Morgunblaðið - 16.07.1993, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
3
# Morgunblaðið/Einar Falur
Handagangur í öskjunm
EFLAUST hafa margir beðið eftir sumarútsölunum í von um góð kaup enda var margt um manninn
á útsölu í Hagkaupi i Kringlunni í gær og mikið sþáð og skoðað.
Kópavogs- o g Hafnarfj ar ðarlög-
reglan upprætir bruggverksmiðju
Einn brenndist er
suðuketill sprakk
LÖGREGLAN í Kópavogi og Hafnarfirði upprætti bruggverksmiðju
í austurhluta Kópavogs síðdegis í gær. Um er að ræða þriðju brugg-
verksmiðjuna sem þessi lögregluembætti uppræta í samvinnu á síð-
ustu tæpum þremur mánuðum. Einn bruggari var handtekinn en
annar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að suðuketill sprakk
í verksmiðjunni á miðvikudag. Hlaut sá annars og þriðja stigs bruna-
sár i óhappinu.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Kópavogi var hellt
niður rúmlega 800 lítrum af
gambra og tveimur lítrum af
landa í verksmiðjunni. Verk-
smiðjan fannst er húsleit var
gerð en auk áfengisins var þarna
að finna tvo suðukatla með kæli-
búnaði og tók hvor þeirra 50
lítra, einnig var þarna einn 50
lítra suðuketill án kælibúnaðar,
50 kg af sykri og ýmis önnur
áhöld til framleiðslu á landa.
Tekinn fjórum sinnum
Að sögn Gissurar Guðmundsson-
ar, lögreglumanns í Hafnarfírði, er
bruggarinn sem tekinn var vel
þekktur hjá Hafnarfjarðarlögregl-
unni enda mun þetta í fjórða skipti
á sjö mánuðum sem lögreglan tekur
hann fýrir bruggstarfsemi.
Norðmenn vilja að landanir dóm-
íníkanskra togara verði stöðvaðar
Styðjum sjónar-
miðin en okkur
skortir heimild
NORSK stjórnvöld hafa krafizt þess af Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegs-
ráðherra, að hann stöðvi landanir tveggja togara í eigu færeysks fyrir-
tækis, sem skráðir eru í Dóminíkanska lýðveldinu. Togararnir, Atl-
antic Margaret og Zaandam, hafa veitt þorsk á fiskverndarsvæði, sem
Norðmenn hafa lýst yfir við Svalbarða, og landað afla sínum á Þórs-
höfn. Sjávarútvegsráðherra segist hafa fyllsta skilning á sjónarmiðum
Norðmanna, en lagaheimildir skorti til að banna landanir togaranna
hér. Ráðherra segir hins vegar koma til greina að breyta lögum til
þess að geta brugðizt við veiðum sem striði gegn fiskverndarstefnu
Islendinga.
„Norska sjávarútvegsráðuneytið
hefur sent mér bréf með ósk um að
við beitum okkur fyrir því að þessi
viðskipti fari ekki fram,“ sagði Þor-
steinn Pálsson í samtali við Morgun-
blaðið. „Norðmenn vísa til þess að
þeir hafi reynt að halda uppi stjórn
á veiðum við Svalbarða á verndar-
svæði, sem þeir hafa reynt að fram-
fylgja."
Þorsteinn sagði að íslenzk stjórn-
völd hefðu mikinn skilning á sjónar-
miðum norsku stjórnarinnar. „Það
er ekki í samræmi við okkar stefnu
í fiskveiðimálum að veiði fari fram
stjórnlaust á svæðum eins og þess-
um, að menn geti flaggað út skipum
Tafir í Ameríkuflugi
Fyrri seink-
un unnin upp
TVÆR flugvélar Flugleiða fóru
klukkutíma á eftir áætlun í loftið
í gær. Sólveig Þorsteinsdóttir,
vaktsljóri, segir ástæðuna felast í
því að ekki hafi verið búið að ná
upp töfum frá því fyrr í vikunni.
Onnur vélin, en þær eru báðar af
gerðinni Boeing 757, átti að leggja
af stað til New York kl. 16.40 en
fór þess í stað í loftið kl. 17.43. Hin
átti að leggja upp til Baltimore kl.
16.30 en fresta varð flugtaki til
17.43. Aðrar seinkanir urðu ekki í
utanlandsfluginu í gær.
og stundað veiðar án eftirlits. Það
er því í fullu samræmi við almenn
viðhorf okkar að fram fari stjórn á
veiðum eins og við Svalbarða," sagði
sjávarútvegsráðherra.
Lagabreytingar koma
til greina
Hann sagði að stjórnvöld hefðu
ekki lagaheimildir til að banna land-
anir hinna dóminíkönsku skipa. Sam-
kvæmt lögum um landanir erlendra
skipa er einungis heimilt að banna
uppskipun á afla, hafi viðkomandi
skip veitt úr sameiginlegum fiski-
stofnum íslendinga og annarra
þjóða, sem ósamið sé um. „Ég tel
hins vegar að það komi vel til álita
að við skoðum hvort rétt sé að setja
í lög ákvæði, sem gera okkur kleift
að taka á málum eins og þessu, þeg-
ar um er að ræða tilvik sem lúta að
því að framfylgja okkar stefnu varð-
andi nýtingu auðlindarinnar," sagði
Þorsteinn.
Ráðherra sagði að í þessu tilliti
gætu komið upp fjölmörg álitaefni,
eins og þau hvort íslendingar væru
aðilar að Svalbarðasamkomulaginu,
en eigendur dóminíkönsku togararnir
hafa byggt rétt sinn til veiðanna á
því. „Ef svo er, höfum við lagaheim-
ild til að ganga eftir því að íslenzk
skip virði alþjóðasamninga, sem við
eruin aðilar að. Að vissu leyti getum
við gengið lengra gegn íslenzkum
skipum en útlendum," sagði Þor-
steinn.
Sjá miðopnu: „Réjtarstaða
Norðmanna..."
Verðbreytingar
v. gengislækkunarinnar
Maggi Verðið Verðið hækkar
blóm- var kr. er nú kr. um
kálssúpa
í pakka 62 68 9,6%
Súpa hækk-
ar um 9,6%
MAGGI blómkálssúpa í pakka
hefur sums staðar hækkað vegna
gengisfellingarinnar. Pakki, sem
áður kostaði 62 krónur kostar nú
68 krónur og er það um 9,6%
hækkun.
SMDAfí
885,
OPIÐ flLlfl BAGA FRA KL. 10-23
im