Morgunblaðið - 13.07.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 13.07.1993, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 Morgunblaðið/Golli Tvær kaldar ÞÆR Guðrún Kristjánsdóttir og Pat Jónsson reyna að halda á sér hita. Kylfingar í kuldatíð UM 150 kylfingar munu hafa tekið þátt í Opna Mitsubishi-mót- inu í golfi á Akureyri um helg- ina. Synd væri að segja að veðr- ið hefði leikið við kylfingana. Þær eru ekki beint sumarlegar, Guðrún Kristjánsdóttir og Pat Jóns- son þar sem þær berja í sig kjark til að halda af stað hringinn í norð- an næðingi og þriggja stiga hita á laugardag. En brosandi bjartsýnis- menn segja að brátt komi sumar á Norðurlandi. AKuréyri LISTASUMAR Á AKUREYRI ■Þriðjudagur 13. júlí. Dans- og tónlistarspuninn Höfuðverk í Deiglunni klukk- an 20.30. Fram koma Anna Richardsdóttir Karl Peder- sen ásamt höfuðskúlptúrum eftir Brynhildi Kristinsdótt- ur. ■Miðvikudagur 14. júlí. I Deiglunni verður opnuð sýning á myndlistarverkum eldri borgara. Ljóða- og tónlistarkvöld í Deiglunni klukkan 20.30. Lesin verða ljóð, sýnt myndbands- verkið H-sagnorð eftir Hlyn Hallsson. Klassískir tónleikar Halldórs Más Stefánssonar gítarleikara og Sigríðar Bald- vinsdóttur fiðluleikara. Slippstöðin Oddi hf. smíðar kælitækjasamstæðu fyrir Nýsjálendinga Verkefni fyrir 30 milljónir kr. SLIPPSTÖÐIN ODDI hf. á Akureyri hefur lokið smíði kælitækja- samstæðu sem smíðuð er fyrir togara á Nýja Sjálandi. Samstæð- an og annar búnaður sem Slippstöðin Oddi framleiðir fyrir Nýsjá- lendingana er alls að verðamæti um 30 milljónir króna. Þess er vænst að framhald geti orðið á framleiðslu kælitækja til útflutn- ings hjá fyrirtækinu. í gær var í Slippstöðinni Odda hf á Akureyri unnið að því að ganga frá í gám til útflutnings glycol- og sjókælisamstöðu sem framleidd hefur verið hjá fyrirtæk- inu fyrir útgerðarfyrirtæki á Nýja Sjálandi. Slippstöðin Oddi hreppti þetta verkefni en tilboð í það munu einnig hafa borist frá ýms- um norskum, dönskum og þýskum fyrirtækjum. Nýjung í framleiðslu fyrirtækisins Elías Þorsteinsson hjá kæli- tækjadeild Slippstöðvarinnar Odda sagði að hér væri um að ræða nýjung í framleiðslu fyrirtækisins, en þessi kælilína væri byggð á reynslu sem fengist hefði af smíði kælitækja fyrir mjólkuriðnað. Hann sagði ætlun fyrirtækisins að reyna að fylgja þessu verkefni eftir og freista þess að framleiða og selja meira af þessum tækjum á erlendum markaði. Þessi kælilína ein væri að verðmæti um 15 millj- ónir króna en ásamt ýmsum öðrum búnaði væri það sem í þessu verk- efni fælist upp á alls 30 milljónir. Sjálfur sagðist Elías fara til Nýja Sjálands til þess að koma sam- stæðunni fyrir og setja hana af stað. Þar um slóðir mætti vænta þess að markaður væri nokkur fyrir kælivörur. Að sögn Elíasar er hér nánar til tekið um að ræða glycol-sam- stæðu og sjókælisamstæðu fyrir togara, en vegna hitans á þessum slóðum þarf að kæla sjóinn fyrir vinnsluna, kæla íbúðir skipveija, lestir og ísgeymslu. Auk þessarar samstæðu yrðu tengdar ísvélar, sem hér væru framleiddar. Atvinnuskapandi útflutningur Elías sagði að við framleiðslu á þessum kælitækjum fyrir Nýsjá- lendinga hefðu um 10 manns haft fullt starf í heilan mánuð og fleiri hliðstæð verkefni væru því at- vinnuskapandi. Hann sagði að á Nýja Sjálandi væri til dæmis ekk- ert fyrirtæki sem sérhæfði sig í kælitækjagerð af þessu tagi og möguleikar væru á markaðssetn- ingu þeirra til dæmis fyrir mjólk- uriðnað og sláturhús auk útgerð- ar. Slippstöðin Oddi keypti frá Morgunblaðið/Golli íslensk kæling til Nýja Sjálands STARFSMENN Slippstöðvarinnar Odda leggja síðustu hönd á kæli- tæki sem fyrirtækið hefur framleitt fyrir Nýsjálendinga. Tækin voru sett í gám til útflutnings í gær. útlöndum ýmis tæki sem nauðsyn- leg væru fyrir þessa framleiðslu, meðal annars framleiddi Alfa Lav- al varmaskipta sérstaklega fyrir fyrirtækið. Hér væri tekið við þessum hlutum eins hráum og mögulegt væri og verkefnið væri í því fólgið að smíða samstæðurn- ar, setja saman og ganga frá. Kvaðst hann vongóður um að hér væru í boði góðir möguleikar fyrir fyrirtækið til framtíðar. I I I I í I I I Morgunblaðið/Golli Tryggingamiðstöðin opnar nýja skrifstofu TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN opnaði í gær nýja skrifstofu í gamla Gránufélags- húsinu við Strandgötu á Akureyri. Alfreð Gíslason, handboltamaðurinn kunni, sem ásamt fleirum hefur spýtt nýju lífi í hin gömlu Gránufélagshús, veitir nýrri skrifstofu Tryggingamiðstöðvarinnar forstöðu. Hann sagði að verið væri að endurskipuleggja starfsemi Tryggingamiðstöðvarinnar í bænum og liður í því væri að opna þessa umboðsskrifstofu. Fyrst um sinn mun hann verða eini starfsmaður skrifstofunnar. Hann sagði að Tryggingamiðstöðin væri sterk á Akureyri á sviði skipatrygginga og sjávarútvegs en hygðist færa út kvíarnar á öðrum tryggingamarkaði á svæðinu. Breytmgar á sundlaugimii STARFSHÓPUR hefur að undanförnu unnið að hugmyndum um breytingar og bætur á svæði Sundlaugar Akureyrar. Þess er vænst að fyrstu skref verði tekin í átt til breytinga strax á þessu ári en framkvæmdir við nýskipan svæðisins hefjist á næsta ári. Að sögn Sigríðar Stefánsdóttur, samstarfs við höfunda tveggja af formanns bæjaráðs, sem á sæti í tillögunum um að vinna saman að „sundlaugarhópnum", fór fram skipulagi svæðisins með hliðsjón af samkeppni milli nokkurra arki- tillögum þeirra. Þar er um að ræða tektastofa um skipulag sundlaugar- teiknistofuna Form hvað húsnæði svæðisins. Öllum tillögunum sem áhrærir og Teiknistofu Halldórs bárust var hafnað. Sundlaugarhóp- Jóhannssonar varðandi lóð og um- urinn ákvað hins vegar að leita hverfí. Ut í veröld bjarta Undirbúningur fyrir Landsmót skáta LANDSMÓT skáta verður hald- ið í Kjarnaskógi við Akureyri 25. júlí til 1. ágúst. Undirbún- ingur mótsins stendur nú sem hæst en þess er vænst að móts- gestir verði um 1.200, þar af 250 erlendir skátar frá 16 Iönd- um. Landsmót skáta hefur áður verið haldið í Kjarnaskógi, fyrir tólf árum. Tíu manna mótsstjórn og fjöl- margar undirbúningsnefndir hafa unnið að Landsmóti skáta í Kjarnaskógi en undirbúningur hefur nú staðið í hálft annað ár. Að sögn Ásgeirs Hreiðarssonar, sem sér um kynningu mótsins inn- anlands, er búist við að íslenskir skátar á mótinu verði um 900-1000 og erlendir gestir 250 frá 16 þjóðum. Frá Japan og Ástralíu Þeir sem koma lengst að til að vera meðal skáta í Kjamaskógi eru frá Japan og Ástralíu. Auk þeirra 1.200 mótsgesta sem nefndir hafa verið verða rúm- lega 100 skátar 16 ára og eldri í starfsmannabúðum og vinna við ýmis þjónustustörf á svæðinu. Auk þess er búist við að fjölmennt verði í fjölskyldubúðum og sagði Ásgeir að ef vel tækist til mætti búast við að heildarfjöldi þátttakenda yrði um 2.000-2.500 manns. Dagur við nótt Skátar á Akureyri leggja nú nótt við dag við að undirbúa móts- svæðið í Kjarnaskógi, en að mörgu þarf að hyggja þegar komið er upp KJARNASKOGI - AKUREYRI 25.JULÍ - l.ÁGÚST 1993 Merkið MERKI Landsmóts skáta 1993 en mótið verður að þessu sinni haldið í Kjarnaskógi. vikubúðum fyrir tvö þúsund manna byggð. Tjaldbúðasvæðinu er skipt í 8 þorp og hveiju þeirra þarf að skapa aðstöðu. Þátttak- endur í Landsmótinu munu ekki sitja auðum höndum. Flokkar skáta munu ganga að verkefnum af ýmsu tagi frá klukkan 10 á morgnana til klukkan 5 á daginn og auk þess verða kvölddagskrár öll mótskvöldin. Kjörorð Landsmótsins er Út í veröld bjarta. Mótsstjóri er Tryggvi Marinósson, Hildigunnur Svavarsdóttir er dagskrárstjóri og Ásdís Helgadóttir tjaldbúðastjóri. L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.