Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 17 Vildi hafa hænur Svanþór á dráttarvélinni ásamt hundinum Glanna. M°rgunbiaðið/Sverrir Veróur aó kunna vel á drattarvélina SARA María Eyþórsdóttir er 13 ára og á heima á Akureyri. Hún réði sig að Draflastöðum í Fnjóskadal eftir auglýsingu í Degi. Á Draflastöðum búa Hulda Ásgeirsdóttir og Heiðar Jónsson. Þau eiga tvö börn, sex ára stúlku og eins og hálfs árs gamlan dreng. Þetta er annað sumarið sem Sara er á Drafla- stöðum. Þar voru í vetur 440 ær á fóðrum og auk þess eru þau Hulda og Heiðar með nokk- uð af geldneytum. Mér leist strax vel á mig þeg- ar ég kom hingað og er ánægð með að vera hérna,“ segir Sara. „Það eina sem er að er að ég fæ ekki enn að keyra traktorinn. En Heiðar ætlar kannski að kenna mér það seinna í sumar. Svo vildi ég líka hafa hænur.“ Þau Hulda og Heiðar segja að Sara sé önnur vinnukonan sem þau hafi og bera henni mjög gott orð. „Það er alltaf vandi að hafa ann- arra manna börn,“ segir Hulda, „vandi bæði fyrir þau og okkur. Þau eru vön öðruvísi heimilum og öðruvísi reglum en það hefur geng- ið mjög vel að hafa Söru. Hún er jákvæð og dugleg.“ Um dráttar- vélarakstur unglinga í sveitum segja þau Hulda og Heiðar að börn sem hafi alist upp með vélum séu oft látin vinna á dráttarvélum mun yngri en bæjarunglingar. Sara segir að hún sé oft að passa börnin en hún vinni líka alls konar önnur störf. „Nú á að fara að hreinsa hlöðuna og moka út úr fjár- húsunum og ég á að hjálpa til við það. Ég gef líka stundum nautunum og þarf oft að reka kálfa og kvígur úr túnunum. Mér finnst þetta skemmtilegt því að ég hef svo gam- an af dýrunum. Þegar ég verð full- orðin ætla ég að eiga mikið af dýr- um og gæti vel hugsað mér að búa í sveit. Eg held að ég yrði ekki leið á því. Mér fannst skemmtilegast hér í sauðburðinum. Þá var svo mikið að gera. Ég var alltaf úti í fjárhúsum. Það var líka mjög gam- an að hjálpa til við að reka á fjall, en þangað var féð rekið í hópum.“ Sara María er ekki^ ráðin upp á neitt sérstakt kaup. I fyrrasumar var hún matvinnungur en hún býst við að fá einhver laun í haust. Síð- ast þegar farið var í kaupstaðinn fékk hún að kaupa sér flík sem hana langaði í og vildi heldur fá hana en peninga. SVANÞÓR Gunnarsson er kaupamaður í Miðdal í Kjós. Hann er 14 ára og á heima i Reykjavík. Þetta er fyrsta sum- arið sem hann er ráðinn vinnu- maður í Miðdal allt sumarið en hann hefur oft verið þar áður í styttri tíma og þá gp-ipið í ýmis verk. Eldri bróðir minn var hér á undan mér og kannski má segja að ég hafi erft vinnuna frá hon- um“, segir Svanþór. Bóndinn hérna er móðurbróðir minn og hann bauð mér vinnuna sem ég þáði strax. Ég vil mikið heldur vera hérna en í ungl- ingavinnunni eins og flestir vinir mínir í Reykjavík eru.“ í Miðdal búa Svanborg Magnús- dóttir og Guðmundur Davíðsson. Þau eiga þtjú börn sem öll eru töluvert yngri en Svanþór. Auk Svanþórs er í sumar 21 árs gömul norsk vinnu- kona í Miðdal. „Við sjáum ein um kýrnar þessa viku á meðan hjónin eru á ferðalagi", segir Svanþór. „Mér finnst það skemmtilegt því að ég hef svo gaman af því að umgangast skepnurnar. Á morgun á ein kýrin að bera og við þurfum að taka á móti kálfinum. Ég kvíði því ekkert því að ef eitthvað verulegt verður að getum við fengið afa til að hjálpa okkur. Hann bjó héma í Miðdal á undan Guðmundi og er núna í sumar- bústað hér innar í dalnum." I Miðdal er 21 kýr í fjósi, rúmlega 100 kindur, 20 hross og 15 hænsni. Svanþór segist oft fara á hestbak í Miðdal en aðalstörf hans hafa verið í fjósinu og í heyskapnum. Hann hefur unnið á dráttarvélum í sumar, bæði snúið heyinu og rakað saman. „Það eru engar sérstakar hættur hér á túnunum", segir hann um dráttar- vélaraksturinn. „En auðvitað verður maður að kunna vel á dráttarvélina og fara varlega í kringum skurði og yfir brýr. Ég sjálfur er ekkert hrædd- ur á dráttarvélinni en það kemur fyrir að mamma er hrædd um mig.“ Svanþór fær 20 þúsund krónur í peningum í kaup á mánuði í Miðdal auk fæðis og húsnæðis. Hann segist vera ánægður með kaupið og vinn- una. „Héma er auðvitað mismikið að gera“, segir hann, „mest í hey- skapnum en þetta er ekki neitt sér- lega erfitt. Vélvæðingin er orðin svo mikil. Ég gæti vel hugsað mér að verða bóndi og reikna með því að það geti alveg gengið ef maður fær jörð með nægan kvóta fyrir kýmar.“ Bar ábyrgd á kúnum í viku Sara Maria að gefa nautunum á Draflastöðum. UNNUR Berglind Guðmundsdóttir er 15 ára og á heima í Kópavogi. Hún var ellefu ára þegar hún kom fyrst að Stóru-Hildisey í Austur-Landeyjum. Þar búa ly’ónin Else-Gunn Graff og Pétur Guð- mundsson. Þau eiga tvo stráka sem voru eins og tveggja ára þegar Unnur kom fyrst að Hildisey. Morgunblaðið/Kristinn Unnur Berglind var fþ’ót að læra á kýr og kálfa í sveitinni. Morgunbiaðið/Golli Eg kom hingað með frænda mínum sem átti að passa strákana," segir Unnur. „Ég átti að vera með honum til þess að honum leiddist ekki. En eftir viku var hann farinn og ég varð eftir. Síðan hef ég verið hérna meira og minna öll sumur og líkar mjög vel. Fyrst var ég bara að passa strákana en ég lærði fljótt á ijósið. Það er mikið að gera hérna, sérstaklega í heyskapnum. Mér fínnst það bara gaman nema það er aldrei tími til þess að kenna nrér á traktorinn.“ í Stóru-Hildisey er nær ein- Skemmtilegt i fjósinu HJÖRTUR Jónsson er að verða 15 ára og á heima á Akranesi. Sveinn Skúlason bóndi í Bræðratungu í Biskupstungum réð Hjört sem kaupamann í gegnum Búnaðarsam- bandið. Sveinn býr í Bræðratungu í félagi við Kjartan son sinn. Kona Sveins heitir Sigríður Stefánsdóttir. Þetta er annað sumarið sem Hjörtur er kaupamaður í sveit en í fyrra var hann á Brennistöðum í Borgarfírði. „Það var ekki þörf fyrir mig þar aftur svo að mig vant- aði vinnu í vor,“ segir Hjörtur. „Ég vildi ekki fara í Vinnuskólann. Ég held maður læri lítið þar annað en að styðja sig við skófluna. Hér í Bræðratungu er svo margt að gera enda stórt bú og mikið land. Kýrnar eru í kringum fjöru- tíu, milli sjö og átta hundruð kindur og ég held að Sveinn viti ekki sjálfur hvað hann á mörg hross.“ Störfín sem Hirti eru falin eru margs kon- ar. „Ég fer í fjós og mjólka og er á vélum í heyskapnum, raka og sný. Það getur stundum verið mjög skemmtilegt að vera hérna en ég Hjörtur með heykvíslina Bræðratungu. Morgunblaðið/Kristinn í hlöðugatinu í held að mér finnist samt skemmtilegasta vinn- an vera í fjósinu. Ég er ráðinn upp á fæði og húsnæði og þrjátíu þúsund á mánuði í pening- um og er alveg sáttur við það kaup.“ Sveinn í Bræðratungu er ánægður með Hjört sem kaupamann, segir að hann sé mjög fljótur að læra til starfa því að hann sé svo jákvæður. í Bræðratungu er fleira kaupafólk. Auk Hjart- ar eru þar 17 ára stúlka og 17 ára piltur. Þar er því oft glatt á hjalla og á kvöldin er stund- um farið á hestbak. Hjörtur neitar því samt ekki að hann sakni stundum félaga sinna á Akranesi og þess að geta ekki stundað áhuga- mál sín, en hann spilar á gítar í hljómsveit og hefur gaman af veiðiskap. Hjörtur segir að framtíðin sé ekki að fullu ráðin. Hann á eftir einn bekk í Grunnskólanum á Akranesi og segist reikna með því að fara í Fjölbrautaskólann þar eftir tíunda bekk. Hvað tekur við að því loknu segir hann að verði bara að koma í ljós, en bóndi vill hann ekki verða þó að gott sé að vera í Bræðratungu. göngu kúabúskapur og eru kýrnar 30 talsins. Pétur bóndi þar segir að Unnur sé mjög dugleg og áreið- anleg kaupakona. Til dæmis um það tekur hann að í fyrrasumar bar hún ábyrgð á mjöltum í fjósi og kúnum í heila viku á meðan þau hjónin fóru í frí. „Það er mikil ábyrgð að sjá um fjósið,“ segir Unnur,„en ég kann alveg á öll störf þar og veit hvem- ig á að leysa vandamál ef þau koma upp. Ég gat líka leitað til bóndans á næsta bæ ef eitthvað hefði orðið að en ég þurfti þess ekki sem betur fer.“ Unnur Berglind segist vera ánægð með launakjör sín í Hildis- ey en Pétur bóndi þar kveðst fara eftir taxta frá Búnaðarsamband- inu í launagreiðslum til hennar. „Fyrsta sumarið var ég bara í fjór- ar vikur,“ segir Unnur, „og þá fékk ég bara gefíns pening þegar ég fór heim en síðan hafa launin mín hér hækkað á hveiju surnri." í fyrrasumar lenti Unnur í miklu ævintýri. Hjónin í Stóru-Hildisey höfðu farið á ættarmót og hún átti að sækja kýrnar og mjólka um kvöldið. „Þegar ég kom út á tún til kúnna sá ég að ein þeirra var að byija að bera. Það þurfti að hjálpa henni svolítið og ég sá ein um það. Mér fannst algert ævintýri að vera þarna alein með kúnni á meðan hún var að bera. Hún eignaðist kvígu og ég átti að fá að ráða nafninu á henni. Mér dettur bara ekki í hug neitt nógu gott nafn svo að ég býst við því að hún verði látin heita Unnur eins og ég.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.