Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 ERLEIMT INIMLENT 5% vaxta- hækkun Is- landsbanka sætir ámæli íslandsbanki hækkaði nafn- vexti á óverðtryggðum útlánum um 5 prósentustig fyrir síðustu helgi, sem þýddi að meðalvextir skuldabréfa urðu um 19,8%, sem var 7,6 prósentustigum hærra en hjá Landsbanka. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, sagði ástæðuna fyrir vaxtahækkuninni vera verðbólgutopp vegna gengis- fellíngarinnar í júní, og einnig erfíðleika með að samstilla verð- tryggð og óverðtryggð kjör og eiifíðleika með eðlilega þróun skammtímavaxta. Halldór Guð- bjarnason, bankastjóri Lands- banka, sagði íslandsbanka fara nýjar leiðir í vaxtamálum — bank- amir hefðu venjulega farið þá leið að jafna verðbólgusveiflur. Jón Sigurðsson, seðlabankastjóri, sagði nafnvaxtahækkun íslands- banka vera raunvaxtahækkun á flesta mælikvarða, en búist við skjótri lækkun er verðbólgan lækkaði. Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra, sagði hækkun- ina vera miklu meiri en hann hafí átt von á, og gangi þvert á það sem um væri að ræða hjá öðrum bönkum. Slippstöðin Oddi í greiðslustöðvun Slippstöðinni Odda á Akureyri var á þriðjudag veitt greiðslu- stöðvun til þriggja vikna hjá Hér- aðsdómi Norðurlands eystra. Fyr- irtækið fékk inn 105 milljónir í nýju hlutafé frá ríki og Akur- eyrarbæ fyrir ári síðan, þegar Slippstöðin hf. var sameinuð Odda hf., en samkvæmt sex mánaða uppgjöri nemur eigið fé nú 15 milljónum. Hótelræningi náðist Tæplega þrítugur maður náðist á þriðjudag, eftir að hann rændi móttöku Hótels Reykjavíkur á mánudag. Maðurinn ógnaði starfsstúlku, sem var ein í móttök- ERLENT Gengissam- starf í hættu MIKLAR sviptingar urðu í geng- is- og gjaldeyrismálum Evrópu um síðustu helgi og var ein af ástæðunum talin vera að þýski Bundesbankinn lækkaði vexti mun minna á fímmtudag en búist hafði verið við. Á föstudag féll gengi franska frankans niður fyr- ir það lágmark sem honum var sett innan Gengissamstarfs Evr- ópu, ERM. Ráðamenn Evrópu- bandalagsins komu saman til bráðafunda, Frakkar vildu um- fram allt komast hjá því að fella gengið umbúðalaust. Niðurstaðan varð sú að ríki ERM fengu leyfi til að láta gengið sveiflast mun meira en áður, leyfilegt frávik verður nú 15% á hvorn veg. Marg- ir telja að markmið Maastricht- samningsins séu að deyja drottni sínum vegna þessara hræringa er sýni að sameiginlegur gjaldmiðill EB sé aðeins draumsýn. Viðræður enn í hnút Samningaviðræður deiluaðila í Bosníu, sem hafnar eru í Genf, ganga iila og þær væntingar sem menn höfðu á föstudag og laugar- dag rættust ekki. Vopnahié í Sarajevo frá því á föstudag var þegar brotið daginn eftir og Bos- níu-Serbar reyna sem fyrr að ná helstu vígjum múslima við borg- ina. Alija Izetbegovic, Bosníu- unni, með hnífí, og hafði hann um 200 þúsund krónur uppúr krafsinu. Hann játaði verknaðinn við yfírheyrslur hjá rannsóknar- lögreglu daginn eftir að hann náðist. Hann hefur lítillega komið við sögu lögreglu áður. Sala SH í Japan eykst Útflutningur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna til Japan hefur aukist um 37,5% fyrstu sex mán- uði ársins. Heildarútflutningur var hins vegar um 45 þúsund tonn, sem var 12,8% aukning. Mesta verðmætið fór á Banda- ríkjamarkað, eða 8.500 tonn, sem var tæpur þriðjungur af heildar- sölu SH. Viðræður um samdrátt í varnarliðinu Viðræður stóðu yfír í vikunni milli fulltrúa íslenskra og banda- rískra stjómvalda um aðgerðir i málefnum vamarliðsins í Kefla- vík. Bandaríkjamenn hafa til- kynnt að ekki verði aðhafst án samráðs við íslendinga, en fyrir liggur að komið geti til niður- skurðar í starfseminni. Matvælaútgjöld gætu lækkað um 40% Samkvæmt könnun Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands gætu útgjöld heimilanna til matvæla- kaupa lækkað um 40%, miðað við að allur stuðningur og verndarað- gerðir stjómvalda við landbúnað- inn yrðu felldar niður. Könnunin miðast við gögn frá ámnum 1988-1990. Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, segir könn- unina byggjast á úreltum tölum og undarlegum forsendum. Til dæmis hefur niðurgreiðsla lækkað um 34% frá þeim tölum sem skýrslan byggir á. íslendingar sakaðir um tollsvik í frétt í danska dagblaðinu Bersen á fímmtudag sagði að þýsk tollayfirvöld hefðu komist að raun um að íslenskt innflutn- ingsfyrirtæki í Bremerhaven og frystihús á sama stað hafí brotið gegn ákvörðunum EB um lág- marksverð og tollareglur. íslensk- ir innflytjendur og söluaðilar er- lendis sveija af sér að íslenskir aðilar eigi hlut í slíkum viðskipta- háttum. forseti og múslimi, neitaði að setj- ast aftur að samningaborðinu fyrr en Serbar hættu árásum sínum. Atlantshafsbandalagið ræddi um mögulegar loftárásir á stöðvar Serba en ákvörðun var ekki tekin. Ósigur íhaldsflokksins Breski íhaldsflokkuimn beið herfílegan ósigur í aukakosning- um í Christchurch á sunnudag. Frambjóðandi Fijálslyndra demó- krata sigraði með yfírburðum, vann þingsæti sem íhaldsmenn höfðu haldið í áratugi. Hitinn óbreyttur? Niðurstöður rannsókna með gervihnöttum undanfarin 14 ár gefa ekki til kynna að neinar breytingar hafí orðið á hitastigi í lofthjúp jarðar, að sögn talsmanna bandarísku geimvísindastofnun- arinnar, NASA. Aðrir drága nið- urstöðurnar í efa, segja að taka verði tillit til eldgosa á tímabilinu er valdi kólnun vegna loftmengun- ar. Sprengingar í Kína Um 70 manns fórust í Shenz- hen í Kína, skammt frá Hong Kong, á fímmtudag er sprenging varð í eiturefnabirgðum verk- smiðju. Vegna hitans kviknaði í gasi í nágrenninu og varð þar enn meiri sprenging. Stjómvöld í Pek- ing báðu um aðstoð frá Hong Kong, í fyrsta sinn frá því að kommúnistar tóku völdin. A Reuter Utför Baldvins konungs BALDVIN Belgíukonungur var borinn til grafar í gær. Margt erlendra fyrirmenna var viðstatt útförina, þ. á m. Elísabet Englandsdrottning, Akihito Japanskeisari og Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. Hér má sjá kistu konungs og ættingja hans í bakgrunni, frá vinstri: Josephine Charlotte, Fabiola drottning, Albert prins, sem tekur við krúnunni, Paola prinsessa og Filippus prins. Buckinghamhöll verður opin almenningi í átta vikur Einn líkir höUinni við lestar- hótel en annar tekur and- köf andspænis ríkidæminu London. Reuter og The Daily Telegraph. ÍBÚARNIR voru fjarri góðu gamni þegar Buckinghamhöll í Lundún- um var opnuð almenningi í fyrsta sinn í gær. En blaðamenn sem fengu að skoða höllina á föstudag sögðust skynja að almenn hrifning og tilfinningahiti yrði það mikill að fara yrði aftur til síðasta konung- lega brúðkaups til að finna annað eins. Viðbrögð blaðamannanna sjálfra við því sem sjá mátti innanstokks voru þó misjöfn. Um 800 manna biðröð hafði myndast er hallardyrunum var lokið upp kl. 8.30 á laugardagsmorgun. Ekki voru þar eingöngu aðdáendur drottning- ar heldur gerðu 20-30 lýðveldissinnar uppsteit en lögregla sagði að um minniháttar uppákomu hefði verið að ræða og enginn hefði ver- ið tekinn fastur. Þótt ekki væru fleiri en hundrað manns eða svo sem tjölduðu í St. James Park á föstudagskvöld til að verða fyrstir inn í dýrðina var ákaf- inn ekki minni en þegar beðið var eftir hertogaynjunni af Jórvík árið 1986. Colin Edwards, 52 ára gam- all bæjarstarfsmaður, segist alltaf taka svefnpokann með sér kvöldið fyrir afmæli Elísabetar drottningar- móður. Og nú þurfti hann ekki að gera annað en færa sig yfír götuna því afmælið var fyrr í vikunni. „Þetta er söguleg stund og ég vil ekki missa af henni,“ sagði hann. „Ég hef hitt drottninguna tuttugu og þrisvar, Díönu 45 sinnum og drottningarmóðurina — okkar ást- kæru drottningarmömmu eins og ég kalla hana — 25 sinnum." Ed- wards gerði sér grein fyrir að hann sæi ekki neinn úr konungsfjölskyld- unni í þetta sinn — drottningin var í Belgíu við útför Baldvins konungs — „en ég get ekki beðið eftir að fá að sjá heimili þeirra“. Opið til 1. október Höllin verður til sýnis fram til 1. október. Búist er við átta þúsund gestum á dag, aðgangseyrir er 8 pund (860 kr.) og á að veija tekjun- um til viðgerða á Windsor-kastala sem brann í fyrra. Kostnaður við viðgerðir er áætlaður 40 milljónir punda og er vonast til að hagnaður af komu 400.000 gesta nægi til að greiða 70% af þeim reikningi. Gest- imir mega skoða átján herbergi af sex hundruð. Að sögn er ekki hægt að sjá mikil merki þess í herbergjunum átján að þar búi raunverulegt fólk. The Daily Telegraph segir að skoð- unarferð um höllina sé frekar fyrir listáhugamenn og þá sem eru hrifn- ir af íburðarmiklum innanhússarkí- tektúr. Að sögn blaðsins sýndu blaðamennimir 660 sem fengu að fara inn á föstudag minjagripabúð- inni hvað mestan áhuga en hún hefur verið sett á fót við endann á gönguleiðinni í gegnum höllina. Þar er hægt að fá þerridúk á skrifborð fyrir 25 pund, súkkulaðiöskju á 4 pund og úrval skartgripa. Var það mál manna að framboðið væri afar smekklegt og virðulegt, t.d. væru þar hvorki stuttermabolir né bíl- rúðulímmiðar. Líkt við lestarhótel Viðbrögð blaðamanna sem fengu Meðalhiti í Tókýó í júlí er 22,5 gráður á selsíus en að þessu sinni hefur hitinn verið 2,5 gráðum lægri. Það munar þó ekki mestu um það, heldur um úrkomuna, sem hefur slegið öll fyrri met víða og einkum í vesturhluta landsins. Hefur það haft mikil áhrif á kaup á alls kyns varningi, sem á sína mestu sölutíð á sumrin, til dæmis bjór, ijómaís, viftur, fatnað og ferðalög og ótal margt annað. „Það kaupir enginn léttan sumarfatnað í rigningatíð," sagði kaupmaður nokkur og starfs- menn bjórfyrirtækjanna eru önnum kafnir við að endurskoða fyrri áætl- að skoða höllina á föstudag voru misjöfn. Blaðamaður Independent sagði að skarlatið og gyllingin minntu helst á hótel á brautarstöð sem mætti muna sinn fífil fegri. Listgagnrýnandi The Daily Te- legraph sagði að móttökusalirnir þar sem drottningin hefur ofan af fyrir tignum erlendum gestum væru „skelfilegri en orð fá lýst“. Blaða- maður Daily Mirror var öllu hrifn- ari: „Þetta tekur öllu því fram sem maður gat ímyndað sér — maður tekur andköf andspænis glitrandi ríkidæmi og auðlegð." Búist er við að Buckinghamhöll verði í haust einn aðalferðamanna- staðurinn í Bretlandi. Töluvert af útlendum ferðamönnum var í bið- röðinni i gær. „Við erum vonsvikin yfir því að drottningin skuli ekki vera hérna," sagði Ed Laird, verk- fræðingur frá Kaliforníu. „Þegar við förum í Disneyland þá er Mikki mús á staðnum." anir um afkomuna. Úrhellið að undanförnu hefur einnig valdið miklum erfíðleikum og töfum í byggingariðnaðinum og lyfjafyrirtækin, sem selja alltaf mik- ið af skordýraeitri og slíkum efnum í sumarhitunum, sitja nú uppi með birgðirnar næstum ósnertar. Fáir búast við, að úr rætist með sumarið en þeir eru þó til. „Við búumst við góðu veðri í ágúst og mikilli sölu,“ sagði verslunareigandi í Tókýó en japanskir veðurfræðingar eru á öðru máli. Þeir spá aðeins fáum, góðum dögum í þessum mánuði. Miklir rosar og kuldatíð í Japan Tókýó. Rcuter. ÓVANALEGA kalt og votviðrasamt hefur verið í Japan í júlí og það, sem af er ágúst. Hefur tíðarfarið haft veruleg áhrif á efnahagslífið og þótti ekki á bætandi samdráttinn, sem nú hefur staðið í tvö ár. Litlar líkur þylga á betra veðri á næstunni og september er alla jafna úrkomusamur hvað sem nú verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.