Morgunblaðið - 13.07.1993, Page 41

Morgunblaðið - 13.07.1993, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 41 Bílaumferð í kirkjugörðum Frá Dagnýju Lilliendahl: FYRIR stuttu fór ég að kvöldi til með blóm í Fossvogskirkjugarð. Gróðurinn þar er stórkostlegur og fuglasöngurinn yndislegur. A þess- um stað ríkir sérstök kyrrð ... og þó. Inni í garðinum urðu á vegi mínum margir bílar, allt frá venju- legum fólksbílum til stórra jeppa. Þetta skil ég ekki og fannst satt að segja hálf óhugnanlegt að þurfa að gæta mín á bílaumferð á þessum stað. Við kirkjugarðinn eru mörg bílastæði. Þar er einnig skilti sem á stendur: „Umferð vélknúinna öku- tækja og reiðhjóla bönnuð, nema með leyfi.“ Ég tel sjálfsagt að látnum sé sýnd tilhlýðileg virðing, en hún felst ekki í akstri bifreiða um kirkjugarð- inn. A göngu minni sá ég skógar- þröst, liggjandi í götunni. Yfir hann hafði greinilega verið ekið fyrir stuttri stundu. Það var átakanleg sjón. Ekki syngur hann framar fyr- ir þá sem um garðinn fara. Mig langar að biðja alla þá, sem fara í Fossvogskirkjugarð, og ekki eiga erfitt með að ganga, að leggja bílum sínum í fyrmefnd stæði. DAGNÝ LILLIENDAHL Hjarðarhaga 26, Reykjavík. LEIÐRÉTTING VELVAKANDI ÞVÍLÍK ÞJÓÐARSKÖMM! EKKI veit ég um ykkur en ég á ekki til eitt aukatekið orð eftir. að hafa lesið grein móður í Vel- vakanda laugardaginn 3. júlí. Ég hélt að játun væri eitt stérkasta vopnið til að sakfella mann fyrir glæp, en kannski líta þessir menn í dómskerfinu ekki á kynferðis- legt ofbeldi sem glæp. Maður fer að spyija sjálfan sig ýmissa spurninga þegar maður les um svona óhroða. Ég veit af reynslu, að atburður þessi á eftir að fylgja litlu súlkunni alla hennar ævi. Hún á eftir að ásaka sjálfa sig og ekki er á það bætandi að af- brotamaðurinn er ekki dæmdur, þrátt fyrir að játning hans liggi fyrir. Þarna er verið að réttlæta gjörðir hans. Ekki get ég trúað því að menn sem dæma svona hafi hjarta, tilfinningar eða sam- visku, hvað þá heldur heilbrigðan huga til að sinna sínu starfi. Og hveijum er þá að treysta ef á manni er brotið? Kannski þá sé best að skríða inní skel og gleyma? En þeir sem hafa reynsl- una vita að það er ekki hægt að gleyma, maður lærir bara að lifa með þessu. En hvemig á litla stúlkan að kæra það þegar henni er refsað í staðinn fyrir afbrota- manninn? Slíkir menn taka oft upp fyrri iðju — þetta er sýki. Það sér hver heilvita maður að svona gerir enginn nema sálsjúk- ur sé — hann hefur játað að hafa misnotað kynferðislega 4 ára gamalt barn. Með þessum dómi er réttar- kerfið að bjóða hættunni heim — ekki bara fyrir þennan tiltekna mann heldur alla hina sálsjúku líka. Þvílík skömm, þvílík þjóðar- skömm! Kona GÓÐ ÞJÓNUSTA MIG langaði að þakka fyrirtæk- inu ísleifur Jónsson, Bolholti 4, fyrir góða þjónustu. Ég kom þangað með sturtuhaus án þess að hafa nokkra kvittun fyrir hon- um en þeir létu mig samt sem áður fá nýjan og vom mjög lið- legir. Það er sjaldgæft nú orðið að fólki sé treyst. Ingunn TAPAÐ/FUNDIÐ Úr tapaðist DÖMUÚR tapaðist laugardaginn 26. júní. Þetta var gyllt Karl Lagerfeld-úr á brúnni leðuról. Úrið er auðþekkjanlegt og eitt af u.þ.b. fimm sem til era á land- inum. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 72669 eftir klukkan 17. Fundarlaun. Lísa. Myndavél tapaðist í Þjórsárdal NÝLEG Olympus-myndavél í hulstri og með filmu í tapaðist í Þjórsárdal helgina 2.-4. júlí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 813242. Fundarlaun. Ragnheiður. GÆLUDÝR Kettlingar TVEIR angórablandaðir 10 vikna kettlingar og fjórir átta vikna kettlingar fást á góð heim- ili. Upplýsingar í síma 684647. Síamsköttur í heimilisleit SJÖ mánaða geldur síamshögni óskar eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 26844 á daginn en 650295 eftir kl. 17. Lilja. Þorbjörg elsti Reykvíkingurinn Morgunblaðinu hefur borist ábending um að Þorbjörg Gríms- dóttir sé ekki elsti núlifandi íslend- ingurinn eins og hermt sé í blaðinu á föstudag. Rétt sé hins vegar að hún sé elsti Reykvíkingurinn. Tvær konur á sama ári og Þorbjörg eru fæddar fyrr á árinu. Sú eldri heitir Rannveig Jónatansdóttir og varð 104 ára í apríl. Hin heitir Valgerð- ur Friðriksdóttir og átti 104 ára afmæli í maí. Þorbjörg hélt upp á þennan áfanga 8. júlí eins og sagt er frá í blaðinu. Þess má geta að tvær elstu konur landsins era bú- settar á Akureyri. I Vinningstölur laugardaginn (íVÍ) 10. júlí 1993. '191 (20) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐAHVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 0 5.360.766 i 2. 4a(5Í! m 186.858 i 3. 4af5 125 7.735 ! 4. 3af5 4.624 487 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.140.103 kr. M ■ 'IPPLÝSINGAR:SlMSVARl91 -681511 LUKKULlNA 991002 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! ■ m i i ...................................... KÆLI- OG FBYSTISKÁPAR Eigum fyrirliggjandi 500 I. kæli- og frystiskápa með glerhurð og lýsingu. Taka lítið gólfpláss. Hentugir fyrir söluskála, verslanir, hótel og veitingahús. VERSLUNARTÆKNI HF. VATNAGÖRÐUM 12, REYKJAVÍK, SÍMI: 91 - 688078, FAX: 91 - 812051 Við vorum 3 ódýrastir í fyrra og erum það enn og ætlum að vera það áfram Þrátt fyrir gengisfellingar hækkar okkar verð ekki út júlí og ágústmánuð, ef þú ætlar að fá myndatöku á gamla verðinu sem nú er orðið þriggja ára þá þarft þú að panta strax. 3 ódýrastir LjósmýndastofanMynd sími: 65 42 07 Bama og fjölskylduljósmyndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4 30 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.