Morgunblaðið - 08.08.1993, Side 1
72 SIÐUR B
176. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
• •
Oldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir fjárlagafrumvarp Clintons með minnsta mun
Getum nú end-
urvaMð amer-
íska drauminn
- sagði forsetinn er hann fagnaði sigri
^Washington. Reuter.
ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti fjárlagafrumvarp
Bills Clintons Bandaríkjaforseta með minnsta mun í fyrrinótt.
Þurfti oddaatkvæði Alberts Gore varaforseta til, þannig að at-
kvæði féllu 51-50. Sólarhring áður hafði fulltrúadeildin samþykkt
frumvarpið naumlega með 218 atkvæðum gegn 216. Forsetinn
sagði að þessum sigri sínum loknum að lagður hefði verið horn-
steinn að því að endurvekja ameríska drauminn. Þjóð sín hefði
nú aftur efnahagsleg örlög sín í eigin höndurn.
Aðdragandi atkvæðagreiðslunnar
í öldungadeildinni var geysispenn-
andi. í báðum deildum greiddi enginn
repúblikani frumvarpinu atkvæði sitt
en á síðustu fimmtíu árum finnast
varla dæmi slíkrar andstöðu þegar
um mikilvæg stjórnarfrumvörp er að
ræða. Vitað var að a.m.k. sex demó-
kratar úr flokki forsetans myndu
leggjast gegn frumvarpinu í öld-
ungadeildinni. Beittu repúblikanar
málþófi og fluttu breytingartillögur
við frumvarpið sem m.a. fólu í sér
að afturvirkur skattur sem í því felst
yrði felldur út vegna þess að hann
stangaðist á við stjómarskrána. En
allt kom fyrir ekki. Klukkustund fyr-
ir atkvæðagreiðsluna tók Bob Kerrey
þingmaður demókrata frá Nebraska
til máls en allt valt á afstöðu hans.
Gagniýndi hann bæði forsetann og
repúblikana og sagðist svo hafa
dregið of lengi að gera upp hug sinn,
hann hefði höfuðverk af öllum
vangaveltunum en þegar allt kæmi
til alls gæti hann ekki fengið það
af sér að greiða atkvæði gegn forset-
anum.
tækja verður hækkaður um 4,3 sent
á gallon
—Tekinn verður skattur af öllum
launum sem rennur til Medicare-heil-
brigðiskerfisins. Hingað til hafa árs-
tekjur yfir 135.000 dali verið undan-
þegnar.
—Skattur á hagnað fyrirtækja verður
hækkaður úr 34% í 35%.
—Spara á 63 milljarða dala í heil-
brigðiskerfinu.
—Ríkið tekur beinni þátt í námslána-
kerfinu en verið hefur sem á að spara
4,3 milljarða dala en á ennfremur
að bæta kjör námsmanna.
Reuter
Atkvæði varaforsetans réð úrslitum
BILL Clinton Bandaríkjaforseti og A1 Gore varaforseti fagna samþykkt fjárlagafrumvarpsins í
fyrrinótt. Oddaatkvæði varaforsetans réð úrslitum í öldungadeildinni. Á næstu fimm árum verður
hallinn á fjárlögum Bandaríkjanna lækkaður um 500 milljarða dala.
EB takmarkar innflutning
áJs frá samveldisríkjunum
Hallinn minnkaður um 500
milljarða dala
I ijárlögunum er stefnt að því að
minnka hallann á ríkissjóði um 496
milljarða dala á fimm árum. Skattar
eiga að hækka um 241 milljarð dala
og útgjöld eiga að dragast saman
um 255 milljarða. Meðal ráðstafana
í fjárlögunum eru þessar:
—Hátekjuskattur hækkar úr 31% í
36%. Þeir sem þurfa að greiðan þenn-
an skatt eru einstaklingar sem hafa
meira en 115.000 dali í árstekjur og
hjón með meira en 140.000 dali.
Skattprósentan hækkar í 39% fari
tekjumar yfir 250.000 dali á ári.
Skatturinn er afturvirkur frá 1. jan-
úar 1993.
—Skattur á eldsneyti til samgöngu-
Brussel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
bandalagsins (EB) tilkynnti í gær að
innflutningur áls frá ríkjum Samveldis
sjálfstæðra ríkja yrði takmarkaður við
60.000 tonn næstu fjóra mánuði. Ástæð-
an væri kvartanir fyrirtækja í EB yfir
stórauknum álinnflutningi frá samveld-
isríkjunum. Um væri að ræða neyðar-
ráðstöfun vegna þess að ekki hefði tek-
ist að ná samkomulagi við rússnesk
yfirvöld um takmörkun álinnflutnings
til EB.
í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar seg-
ir að innflutningstakmörkunin nái til áls frá
samveldisríkjunum beint og einnig til þess áls
sem kæmi í gegnum þriðja ríki. Þar undir féllu
álbirgðir sem nú eru í vöruhúsum málmmark-
aðarins í London. Ef ekki næðist samkomulag
á næstu mánuðum myndi framkvæmdastjórnin
gera tillögur síðar til ráðherraráðs EB um
hvað gera skyldi eftir nóvemberlok. Samninga-
viðræður hefðu verið erfíðar m.a. vegna þess
að ekki fengjust áreiðanlegar upplýsingar um
framleiðslu og útflutning frá samveldisríkj-
unum. Talsmaður framkvæmdastjómarinnar
sagði að árið 1992 hefðu 350.000 tonn af áli
frá Rússlandi verið flutt inn til EB, en voru
134.000 tonn árið 1991. Enn hærri tölur hafa
verið nefndar. Áliðnaðurinn í EB krafðist þess
að framkvæmdastjórnin takmarkaði innflutn-
inginn við 82.000 tonn á ári.
Veruleg aukning
Fram kom í yfirlýsingunni að álinnflutningur
frá Rússlandi og öðrum ríkjum samveldisins
hefði vaxið „mjög verulega". Sir Leon Brittan,
sem fer með erlend viðskiptamál í fram-
kvæmdastjórninni, sagði að hann vonaðist til
að ákvörðun þessi gæfi svigrúm til að finna
lausn í málinu. „Það sem hefur verið að ger-
ast er ekki afleiðing af eðlilegum viðskiptum.
Þetta er mjög svo óeðlileg staða,“ bætti hann
við.
Óeðlileg verðmyndun
Framkvæmdastjórnin gerði óeðiilega verð-
myndun Rússaálsins að umtalsefni. Orkuverð
væri tilbúningur og allt of lágt, litlar kröfur
gerðar til umhverfísverndar og framleiðendur
bæru ekki mikilvægan kostnað við framleiðsl-
una sem keppinautar þeirra í Evrópubandalag-
inu þyrftu að bera.
KAUPAFÓLK
Vinnumenn
og vinnukonur
í sveit segja
frá störfum
sínum og kjörum
Á KAJÖKUM
& KONUBÁTI b