Morgunblaðið - 16.07.1993, Síða 44

Morgunblaðið - 16.07.1993, Síða 44
 E). S). ^ LETTÖL ^ v v* Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVA LMENNAR MORGUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 16. JULI 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Flóðin vestanhafs hækka loðnumjölsverð Verð hækkar um iiðlega 5 prósent VERÐ á loðnumjöli hefur hækkað um rúmlega 5% á dags- markaði ytra undanfarnar tvær vikur og eftirspurn eftir mjölinu aukist. Jón Guðlaugsson hjá Fiskafurðum hf. segir að ástæða þessarar hækkunar séu flóðin í Mið-vesturríkjum Bandaríkjanna en búist er við að þau eyðileggi stóran hluta af sojabauna- og maísuppskerunni á þeim slóðum. Verð á dagsmarkaðinum er nú komið í 310 pund fyrir tonnið en það fór lægst niður í 285 pund á þessum markaði í vor. Jón segir að verð á loðnumjöli og lýsi hafi verið mjög lágt undanfarið ár og sé nú eins og það var lægst fyrir 2 árum. „Það sem gerist nú er að soja- mjölsmarkaðurinn er í uppsveiflu vegna flóðanna og fiskimjölið fylgir með í þeirri sveiflu enda er það aðal- samkeppnisafurðin,“ segir Jón. „Eft- irspum eftir fiskimjöli hefur þó ekki mikið tekið við sér enn enda eru kaupendur að bíða og sjá hver fram- vinda mála verður. Hins vegar bú- umst við fastlega við því að verðið fari áfram hækkandi.“ 100 þúsund farþegar í Saudi-Arabíu ATLANTA-flugfélagið í Mos- fellsbæ hefur flutt um 100 þús farþega fyrir ríkisflugfélag Saudi-Arabíu á þremur mánuð- um. Flogið er þrisvar á dag milli Jedda og Kaíró með kennara og ýmsa egypska sérfræðinga sem eru að fara heim í frí. Sjá 1B: „Atlanta flytur...“ Morgunblaðið/Kristinn Reykjanesbraut malbikuð UNNIÐ var í gærkvöldi og nótt við malbikun Reykjanesbrautar við Kúagerði að Vogaafleggjara. Gert er ráð fyrir að verkið taki þrjár nætur og á meðan er umferð beint um Vatnsleysustrandarveg. ^hrif úrskurðar Mannréttindadómstólsins að mati lögfræðings Verslunarráðs Skyldugreiðslur í lífeyris- sjóði þarf að endurskoða SKYLDUGREIÐSLUR í lífeyrissjóði þarf að endurskoða í kjölfar úrkurðar Mannréttindadómstóls Evrópu um skylduaðild að verkalýðsfélögum. Þetta er mat Jónasar Fr. Jónssonar, lögfræðings Verslunarráðs íslands. Ef greið- ^5ndi í lífeyrissjóð tilheyrir starfsstétt, sem hefur sinn eigin lífeyrissjóð, er hann skyldugur til að greiða í þann lífeyris- sjóð og getur ekki valið um neinn annan. Ef greiðandi til- heyrir hins vegar ekki slíkri starfsstétt getur hann valið milli sjóða. Fjármálaráðuneytið þarf einu sinni til tvisvar á ári að úrskurðum hvort ákveðinn launþegi sé skyld- ugur að greiða í einn ákveðinn líf- eyrissjóð að sögn Áslaugar Guð- jónsdóttur hjá ráðuneytinu. „Úr- skurðurinn kveður alltaf á um að viðkomandi sé skylt að greiða í einn ákveðinn sjóð eða þá að við- komandi megi velja sér sjóð,“ seg- ir Áslaug. Skyldugreiðslur kannaðar Jónas Fr. Jónsson hefur verið að kanna skyldugreiðslur í lífeyris- sjóði fyrir Verslunarráðið og segir að lögin þurfí klárlega endurskoð- unar við í ljósi dóms Mannréttinda- dómstólsins. „Fyrst Mannréttinda- dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu í leigubflstjóramálinu svokallaða þá sé ég ekki rökin fyrir því að hann ætti ekki að gera það varðandi lífeyrissjóðina. Svo er annað, sem menn geta velt fyrir sér, hvernig það stenst eign- arréttarákvæði stjórnarskrárinnar að láta menn hugsanlega borga í lífeyrissjóði þegar það er ljóst að iðgjaldaframlögin muni ekki færa þeim lífeyrisréttindi, sem svara til andvirði framlaganna," segir hann. Tvær hliðar á málinu Sigurbjörn Sigurbjörnsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Söfn- unarsjóðs lífeyrissjóðsréttinda, segir að líta megi á skyldugreiðsl- ur í einn ákveðinn sjóð frá tveimur hliðum. Annars vegar geti verið hætt við því að ef launþegar gætu valið milli sjóða þá myndu lífeyris- sjóðirnir fara að velja sér sjóðfé- laga og þá yrðu þeir eftirsóknar- verðastir, sem væru hraustir lík- amlega því þeir, sem fái svokallað- an áhættulífeyri, fái almennt meira greitt úr sjóðunum en þeir greiði í þá. Á hinn bóginn segir Sigurbjörn að sumir sjóðir séu mjög sterkir og eigi vel fyrir skuldbindingum sínum á meðan aðrir standi höllum fæti. Þá mætti spyija sig þeirrar spurningar hvers vegna sumir launþegar þyrftu að greiða í sjóð, sem þeir fengju minna úr en ef þeir greiddu í einhvem annan bet- ur stæðan. „Mér finnst sem fólk sé farið að velta því meira fyrir sér að hugsanlega komi það ekki til með að fá mikið úr lífeyrissjóði þegar þar að kemur,“ segir Áðalheiður Óskarsdóttir hjá Almenna lífeyris- sjóði VÍB. Fyrsti miðinn ANDRl Hrólfsson markaðsfull- trúi lýá Visa límir upp miða í versluninni Jón og Oskar sem sýnir að verslunin tekur nú við debetkortum, sem kallast Visa- Electron. Debetkort tilbúin í september GERT er ráð.fyrir að fyrstu deb- etkortin verði tilbúin fyrir kort- hafa í september nk. Fram að þeim tíma munu kreditkortafyr- irtækin vinna að samningum við kaupmenn um að þeir taki þá þjónustu upp. Visa ísland gerði sinn fyrsta debetkortasamning í gær við verslunina Jón og Óskar á Laugavegi en fleiri samningar eru í burðarliðnum. Debetkort eru ekki ósvipuð ávís- anaheftum í notkun en með þeim geta korthafar greitt út á innstæðu sem þeir þegar eiga í bönkum. Á kortunum verða myndir af korthöf- um þannig að talið er að þau eigi eftir að verða mjög örugg og mun öruggari greiðslumáti en ávísanir eru nú. Sjá miðopnu: „Fyrsti..." Töluverðar skemmdir á bryggjunni í Vestmannaeyjum Gámur fullur af riski ror 1 sjoinn FJÖRUTÍU feta gámur féll í sjóinn við bryggjuna í Vest- mannaeyjum í gær þegar unnið var að því að flytja hann um borð í skip til útflutnings. Óhappið atvikaðist þannig að þegar lyftarinn var að aka eftir bryggjunni gaf hún sig og hjólin á lyftaranum duttu í gegnum bryggjuna. Við það hentist gámurinn framan af lyftaranum og féll í sjóinn. Engin slys urðu á fólki en Ijónið er talið nema milljónum. 9 Bjarni Sighvatsson, starfsmaður Samskipa í Vestmannaeyjum, segir skýringuna á óhappinu sennilega vera þá að vatnsleiðsla undir bryggjugólfinu hafi opnast og hún hafi skolað burtu efni sem átti að halda gólfínu uppi. Við það hafi myndast tómarúm undir bryggju- gólfinu þar sem lyftarinn fór í gegn. Milljónatjón í gámnum voru 22 tonn af sjó- frystum þorski frá Hornafirði sem verið var að umskipa í skip sem í dag átti að sigla til útlanda. Nokkurt eignatjón varð og sagð- ist Bjarni telja að um einhvetjar milljónir væri að ræða. Svo virtist sem gámurinn væri ónýtur, um- pakka þyrfti fiskinum sem hefði sloppið við skemmdir, og gera þyrfti við lyftarann. Þar fyrir utan hefðu komið í ljós heilmiklar skemmdir á bryggjunni. Sigurgeir Jónasson Fullur af fiski Á MYNDINNI sést hvar gámur- inn marar í hálfu kafi við bryggjuna í Vestmannaeyjum. Á bryggjunni er lyftarinn með hjólin í gegnum bryggjuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.