitt að tala um að fjárhag- ur borgarinnar nálgist hættu- mörk þegar staðan sé með þess- um hætti. Þung greiðslubyrði á næstu árum Ljóst er, að hveijar sem skýr- ingamar á aukinni skuldasöfnun borgarinnar eru, mun greiðslu- byrðin verða þung á næstu árum. Fram kemur í svari frá borgar- hagfræðingi við fyrirspurn frá Kristínu Á. Ólafsdóttur, borgar- fulltrúa Nýs vettvangs, í borgar- ráði fyrir sköftimu, að um síð- ustu mánaðamót hefðu lang- tímaskuldir borgarinnar verið um 5,2 milljarðar króna. Þar kom einnig fram, að árið 1994 þurfi borgin, samkvæmt áætlun, að greiða í afborganir og vexti af langtímalánum um 730 milljónir króna. Þessar greiðslur verða 1.050 milljónir árið 1995, 1.000 milljónir 1996, 970 milljónir 1997 og 910 milljónir 1998. Við þetta bætast svo afborganir og vextir af skammtímalánum, sem voru um síðustu mánaðamót um 1.700 milljónir króna. Borgarstjóri segir, að ekki sé í vændum frekari lántaka erlend- is en borgaryfirvöld eigi í viðræð- um við Landsbanka um breytt fyrirkomulag á innlendri lán- töku. Þannig standi til að breyta yfirdrætti í bankanum í annars konar lán og hugsanlega verði farið út í útgáfu skuldabréfa innanlands. Þá leið hafi ýmis önnur sveitarfélög farið og reynslan af því virðist vera góð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.