Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
39
Ferðamenn!
Vinsamlega gangið
vel um neyðarskýli
S ly savamafélagsins.
Notið ekki búnað
þess nema nauðsyn
krefji.
Öll óþörf dvöl í
skýlunum er
óheimil.
KOMUM HEIL HEIM
HEILRÆÐI
Greiðabílar
Frá Rudolf Ingólfssyni:
Það gerist stundum þegar fjöl-
miðlar fjalla um atburði að vitni
geta ekki með neinu móti áttað sig
á að verið sé að ræða um það sama
og þau hafa orðið sjónavottar að.
Sú varð raunin þegar ég heyrði
frétt á Bylgjunni 27. júlí þar sem
fjallað var um atburði sem áttu sér
stað við Sundahöfn þann sama
morgun.
í fréttinni sem send var út í
hádegisfréttum er greint frá því
þegar lögregla hafði afskipti af
greiðabílstjóra sem var í þann
mund að fara af stað með far-
þega. Lögreglan gerði athugasemd
við það, þar sem greiðabílar megi
ekki flytja fólk, heldur eingöngu
vaming af ýmsu tagi. Lög kveða
mjög skýrt á um þetta og verður
vart um túlkun þeirra deilt.
Agreiningur í þessu tilfelli snýst
líklega mest um hvað telst vera
mikill farangur og því ástæða til
að nýta sér frekari þjónustu vöru-
flutningabíls en leigubfls.
Erlendir ljósmyndarar komu úr
skemmtiferðaskipi og hugðust aka
að Gullfossi og Geysi. Meðferðis
höfðu þeir þijár litlar myndavélat-
öskur, eina myndbandsupptökuvél
og einn lítinn samanbrotinn þrífót.
Það telst vera mjög lítill farangur
og ekki ástæða til að kalla á vöru-
flutningabíl til að koma honum á
leiðarenda.
Greiðabílar mega ekki aka far-
þegum með hliðstæðum hætti og
leigubílar. Þeir eru til þess að flytja
vörur og gera það án efa með
sóma. En til að flytja fólk þarf að
uppfýlla ströng skilyrði samkvæmt
lögum og reglum. Því miður eru
þess dæmi að greiðabílar hafí ekið
- leigfubflar
með farþega, næst eftir að þeir
hafa ekið með rusl á sorphauga.
Sú staðreynd ein hlýtur að vekja
okkur til umhugsunar um hversu
ólíka þjónustu er þama um að
ræða.
Ég hef um árabil sérhæft mig
í að aka með farþega af farþega-
skipum sem koma hingað til lands.
Þar á meðal ljósmyndara sem oft
em á vegum skipanna sem koma
til að taka myndir af farþegum
þeirra í stórbrotinni náttúru ís-
lands. í því tilviki sem lögregla
hafði afskipti af greiðabílnum var
hann í þann mund að aka af stað
með farþega sem ekki er í sam-
ræmi við landslög.
Leigubflstjórar þurfa og vilja
hlíta íslenskum lögum. Þau eru
sett í þágu fólksins og allir vita
að þau ber að virða. Það eina sem
við förum fram á, er að greiðabíl-
stjórar virði lög. Það sem við viljum
er að þeir vinni í samræmi við lög
um leigubíla frá 1989, en þá var
verksvið leigubílstjóra og sendibíl-
stjóra mjög vel skilgreint. Hlutverk
lögreglu er að sjá til þess að lög
séu virt og á þeirri forsendu hefur
viðkomandi greiðabílstjóra vænt-
anlega verið bannað að flytja þessa
erlendu ljósmyndara.
Frétt Bylgjunar 27. júlí er þeim
annmarka háð, að sjónarmið aðeins
eins aðila er haldið á lofti. Upplýs-
ingar fréttamanns byggja á orðum
annars aðila í deilu sem staðið
hefur í mörg ár. Samkvæmt eðli-
legum siðareglum í fréttamennsku
getur slíkt aldrei gengið. Þar
bregst hlutleysisreglan, því miður.
RUDOLF INGÓLFSSON
leigubflstjóri
VELVAKANDI
TAPAÐ/FUNDDE)
Hjól í óskilum
SVART BMX barnahjól fannst
í garði í vesturbænum. Ef ein-
hver saknar þess getur hann
hringt í síma 26676.
Gullúr tapaðist
FÍNLEGT dömuúr með gull-
keðju tapaðist sl. laugardag
annað hvort í Seljahverfí eða á
Laugaveginum. Urið er 30 ára
gamalt og er þess sárt saknað.
Skilvís finnandi vinsamlega
hringi í síma 71356.
GÆLUDÝR
Kettlingur í óskilum
SVARTUR og hvítur kettlingur
er í óskilum á Kvisthaganum í
Reykjavík. Hann var ómerktur
og getur eigandinn vitjað hans
í síma 11810.
ÞESSIR HRINGDU
Húllsaumur, húllföldun
KRISTÍN hringdi frá ísafirði
með fyrirspurn um hvort ein-
hvers staðar í Reykjavík væri
hægt að fá húllföldun eða húll-
saum. Hér áður fyrr var al-
gengt að sjá þetta auglýst í
gluggum sagði Kristín en að
undanförnu hefur hún spurst
fyrir um þetta en alls staðar
fengið þau svör að þetta feng-
ist ekki gert. Svo ef einhver
gæti gefið henni upplýsingar
um hvar hún gæti fengið húll-
földun er sá hinn sami vinsam-
lega beðinn um að hafa sam-
band við Velvakanda.
Orð
Frá Benjamín H.J. Eiríkssyni:
Fyrir nokkru fjallaði Gísli Jóns-
son um orðið dyr í einum sinna
athyglisverðu þátta í Morgunblað-
inu. Var umfjöllunin mjög á sama
veg farið og í íslenskri Orðsifja-
bók, að mig minnir. A hvorugum
staðnum er fjallað um það atriði
sérstaklega, að orðið er fleirtölu-
orð.
Ástæðurna fyrir því, að orðið
er fleirtöluorð tel ég vera þá, að
upphaflega hafi dyrnar aðeins ver-
ið tveir stólpar, sem gengið var á
milli, tveir staurar, tvö tré. Gengið
var um trén. Orðið tré hefir þá
verið notað í eldri mynd, sem enn
varðveitist nokkuð breytt í orðinu
dyr. Tré er á rússnesku derevo
í flt. dereva. Derevo er af drevo
(með metathesis). Drevo er rússn-
esk mynd af orðinu tré, gömul.
I íjölmiðlum er stundum minnst
á þjóðarfugl Bandaríkjanna, hinn
hvíthöfða örn og hann kallaður
skallaörn. Á ensku heitir fuglinn
the bald eagle. Þarna er bald
latneskt orð sem merkir hvítur:
Hinn hvíthöfða örn.
Stundum hefir brugðið fyrir
skrifum um óvenjuleg mannanöfn
erlend. Ég nefni sem dæmi nafn
eins af forsetum Finnlands. Mörg-
um fannst það einkennilegt: Svin-
huvud.
Ég tel víst að nafnið sé upphaf-
lega dregið af skjaldarmerki. Ridd-
arar máluðu merki á skildi sína,
táknmyndir, til dæmdis myndir
dýra eða jurta. Til forna var svín-
ið, það er að segja vilisvínið, talið
mjög hættulegt veiðidýr og því
tákn um -styrk. Til dæmis var það
greipt á forna víkingahjálma.
Sumar aðalsættir bera svona nöfn.
BENJAMÍN H.J. EIRÍKSSON,
alias Eirik Torin.
P.S. Ég hef verið spurður um hið
nýja nafn mitt, sem ég er farinn
að bregða við að nota: Erik Torin.
Þetta nafn fékk ég upphaflega
sem gervinafn austur í Moskvu
fyrir 58 árum. Nú hefur mér verið
sýnt, að ég eigi að nota það.
Torin er af tora, en svo er lög-
málsbók gyðinga kölluð, Móse-
bækurnar fimm. Eirik er dulbúinn
titill. Þetta sést ef orðinu er snúið
við: kirie. Kirkjunnar menn kann-
ast við þetta orð. (Genensis 32,
22-32.)
Pennavinir
Svissneskur póstkortasafnari vill
skiptast á kortum:
Frank Stettler,
Haupstrasse 83,
CH-8264 Eschenz TG,
Switzerland.
LEIÐRÉTTINGAR
Prentvilla
í grein minni „Sköpun — Erfða-
synd — Skím“ sem birtist 5. ágúst
sl. á orðið „símatal" að vera tíma-
tal (17. lína). Með kærum kveðjum,
sr. Jan Habets.
Leiðrétting á úr-
slitum
Á upptalningu á úrslitum á stór-
móti Sunnlenskra hestamanna sem
birtist í blaðinu í gær voru ekki
réttar upplýsingar um hryssunna
Vöku frá Stóra-Hofi. Hryssan er
undan Stíg frá Kjartansstöðum og
Nótt frá Kröggólfsstöðum og er
eigandi hennar Sigurbjörn Eiríks-
son. Þá var Helgi Gíslason sagður
í fimmta sæti bæði í barna- og
unglingaflokki en hið rétta er að
hann varð í fimmta sæti í unglinga-
flokki en Hrund Albertsdóttir, sem
keppti á Heru fra Austur Koti og er
í eigu Kristínar Hönnu Bjarnardótt-
ir, varð fímmta í barnaflokki. Hlut-
aðeigendur em beðnir velvirðingar
á þessum mistökum.
Golfmót Ármanns
er haldið á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ í dag, 11. ágúst, kl. 15.00.
Öllum félagsmönnum heimil þátttaka sem tilkynnist í síma 667415.
Spilað verður með fullri forgjöf.
Við hjálpum þér að spara
PARÍSARbúðin
Austurstræti 8, sími 14266.
útsala — útsala — útsala — útsala — útsala
— útsala — útsala
hefstfimmtudaginn 12. ágúst kl. 8.00
Bjóðum þér í
afmæli á morgun
í glæsilegum eldhúsum mun meistarakokkurinn
Sigurður L. Hall elda og bjóða gestum að
smakka milli kl. 14 og 18 fimmtudaginn þann
12. ágúst. Trésmiðja Ármannsfells verður opin
- komið og sjáið hvernig innrétting verður til.
Fimmta hver fjölskylda fær sýnishorn af
framleiðslu trésmiðjunnar.
Funhöfða 19,
sími685680
Þeir sem staðfesta pöntun í afmælismánuðinum fá
frítt matreiðslunámskeið hjá Sigurði L. Hall, sérstakan
afmælisafslátt og ein lukkupotts-fjölskylda verður
dregin út og fær innréttinguna að gjöf frá okkur.
1 1
Metsölublad á hverjum degi!