Morgunblaðið - 16.07.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.07.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 11 Bryndís Halla Örn Gylfadóttir Magnússon Sigrún Einar Eðvaidsdóttir Jóhannesson Kuhmo-listahátíðin í Finnlandi Islenskir flytjendur með í fyrsta sinn BRYNDÍS Halla Gylfadóttir, sellóleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, Einar Jóhannesson, klarínettuleikari, og Orn Magnús- son, píanóleikari, verða fulltrúar íslands á tónlistarhátíðinni í Kuhmo 16. júlí til 1. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir flyljendur taka þátt í hátíðinni og einnig hljómar íslensk tónlist í Kuhmo í fyrsta sinn nú í ár. Tónlistarhátíðin í Kuhmo, sem fyrst var haldin fyrir 24 árum, er helguð kammertónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar. Dag- lega verða haldnir fimm tónleikar og hefst dagurinn í kirkjunni í Kuhmo þar sem m.a. verða fluttir allir kvintettar Mozarts og Boccher- ini. Fyrstu kvöldtónleikar á hverjum degi hefjast allir á píanótríói eftir Haydn, en síðustu tónleikar dagsins eru helgaðir tónlist sem samin er eftir stríð. Rúmlega 70 hljóðfæra- leikarar og 13 kammerhópar koma frá Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu til að taka þátt í hátíðinni. Maraþontónleikar með franskri og íslenskri tónlist verða haldnir laugardaginn 24. júlí. íslensku verkin sem þar verða flutt eru eftir tónskáldin Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Hilmar Þórðarsson, Þor- stein Hauksson, Karólínu Eiríks- dóttur, Jón Nordal, Þorkel Sigur- björnsson, Áskel Másson, Þórarinn Jónsson og Hjálmar H. Ragnarsson. íslensku flytjendurnir taka þátt í flutningi íslensku verkanna auk þess sem þeir samejnast flytjendum frá öðrum löndum í flutningi tónlist- ar eftir, Mozart, Boccherini, Poul- enc, Messiaen og fleiri. Kuhmo er lítill bær í Norðaustur Finnlandi, umlukinn vötnum og tijám. Þær tvær vikur sem hátíðin stendur koma þangað rúmlega 40.000 tónleikagestir. Það er íslensk tónverkamiðstöð sem annast hefur milligöngu um þátttöku íslendinganna í tónlistar- hátíðinni í Kuhmo. Orthulf Prunner, orgelleikari. Orgeltonleikar í Hallgrímskir kj u SUNNUDAGINN 18. júlí mun Orthulf Prunner, organisti við Háteigs- kirkju í Reykjavík, leika á þriðju orgeltónleikum Hallgrímskirlqu Sumarkvöld við orgelið og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Orthulf leikur verk eftir Bach, Bruhns, Mozart og Franck. Organistinn þessa helgi, Orthulf Prunner, fæddist í Vínarborg í Austurríki árið 1951. Hann stund- aði orgelnám hjá Peter Planyavsky, Anton Heiller og André Isoir. Þá er hann einnig með Ph.D. gráðu í stærðfræði. Frá árinu 1979 hefur Orthulf Prunner starfað sem organisti og kantor við Háteigskirkju í Reykja- vík jafnframt sem hann er stofn- andi og stjórnandi kammersveitar Háteigskirkju. Árið 1974 vann hann önnur verðlaun í keppni ungra org- anista í Haslach og árið 1991 fékk hann kennsluverðlaunin frá Amer- ican Biographical Institute. Með kennslu sinni hefur hann líka staðið fyrir námskeiðum í orgelleik og skrifað um orgelleik og orgeltónlist. Orthulf Prunner hefur gert Brahms, Mendelssohn Bartholdy, margar upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og komið fram á fjölda orgeltónleika bæði á íslandi og í Evrópu og þá aðallega leikið orgel- tónlist meistara Bachs. Um efnis- skrá sína segir Orthulf að hún sé einskonar ferðalag í gegnum litríkt landslag orgeltónbókmenntanna. Ferðin byijar og endar með Jo- hann Sebastian Bach en á mili er staldrað við hjá flestöllum orgel- skólum og hefðum, þ.e.a.s. norður- þýska orgelskólanum með Nikulaus Bruhns og rómantísku afsprengi hans Johannes Brahms. Þýska róm- antíkin hefur sinn fulltrúa í Mend- elssohn, suður-þýska orgelhefðin í Mozart. og loks er farið yfir í franska orgelskólann með verki César Francks. UMFERÐAR RÁÐ AFENGISVARNARAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.