Morgunblaðið - 08.08.1993, Síða 39
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTlR SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993
Sigurður þjálfar ungl-
ingalið Grasshoppers
Sigurður Grétarsson knatt-
spyrnumaður og fyrrum
fyrirliði íslenska landsliðsins, hef-
ur tekið að sér að
tyaifa unglingalið
Bjamadóttur Grasshoppers 1
íSviss Sviss. „Eg hef
áhuga á að reyna
fyrir mér sem þjálfari svo að það
kemur sér ágætlega að vera með
unglingaliðið, 14 til 16 ára, í vet-
ur,“ sagði Sigurður. Hann var
skorinn upp á hnéi í byijun mars
og hefur ekki náð sér enn. „Ég
verð einn með liðið til að byrja
með en aðstoðarmaður hjálpar mér
ef ég verð betri í fætinum og get
farið að æfa að fullu.“
Leiksamningur Sigurðar við
Grasshoppers rann út 30. júni.
Hann er nú á tryggingalaunum
og heldur þeim þangað til hann
Morgunblaðið/Einar Falur
í nýju hlutverki
SIGURÐUR Grétarsson hefur sótt
þjálfaranámskeið í Sviss og fær að
reyna sig á því sviði hjá Grasshoppers
í vetur.
nær sér í hnénu. Þá er að sjá hvort
hann fer til annars liðs eða verður
áfram hjá Grasshoppers.
Sigurður sótti þjálfaranámskeið
hjá svissneska knattspyrnusam-
bandinu í fyrra. „Ég tek annað
námskeið núna í ágúst en alls
þarf að sækja fimm námskeið til
að öðlast full þjálfararéttindi í
Sviss.“ Fyrstu þijú námskeiðin eru
vika í senn en síðustu tvö eru í
hálfan mánuð og þrjár vikur. Nám-
skeiðin eru haldin einu sinni á ári
og það er ætlast til að þeir sem
taka þau noti tímann og öðlist
starfsreynslu á milli þeirra. At-
vinnuleikmenn mega sækja nám-
skeiðin án þess að vera með lið,
eins og Sigurður gerði í fyrra, en
þeir sem eru ekki í liði þurfa að
fínna sér knattspyrnulið til að
þjálfa eins og Sigurður hefur gert.
KAPPAKSTUR
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Bílar Hill og Prost verða bannaðir í núverandi mynd. Williams liðið verður að fjarlæga tölvustýrða fjöðrun bílanna
fyrir næstu keppni, sem verður í Ungveijalandi.
Bestu keppnis-
bflamir bannaðir
ÞAÐ er karpað um margt í
Formula 1 heiminum þessa
dagana, reglubreytingar
banna nú Williams sigurbfla
ársins með þeim tölvustýrða
fjöðrunarbúnaði sem þeir
hafa verið búnir. Forráða-
menn Williams eru æfir útaf
þessari ákvörðun, en hönnun
fjöðrunarinnar hefur kostað
milljónatugi. En liðið sem hef-
ur forystu í heimsmeistara-
mótinu verður að beygja sig
undir ákvörðun alþjóða bfla-
íþróttasambandsins.
En það fínna ekki allir til með
Williams, yfirmenn stórfyrir-
tækjanna Reynolds og Canon eru
ósáttir við samning
Eftjr sem Williams kapp-
Gunntaug akstursliðið gerði
Rögnvaldsson fyrir skömmu við
Rothmans um aug-
lýsingar á næsta ári upp á 13
milljónir sterlingspunda, eða 1,4
milljarða króna. Framkvæmda-
stjóri liðsins ýtti þar með fyrir-
varalaust frá sér fyrirtækjunum
tveimur sem hafa kostað keppnisl-
ið hans síðustu ár, en Rothmans
borgar tveimur milljónum punda
meira en þau gerðu á yfírstand-
andi keppnistímabili. Williams liðið
hefur verið að reyna að fá heims-
meistarann Nigel Mansell til sín
fyrir 5 milljónir punda frá amer-
ísku Indy kappakstursliði fyrir
næsta ár, en Mansell langar að
stofna eigin lið vestan hafs. A
meðan hefur Brasilíumaðurinn
Ayrton Senna skrifað undir samn-
ing út þetta ár við McLaren, en
hann hefur aðeins viljað semja um
eina keppni í einu til þessa. Ástæð-
an er sú að hann hefur ekki haft
Renault keppnisvél, sem hefur
skilað bestum árangri í mótum
ársins í bílum Hill og Prost hjá
WilUams.
Áhrif Senna eru svo mikil að
hann hefur haldið Mclaren liðinu
í járngreipum og tæknimenn hafa
leitað logandi ljósi að leiðum til
að Ford vél bílsins næði jafnfætis
þeirri frönsku frá Renault. Nokkur
keppnislið í Formula 1 eiga nú í
deilum við alþjóða bílaíþróttasam-
bandið vegna notkunar á elds-
neyti, sem skoðunarmenn telja að
hafi verið ólöglegt, þannig að það
skilaði of miklu, en ákveðnar regl-
ur gilda um samsetningu þess í
mótunum. Bæði Hill og Prost hafa
notað þetta eldsneyti í nokkrum
mótum og unnið sigra. En þeir sem
fylgjast með Formula 1 benda á
að öll deilumálin og karpið sé að
setja íþróttina í klemmu, á meðan
Mansell og fleiri í Ameríku eru
að vinna veg Indy kappakstursins
virðingu. Formula 1 ökumenn hafa
m.a. svarað þessu með því að aka
í fylkingu í opnum sportbílum fyr-
ir kappakstursmótin til að áhorf-
endur geti hyllt þá og skapað
skemmtilega stemmningu. Er það
liður í því að svara kröfum áhang-
enda um skemmtilegri mót. En öll
deilumálin eru að setja allt á ann-
an endann í Formula 1, þar sem
peningavelta á ársgrundvelli er
nærri jafn mikil og á Ólympíuleik-
unum.
P$í
SKIPULAG RÍKISINS
Frá Skipulagi rfkisins vegna sumar-
bústaða, hjölhýsa ng íbúðarvagna
Athygli er vakin á eftirfarandi:
1. Allir sumarbústaðir þurfa byggingarleyfi frá
byggingarnefnd. Byggingarleyfi utan skipulags
er háð samþykki skipulagsstjórnar ríkisins.
2. Stöðuleyfi hjólhýsa á tjaldstæðum eða lóðum
er einn mánuður á tímabilinu 1. maí til 30.
september. Þess utan skulu þau vera í
geymslu. Byggingarnefndir geta veitt sérstök
stöðuleyfi til lengri tíma, sbr. byggingarreglu-
gerð nr. 177/1992, gr. 6.10.7.10 og gr. 6.10.8.
3. íbúðarvagnar, sem eru breiðari en 2,5 m eða
lengri en 12 m, hafa ekki skilgreinda réttar-
stöðu. Þeim verður því að mæta með almenn-
um ákvæðum um sumarbústaði. Þar er m.a.
gerð krafa um vottorð frá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins um styrkleika, sbr. bygg-
ingarreglugerð nr. 177/1992, gr. 3.4.9.
Sérstök athygli er vakin á því, að seljandi
ber ábyrgð á göllum í verksmiðjuframleiddum
húsum.
Þetta er áréttað hér vegna þráláts misskilnings
innflytjenda og kaupenda um réttarstöðu ofan-
greindra vistarvera.
FAGOR UC2380
. Tvöfalt HITACHI kælikerfi
» Rúmmál 300 Itr
. Kælir 200 Itr
• Frystir 100 Itr
• Hraöfrysting ffCEPl
• Sjálfvirk afþíðing á kæli
• Frystigeta 12kg/24klst.
• Hljóðlátur 37 dB
• Umhverfisvænn
•MálHxBxD 170x60x57
GERÐ UC2420 ■ STAÐGREITT RR.
59900
KR.65100-MEÐ AFBORGUNUM
RÖNNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 68