Morgunblaðið - 08.08.1993, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993
VORU VSSULEGA
texti Jón Stefónsson
myndir Einar Falur Ingólfsson
DANSGÓLFIÐ í Ýdölum er grænt íþrótta-
gólf með öllum tilheyrandi línum og víta-
teigshringjum. Það var hálffullt af dans-
andi ungmennum klukkan hálftólf laugar-
dagskvöldið 24. júlí. Ljóshærð stúlka sýndi
dansfélaga sínum vönduð karatespörk á meðan Red
Hot Chili Pepper snerust á segulbandi. Þrír tvítugir
piltar dönsuðu kringum tómt glas. Þeir voru allir í
stuttermabol. Hreyfingarnar harðar, snöggar og með-
vitaðar. Klukkan var að nálgast tólf þegar einn rót-
ari og síðan annar, skutust yfir sviðið. Margir hættu
að dansa. Það var skrúfað niður í tónlistinni og reyk-
ur lagðist yfir hljóðfærin sem voru eins og leikmunir
í leiksýningu. Allir horfðu á sviðið — nema strákarnir
í stuttermabolunum. Einn þeirra strauk með hægri
hendi gegnum hárið, beygði sig hægt niður og tók
glasið upp. Meðlimir Pláhnetunnar gengu fram á svið-
ið. Söngvarinn, Stefán Hilmarsson, tók um hljóðnem-
ann og sagði: Gott kvöld. Síðan fór fyrsta lagið af
stað, lag sem allir virtust þekkja. Dansgólfið fylltist
og breyttist í hoppandi þvögu, syngjandi: „Yfir tungl
og sól,/ yfir óbyggð ból,/ yfir stiörnurnar — og mér
stendur ekki á sama.“ Meira að segja strákarnir í
stuttermabolunum sungu. Ballið var byrjað.
„Églýg ekki“!
Pláhnetan, þeir Stefán Hilmarsson, Sigurður Grön-
dal, Friðrik Sturluson, Ingólfur Guðjónsson og Ingólf-
ur Sigurðsson, höfðu mætt á svæðið upp úr ellefu.
Þá voru rótararnir búnir að stilla öllu upp, undir
áhyggjufullu augnaráði Sigtryggs húsvarðar sem þótti
nóg um tilstandið. „Nennir einhver að skrölta á ball
í þessu skítaveðri," spurði ég stúlkurnar í sjoppunni.
„Það koma sex eða sjö hundruð manns,“ spáðu þær
öruggar og töldu votviðri og norðanvind litla fyrir-
stöðu á kvöldi sem þessu.
Spá þeirra gekk eftir. Eftir miðnættið var dansgólf-
ið eins og fólkshaf yfir að líta, allir dansandi eða
hoppandi, syngjandi eða skrækjandi. Nema hópur sem
stóð við svíðið og fylgdist náið með hljómsveitinni.
Hópurinn samanstóð af ungum stúlkum og piltum, >
þó kvenkynið væri í góðum meirihluta. Sumar létu
sér nægja að horfa stíft og syngja. Aðrar sátu á svið-
inu og teygðu jafnvel hendur í átt til stjarnanna. Þær
allra kræfustu og villtustu príluðu upp til þeirra, döns-
uðu með hendur á lofti eða tóku ímynduð gítarsóló
þangað til dyraverðir í bláum skyrtum með dökk bindi
hjálpuðu þeim aftur niður á gólfið.
Flestir voru kátir og með fullri meðvitund milli
klukkan tólf og eitt. Samræður viku fyrir ópum og
fagnaðarfundum. Eða uppgjörum. „í alvöru,“ sagði
dökkhærður piltur við vinkonu sína. „Ég lýg ekki.“
„Djöfuls vitleysa," svaraði hún, „ég sá þig kyssa hana
á síðasta balli.“ Hann fórnaði höndum og ekki gott
að sjá hvort það væri uppgjöf og um leið játning um
glæp eða örvænting yfir tortryggni kvenkynsins. Síð-
an hurfu þau í fjöldann og ég vissi aldrei hvort ein-
hver kyssti annan. En fljótlega fóru hinir fyrstu að
missa jafnvægisskynið, augnlokin sigu og þeir vissu
ekki af sér fyrr en rúminu heima hjá sér morguninn ,
■
PLÁHNETUNNJ