Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
Belizískir togarar lönduðu á Austfjörðum í gær
Ráðherra með
löndunarbann
í undirbúningi
UNNIÐ er á vegum sjávarútvegsráðuneytis að gerð frumvarps til
laga er gera myndu kleift að banna landanir togara hérlendis, sem
aflað hafa á hafsvæðum utan fiskveiðilögsagna rílqa. Að sögn Þor-
steins Pálssonar sjávarútvegsráðherra er einnig til athugunar á
vegum ráðuneytisins, að selja reglugerð er banni íslenskum togurum
að veiða á slikum hafsvæðum, og mun ráðherrann kynna þær hug-
myndir í ríkissljórn í næstu viku. I gær landaði færeyskur togari,
skráður í Belize í Mið-Ameríku, um 60 tonnum af þorski hjá Hrað-
frystihúsi Eskifjarðar hf. og annar landaði á Stöðvarfirði.
Nokkuð hefur borið á því að und-
anfömu að skip hafi stundað veiðar
eftirlitslaust, utan fiskveiðilögsagna.
Þorsteinn Pálsson sagði að sér hefði
borist bréf frá norska sjávarútvegs-
ráðherranum í gærmorgun, þar sem
óskað væri eftir því að íslendingar
beittu sér fyrir að koma í veg fyrir
landanir fisks sem veiddur væri á
þennan hátt. Þó væri höfuðmarkmið-
ið með setningu laga og reglugerða
er ynnu gegn sókn á hafsvæðum
utan lögsögu að löggjöf íslendinga
yrði í samræmi við þá stefnu sem
þjóðin fylgdi á alþjóðavettvangi.
Þorsteinn sagði lagaheimildir vera
fyrir hendi til að grípa inn í ferðir
íslenskra skipa á svæði sem þessi
með reglugerðarsetningu, sem kæmi
í veg fyrir veiðar íslenskra skipa á
svæðum utan fiskveiðilögsagna. „Ég
hef í hyggju að gera ríkisstjóminni
grein fyrir þessu máli í næstu viku,
og þá kemur í framhaldi af því til
álita að sett verði reglugerð á grund-
velli gildandi laga, sem heimilar okk-
ur að fylgja okkar stefnu fram, og
að íslensk skip gangi ekki gegn
henni.“
Morgunblaðið/Kristinn
Viðgerð á Iðnó að hefjast
STARFSMENN ístaks eru nú í óða önn að vinna að undirbúningi að viðgerð á Iðnó og er fyrsta skrefið að
girða vinnusvæðið af. Að því loknu verður að sögn Tómasar Tómassonar, verkfræðings hjá ístaki, hafist
handa við viðgerðina og verður m.a. skipt um bárujárn á þaki og veggjum og skipt um glugga. Þá verð-
ur anddyri hússins, sem er viðbygging, fjarlægt og komið fyrir undirstöðum undir glerskála á sama stað.
Ennfremur verða einhveijar breytingar gerðar innandyra, m.a. rifnir nokkrir veggir. Engu að síður leggur
Tómas ríka áherslu á að reynt verði að halda upphaflegum stíl hússins. ístak á að skila sínum verkhluta
15. janúar og er áætlaður kostnaður vegna hans umJIO milljónir.
Tvíþætt mál
„Málið er tvíþætt. Annars vegar
varðar það kaup á fiski úr útlendum
skipum sem sigla undir þæginda-
fánum, og hins vegar það sem snýr
að íslenskum skipum sem kunna að
hafa áhuga á að stunda veiðar á
svæðum sem þessum," sagði Þor-
steinn. „Hvað erlendu skipin varðar
höfum við í dag engar lagaheimildir
til að grípa inn í samninga þeirra
við fískkaupendur. En í samræmi
við þá þróun sem við sjáum nú fyrir
í þjóðarrétti, höfum við ákveðið að
undirbúa löggjöf sem auðveldi okkur
að fylgja eftir þeirri stefnu sem við
höfum barist fyrir á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna.“
Dregið í HHÍ í gær
10 millj. til
Akureyrar
HÆSTI vinningur í Happ-
drætti Háskólans, 2 milljónir
króna, kom á trompmiða á
Akureyri þegar dregið var í
happdrættinu í gærkvöldi.
Vinningshafínn fær því í sinn
hlut 10 milljónir króna.
Að sögn Gísla Jónssonar,
umboðsmanns Happdrættis
Háskólans á Akureyri, er þetta
í annað sinn á þremur mánuð-
um sem hæsti vinningur kemur
upp á miða í umboðinu á Akur-
eyri. Síðast gerðist það í júní
en þá var hæsti vinningurinn 5
milljónir króna.
í dag
Ferðir til Engeyjar___________
/ sumar hefur verið boðið upp á
fastar ferðir til Engeyjar sem verið
hefur í eyði síðan um miðja þessa
öld 16
Stöðumælaverðir d Akureyri
Fyrstu stöðumælaverðir Akur-
eyrarbæjar taka til starfa í dag 18
írak ógnar Kúveit
Sendiherra Kúveits segir að írak
ógni Kúveit & meðan Saddam ráði
þar ríkjum 21
Leiðari
SR-mjöl hlutafélag 22
Tillögur bandarískra stjórnvalda um varnarstöðina trúnaðarmál
Bandaríkjamenn vílja leiða
málið til lykta innan mánaðar
í VIÐRÆÐUM fulltrúa íslenskra og bandarískra stjórnvalda um
helgina reifuðu Bandaríkjamenn hugmyndir um breytingar á starf-
semi Keflavíkurstöðvarinnar. Utanríkisráðherra greindi frá þessu
á fundi utanríkismálanefndar í gær en skýrði jafnframt frá því
að Bandaríkjamenn hefðu farið þess á leit að hugmyndirnar yrðu
trúnaðarmál á þessu stigi og við því yrði orðið. Að sögn utanríkis-
ráðherra hafa Bandaríkjamenn óskað eftir því að reynt verði að
leiða málið til lykta á skömmum tíma, jafnvel innan 30 daga.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra segir að gera megi ráð
fyrir að framhaldsfundur verði um
málið fljótlega. „Efnislegar umræð-
ur um það eru bundnar trúnaði enn
sem komið er. Íslenska viðræðu-
nefndin er nú að móta tillögur af
okkar hálfu. Það er ekki fyrr en
því verki er lokið og næsti fúndur
verður boðaciur sem ég get svarað
því hvenær tillögur Bandaríkja-
manna verða gerðar opinberar,“
segir hann.
Aðlögun að breyttum
aðstæðum
Bjöm Bjamason, formaður utan-
ríkismálanefndar, segist skilja þá
afstöðu utanríkisráðherra og emb-
ættismanna hans að þeir telji sig
bundna af loforði sem þeir gáfu í
viðræðum við Bandaríkjamenn um
að halda trúnaði um hugmyndirnar.
„Ég lít svo á að um aðlögun að
breyttum aðstæðum sé að ræða,
eins og ráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins hefur orðað það. Það
er verið að laga starfsemi Keflavík-
urstöðvarinnar að breyttum að-
stæðum og ég tel mjög mikilvægt
að sem fyrst verði unnt að ræða
það fyrir opnum tjöldum í hveiju
þetta felst,“ segir Björn.
Hann segir að með miklum um-
ræðum um öryggis- og vamarmál
að undanfömu hafi utanríkismála-
nefnd farið inn á nýjar og æskileg-
ar brautir því tiltölulega lítið hafi
verið rætt um þau í nefndinni á
undanfömum áratugum. „Það eru
ekki mörg ár síðan að utanríkisráð-
herra lýsti því yfir að hann myndi
ekki ræða þessi mál í ríkisstjóm á
meðan Alþýðubandalagið ætti þar
sæti. Það er því ekkert nýtt að far-
ið sé með slíkar hugmyndir sem
Úr Verinu
► Mestu þorskmælingar í Bar-
entshafí frá 1981 - Úthafskarfa-
veiðar SH tífaldast - Verða eldis-
afurðir ráðandi um verðmyndun
á físki eftir 20 ár?
Myndasögur
► Drátthagi blýanturinn -
Myndir ungra listamanna -
Kveðjur - Pennavinir - Mynda-
sögur - Þrautir - Brandarar -
Leikhomið
viðkvæmt málefni og menn hafa
jafnvel setið í ríkisstjórn og látið
sér það lynda að vera ekki upplýst-
ir um varnarmálin," segir hann.
Jón Baldvin ekki einvaldur
Ólafur Ragnar Grímsson, Al-
þýðubandalagi, segir að nefndin
hafi fyrir rúmum mánuði fengið ít-
arlega skýrslu um viðræðufund sem
þá var haldinn. „Nú ber svo við að
utanríkisráðherra tilkynnir að hann
og Bandaríkjamenn hafi tekið um
það sameiginlega ákvörðun að segja
ekki frá þessum tillögum. Það em
fáheyrð vinnubrögð, sérstaklega
vegna þess að jafnframt var sagt
að þessum viðræðum yrði að ljúka
fyrir lok september," segir Ólafur
Ragnar. Hann segist telja að ekki
sé hægt að finna dæmi þess í mörg
ár að slíkum málum hafi verið hald-
ið leyndum fyrir ríkisstjórn og utan-
ríkismálanefnd. „Jón Baldvin verð-
ur að átta sig á því að hann er
ekki einvaldur á íslandi heldur er
hér lýðveldi með lögskipaðar stjórn-
stofnanir," segir hann.
Óviðfelldið leynimakk
Páll Pétursson segist ekki trúa
að Bandaríkjamenn geti haldið til-
lögum sínum leyndum og því verði
íslendingar að sækja upplýsingar
um þær til Bandaríkjanna. „Þetta
er óviðfelldið leynimakk og til þess
eins fallið að vekja óþarfa tor-
tryggni."
Kennararáðningar ganga vel víðast hvar
Fleiri réttindakenn-
arar við grunnskólana
FRÆÐSLlÍSTJÓRUM eru nú að berast tilkynningar um ráðningar
kennara í grunnskólum landsins. Mannaráðningar eru þó ekki enn
alveg fullfrágengnar í öllum skólum. En samkvæmt þeim upplýsing-
um sem fræðluskrifstofurnar hafa fengið virðist ganga ívið betur
en í fyrra að ráða kennara með réttindi. Væntanlegt hlutfall leið-
beinenda verður því heldur lægra en á síðasta skólaári. í fyrra
voru ráðnir 504 leiðbeinendur í 326 stöðugildi. Framboð á kennslu-
störfum var 2.743 stöðugildi. Hlutfall leiðbeinenda var 11,89%.
Um þessar mundir eru fræðslu-
skrifstofum að berast tilkynningar
frá skólastjórum grunnskólanna um
ráðningar í kennslustörf. Það var
almennt mat að ekki yrðu stórvægi-
legar breytingar. Menn væntu þess
þó að hlutfall réttindakennara yrði
ívíð hærra heldur en á síðasta náms-
ári.
Sölvi Sigurðsson á Fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur sagði mjög vel
hafa gengið að ráða í kennarastöð-
ur í Reykjavík og væri þar næstum
eingöngu réttindafólk. Svipaða
sögu var að heyra á Fræðsluskrif-
stofu Reykjaness, mjög vel hefði
gengið að ráða kennara. Kennarar
væru fleiri en þær stöður sem í
boði væru. Það yrði einna helst á
Suðurnesjum sem leiðbeinendur
yrðu ráðnir til kennslu.
Snorra Þorsteinssyni fræðslu-
stjóra Vesturlandsumdæmis fannst
sem umsóknir hefðu ekki orðið eins
margar og þessi áhugi hefði gefið
tilefni til að ætla. Á Vestfjörðum
var ekki búið að ganga frá ráðningú
í allar stöður en Halldóra Magnús-
dóttir á fræðsluskrifstofu Vest-
fjarða vænti þess að hlutfall leið-
beinenda myndi lækka nokkuð en;
á síðasta ári hefði það verið tæp
40%. Guðmundur Ingi Leifsson,
fræðslustjóri á Norðurlandi vestra,
sagði mannaráðningar ekki hafa
gengið betur eða verr en í fyrra,
það vantaði töluvert af réttindafólki
en þá voru um 70% með réttindi.