Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
Samræming skráningar
vinnuslysa nauðsynleg
MISBRESTUR er á því að vinnuslys, sem tilkynnast eiga til
Vinnueftirlits ríkisins, séu tilkynnt, segir Eyjólfur Sæmunds-
son, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins. Þá segir hann að nauðsyn-
legt sé að samræma skráningu Tryggingarstofnunar ríkisins
og Vinnueftirlitsins á vinnuslysum, en á bilinu 600 til 800
vinnuslys hafa verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins á ári hverju
á undanförnum árum.
„Það vantar meiri samræmingu
á slysaskráningu í landinu al-
mennt. Það hafa ekki verið til fjár-
munir til að setja í vinnu á þessu
sviði. Þetta eru mörg þúsund slys
á ári og töluvert mál að vinna úr
þessu öllu,“ segir Eyjólfur.
Hann segir að þegar vinnuslys
valdi fjarveru frá vinnu í meira en
einn dag, fyrir utan daginn sem
slysið á sér stað, skuli það tilkynnt
til Vinnueftirlitsins. Ef einhver
slasast þannig að líkur séu á að
það geti valdið varanlegu líkams-
tjóni, eigi að tilkynna það bæði
lögreglu og vinnueftirliti strax og
er þá slysið rannsakað.
Tvö dauðaslys við vinnu á
lyfturum
Eyjólfur segir að það sé mjög
mikið að tvö dauðaslys skuli vera
í tengslum við notkun lyftara með
aðeins nokkurra daga millibiii.
Hann segir að á undanfömum
árum hafí verið mikið unnið að því
að þeir, sem vinni við lyftara, þurfi
að hafa sérstakt próf á þá. „f dag
má enginn stjórna lyftara nema
með sérstökum réttindum og á síð-
ustu árum er búið að endurskipu-
leggja allt nám í kringum þetta.
Það er einnig gengið miklu harðar
eftir því úti á vinnustöðunum, þeg-
ar við erum þar í eftirliti, að þeir
sem vinna á lyfturum séu með
þessi réttindi. Þessi slys eru áminn-
ing um það að í landinu er óhemju
fjöldi af þungavinnuvélum af ýmsu
tagi, sem eru stórhættulegar ef
eitthvað bregður út af,“ segir Eýj-
ólfur.
Þá segir hann að á næstunni
eigi að taka saman skýrslu um
dauðaslys við vinnu á íslandi á síð-
ustu áratugum og verði sú skýrsla
væntanlega tilbúin á næsta ári.
Á síðustu sjö árum, eða frá 1986
til 1992, hafa verið 29 vinnuslys,
sem valdið hafa dauða, þar af áttu
t.d. 11 þeirra sér stað í landbún-
aði, 5 í byggingavinnu og 4 í flutn-
ingastarfsemi og eru slys á sjó-
mönnum ekki meðtalin.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 11. AGUST
YFIRLIT: Suðaustan af Jan Mayen er minnkandi 994 mb lægö en önnur
álika yfir sunnanverðri Skandinavíu hreyfist norður. Minnkandi hæðar-
hryggur er á Grænlandshafi en vaxandi lægðardrag yfir austurströnd
Grænlands mun hreyfast austur.
SPÁ: Fremur hæg norðvestan- og síðan vestan- eða suðvestanátt á land-
inu. Skýjað en að mestu þurrt vestanlands en vlða bjartviðri í öðrum
landshlutum. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt vestast á landinu annað
kvöld. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austur- og Suðausturlandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Fremur hæg sunnan- og
suðaustanétt. Dálítil súld eða rigning suöaustan- og austanlands, en
þurrt og víða bjart í öðrum landshlutum. Hiti 5 til 12 stig.
HORFUR Á LAUGARDAG: Breytileg átt, gola eða kaldi. Skýjað og hætt
við skúrum í öllum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30,.4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 10.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu ísiands — Veðurfregnir: 990600.
o
Heiðskírt
/ / /
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
* / *
* /
/ * /
Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
„ Alskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og Ijaðrimar vindstyrk,
heil fjööur er 2 vindstíg.
10° Hitastig
v Súld
.. Þoka
dig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Þjóðvegir landsins eru allir í ágætu ásigkomulagi og ágætlega greiðfær-
ir. Þá er einnig búið að opna flesta vegi um hálendið en þó eru vegir
eins og um Stórasand, í Þjófadali, í Hrafntinnusker og Gæsavatnaleið
ennþá ófærir. Hálendisvegir eru yfirleitt ekki færir venjulegum fólksbí.'um
nema vegur um Kaldadai og vegur í Landmannalaugar. Víða er unnið
við vegagerð og eru vegfarendur að gefnu tilefni beðnir að þær merking-
ar sem þar eru.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hltl voöur
7 léttskýjað
9 skýjað
Akureyri
Reykjavfk
Bergen
Helsinkl
Kaupmannahöfn
Narssarssuaq
Nuuk
Osló
Stokkhólmur
Pórshöfn
16 skýjað
20 skýjeð
17 skúrásíð.klst.
11 léttskýjað
9 skýjað
18 skýjað
16 rigningogsúld
7 skúr á siö.klst.
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Feneyjer
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
LosAngeles
Lúxemborg
Madríd
Malaga
Mallorca
Montreal
NewYork
Orlando
París
Madelra
Róm
Vín
Washington
Winnípeg
27 helðskfrt
16 skýjað
26 hálfskýjað
19 skýjað
21 þokumóða
26 léttskýjað
23 léttskýjað
14 skýjað
16 skúrásfð.klsL
19 skýjað
19 skýjað
vantar
32 léttskýjað
29 mistur '
29 léttskýjað
20 skýjað
22 hálfskýjað
26 léttskýjsð
22 skýjað
23 skýjað
28 léttskýjað
22 rigning
22 þokumóða
17 léttskýjað
I DAG kl. 12.00
Heimild: VeSurstofa íslands
(Byggl á veðurspé ki. 16.16 í gær)
~~~ Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ódýrt grænmeti
BERGLIND Eir Magnúsdóttir starfsstúlka í Hagkaup með ódýrt
grænmeti.
Mikil verðlækk-
un á grænmeti
MIKIL verðlækkun varð á grænmeti í gær þar sem framleiðsla
á mörgum tegundum hefur náð hámarki. Sem dæmi um verðlækk-
anir má nefna að heildsöluverð á 1 kg af kinakáli hefur lækkað
úr 139 ltr. í undir 100 kr. Verð á spergilkáli lækkaði mest, eða
úr 395 kr. í 195 kr. kg.
Blómkál lækkaði lítillega, eða
úr 295 kr. kg í 249 kr., en fram-
leiðsla á því hefur enn ekki náð
hámarki. Pottrófur lækkuðu úr
200 kr. í 139 kr. kg. Rauð pa-
prika lækkaði úr 550 kr. í 429 kr.
Tómatar hafa hins vegar hækk-
að í verði að undanförnu eftir að
hafa verið á lágu verði mestan
hluta sumars. Framleiðsla á tóm-
ötum hefur dregist mikið saman
að undanförnu.
Árni Kolbeinsson hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna segir að verð á
gúrku hafi ekki náðst upp í allt
sumar vegna offramleiðslu. Þá
hafi verið mikið um lélega gúrku
á markaðnum í byijun sumars
sem hann telur að hafi dregið úr
neyslunni. „Líklegast hefur verð
á gúrkum aldrei verið jafn lágt
hérlendis og í sumar. Verð á kg
af gúrku fór vel niður undir 100
kr. þegar það var lægst,“ sagði
Árni.
Dæmd skilorðsbund-
ið í fangelsi fyrir að
deyða nýfætt bam
26 ARA gömul kona hefur verið
dæmd í 18 mánaða fangelsi, skil-
orðsbundið til 5 ára, fyrir að
hafa deytt nýfætt barn sitt strax
eftir fæðingu þess í byrjun árs
1992.
Konan hafði um alllangt skeið
átt í sambandi við bamsföður sinn
en hún kvaðst ekki hafa vitað að
hún væri þunguð og hafði svarað
neitandi spumingum vinnufélaga
um hvort hún gengi með barn.
Hún hafði verið með verki dag-
ana fyrir fæðingu en kvaðst hafa
talið þá tengjast blæðingum. Bamið
ól hún inni á salerni á heimili for-
eldra sinna og tróð pappírsvöndli í
kok þess. Hún kvaðst aldrei hafa
orðið vör við líf í barninu en kvaðst
hafa ákveðið að leyna fæðingunni
fyrir foreldrum sínum, sem höfðu
ekki verið sátt við samband hennar
við barnsföðurinn. Hún fór til vinnu
eftir fæðinguna en faldi lík barnsins
í farangursgeymslu bifreiðar sinn-
Næturfrost í
Borgarfirði
Hvannatúni f Andakíl.
Aðfaranótt þriðjudags var hér
um slóðir sú kaldasta í sumar. í
Stafholtsey mældist 3,1 stigs frost
í tveggja metra hæð en á Hvann-
eyri fór frostið í 7 stig í 5 senti-
metra hæð. Menn hér muna ekki
eftir slíku frosti í ágústbyijun.
Kartöflugrös eru stórskemmd og
ekki er hægt að búast við mikilli
uppskeru því hitinn hefur oft farið
niður undir frostmark undanfarnar
vikur um nætur þótt sæmilegt hafi
verið í sólfari á daginn.
Hjá undirrituðum var 5 millimetra
þykkur ís á vatni úti. Stanslaus úr-
koma var frá laugardagskvöldi í sól-
arhring og mældist 19,6 mm. í Staf-
holtsey. Háarspretta er lítil vegna
þurrka. DJ
ar. Þar fundu ættingjar hennar lík-
ið daginn eftir, en þá fór að gruna
hvers kyns var og höfðu samband
við lækni. Krufning sýndi að barnið
hafði andað eftir fæðingu.
Hún var ákærð fyrir brot á 212.
grein hegningarlaga sem fjallar
sérstaklega um allt að því 6 ára
fangelsi ef móðir deyðir barn í fæð-
ingu eða strax eftir fæðingu vegna
neyðar, ótta um hneisu eða ruglaðs
eða veiklaðs hugarástand sem hún
hafí komist í við fæðinguna. Við
skoðun sálfræðings og geðlæknis
kom í ljós að konan væri sakhæf
og með greindarvísitöluna 90, sem
telst lágt en innan eðlilegra marka.
Hins vegar kom fram að félagsleg
staða hennar hefði verið erfíð.
Ásetningur
í niðurstöðum Más Péturssonar
héraðsdómara er því hafnað að
konan hafí ekki gert sér grein fyrir
þungun sinni og á því byggt að
konan hafí einsett sér að leyna
þunguninni. í þeim tilgangi hafí hún
deytt barn sitt af ásetningi með
aðferð sem fráleitt væri að beita
ef hún hefði talið bamið andvana
fætt. Þá segir að ákæruvaldið hafí
fallist á að mildandi kringumstæður
séu fyrir hendi með því að ákæra
eingöngu á grundvelli fyrrgreindrar
lagagreinar og varhugavert sé að
fullyrða að ásetningur konunnar
hafí verið fullframinn fyrr en á
verknaðarstundinni.
Viðleitni hennar til að leyna
þunguninni og viðhorf hennar til
hennar skýrist af meðfæddum eig-
inleikum og umgengnisháttum.
Refsing þyki hæfíleg fangelsi í 18
mánuði og var refsingin skilorðs-
bundin í 5 ár. Dómari segir að þótt
skilorðsbundnar refsingar séu sjald-
an dæmdar þegar dæmd er lengri
fangelsisvist en 1 ár telji hann
málið þannig vaxið og högum kon-
unnar þannig háttað að heimilt sé
að dæma skilorðsbundið fangelsi.