Morgunblaðið - 13.07.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 13.07.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JULI 1993 AF INNLENDUM VETTVANGI PÁLL LÚÐVÍK EINARSSON fflutafélag um strætisvagna í bænum framan af árum Rekstur Strætisvagna Reykjavíkur hf. var erfiður frá upphafi Ljósmynd/Magnús Ólafsson; Þjóðminjasafn. Allir með strætó BÆJARSTJÓRN vildi fyrsta flokks vagna fyrir. Reykvíkinga. ÁFORMAÐ er að breyta Stræt- isvögnum Reykjavíkur í hluta- félag. Þar með verður upphaf- legt rekstrarform tekið upp á nýjan leik; hlutafélagsformið. í ágúst 1931 stofnuðu 13 einstakl- ingar Strætisvagna Reykjavíkur hf. Hlutafélagið annaðist al- menningssamgöngur í bænum fram á árið 1944 en þá tók Reykjavíkurbær við rekstrinum. Strætisvagnar Reykjavíkur hf. áttu á sinni tíð í erfiðleikum; í skýrslu formanns SVR um ástand- ið í ársbytjun 1938 má lesa: „Rekstur vagnanna hafði stöðvast, m.a. vegna vangoldinna vinnulauna vagnastjóra, nál. 20 þús. kr. Flest- ir vagnar ófærir til aksturs, niður- ' níddir á berum kjúkum. Engar birgðir hjólbarða né varahluta." Guðlaugur Jónsson rannsókn- arlögreglumaður kannaði og skráði margan sögulegan og þjóðlegan fróðleik á sinni ævi, 1895-1981. Hann er m.a höfundur að „Bifreið- ir á íslandi 1904-30“. Árið 1970 var prentað sem handrit ritverk hans „Saga strætisvagna Reykja- víkur 1931-68“. í bók Guðlaugs kemur fram að rekstur almenning- vagna í Reykjavík á sér nokkra forsögu. í maí 1923 var samþykkt að athuga hvort heppilegt væri að bærinn hefði einkaréttindi til rekstrar á bifreiðum sem tækju meira en 7-8 manns. Ekki varð af frekari aðgerðum í þessu máli. En það var æ ljósara að þörf var fyrir einhveijar almenningssamgöngur í bænum. Hinn 30. júní 1930 var auglýst útboð: „Almenningsbílar. Bæjarstjórn Reykjavíkur óskar eft- ir tilboðum um rekstur almennings- bíla, er fari fastar ferðir frá Fram- nesvegi inn undir Elliðaár og að Kleppi. Ætlast er til að notaðar séu fyrsta flokks bifreiðar fyrir 10-14 manns og þannig gerðar, að auð- velt sé að ganga inn og út í þær, án þess að hurðin opnist út að götu. Ferðaáætlun, fargjöld og reglur um aksturinn samþykkist af bæjarstjóm, enda komi til styrk- ur úr bæjarsjóði." Viðbrögð voru nokkuð blendin og þótti ýmsum margt óljóst og óvíst um um þessa atvinnustarf- semi. En 24. ágúst 1931 var hald- inn í baðstofu Iðnaðarmanna stofn- fundur hlutafélagsins „Strætis- vagnar Reykjavíkur“. Stofnendur voru 13 einstaklingar. Formaður félagsstjómar var Ólafur Þor- grímsson lögfræðingur, síðar hæstaréttarlögmaður, meðstjórn- endur voru Egill Vilhjálmsson kaupmaður og Olafur H. Jónsson framkvæmdastjóri. Hlutafé fyrir- * tækisins nam 30 þúsund krónum. Framkvæmdastjóri var Pétur Þor- grímsson en hann lést árið 1934. Strætisvagnar Reykjavíkur hf. og Reykjavíkurbær gerðu með sér samning 16. september 1931. Sam- kvæmt samkomulaginu skyldi bæj- arsjóður Reykjavíkur leggja fram til stofnkostnaðar 15 þúsund krón- ur sem skyidu greiðast með 2.500 kr. í hvert skipti sem nýr vagn yrði tekinn í notkun en sex slíkir vagnar skyldu hafa tekið til starfa fyrir árslok. Strætisvagnar Reykjavíkur hf. ' voru skuldbundnir til að halda uppi rekstri almenningsbifreiða fram til ársins 1937. Bæjarsjóður skyldi auk stofnframlags greiða árið 1932 1.000 króna styrk á mánuði. Samningurinn ber þess nokkur merki að Reykjavíkurbær leitaðist við að tryggja sem best hagsmuni sína, gagnvart hugsanlegum brigð- " um hlutafélagsins. Það var kveðið á um að félaginu væri skylt að selja bænum ailar almenningsbif- reiðar sínar hvenær sem bærinn sæktist eftir, gegn því verði er dómkvaddir menn mætu, og kæmu þá til frádráttar kaupverði 15 þús- und króna stofnframlagið, þó að frádregnum 3.000 krónum fyrir hvert ár sem félagið hefði starfað. Einnig má þess geta að bærinn skipaði þriggja manna nefnd, bæj- arverkfræðings, og tveggja borgar- fulitrúa, til að koma fram fyrir hönd bæjarins um öll atriði er snertu samninginn. Á fyrsta fundi nefndarinnar með stjórnarform- anni Strætisvagnanna var gjald- skrá ákveðin. Fargjald var 10-25 aurar eftir vegalengd. Þess má geta að þá var meðaltímakaup í almennri hafnarvinnu 1,36 kr. (Nú er allur verðsamanburður milli tímabila varhugaverður. En t.d. miðað við 350 króna tímakaup ætti strætisvagnaferð, í dag að kosta 25 til 65 krónur.) Erfið vegferð Þegar félagið tók til starfa var engin reynsla fyrir hendi um hvem- ig ætti að standa að slíkum rekstri og varð félagið strax í upphafi að kljást við verulega erfiðleika. Vagnarnir voru byggðir á vörubíla- grindur og gerð yfirbygginga varð dýrari og fjárfrekari en menn höfðu vænst. Ekki varð heldur hjá því komist að byggja viðhalds- og geymsluaðstöðu við Hringbraut 56, nú við Snorrabraut. (I húsi þar sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, var síðar lengi með út- sölu.) Eftir því sem árin liðu, þurftu vagnarnir mun meira viðhald held- ur en menn höfðu gert ráð fyrir. Má þar ekki hvað síst um kenna bágbornu gatna- og vegakerfi. Einnig varð fyrirtækið að hlýta því að gjaldeyrisyfirvöld höfðu lítinn eða takmarkaðan skiining á nauð- syn almenningssamganga. Enn- fremur má geta þess að í upphafi bætist við ýmis ófyrirséður kostn- aður, t.d. krafðist fyrrgreind til- sjónamefnd bæjarins að sæti far- þega yrðu á fjöðrum og varð svo að vera. í ársbyijun 1938 var Ijóst að gjaldþöl félagsins var brostið, m.a. féllu launagreiðslur til starfsmanna niður. Vagnstjórnarnir sem voru félagsbundnir í Hreyfli kröfðust sinna launa að viðlögðu verkfalli, þess var einnig krafist að „viðgerð fari tafarlaust fram á ölium vögn- um, sem í umferð eiga að vera, svo að fullkomins öryggis og hreinlætis verði gætt, bæði gagnvart almenn- ingi og ökumönnum". Og í Alþýðu- blaðinu var því eindregið haldið fram að bæjarfélaginu bæri að taka rekstur strætisvagnanna í sínar hendur. Sviptingar urðu milli hluthafa og skipt var um menn í stjórn fé- lagsins. Egill Vilhjálmsson útveg- aði skyndilán til að gera upp við vagnstjórana. Skömmu síðar varð hann framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins. Hinn nýja stjórn og fram- kvæmdastjóri beittu sér fyrir því að gengið var tii samninga við helstu kröfuhafa um niðurfellingu skulda. Hlutafé var aukið en eldri hiutabréf felld í verði. Strætisvagnar á bæinn Fjárhagur Strætisvagnanna Reykjavíkur batnaði stórum á fyrstu árum heimsstyijaldarinnar. En árið 1940 kom hingað erlent setulið og fjörgaðist allt efnahags- líf landsmanna. Hins vegar var ljóst að endumýjun vagna og allrar að- stöðu var orðin knýjandi. Hluthafar töldu ófært að ráðast í slíkar fram- kvæmdir nema áframhaldandi starfsemi væri tryggð og í mars 1944 var leitað eftir því að félagið fengi sérleyfí til strætisvagnarekst- urs næstu tíu árin. Annar kostur var boðinn; að bærinn keypti eigur fyrirtækisins og tæki við rekstrin- um. Bæjarstjóm taldi lög ekki heimila að veita sérleyfi til svo langs tíma. Eftir nokkrar samnin- gaumleitanir varð að ráði að Reykjavíkurbær keypti tuttugu strætisvagna fyrirtækisins með verkfæmm og varahlutum. Stræt- isvagnar Reykjavíkur sem opinbert bæjarfyrirtæki hófu rekstur eða keyrslu 20. ágúst 1944. Forstjóri var Jóhann Olafsson kaupmaður. Vagnstjórar til bæjarins Næsta áratuginn valt á ýmsu með rekstur Strætisvagnanna. Jó- hann Ólafsson forstjóri kvartaði undan lélegum vagnkosti og skiln- ingsleysi innflutningsyfirvaidanna. Árið 1951 urðu forstjóraskipti hjá fyrirtækinu, Jóhann Ólafsson lét af störfum en Eiríkur Ásgeirsson tók við og gegndi þeirri forstöðu til dauðadags árið 1983, en þá tók Sveinn Björnsson núverandi for- stjóri við. Eiríkur byggði upp og endur- skipulagði rekstur fyrirtækisins. Vögnum var fjölgað en bifreiðateg- undum fækkað, tíðni ferða aukin, o.s.frv. Þá voru launakjör strætis- vagnastjóra bætt árið 1954. í kjaradeiiu það ár lagði bæjarstjóm fram tilboð um að vagnstjórarnir gerðust fastir starfsmenn borgar- innar. Vagnstjórarnir samþykktu þetta boð með 48 atkvæðum gegn 13. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir. Ungur að æfa UNGUR Hvolsvellingur, Holgeir Sæmundsson, að æfa fyrir hjólreiða- keppnina. Hann er fjögurra ára en sagðist bráðum verða fimm. Islandsmót í götuhjólreið- um haldið um helgina Hvolsvelli. ÞANN 17. júlí nk. fer fram Islandsmót í götuhjólreiðum. Hjólað verð- ur frá Reylqavík til Hvolsvallar, rúmlega 100 km leið. Keppt verður í meistaraflokki og opnum flokki og geta menn bæst í hópinn í Hvera- gerði, á Selfossi, Rauðalæk og Hellu. Keppnin verður haldin í tengsl- um við hjólreiðahátíð sem verður á Hvolsvelli þessa sömu helgi. Það er Hjólreiðafélag Reykjavíkur, íslenski fjallahjólaklúbburinn og Hvol- hreppingar sem standa fyrir þessari keppni. Heiðursgestur á hátíð- inni verður Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra. Það verður mikið um að vera á Hvolsvelli á hjólreiðahátíðinni og boðið verður upp á dagskrá sem hentar öllum aldursflokkum. Á laug- ardeginum verður m.a. fjallahjóla- torfærukeppni og verður keppt í þremur aldursflokkum frá 6 ára til 15 ára. Einnig verður fjallahjóla- keppni fyrir hina eldri og verður þá keppt í sérstökum kvennafiokki. Haldið verður námskeið í hjólavið- gerðum og fyrsta Póló-mótið á ís- landi á hjólum verður haldið þar sem keppt verður í fimm manna liðum. Á laugardagskvöldið verður varðeld- ur og kvöldvaka að hætti Hvolhrepp- inga. Báða dagana verður boðið upp á fjölbreyttar hjólaferðir um nágrenni Hvolsvallar, en mjög auðvelt er að hjóla á þessum slóðum. Þá er fyrir- hugað að hjóla hluta „Laugavegar- ins“ svokallaða en þá verður farið með rútu Austurleiðar inná Fljóts- hlíðarafrétt að Hattfelli og hjólað í Þórsmörk um Emstru. Þetta er mjög falleg hjólaleið og er hluti af einni af vinsælustu gönguleið landsins. í tilefni hjólreiðahátíðarinnar ætl- ar Kiwanisklúbburinn Dímon að gefa öllum 6 ára börnum (fædd 1987) í Rangárvallasýslu hjólreiðahjálma og verða þeir afhentir á hátíðinni. Þá verður starfrækt hjólaleiga á staðn- um. - SÓK Ályktun Sjómannafélags Reykjavíkur Liklegt að farmanna- stéttin heyri sögnnni til FYRSTA apríl 1991 skipaði núverandi samgönguráðherra nefnd til að endurskoða skráningarreglur íslenskra kaupskipa. Markmið nefnd- arinnar átti að vera að skapa kaupskipaútgerðinni sambærilegan rekstrargrundvöll og í nágrannalöndunum og tryggja islenskum sjó- mönnum störf á kaupskipum, segir víkur. Nefndarmenn voru: Ragnhildur Hjaitadóttir skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneytinu, formaður; Einar Hermannsson skipaverkfræðingur, frá SÍK; Helgi Laxdai vélfræðingur, frá FFSÍ; Jón H. Magnússon lög- fræðingur, frá VSÍ; Jónas Garðars- son, frá Sjómannasambandi Islands; Magnús Jóhannesson, fyrrverandi siglingamálastjóri; Snorri Olsen skrifstofustjóri, frá fjármálaráðu- neyti. Varamaður Helga Laxdal var Guðlaugur Gíslason, frá FFSÍ og undirritar hann skýrslu þessa fyrir hönd Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. Fulltrúi Sjómannasambands ís- lands, Jónas Garðarsson, sagði sig úr nefndinni með bréfi dags. 2. febr- úar 1993, þar sem sýnt þótti að markmið samgönguráðherra hvað varðar atvinnuöryggi farmanna næðust ekki fram. Síðan sgeir í fréttatilkynningu félagsins: „I lokaskýrslu nefndarinn- ar sem er drög að lagafrumvarpi, kemur í ljós að hagsmunir íslenskra sjómanna eru fyrir borð bornir, þar sem íslenskum sjómönnum er ekki í frétt frá Sjómannafélagi Reykja- tryggður forgangur í skipsrúm. í ofanálag er hugmynd nefndarinnar að skerða ýrtiis áunnin réttindi nái frumvarpsdrög þessi fram að ganga. Er líklegt að íslensk farmannastétt heyri sögunni til. Hvað er næst? Á næst að fórna íslenskum fiskimönn- um? Stefna þessi er þvert á stefnu okkar og fjölþjóða samtaka svo sem NTF og ITF. Verði af þessari skipaskrá munum við beita okkur af fullri hörku fyrir því að aldrei verði dreginn að húni íslenskur þægindafáni. Ef stjórnvöld vilja styrkja íslenska kaupskipaút- gerð með fjárframlögum er það mál skattgreiðenda og stjórnvalda. Halda mætti að meirihluti nefnd- armanna hafi verið skipaður óbeint af útgerðarmönnum enda eru sýni- leg tengsl milli nefndarmanna og útgerðar, og snýst nefndarálitið nær eingöngu um fijálsræði til handa útgerð kaupskipa á allan hugsanleg- an máta, með því að hægt verði að manna skipin ódýrari erlendum mönnum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.