Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993
Guðmundur Bragi
Torfason — Minning
Fæddur 9. apríl 1943
Dáinn 30. júlí 1993
Elsku pabbi, nú ertu farinn svo
snögglega frá okkur, þú sem varst
alltaf svo góður og yndislegur.
Aldrei hefði manni dottið í hug að
þú yrðir næstur. Hugsunin um að
fá ekki að hafa þig hjá okkur er
óbærileg, en sagt er að tíminn
lækni öll sár, en aldrei kemur neinn
. eða neitt í staðinn fyrir þig. Minn-
ingamar eru margar og góðar sem
gleymast aldrei, þær stundir sem
við áttum með þér lifa áfram með
okkur í minningunni þrátt fyrir að
þú sért farinn.
Okkar missir er mikill, en missir
mömmu og ömmu þó enn meiri og
megi góður Guð styrkja þær í sinni
sorg. Við vitum að við hittumst
aftur og eiga þá eftir að verða fagn-
aðarfundir, en þangað til megi
blessun Guðs vera með þér elsku
pabbi okkar. Hvíl í friði.
Björk, Sjöfn, Lísa,
Torfi Birgir og Berglind.
Stundum er erfitt að skilja til-
gang lífsins, og af hveiju sumir lifa
skemur en aðrir. Er mér barst sú
harmafregn að mágur minn Guð-
mundur Bragi Torfason hefði látist
af slysförum átti ég erfitt með að
skilja og trúa því að hann væri
ekki enn á meðal okkar. En slysin
gera ekki boð á undan sér og sökn-
uðurinn og sorgin verður meiri við
slíkar aðstæður.
Guðmundur Bragi, eða Bragi
eins og hann var kallaður, er fædd-
ur og uppalinn á Akranesi, sonur
hjónanna Torfa Hjartarsonar og
Guðnýjar Guðmundsdóttur. Torfi
lést fyrir nokkrum árum, en Guðný
sér nú á eftir einkasyni sínum.
Bragi gekk í skóla á Akranesi
og lauk þaðan Iðnskólaprófí. Hann
lærði rafvirkjun og fór síðan í
Tækniskóla Islands og útskrifaðist
þaðan sem raftæknir. Mestan hluta
starfsævi sinnar starfaði hann hjá
ísal.
Alla tíð var Bragi áhugasamur
um að mennta sig. Hann stundaði
þýskunám í kvöldskóla og var einn-
ig á tölvunámskeiðum. Ekki man
ég eftir honum öðruvísi en að hann
. væri að grúska eitthvað.
Þegar Bragi giftist Sonju systur
minni átti hún þrjú ung böm af
fyrra hjónabandi. Bragi reyndist
þeim sem besti faðir. Síðar eignuð-
ust þau tvö börn saman og verð
ég að segja að betri heimilisfaðir
er vandfundinn. Öllum börnunum
þótti afar vænt um hann.
Bragi var í hæsta máta dagfars-
prúður maður og barngóður, af
sinni alkunnu lipurð vildi hann
leysa hvers manns vanda.
Á góðri stundu var Bragi kátur
og hafði næmt auga fyrir spaugi-
legum hliðum mannlífsins. Sonja
og Bragi hafa lifað mjög góðu og
ánægjulegu lífí saman, þau hafa
ferðast mikið og fyrr á þessu ári
fóm þau til Texas að heimsækja
elstu dóttur sína sem býr þar nú.
Bragi tók mikið af myndum í þess-
um ferðum og gaman var að upp-
lifa með honum ferðasöguna í máli
og myndum.
Á heimili þeirra hjóna hefur alla
tíð verið mikill gestagangur, sama
var hvort gestimir voru héðan frá
Islandi eða komu erlendis frá, þá
sóttist fólk eftir því að gista hjá
þeim. Þau höfðu einstakt lag á að
láta fólki líða vel í návist sinni.
Allur þessi gestagangur hefur að
sjálfsögðu aukið útgjöld heimilis-
ins, en aldrei hefur verið kvartað
yfir því í mín eyru.
Bragi var ekki maður sem tran-
aði sér fram eða lét mikið á sér
bera, heldur vann að sínum málum
án alls fyrirgangs, og fannst mér
sem honum félli það best að vera
ekki mikið í sviðsljósinu.
Á meðan Bragi stóð í byggingar-
framkvæmdum var hann vel birgur
af verkfærum og efni. Þá leitaði
ég oft til hans um að fá lánað eitt-
hvað smálegt. Þá var ekki við það
komandi að ég mætti skila því til
baka, nei, ég mátti eiga það. Hann
naut þess að geta gert öðrum
greiða og sagði: „Þú gerir mér
bara einhvem tíma greiða í stað-
inn.“
Missir nánustu aðstandenda er
mikill, og bið ég Guð að vemda
þá og styrkja á þessari erfíðu
stundu. Engan mann þekki ég hafði
horn í síðu Guðmundar Braga og
er hann harmamissir öllum þeim
sem til hans þekktu og mun ég
geyma mynd hans í minningunni,
rólegan og yfirvegaðan, en samt
alltaf glaðan. Megi minning hans
lengi lifa.
Jóhann Larsen Knútsson.
Mig langar með r.okkrum orðum
að minnast samstarfsmanns míns
til margra ára, Guðmundar Braga,
t
Móðursystir mín,
SIGRÍÐUR ERLINGSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
Miklubraut 7,
lést 6. ágúst.
Guðrún S. Möller.
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR GRETTIR JÓSEPSSON,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði þann 5. ágúst.
Sigtryggur Guðmundsson, Hrefna Ragnarsdóttir,
Barbara ósk Ólafsdóttir,
Hlynur Páll Sigtryggsson,
Kristrún l'ris Sigtryggsdóttir.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afí
KRISTJÁN ÁRNASON
fyrrverandi lögregluþjónn
Skólagerði 57, Kópavogi,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Laufey Kristjánsdóttir Miljevic,- Stanko Miljevic,
Helga Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Sigurhansson,
Heiðrún Kristjánsdóttir, Guðmundur Guðmundsson,
og barnabörn.
er lést af slysförum hinn 30. júlí
síðastliðinn. Samstarf okkar hófst
árið 1968 er við unnum sem raf-
virkjar hjá Ormsson-bræðrum við
uppbyggingu álversins í Straums-
vík. Við unnum náið saman í um
það bil 1 ár og þá kynntist ég vel
mannkostum hans.
Eftir það skildu leiðir í nokkur
ár. Samstarf okkar hófst aftur 12.
mars 1973 er Bragi var fastráðinn
til starfa hjá ISAL og þar hefur
hann starfað óslitið síðan eða rúm
20 ár.
Bragi var yfírlætislaus, prúður
og orðvar maður. Heyrði ég hann
aldrei hallmæla nokkrum manni.
Störf sín vann hann af alúð og
þeirri samviskusemi er honum var
í blóð borin. Bragi var mikill fag-
maður. Hann var sjálfstæður I
starfí og lagði metnað sinn í að
ljúka hveiju verki óaðfínnanlega.
Eftir svo langa dvöl á sama
vinnustað fer vart hjá því, að góð
tengsl myndast milli manna. Bragi
var vinsæll og virtur af vinnufélög-
um sínum og sakna þeir hans nú
sárt.
Bragi var dulur um eigin hagi
og flíkaði ekki tilfinningum sínum.
Þó fann maður að fjölskyldan var
honum allt og best leið honum með
konu sinni og börnum.
Nú er við kveðjum góðan dreng
sem hverfur héðan langt fyrir aldur
fram minnumst við hans með virð-
ingu og þökkum samfylgdina.
Kæra Sonja. Innilegar samúðar-
kveðjur til þín og barna þinna,
móður og annarra ástvina Braga.
Blessuð sé minning hans.
Fyrir hönd rafvirkja ISAL.
Rúnar Pálsson.
Hún var glöð í bragði, sex ára
dóttir mín, fímmtudaginn 29. júlí,
enda átti hún að fá að sofa hjá
ömmu og afa þá um nóttina. Dag-
skráin þá um kvöldið var að venju
þaulskipuð og hófst i sjoppunni þar
sem keypt var nesti fyrir kvöldbíl-
túrinn. Aðalatriðið þetta kvöld var
að skoða hús því að amma og afí
voru farin að líta í kringum sig
eftir framtíðarhúsnæði, húsnæði
sem væri mátulega stórt handa
þeim tveimur og myndi henta þeim
um ókomin ár. Eftir bíltúrinn og
þegar heim var komið, fór afi Bragi
að gera við uppþvottavélina sína,
en Sonja amma og dóttir mín að
tygja sig í háttinn. Þegar þær voru
tilbúnar að fara að sofa gengu þær
saman fylktu liði fram til afa Braga
og kysstu hann báðar góða nótt.
Morguninn eftir fór Bragi afí í vinn-
una sína en þar beið Guð eftir hon-
um og leiddi hann til himna.
Eftirlifandi eiginkonu, Sonju
Knútsdóttur, kynntist Bragi á
dansleik síðla árs 1969 og felldu
þau þegar hugi saman, á þessum
tíma hafði hann nýlokið prófí frá
Raungreinadeild Tækniskóla ís-
lands og hugði á frekara fram-
haldsnám í Svíþjóð. Sonja var þá
fráskilin og leigði íbúð í Hlíðartúni
í Mosfellssveit ásamt þremur ung-
um dætrum sínum af fyrra hjöna-
bandi, þeim Björk, f. 24. júní 1965,
Sjöfn, f. 14. ágúst 1966 og Elísa-
betu, f. 5. mars 1968.
Eftir að Bragi hafði fengið vil-
yrði fyrir inngöngu í sænskan
tækniskóla dreif hann sig út til
Svíþjóðar í byijun árs 1970 en skól-
inn átti að hefjast þá um haustið,
tímann fram að haustinu hugðist
hann nota til undirbúnings fyrir
námið og komast inn í tungumálið.
Bragi og Sonja héldu uppi sam-
bandi sín á milli með ötulum bréfa-
skriftum, en þó bréfin væru mörg
og innihaldið gjöfult gátu bréfin
ein á engan hátt haldið ungum
hjörtum aðskildum til lengdar, því
fór svo að Bragi tók saman föggur
sínar, hvarf frá fyrirhuguðu námi
og innritaði sig í Tækniskóla ís-
lands haustið 1970 þar sem hann
lauk námi sem rafiðnfræðingur ári
síðar.
Allan þennan skólavetur heim-
sótti Bragi Sonju og dætur hennar
reglulega til Mosfellssveitar. í þá
daga voru fastar ferðir milli
Reykjavíkur og Mosfellssveitar
ekki í eins föstum skorðum og
þekkist í dag, skóladagurinn var
oft langur og þegar dagurinn var
loks á enda runninn, voru rútuferð-
irnar oft fallnar niður þann daginn.
Hinn 5. mars þennan sama vetur
henti slíkt atvik hann. Þennan dag
átti yngsta dótti Sonju afmæli og
hafði Bragi að loknum skóladegi
farið niður í Reykjavík og keypt
Signrður Einarson
matsveinn - Minning
Fæddur 12. september 1930
Dáinn 29. júlí 1993
Það er ekki mín sterkasta hlið
að setjast niður og skrifa minning-
argrein en það er nú það minnsta
sem maður getur gert, þegar slíkur
vinur fellur frá.
Hann Siggi frændi eða Diddi
kokkur eins og hann var oftast
kallaður var móðurbróðir minn,
næstelstur af fimm systkinum. Ég
var nú ekki hár í loftinu þegar Siggi
frændi byijaði að sprella með mig
og æsa mig upp í allskonar prakk-
arastrik og á ég margar góðar
minningar frá þeim tíma.
Siggi frændi var mestalla ævi
sína á sjó og þá sem kokkur og var
hann alla tíð vel metinn í starfi.
Siggi hafði mikinn áhuga á úti-
vist og ferðalögum og naut sín vel
í þeim, enda mjög fróður um land
og þjóð.
Með þessum orðum vil ég kveðja
elskulegan frænda minn og vil ég
votta vinum hans og ættingjum
mína dýpstu samúð.
Fel þú guð, í faðminn þinn,
fúslega hann frænda minn,
ljáðu honum ljósið bjarta,
lofaðu hann af öllu hjarta,
leggðu yfir hann blessun þína,
berðu honum kveðju mína.
(L.E.K.)
Asgeir Jónsson.
handa henni afmælisgjöf, en þegar
á rútubiðstöðina var komið var
vagninn á bak og burt. Bragi gat
ekki þá frekar en nokkru sinni síð-
ar hugsað sér að hryggja unga
afmælisbamið og hélt því af stað
fótgangandi eftir hitaveitustokkun-
um til Mosfellssveitar með afmæl-
isgjöfína. Þessi ferð var á engan
hátt einsdæmi hjá honum því iðu-
lega þræddi hann hitaveitustokk-
ana að kvöldlagi svo af fundum
hans, Sonju og dætra hennar gæti
orðið.
í júní 1971 hófu Bragi og Sonja
búskap og leigðu þau til að byija
með í félagsheimli Húnvetninga við
Þingholtsstræti. Þarna undu þau
sér í eina þijá mánuði er þau keyptu
sína fyrstu íbúð saman við Hóf-
gerði í Kópavogi. Þau eignuðust
sitt fyrsta barn saman 10. október,
dreng sem skýrður var Torfí Birgir
í höfuðið á föður Braga, Torfa
Hjartarsyni, og bróður, Birgi, sem
lést á bamsaldri.
Árið 1972 brá til tíðinda hjá
Sonju og Braga, því að fyrsta dag
þess árs gengu þau í hjónaband
og hafa því verið hamingjusamlega
gift í tæp 22 ár.
Yngsta barn þeirra hjóna fædd-
ist 15. maí 1974, stúlka sem skírð
var Berglind.
Fyrstu misserin eftir námið
starfaði Bragi hjá Rafmagnsveitu
Ríkisins, en árið 1973 réð hann sig
til Islenzka álversins þar sem hann
starfaði samfleytt síðan og hafði
fyrir fáeinum mánuðum síðan mót-
tekið viðurkenningu frá álverinu
fyrir 20 ára starfstíma og gull-
merki rafíðnaðarsambandsins fyrir
25 ára íveru.
Til Hafnarfjarðar fluttist fjöl-
skyldan 1972 fyrst að Hellisgötu
35. Meðan fjölskyldan bjó enn öll
undir sama þaki átti Bragi þann
draum að byggja sitt eigið hús, hús
þar sem börnin gætu átt sín eigin
herbergi, hús sem hann hefði skipu-
lagt sjálfur, hús með mörgum
slökkvurum og tenglum, hús með
bílskúr. Þessi draumur varð að
veruleika 1976 þegar byggingar-
framkvæmdir að Víðivangi 10 hóf-
ust. Tveimur árum síðar fluttist
íjölskyldan inn í draumahúsið. Tíu
árum eftir þennan innflutningsdag
byijaði Bragi á sinni seinni bygg-
ingu sem staðsett er að Hraunbrún
4. Inn í þá byggingu var flutt 1989,
tæpum þrem árum síðar keyptu
þau og fluttu inn að Vallarbarði 1
þar sem þau hafa búið síðan.
Ég minnist þín vorsins bláa veldi,
er vonir okkar stefndu að sama marki,
þær týndust ei í heimsins glaum og harki,
og hugann glöddu á björtu sumarkveldi.
Þín sál var öll hjá fógrum lit og línum,
og ljóðsins töfraglæsta duiarheimi.
Þú leiðst burt frá lágum jarðarseimi,
í ljóssins dýrð, á hugar-vængjum þínum.
Ég sakna þín, og syrgi farinn vin,
i sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfír heimsins dægur-glys.
Á horfna tímans horfí ég endurskin,
ég heyri ennþá glaða, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
Guðmundi Braga kynntist ég að
vorlagi fyrir einum níu árum er
ástin hreif mig í hans hús að sækja
mér kvonfang. Þá strax fann ég
hvað þessi maður, mér þá ókunnug-
ur, hafði yfír miklum og vönduðum
mannkostum að bera. Stúlkan sem
ég leit svo hýru auga var yngst
dætra Sonju af fyrra hjónabandi,
en það að hún væri ekki Guðmunds-
dóttir gat ég á engan hátt skynjað
og komst reyndar ekki að því fyrr
en mér var sagt það að einhverjum
vikum og dögum liðnum, svo vel
gekk hann inn í föðurhlutverkið.
Hugtakið stjúpdóttir var ekki hægt
að fínna í hugskoti Braga og leit
hann á öll börnin sem sín eigin.
Afabörnin sem voru orðin fimm
talsins heilluðust af honum og var
hann iðinn við að taka af börnunum
myndir. Þriggja ára nafna átti hann
sem hann hafði á sínum tíma hald-
ið undir skírn, saman sátu þeir oft
og ræddu málefni sem þeim litla
þótti merkileg hveiju sinni og iðu-
lega enduðu þessar samræður með
dillandi hlátri þeirra beggja og þá