Morgunblaðið - 08.08.1993, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993
ATVINNUA UGL YSINGAR
Lögmannsstofa
vill ráða vanan ritara til almennra skrifstofu-
starfa. Reynsla á þessum starfsvettvangi er
æskileg. Framtíðarstarf. Fullt starf.
Umsóknir sendist fyrir þriðjudagskvöld til
auglýsingadeildar Mbl. merktar: „G - 1085“.
Símavarsla
Lögmannsstofa í austurborginni vill ráða
góðan og reglusaman starfskraft til síma-
vörslu allan daginn.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „H - 593“ fyrir kl. 17 nk. þriðjudag.
„Au pair“
óskast til að gæta 2ja barna hjá íslenskri fjöl-
skyldu í Bandaríkjunum. Þarf að vera um
tvítugt með bílpróf og enskukunnáttu.
Má ekki reykja.
Upplýsingar í símum 20390 og 18672.
Grafískir hönnuðir
óskast!
Auglýsingastofa óskar eftir að ráða grafíska
hönnuði til starfa. Leitað er eftir framtaks-
sömu, skapandi fólki, sem á auðvelt með að
vinna sjálfstætt. Krafist er leikni í notkun
MacintosH tölva og þeirra forrita sem notuð
eru í greininni, s.s. Quark Xpress, Photoshop
Freehand eða lllustrator.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fljót-
lega. Næg verkefni framundan.
Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar
Mbl. fyrir fimmtudaginn 12. ágúst, merktum:
„Frelsi - 101“.
Rikisútvarp-Sjónvarp áuglýsir eftir dagskrár-
gerðarmönnum (upptökustjórum) og að-
stoðar-dagskrárgerðarmönnum, (skriftum),
bæði í fasta vinnu sem og í stök verkefni.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu á
sviði sjónvarpsvinnu.
Vinsamlegast sendið upplýsingar á þar til
gerðum umsóknareyðublöðum, sem liggja
frammi í Útvarpshúsinu, Efstaleiti, og hjá
Sjónvarpinu, Laugavegi 176, fyrir 13. ágúst
merktar: „IDD“, Sjónvarpið, Laugavegi 176,
105 Reykjavík.
ráv
RÍKISÚTVARPIÐ
Sfmavarsla
Stórt þjónustufyrirtæki í borginni vill ráða
lipran og samviskusaman starfskrafftil síma-
vörslu og upplýsinga. Fullt starf.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
miðvikudag merktar: „L - 856“.
Organistar
Okkur vantar organista í Háteigskirkju
frá 1. október nk.
Áhugasamir skrifi til Háteigskirkju,
Víðihlíð 29, 105 Reykjavík.
Safnaðarstjórn.
Ritari
Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins
óskar að ráða ritara til afleysingastarfa
á skrifstofunni frá 1. september 1993 til
31. ágúst 1994. Krafist er góðrar enskukunn-
áttu og færni í ritvinnslu og vélritun.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf, sendist varnarmálaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins, Skúlagötu 63,
150 Reykjavík, fyrir 15. þ.m.
Varnarmálaskrifstofa
utanríkisráðuneytisins.
Frá Háskóla íslands
og Ríkisspítölum
Prófessorembætti f Iffefnafræði við lækna-
deild og yfirlæknisstaða við Landspftala.
Ætlast er til að prófessorinn verði í forsvari
fyrir lífefnafræði læknadeildar og jafnframt
tengist embættið yfirlæknisstöðu við Land-
spítalann samkvæmt sérstöku samkomulagi
milli Háskóla íslands og Ríkisspítala.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsóknum
sínum rækilega skýrslu um vísindastörf þau
er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir,
svo og stjórnunarstörf, námsferil og önnur
störf. Ennfremur er óskað eftir greinargerð
um rannsóknir sem umsækjendur hyggjast
stunda, verði þeim veitt staðan. Æskilegt
er að umsóknargögn séu á ensku og að rit-
gerðum á öðrum tungumálum fylgi útdráttur
á ensku.
Laun skv. kjarasmaningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðuneytisins.
Umsóknarfrestur er til 1. október 1993 og
skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs
Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suður-
götu, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
læknadeildar í síma 694880 og á skrifstofu
Ríkisspítala í síma 602300.
Myndlistarkona
óskar eftir starfi, helst við kennslu.
Margt kemur til greina.
Upplýsingar í síma 675749.
Barngóð
Jcona (amma) óskast í 50% starf við að gæta
heimils og barna.
Umsóknir, með helstu upplýsingum um við-
komandi, óskast sendartil auglýsingadeildar
Mbl., merktar: „Hafnarfjörður - 10934“.
RIÖLBRAUTASKÚUNN
BREIÐHOLTI
Kennari
Með tilvísun til laga nr. 48 frá 1986 er aug-
lýst eftir kennara í sagnfræði.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 1993.
Skóiameistari.
ísafjarðarkaupstaður
Leikskólastjóri
S.O.S.
Leikskólastjóra vantar strax á leikskólann
Eyrarskjól, ísafirði. 100% starf.
í boði er að flutningskostnaður verði greidd-
ur, útvegað niðurgreitt húsnæði, leikskóla-
pláss og góð laun.
Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður
í síma 94-3722.
Bæjarstjórinn á ísafirði.
Móttaka - fullt starf
Leitum að hörkuduglegum starfskrafti
til starfa í móttöku okkar.
Þarf að vera skipulagður og geta unnið
sjálfstætt.
Umsóknareyðublöð á staðnum.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
AGUSTU OG HRAFNS
SKEIFAN 7 108 FSEYKJAVfK S. 68 98 68
RAÐAUGi YSINGAR
TIL SÖLU
Taptil sölu
Sameignarfélag, með töluvert yfirfæranlegt
tap, til sölu.
Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl.,
merkt: „L - 900".
Saumastofa til sölu
Til sölu saumastofa í fullum rekstri sem fram-
leiðir aðallega fatnað fyrir Kóra, íþróttafélög
og veitingahús. Fyrirtækið hefur góð við-
skiptasambönd og góðan tækja- og véla-
kost. Efnislager góður. Haustvertíð framund-
an. Hagstæð kjör fyrir traustan aðila.
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á
auglýsingadeild Mbl. fyrir 13. ágúst, merkt:
„Saumastofa - 3840“.
3+1 íVesturbænum
3ja herbergja íbúð með aukaherbergi og út-
sýni til leigu frá 1. september.
Tilboð merkt: „VVV - 45“ sendist auglýsinga-
deild Mbl. fyrir föstudaginn 13. ágúst.
Einbýlishústil leigu
Glæsilegt 200 fm einbýlishús í Grafarvogi til
leigu frá 1. september '93. 4 svefnherbergi.
Glæsilegur garður. Stutt í skóla og þjónustu.
Tilboð er greini frá leigutíma og verði ósk-
ast sent til auglýsingadeildar Mbl., merkt:
„Leigjandi - 12806“, fyrir 16. ágúst.
Meðmæli óskast.
Til leigu á Skagaströnd
Á Skagaströnd eru til leigu eða sölu 4 íbúðir
í nýju 6 íbúða húsi á 2 hæðum. íbúðirnar
eru fullfrágengnar, með vönduðum innrétt-
ingum og frágenginni lóð.
Stærð: Ein 4ra herbergja, tvær 3ja herbergja
og ein 2ja herbergja. Ibúðirnar eru tilbúnar
til afhendingar nú þegar.
Óskað er eftir tilboðum í leigu þeirra til
1 árs eða kauptilboði. Réttur áskilinn til að
taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum skal skila til Skagstrendings hf.
fyrir 20. ágúst nk.
Allar nánari upplýsingar gefa Sveinn og Ósk-
ar í síma 95-22690.
Skagstrendingur hf.,
Túnbraut 1-3,
545 Skagaströnd.