Morgunblaðið - 13.07.1993, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.07.1993, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 ÁRNAÐ HEILLA Ljósmyndastofan Nærmynd. HJÓNABAND: Gefin voru saman í hjónaband þann 19. júní sl. í Víði- staðakirkju af sr. Ólafi Jóhannssyn, Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Jóhannsson. Heimili þeirra er á Hagamel 30. HJÓNABAND Gefin voru saman í hjónaband 29. maí í Seljakirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Berglind Pálsdóttir og Luc Leroy. Heimili þeirra er í Frakklandi. Ljósmyndarinn - Jóhannes Long HJÓNABAND Gefin voru saman í hjónaband 12. júní í Kópavogs- kirkju af sr. Þorbergi Kristjánssyni Sjöfn Sigfúsdóttir og Halldór Ei- ríksson. Heimili þeirra er í Þver- brekku 6, Kópavogi. Ljósmyndastofan Nærmynd. HJÓNABAND: Gefin voru saman í hjónaband þann 19. júní sl. í Há- teigskirkju af sr. Hjalta Guðmunds- syni Kristbjörg Birgisdóttir og Henry Ragnarsson. Heimili þeirra er í West Palm Beach, Flórida. Litli uppfímiingaskól- inn tekur til starfa SUMARSKÓLI ungra hugvits- manna verður starfandi í Ketils- staðaskóla í Vík í Mýrdal dagana 24.-30. júlí. Þar verður lögð áhersla á að örva hugvit nem- enda og aðstoða þá við að útfæra og vinna með hugmyndir sínar. Sú skólastefna sem hefur verið fylgt eftir í Ketilsstaðaskóla hefur skilað greinilegum árangri í að styrkja hugvit og þroska nemenda, en nemendur frá þeim skóla hafa undanfarin tvö ár sópað að sér verð- launum í Nýsköpunarkeppni grunn- skólanemenda. Á námskeiðinu verður unnið með uppfinningar og verklegt nám, farið í skoðunarferðir, stundaðar göngu- ferðir og sund og haldnar kvöldvök- ur. Leiðbeinendur eru Gísli Þor- steinsson kennari, Paul Jóhannsson tæknifræðingur og Bragi Einarsson hugvitsmaður. Skólastjóri Ketils- staðaskóla er Kolbrún Hjörleifsdótt- ir. HM-úrtaka Ungn mennirnir að taka við Liðsstjórarnir „redduðu“ þeim gömlu inn REYNIR Aðalsteinsson laut niður með Iokuð augu og hendur á höfði þegar komið var að því að tilkynna hver yrði sá sjö- undi og síðasti inn í landsliðið að lokinni þriggja daga úrtöku- keppni í Víðidalnum um helgina. Þegar svo annar tveggja liðs- sljóranna Pétur Jökull Hákonarson formaður HÍS nefndi nafn Reynis braust út mikill fögnuður. Reynir var nú aftur kominn inn í liðið eftir sex ára fjarveru og greinilegt að þessum „gamla ref“ létti mjög við þessi tíðindi og spennufall varð þegar til- kynnt hafði verið um endanlega skipan liðsins sem keppa mun á heimsmeistaramótinu í Hollandi í sumar. Einar Öder Magnússon var hinn ótvíræði sigurvegari á úrtökunni en hann mætti með stóðhestinn Funa frá Skálá til leiks, varð hann stigahæstur í bæði tölti og fimm- gangi og sjötti í gæðingaskeiði. Kemur hann inn sem stigahæsti keppandi í þremur greinum. Fyrir- fram hafði verið búist við að Sigur- bjöm Bárðarson sem keppti á Höfða frá Húsavík myndi hreppa þetta sæti en þeir Einar og Funi mættu mjög sterkir til leiks. Var þá reiknað með að Sigurbjörn myndi komast inn fyrir árangur í fimmgangi en eftir fyrri umferð var hann þar í öðru sæti á eftir Einari en í seinni umferðinni skaust Atli Guðmundsson á Reyni frá Hólum upp í fyrsta sætið í fimmgangi og yfir Sigurbjörn í samanlögðum stigum úr báðum umferðunum í fimmgangi. Þar með var sá sem talinn var öruggur fyrirfram kominn út og eina vonin að liðsstjórarnir veldu hann í liðið. Svona geta málin þróast í harðri keppni. Hinsvegar var Atli kominn inn fyrir hið gullna hlið landsliðs- ins. I töltinu urðu úrslit einnig óvænt því strax í fyrri umferðinni skaust Sigurður V. Matthíasson á Þráni frá Gunnarsholti upp í annað sætið á eftir Einari og Funa. Sig- urður hafði brugðið sér út á mark- aðinn skömmu fyrir úrtökuna keypt þennan hest af Gunnar Dungal í Dallandi en Atli Guð- mundsson hafði þjálfað og keppt á þessum hesti. í seinni umferð- inni voru þeir félagar Sigurður og Þráinn öryggið uppmálað, héldu . sínu sæti í töltinu og landsliðssæt- ið þar með tryggt. Sigurður er eini nýliðinn í liðinu en hann verð- ur sautján ára nú í vikunni. Úrval- ið af fjórgangshestunum var satt best að segja ekki mikið í úrtök- unni nú eins og oft áður og er þetta enn ein viðvörunin til ís- lenskra ræktunarmanna um hvort ekki sé orðið löngu tímabært að huga meir að þessum þætti ræktunarinnar. Eftir fyrri umferð- ina voru þeir jafnir og efstir Bald- vin Ari Guðlaugsson á Nökkva frá Þverá og Sveinn Ragnarsson á Koli frá Vallanesi. Þótt aðeins átta væru skráðir til leiks í upphafi j voru aðeins fjórir sem mættu í seinni umferðina en þá tóku þeir af skarið Baldvin Ari og Nökkvi j og tryggðu sér sætið með öruggrí og góðri sýningu. Á öðrum degi úrtökunnar tryggði Hinrik Braga- j son sem mætti með Eitil frá Akur- eyri í keppnina, sér sæti í 250 metra skeiðinu þegar hann skeið- aði vegalengdina tvívegis á 23,2 sek. en ekki 22,3 eins og missagt var í Morgunblaðinu á sunnudag. Sigurður Matthíasson og Þráinn: Eini nýliðinn að þessu sinni, aðeins tæplega sautján ára. Reynir Aðalsteinsson á Skúmi nær ágætis árangri eftir sex ára fjarveru. I ( ( ELFA LVI ofnarnir eru frameiddir í Svíþjóð með sama gæðastaðli og útliti og • Lágur yfirborðshiti. venjulegir vatnsofnar. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Hinrik Bragason á Eitli átti frekar náðuga daga, var kominn með allt sitt á þurrt um hádegi ann- an dag úrtökunnar. Sigurbjörn Bárðarson á Höfða reyndist ekki eins öruggur og í upphafi var talið en allt gekk þetta þó upp hjá þeim félögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.