Morgunblaðið - 16.07.1993, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993
Ríkisendurskoðun stað-
festir haffsmunatenffslin
eftir Svavar Gestsson
Gagnrýnin á Hrafn Gunnlaugs-
son hefur frá minni hendi aldrei
snúist um kvikmyndir hans né held-
ur hvort hann hafi átt rétt á því
að fá fjármuni úr Kvikmyndasjóði.
Gagnrýnin hefur aðeins snúist um
óeðlileg hagsmunatengsl. Sú gagn-
rýni er staðfest í einu og öllu í
skýrslu Ríkisendurskoðunar — sem
að vísu fer silkihönskum um málið
í orðalagi skýrslunnar. Það þýðir
ekki að hún eigi að fara öðrum
handtökum um málið. Til dæmis
kannast ég ekki við að hafa lagt
til að stofnunin fari járngreipum
um Hrafn Gunnlaugsson eins og
hann heldur sjálfur. En greinilegt
var af viðbrögðum hans við skýrsl-
unni að hann er í senn særður og
reiður yfir því að nokkur maður
skuli láta sér til hugar koma að
skipta sér af honum. Vissulega
væri þægilegra fyrir alla hlutaðeig-
andi ef unnt væri að fjalla um
málið án þess að falla um persónu
Hrafns í leiðinni. Því verður hér í
þessari grein valinn sá kostur að
ræða um manninn X. Og til glöggv-
unar skal minnt á að þeir peningar
sem hér um ræðir eru peningar
skattgreiðenda í landinu — og
reyndar víðar en í þessu landi.
Ástæðan fyrir gagnrýninni á
manninn X er ekki sú að menn vilji
gagnrýna list hans. Hún er ekki sú
að menn vilji gagnrýna framlög til
menningarmála. Það er reyndar
þvert á móti því sú ríkisstjórn sem
maðurinn X styður ákafast hefur í
raun ákveðið að afnema öll framlög
til menningarmála með því að
leggja virðisaukaskatt á bækur og
blöð og tímarit. Þannig fær ríkis-
sjóður á næsta ári í tekjur af virðis-
aukaskattinum af menningu svip-
aða upphæð og nemur tíu ára fram-
lagi ríkisins til kvikmyndagerðar.
Það er ekki sannfærandi þegar
listamaður gengur fram og ber lof
á slíka ríkisstjóm svo að jaðrar við
dónaskap.
Gagnrýnin á manninn X stafar
af því að hann hafi sjálfur og með
hjálp sterkra vina sinna notað sér
aðstöðuna til að komast alls staðar
milli stafs og hurðar. Og honum
hefur tekist það; honum hefur meira
að segja tekist að fá peninga úr
lánasjóði Færeyja, Grænlands og
íslands til þess að byggja kvik-
myndaver á Laugamestanga sem
er þó friðað svæði.
Það er því rangt sem Morgun-
blaðið segir í dag, 13. júlí, að stjóm-
arandstaðan hafi borið manninum
X á brýn sakir sem Ríkisendurskoð-
un afsanni. Staðreyndin er sú að
Ríkisendurskoðun staðfestir hags-
munatengslin alls staðar. Hins veg-
ar kemur fram í meðferð Rfkisend-
urskoðunar að maðurinn X sé að
nokkru leyti í skjóli ófullkomins
FA6LEC RAÐOOF
Valgerður Mattíasdóttir arkitekt
veitir viðskiptavinum okkar faglega
ráðgjöf við val á litum og öðrum
byggingarefnum dagana
fimmtudaginn ómi||i
15. |UII klukkan I 9* I O
fostudaginn á milll _ ^ _ o
16. jull klukkan I O- I O
iaugaidaginn á milli *■ á
1 7. júlí klukkan I "
verið velkomin
og nýtið ykkur ráðgjöf Valgerðar
Málarinn
hsL
Skeifunni 8 Sími 91-813500
stjórnkerfís; en það dugir ekki til
að hylja niðurstöðuna: Hagsmuna-
tengslin em hrópandi í himininn
alls staðar.
1. Maðurinn X er dagskrárstjóri
Sjónvarpsins 1985 til 1993, þar af
var hann í leyfí í fjögur ár, en engu
að síður hélt hann starfinu. Á þessu
tímabili greiddi ríkissjóður honum
rúmlega 25 milljónir króna. Og Rík-
isendurskoðun segir: „Hins vegar
hljóta svo umfangsmikil viðskipti
stofnunarinnar við starfsmann sinn
í stjómunaraðstöðu almennt séð að
orka tvímælis."
2. Maðurinn X var skipaður for-
maður stjómar Menningarsjóðs út-
varpsstöðva. Hann úthlutaði meðal
annars peningum til Baldurs Her-
mannssonar og til Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar. Hann hafði
þama sterka stöðu til þess að hafa
áhrif á kvikmyndagerð og þátta-
gerð og staða hans þarna og hjá
sjónvarpinu skapaði honum sterka
stöðu gagnvart öðrum kvikmynda-
gerðarmönnum og tæknimönnum á
vettvangi kvikmyndagerðar.
Rfkisendurskoðun segir: „Að
mati Ríkisendurskoðunar var
óheppilegt að skipa dagskrárstjóra
Sjónvarpsins . . . sem fulltrúa
menntamálaráðherra í stjóm sjóðs-
ins og um leið sem formann.
3. Maðurinn X sótti fast á Nor-
ræna kvikmynda- og sjónvarpssjóð-
inn. Hann beitti sér fyrir því að
ráðuneytisstjórinn í menntamála-
ráðuneytinu skrifaði sjóðnum bréf
— án þess að láta ráðherrann vita.
Þetta athæfi ráðuneytisstjórans
gagnrýnir Ríkisendurskoðun sér-
staklega. Bendir þetta til þess að
maðurinn X hafi haft sérstök tengsl
við ráðuneytisstjórann í mennta-
málaráðuneytinu — eða hvað?
4. Menntamálaráðuneytið keypti
mynd af Hrafni Gunnlaugssyni og
borgaði hana út. Það ákvað jafn-
framt að kaupa tvær myndir af
Hrafni eftir eitt ár. í því skyni var
gefin út skuldaviðurkenning af
menntamálaráðherra. Heimildin var
ekki lögð fýrir alþingi til samþykkt-
ar eða synjunar þegar fjárlög vom
afgreidd. Það vom mistök sem
menntamálaráðherra viðurkennir.
Myndimar vom keyptar án samráðs
við Námsgagnastofnun. Bendir það
til sérstakra tengsla við mennta-
málaráðherra?
5. Maðurinn X fékk 5 milljóna
króna lán frá Vestnorræna lána-
sjóðnum til að kanna gmndvöll að
byggingu og rekstri kvikmyndavers
í Reykjavík, á Laugarnestanga. Það
liggur ekki fyrir að heimilað hafí
verið að reisa kvikmyndaver á
Laugamestanga — sem er friðlýst
svæði. En hvemig stóð á því að
forsætisráðherra skipti um stjóm-
armenn í Vestnorræna sjóðnum svo
að segja strax eftir að hann tók við
starfí sem slíkur? Bendir þetta til
tengsla mannsins X við forsætisráð-
herra?
6. Maðurinn X fékk á umræddu
tímabili 91 millj. kr. í styrki frá
Kvikmyndasjóði. Fram kemur að
Svavar Gestssón
„Staðreyndin er sú að
Ríkisendurskoðun stað-
festir hagsmunatengsl-
in alls staðar.“
skilyrði sjóðsins hafa seint, illa eða
ekki verið uppfyllt að því er varðar
greinargerðir, ijármögnun verkefn-
anna eða sýningarrétt sjónvarps-
stöðva á myndunum. Hann sat allan
þennan tíma í stjórn Kvikmynda-
sjóðs. Hann er þar tilnefndur af
Samtökum kvikmyndaframleið-
enda. Auðvitað hlaut ráðherra að
fallast á lögbundna tilnefningu
samtakanna. Annað kemur ekki til
greina í lýðræðisríki en að ráðherra
fylgi lögum. Og deilan hefur aldrei
snúist um það að styrkirnir hafi
verið háir eða lágir — deilan hefur
snúist um það að í gegnum stjórnar-
setuna og fleira hafí maðurinn haft
óvenjuleg tengsl. Niðurstaðan er
því þessi:
Sami maður
- er dagskrárstjóri Sjónvarps,
- er í stjórn Kvikmyndasjóðs,
- er formaður Menningarsjóðs út-
varpsstöðva,
- er í nánum tengslum við ráðu-
neytisstjórann í menntamála-
ráðuneytinu sem skrifar fyrir
hann bréf eftir pöntun,
- fær keyptar þijár myndir á sama
árinu í menntamálaráðuneytinu
þar sem.ráðherrann brýtur í þágu
mannsins X allar venjulegar
vinnureglur,
- er í nánum tengslum við forsætis-
ráðherra og fyrrverandi borgar-
stjóra,
- er í nánum tengslum við borgar-
yfirvöld og lofar að byggja kvik-
myndaver á Laugarnestanga í
skjóli kunningsskapar. (Kannski
borgarlögmaður vilji kanna mál-
ið?)
Quod erat demonstrandum:
Hagsmunatengslin eru óvenjuleg
og óeðlileg og það var þess vegna
sem það var í senn fráleitt og sið-
laust að gera sama mann að fram-
kvæmdastjóra Sjónvarpsins eftir að
útvarpsstjóri hafði vikið honum frá
sem dagskrárstjóra.
Menntamálanefnd alþingis mun
koma saman síðar í sumar og ræða
þetta mál. Þá þarf að ræða við alla
viðkomandi aðila málsins. Þá verður
að reyna að sameinast um reglur
sem koma í veg fyrir að aðilar sem
eru frekir til fjörsins eins og maður-
inn X geti á nýjan leik orðið efni í
sumarreyfara Ríkisendurskoðunar.
Það er best fyrir alla. Sérstaklega
fyrir manninn X.
Höfundur er þingmaður fyrir
Alþýðubandalagið í
Rcykjavíkurkjördæmi og á sæti í
menntamálanefnd Alþingis.
mumai
SKOGRÆKTARFELAG REYKJAVIKUR
Fossvogsbletti 1, fyrirneðan Borgarspítalann, sími 641770. Beinn sími söludeildar 641777
Svar.
Þessa helgi: Falleg
broddfura í pottum,
Fjöldi runna á
frábæru sumarverði
í nýju húsi
FORMENN félaganna, Gísli Júlíusson, Helgi Steingrímsson og Ólaf-
ur Jónsson, taka við lyklum úr hendi Kjartans Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.
Sj álfstæðisfélög'in í
Breiðholti kaupa húsnæði
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fm að stærð og er tilbúið undir
fest kaup á husnæði a þriðju hæð tréverk, þ.e. einn salur.
við Álfabakka 14a til nota fyrir
félög sjálfstæðismanna í Breið- Hinn 29. júní komu stjórnir félag-
holtshverfi. Húsnæði þettaer 150 anna og framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins saman til að skrifa
undir kaupsamning og fengu félög-
in húsnæðið þar með til umráða.
Framkvæmdastjóri flokksins ávarp-
aði viðstadda og óskaði félögunum
til hamingju með þennan áfanga.
Formaður fulltrúaráðsins í Reykja-
vík óskaði félögunum einnig til
hamingju. Formaður félags Skóga-
og Seljahverfis þakkaði að síðustu
öllum sem unnið höfðu að málinu
og bað menn að þakka undirbún-
ingsnefnd með lófataki.
Sjálfstæðisfélögin í Breiðholts-
hverfum hafa verið á hrakhólum
með aðstöðu fyrir fundi og aðra
nauðsynlega starfsemi og iðulega
þurft að leita út fyrir hverfin til
funda. Kosin hefur verið nefnd skip-
uð gjaldkerum félaganna til fjáröfl-
unar til að innrétta húsnæðið.